Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Félagsmálaráðherra í utandagskrárumræðu um fjárhagsstöðu sveitarfélaga Nefnd endurskoðar tekju- stofna sveitarfélaga PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að það hefði verið ákveðið í félagsmálaráðuneytinu, að beiðni Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, að skipa nefnd til að at- huga tekjustofna sveitarfélaganna í landinu og að í þeirri nefnd yrðu fulltrúar ráðuneyta og fulltrúar stjórnarþingflokkanna. Kom þetta fram í máli ráðherra í utandag- skrárumræðu í byrjun þingfundar í gær um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Svanfríður Jónasdóttir, þingflokki jafnaðarmanna, var málshefjandi umræðunnar, og taldi m.a. að tekjuskiptingin milli ríkisins og sveitarfélaga væri orðin röng. „Það eru nokkur sveitarfélög í verulegum vanda, en flest eru þau sem betur fer í góðum málum,“ sagði félagsmálaráðherra. „Á þessu ári hefur 71 sveitarfélag eða rúmlega helming- ur sveitarfélaga ákveðið að nýta sér hámarks útsvarprósentu. I þeim hópi eru til dæmis Hafnarfjarðarkaupstaður, Akraneskaupstaður og sveitarfélagið Árborg. í þremur sveitarfé- lögum er útsvarið á bilinu 12% til 12,02%. í ell- efu sveitarfélögum er útsvarið 11,9%,^ til dæm- is í Reykjavík og í Kópavogsbæ. í sautján sveitarfélögum er útsvarið á bilinu 11,79% til 11,86% og í fímm sveitarfélögum er lágmarks- útsvar. Mörg sveitarfélög hafa því ákveðið svigrúm til þess að hækka útsvarsprósentuna innan gildandi laga, til þess að mæta auknum útgjöldum, til dæmis í grunnskólamálum," sagði ráðherra. Skólar á landsbyggðinni lengra komnir í einsetningunni Ráðherra ræddi einnig einsetningu grunn- skólanna í sveitarfélögunum og benti á að sveit- arfélög utan höfuðborgarsvæðisins, einkum minni sveitarfélög, væru yfirleitt lengra komin í einsetningunni en stóru sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu. „Menn hafa mikið rætt um að grunnskólinn hafi reynst sveitarfélögunum dýr og ég er hér með í höndum ____________________ nýlegt yfirlit frá Sambandi ís- I lenskra sveitarfélaga um það efni,“ sagði ráðherra og benti á að í þeim niðurstöðum kæmi fram að á fjögurra ára tíma- bili ættu sveitarfélögin að | hafa haft um einn milljarð í afgang tO þessa verkefnis fram yfir þær forsendur sem gefnar voru í upphafi. Fleiri þingmenn tóku til máls í þessum umræðum og töldu rétt að endurskoða bæri tekjustofna sveitarfélaganna. „Ég hef sem fulltrúi í fjár- JÓHANNA Sigurðardóttir ræðir við Sturlu Böðvarsson Morgunblaðið/Árni Sæberg laganefnd Alþingis átt við- ræður við sveitarstjórnar- menn úr flestum sveitarfé- lögum landsins nú í haust og í vetur,“ sagði Gísli S. Ein- arsson, þingflokki jafnaðar- manna, og benti á að niður- staða þeirra viðræðna hefði í nær öllum tilvikum verið sú að sveitarfélögin gerðu kröfu um aukna hlutdeild í skattheimtu ríkisins til að geta m.a. staðið undir einsetningu grunnskól- anna. Steingrímur J. Sigfússon, þingflokki ALÞINGI óháðra, sagði það brýnt að við endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna yrði það m.a. haft að leiðarljósi að sveitarfélögin öðluðust „tekjulegt sjálfstæði". Sagði hann til að mynda að það þyrfti að athuga hvort sveitar- félögin gætu til dæmis fengið tekjustofna tengda atvinnulífinu, til dæmis umhverfisgjöld af ýmsum toga. