Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hrossaeigendur dæmdir til að greiða bætur DÓMUR er genginn í Héraðsdómi Reykjaness þar sem eigendum tveggja hrossa var gert að greiða eiganda bifreiðar þrjá fjórðu hluta tjóns, sem varð á bifreiðinni þegar eiginmaður bifreiða- eigandans ók á hrossin nálægt Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi þann 1. mars 1996. Hrossin drápust, annað samstundis, en hitt var aflífað skömmu síðar. Bótakrafa vegna tjóns á bifreiðinni nam alls 909 þúsund krónum og fór bifreiðaeigandinn í mál við hrossaeigendurna vegna tjónsins og byggði dómkröfu sína á því að stefndu væru bótaskyld vegna þess að bifreiðin varð fyrir tjóni vegna lausagöngu hrossa á þjóðvegi í landi Kópavogs þar sem lausaganga er bönnuð sbr. lögreglusam- þykkt Kópavogs frá 28. júlí 1986. Af hálfu stefndu var á því byggt að ákvæðið í lögreglusamþykkt- inni ætti einungis við um þéttbýlishluta kaupstað- arins en að utan hans væru engar hömlur lagðar á lausagöngu búfjár. I niðurstöðu dómsins voru tekin af öll tvímæli um að ákvæðið gilti um allt lögsagnarumdæmi lögi-eglunnar í Kópavogi. Bifreiðaeigandi stefnir bónda eftir ákeyrslu á hrút Telja yrði meginorsök umferðarslyssins þá, að hrossin hafi hlaupið út á veginn í veg fyrir bifreið- ina, en sökum myrkurs og lélegs skyggnis hafi ökumaður ekki orðið þeirra var fyrr en of seint. Dómurinn komst ennfremur að þeirri niðurstöðu að ökuhraði bifreiðarinnar hafí verið of mikill miðað við aðstæður, einkum í ljósi þess að nátt- myrkur var og slæmt skyggni. Þvi yrði að telja að ökumaður hefði ekki gætt þeirrar varúðar, sem ökumönnum ber að sýna við slíkar aðstæður. Þótti því hæfilegt að mati dómsins að stefnandi ætti sjálf fjórðu hluta sakar og gæti ekki krafið stefndu um meira en þrjá fjórðu hluta tjónsins. Stefndu hafa áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Annað mál, sem er svipaðs eðlis, er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem bifreiða- eigandi hefur stefnt bónda í Rangái-vallasýslu vegna tjóns sem varð á bifreiðinni þegar stefn- andi ók á hrút í eigu bóndans. í máiinu takast m.a. á 56. grein vegalaga þar sem segir að lausa- ganga búfjár sé bönnuð á stofnvegum þar sem girðingar eru beggja vegna vegar, og 88. grein umferðarlaga þar sem fjallað er um bótaskyldu eiganda bifreiðar gagnvart því tjóni sem valdið er með ökutækinu. Dómur verður kveðinn upp í mál- inu í þessum mánuði. baksreyks og tilgangurinn væri sá að vernda menn fyrir áhrifum hans. Meðal sjúkdóma sem rekja mætti til reykinga væru hjarta- og æðasjúkdómar, lungnakrabba- mein og astmi og sagði hann ófaert að fólk yrði að búa við áhættu af slíkum sjúkdómum á vinnustað sínum. Þorgrímur Þráinsson, fram- kvæmdastjóri Tóbaksvarna- nefndar, sagði nauðsynlegt að efla eftirlit með lögum og reglu- gerðum um tóbaksvarnir. Hann sagði að eftir könnun Tóbaks- varnanefndar á síðasta ári á öll- um veitingastöðum á höfuðborg- arsvæðinu hefði komið í ljós að mörg þeirra stæðu sig ekki í því að bjóða nógu stór reyklaus svæði. Hann kvaðst hafa vísað þessari vitneskju til heilbrigðis- eftirlits og ljóst væri að eftirlit með tóbaksvörnum væri em- hverra hluta vegna lélegt. Sagði hann nauðsynlegt að bæta það. Mislæg gatnamót Lægsta til- boði Valar hf. tekið BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar um að taka rúmlega 291 milljónar króna tilboði lægst- bjóðanda, Valar hf. í gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Skeiðarvog. Sjö tilboð bárust í verkið. Tilboð Valar hf. er 78,12% af kostnaðaráætlun en aðiir sem buðu voru Ármannsfell hf. og Verktakar Magni ehf. sem buðu saman 88,68% af kostnaðaráætlun, JVJ ehf. sem bauð 88,94% af kostnaðaráætlun, Háfell hf., Eykt ehf. og Loftorka Reykjavík ehf. sem buðu saman 94,55% af kostnaðaráætlun, Istak hf. sem bauð 97,92% af kostnaðará- ætlun, Verkafl ehf., sem bauð 108,47% af kostnaðaráætlun og Hjarðarnesbræður ehf. sem buðu 121,80% af kostnaðaráætlun. ------------------ Sofnaði undir •i og olli árekstri stýri MJÖG harður árekstur varð með fólksbifreið og flutningabifreið með tengivagni í Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi í gær klukkan 13,30. