Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
MORGUNB LAÐIÐ
ERLENT
Þrálátar
seinkanir á
Gardermoen
FYRSTU mánuðirnir í rekstri Gar-
demoen-ílugvallarins í Osló hafa
reynst erfiðari en menn hugðu.
Fjórum mánuðum eftir að flugvöll-
urinn var tekinn í notkun er staðan
sú að seinkun er á þriðju hverri vél
sem heldur frá vellinum; sem er
víðsfjarri því takmarki stjórnar
vallarins um að 95% vélanna séu á
réttum tíma, að því er segir í Aften-
posten.
Ástæðurnar fyrir seinkununum
eru margvíslegar: mikil ísing, snjó-
þyngsli, vandræði með tölvukerfið,
erfiðleikar við að flytja farangur og
vandkvæði með nýtt lendingar-
kerfi. Segist vallarstjóri Braathens-
flugfélagsins sjá eftir yfirlýsingum
um að byi’junarörðugleikarnir
myndu verða yfírstignir eftir fyrstu
þrjá mánuðina. Nú sé ljóst að ár
þurfi að líða áður en allt verði kom-
ið í samt lag.
Seinkun telst 15 mínútna töf eða
lengri á brottför. Verst var staðan
hjá SAS í desember en þá voru að:
eins 60% véla þeirra á áætlun. I
nóvember voru 71,5% véla Bra-
athens á áætlun og í desember voru
aðeins 68% véla Widero-flugfélags-
ins á áætlun.
Nýjasta dæmið um ei’fiðleika á
Gardemoen var sl. sunnudag, er
fella varð niður fjölmörg flug til
vallarins vegna snjókomu og ísing-
ar. M.a. voru 400 farþegar British
Airways sendir með ferju síðasta
spölinn frá Kaupmannahöfn til
Oslóar.
Bylgja
sprengjutil-
ræða í Kína
Peking. Reuters.
KÍNVERSKUR lögreglumaður
missti báða handleggi og blindaðist
að auki er tímasprengja sprakk fyr-
ir nokkrum dögum í Henan-héraði.
I Fujian-héraði hafa tveir menn
verið handteknir en þeir eru grun-
aðir um að hafa sprengt fjarstýrða
sprengju úti fyrir banka. Þá létust
tveir menn og fimm slösuðust. Að
minnsta kosti sjö sprengjur
sprungu í Kína í janúar og urðu þær
31 manni að bana og slösuðu meira
en 100.
Lögreglan í Henan hefur lýst eft-
ir Zhang Xitang, tvítugum, atvinnu-
lausum manni, en hann er sakaður
um að hafa skilið eftir tímasprengju
á hóteli í borginni Xiangcheng 26.
janúar sl. Samkvæmt frétt í blaðinu
Yangcheng var lögreglunni gert
viðvart um það og er lögreglumenn-
irnir komu á vettvang heyrðu þeir
tifhljóðið í sprengjunni. Einn
þeirra, Jiang Ziliang, tók hana og
fór með hana út á götu þar sem hún
sprakk með þeim afleiðingum, að
hann missti sjónina og báða hand-
leggi. Félagi Zhangs, Zhang Wei,
lét lögregluna vita um sprengjuna
og að hans sögn átti að nota hana tii
að kúga fé út úr aðalritara komm-
únistaflokksins á staðnum.
í Fujian hefur lögreglan tvo
menn í haldi en þeir eru sakaðir um
að hafa sprengt fjarstýrða sprengju
fyrir utan banka, sem þeir ætluðu
að ræna. Varð sprengjan tveimur
mönnum að bana.
Vaxandispenna
Hinar fimm sprengjurnar, þar af
ein naglasprengja, tættu sundur tvo
strætisvagna, útimarkað, íbúð í fjöl-
býlishúsi og kvikmyndahús. Eru
þessi hermdarverk sögð endur-
spegla vaxandi óánægju og spennu í
samfélaginu, meðal annars vegna
aukins atvinnuleysis. Hafa milljónir
manna misst atvinnuna er úreltum
ríkisfyrirtækjum hefur verið lokað
og talið er, að á landsbyggðinni séu
um 170 milljónir manna, sem enga
atvinnu hafi. Er fjölgun glæpa rakin
til þessa ástands.