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, benti á að vandi sveitarfélaganna í þessu sambandi tengdist ekki hvað síst búferla- flutningum landans. Aðrir þingmenn sem til máls tóku lögðu þó meiri áherslu á að endur- skoða bæri tekjustofna sveitarfélaganna. Alþingi Stutt Mælt fyrir lögum um skipulag miðhálendisins á Alþingi Látins fyrrverandi þingmanns minnst ALÞINGI íslendinga kom saman á ný í gær, eftir rúmlega tveggja vikna hlé, og var Bjarna Guð- björnssonar fyrrverandi banka- stjóra og alþingismanns minnst í upphafi þingfundar. Bjarni andaðist sl. föstudag, 29. janúar, 86 ára að aldri. „Bjarni Guðbjörnsson ólst upp í Reykjavík og tók á unglingsárunum og fram eftir aldri þátt í félagsstörfum um íþróttir og í kappleikjum," sagði Olafur G. Einarsson forseti Al- þingis meðal annars þegar hann fór yfir starfsferil hans, en Bjarni var alþingismaður Vestfírðinga frá árinu 1967 til 1974. Áður hafði hann verið varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í kjördæminu. „Hann kom ríkur að reynslu til Al- þingis, sinnti þingstörfum af alúð, var vandvirkur í öllum störfum sínum, samstarfsfús, drenglyndur og hófsamur," sagði forseti Al- þingis að siðustu. Að þeim orðum Ioknum risu alþingismenn úr sæt- um sínum til að minnast Bjarna. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag og bera þá alþingismenu fram undirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Stjórnarandstæðingar telja grundvallaratriði oljos GUÐMUNDUR Bjamason um- hverfisráðherra mælti fyrir frum- varpi til laga á Alþingi í gær um breytingu á skipulags- og bygging- arlögum. í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir því að skipuð verði sérstök nefnd til fjögurra ára í senn sem vinna eigi að svæðisskipulagi miðhá- lendisins. Frumvarp svipaðs efnis var lagt fram á Álþingi sl. vor í tengslum við afgreiðslu frumvarps til sveitarstjórnarlaga, en ekki náð- ist að mæla fyrir því þá. í því frum- varpi var gert ráð íyrir að fyrr- greind nefnd hefði á að skipa 18 full- trúum en nú er lagt til að fulltrúar í nefndinni verði 11, þar af einn til- nefndur af félagasamtökum um úti- vist. Nefndin á samkvæmt frumvarp- inu að vera skipuð af umhverfisráð- herra að afloknum sveitarstjórnar- kosningum og er hún í frumvarp- inu nefnd: samvinnunefnd miðhá- lendisins. „í nefndinni skulu sitja 11 fulltrúar og skal ráðherra velja níu án tilnefninga, þar af formann nefndarinnar. Átta skulu valdir úr öllum kjördæmum landsins í sam- ráði við Samband íslenskra sveitar- félaga," segir í frumvarpinu. Þá skal félagsmálaráðherra skipa einn fulltrúa og félagasamtök um útivist einn. Eins og fyrr segir skal nefnd- in vinna að svæðisskipulagi miðhá- lendisins og segir í frumvarpi að miðhálendið mai'kist af línu sem dregin er milli heimalanda og af- rétta. Það svæði skal svæðisskipu- lagt sem ein heild. Flestir þeir stjórnarandstæðing- ar sem til máls tóku í umræðunum í gær, töldu mikilvægt að koma á skipulagi á miðhálendið en sögðu um leið að umrætt frumvarp væri um margt óljóst. í máli Hjörleifs Guttormssonar, þingmanns þing- flokks óháðra, komu m.a. fram efa- semdir um að sú lína sem marka ætti miðhálendið væri trygg eða eitthvað sem treysta mætti á að stæði til