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, sem var á austurleið sofnaði við stýrið og ók utan í flutningabifreið- ina, sem kom úr gagnstæðri átt. Fólksbifreiðin er nánast ónýt að sögn lögreglu, en ökumaðurinn slapp með skrámur. Morgunblaðið/Arni Sæberg Útför Magnúsar Oskarssonar ÚTFÖR Magnúsar Óskarsson- ar fyrrverandi borgarlög- manns var gerð frá Dómkirkj- unni í gær að viðstöddu fjöl- menni. Sr. Þórir Stephensen jarðsöng, Kammerkór Dóm- kirkjunnar söng við athöfnina, Pétur Jónasson lék einleik á gítar, Hrönn Geirlaugsdóttir Iék á fíðlu og Kristinn Sig- mundsson söng einsöng. Úr kirkju báru kistu hins látna þeir Eggert Jónsson, Árni Sig- fússon, Björn Bjarnason, Sverrir Haraldsson, Matthías Johannessen, Tryggvi Geirs- son, Þorvaldur Lúðvíksson og Sverrir Hermannsson. Borgarráö um uppbyggingu heilsugæslu í borginni Læknum verði fjölgað í Grafarvogi BORGARRÁÐ telur brýnt að hið fyi’sta verði tryggt viðunandi húsnæði fyrir heilsugæsluna í Grafarvogi þannig að hægt verði að fjölga þar læknum. Jafnframt telur ráðið að með öllu sé óvið- undandi að íbúar í Voga-, Heima- og Sundahverfi eigi enn ekki að- gang að heilsugæslustöð en 16 ár eru síðan lög um heilsugæslu tóku gildi. í áiyktun borgarráðs kemur einnig fram að heilsu- gæslan á Hlíðasvæði búi við mik- il þrengsli og að borgin sé reiðu- búin til viðræðna við heilbrigðis- ráðuneytið um það húsnæði sem tilheyri Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. I ályktun borgarráðs um upp- byggingu heilsugæslunnar í Reykjavík er þeim tilmælum beint til heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að nægilegt fé verði tryggt á fjárlögum næsta árs til að koma megi heilsugæsl- unni í Reykjavík í viðunandi horf. Sérstök áhersla er lögð á að bæta heilsugæslu í þeim hverf- um þar sem hlutfall ungi’a barna og aldraðra er hæst. Bent er á að í Grafarvogs- og Borgarholts- hverfum búi um 15 þús. manns og að hlutfall barna sé þar hærra en almennt gerist í borginni en einungis fimm heilsugæslulækn- ar þjóni þessum borgarhluta. Fram kemur að í skipulagi sé gert ráð fyrir tveimur heilsu- gæslustöðvum, annarri á Spöng- inni og hinni við verslunarmið- stöðina í Hverafold. Telur borg- arráð mikilvægt að ekki verði horfið frá þessu fyrirætlunum. Heilsugæsla í Þróttheimum Fram kemur að óviðunandi sé að um 9 þús. íbúar í Voga-, Heima- og Sundahverfi eigi ekki aðgang að heilsugæslustöð. Þar búi mikill fjöldi aldraðra og brýnt að finna úrlausn á heilsu- gæslumálum hverfisins hið fyrsta. Bent er á hús Þróttheima við Holtaveg, sem gæti hentað ágætlega undir starfsemina en borgaryfirvöld hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðu- neytið um nýtingu hússins. Ný reglugerð um tóbaksvarnir á vinnustöðum undirrituð í gær Milli 70 og 80% vinnustaða reyklausir NY reglugerð um tóbaksvamir á vinnustöðum tekur gildi 15. júní næstkomandi og byggist hún á nýjum lögum sem samþykkt voru 1996. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra undirritaði reglu- gerðina í gær. Hún segir að 70- 80% vinnustaða séu reyklausir í dag og hafi þeim fjölgað mjög á síðustu fimm til sex árum. „Margt sem við erum að kynna hér er staðfesting á því ástandi sem er í dag,“ sagði ráðherra enn- fremur. „Aðalbreytingin er sú að nú er algjört reykbindindi í skól- um og á skólalóðum og fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana. Einnig er nú almennt bannað að reykja á vinnustöðum nema í sér- stökum herbergjum eða þar sem engin traflun verður fyrir aðra af tóbaksreyk." Heilbrigðisráðheira sagði það ekki óeðlilegt að ríkis- valdið setti slíka reglugerð þar sem skaðsemi tóbaksreyks á heilsufar væri löngu viðurkennd og einn stærsti útgjaidaliður heil- brigðiskerfisins væri vegna sjúk- dóma sem tengdust reykingum. Meira vitað um skaðsemi tóbaksreyks Helgi Guðbergsson, sérfræðing- ur í atvinnusjúkdómum, er einn Morgunblaðið/Þorkell REGLUGERÐ um tóbaksvarnir á vinnustöðum undirrituð í gær. Frá vinstri: Helgi Guðbergsson Iæknir, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra, Sólveig Guðmundsdóttir, fulltrúi heilbrigðisráðuneytis, og Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdasljóri Tóbaksvarnanefndar. þeirra er vann að samningu reglu- gerðarinnar. Sagði hann reglu- Bifreiðaeigendur stefna dýraeigendum í skaðabótamálum gerðina mun skýrari og ákveðnari en sú sem gefin var út fyrir 14 ár- um þegar menn hefðu kannski verið nokkuð hikandi. Nú vissu menn enn meira um skaðsemi tó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.