frambúðar. Þá benti hann á að samkvæmt frumvarpinu væri samvinnunefnd miðhálendisins með skipulagsforræði yfir miðhá- lendinu en ekki sveitarfélögin. Þeirri túlkun hafnaði ráðherra. Auk þess gagnrýndi Hjörleifur, sem og aðrir þingmenn stjórnar- andstöðunnar, skipan fulltrúa í nefndina. Sögðu þeir til dæmis að skipan í nefndina væri ekki byggð á lýðræðislegum grunni, þar sem ráðherra ætti að velja níu fulltrúa af ellefu, án tilnefningar. Fulltrúar allra landsnianna komi að ákvörðunum „Þetta er svæði sem tilheyrir okkur öllum,“ sagði Ki’istín Ást- geirsdóttir, þingflokki óháðra, með- al annars „því er mikilvægt að að þessum málum komi fulltrúar allra landshluta." Margir þingmenn stjórnarandstöðu töldu þetta einmitt ekki nógu tryggt, þ.e. að fulltrúar allra landsmanna kæmu að nefndinni. Árni M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var ekki á sama máli og sagði að með umræddum hætti ætti að vera tryggt að allir hagsmunir ættu að geta komið að því að skipuleggja miðhálendið, en þó allt undir forræði umhverfísráð- herra. Austurlands- kjördæmi Listi Sjálf- stæðis- flokks ákveðinn GENGIÐ hefur verið frá fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Efstu sjö frambjóðendur raðast eftir niðurstöðum nýafstaðins prófkjörs. Listinn er þannig skipaður: 1. Arnbjörg Sveinsdóttir, al- þingismaður, Seyðisfirði. 2. Albert Eymundsson, skóla- stjóri, Homafirði. 3. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri, Djúpavogi. 4. Aðalsteinn Jónsson, bóndi, Norður-Héraði. 5. Jens Garðar Helgason, nemi, Fjarðabyggð. 6. Hilmai' Gunnlaugsson, hér- aðsdómslögmaður, Austur-Hér- aði. 7. Kári Ólason, verktaki, Norður-Héraði. 8. Jóhanna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri, Fjarða- byggð. 9. Emma Tryggvadóttir, hjúki-unai'fræðingur, Vopna- firði. 10. Egill Jónsson, alþingis- maður, Horna Frumvarp boðað Ráðherra ráði stað- setningu rík- isstofnana FORSÆTISRÁÐHERRA mun á næstunni leggja fram laga- frumvaip á Alþingi þar sem kveðið er á um heimild ráðherra til að ákveða hvar þær ríkis- stofnanir sem heyra undir hann hafa aðsetur. Að’ sögn Kristjáns Andra Stefánssonar í forsætisráðu- neytinu er frumvarpið lagt fram í kjölfar dóms Hæstaréttai' frá 18. desember sem taldi að ríkis- stofnanir skyldu hafa aðsetur í Reykjavík nema lög mæltu fyi’- ir um annað. Við þessu verði brugðist með því að setja í lög almennar heimildir ráðherra til að ákveða hvar stofnanir skuli staðsettar. Margrét efst á Suðurlandi MARGRÉT Frímannsdóttir, þingmaður Alþýðubandalags- ins, verður í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Suður- landskjördæmi og Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Al- þýðuflokksins verður í öðru sætinu, samkvæmt niðurstöðu uppstillingarnefndar á vegum Samfylkingarinnar í Suður- landskjördæmi. í næstu þremur sætum verða Katrín Andrésdóttir, dýralækn- ir, Reykjum á Skeiðum, Björg- vin G. Sigurðsson, háskólanemi, Skarði í Gnúpverjahreppi, og Guðjón Ægir Sigfurjónsson, lögmaður, Selfossi. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins hefur þegai' staðfest listann og gert er ráð fyrir að kjördæmisráð Alþýðuflokksins og Kvennalistans eða jafngildi þein-a staðfesti hann í vikunni.- firði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.