Hátíðahöld í fran í tilefni af tuttugu ára afmæli klerkabyltingarinnar
Reynt að höfða
til ungs fólks
Teheran. Reuters.
ÍRANAR hafa hafið tíu daga hátíða-
höld í tilefni þess að 20 ár eru liðin
frá því íslamska byltingin hófst og
Iranskeisara var steypt af stóli. Af-
mælishátíðin er tileinkuð ungu kyn-
slóðinni og Mohammad Khatami
forseti ávarpaði í gær skólabörn í
Teheran, skírskotaði til þeii’ra sem
verðandi kjósenda og sagði að fram-
tíð íslamska lýðveldisins væri að
miklu leyti í þeiira höndum.
Hátíðahöldin hófust í fyri’adag
þegar þúsundir Irana komu saman
við grafhýsi byltingarleiðtogans Ru-
hollah Khomeinis erkiklerks sunnan
við Teheran til að minnast þess að
þá voru 20 ár liðin frá því hann kom
til borgarinnar eftir 15 ára útlegð til
að steypa Iranskeisara af stóli. Tíu
dögum síðar var klerkastjórn
Khomeinis komin til valda eftir
2.500 ára keisaraeinræði í landinu.
Skólabjöllum var hringt um allt
landið og fiautur lesta og olíuskipa
voi-u þeyttar á sömu mínútunni og
flugvél Khomeinis lenti fyrir 20 ár-
um.
Unga fólkið hvatt til
að láta að sér kveða
Khatami forseti ávarpaði í gær
12.000 skólabörn á íþróttaleikvangi í
Teheran og notaði tækifærið til að
skora á ungu kynslóðina að láta til
sín taka í stjórnmálunum. Rúmur
helmingur 60 milljóna íbúa landsins
er yngri en 25 ára og varð því ekki
vitni að byltingunni og aðdraganda
hennar.
„Æskan gegndi mikilvægasta
hlutverkinu í síðustu forsetakosn-
ingum,“ sagði Khatami, sem er hóf-
samur klerkur og var kjörinn fyrir
tæpum tveimur árum með miklum
stuðningi kvenna og ungra kjós-
enda. „Núna verðið þið að taka virk-
an þátt í komandi sveitarstjórna-
kosningum og sanna að þið getið
ráðið eigin örlögum. Seinna verða
þingkosningar og fleiri kosningar í
framtíðinni."
íranar fá kosningarétt aðeins 15
ára gamlir og mörg skólabarnanna
geta því kosið í næstu forsetakosn-
ingum eftir tvö ár. Margir aftur-
haldsamir klerkar, sem eru andvígir
umbótastefnu forsetans, hafa
áhyggjur af því að unga fólkið hefur
sýnt byltingarhugsjóninni lítinn
áhuga og þeir hafa því lagt mikið
kapp á að höfða til ungu kynslóðar-
innar.
Byltingin virtist þó ekki vera of-
arlega í huga skólabarnanna í gær
því orka þeirra fór einkum í að
kasta pappírsskutlum og syngja
íþróttasöngva, auk þess sem
nokkrum púðurkerlingum var
kastað í miðjan hópinn við mikinn
fögnuð barnanna.
Reuters
HASSAN Khomeini, sonarsonur Khomeinis erkiklerks, ávarpar þús-
undir írana sem komu saman við grafhýsi leiðtogans f fyrradag.
A
Osætti meðal suðurskautsfara
Reuters
Hillary vændur
um að hafa hægt
á leiðangrinum
Wellington. The Daily Telegraph.
ÓSÆTTI ríkir á milli suður-
skautsfaranna þriggja sem luku
nýverið för sinni til suðurskauts-
ins. Hefur einn leiðangursmanna,
Astralinn Eric Philips, sakað Pet-
er Hillary, son fjallgöngumanns-
ins Sir Edmunds Hillary, um að
hafa verið byrði á félögum sínum
og komið í veg fyrir að þeim tæk-
ist ætlunarverk sitt sem var að
ganga á pólinn og til baka.
Á myndinni er Philips lengst til
hægri. Þrátt fyrir ásakanir hans á
hendur Hillary, í miðið, virtist
fara vel á með þeim og Jon Muir,
þriðja manninum í leiðangrinum, í
Melbourne í gærmorgun.
Þremenningarnir hugðust feta í
fót.spor Roberts F. Scotts, sem lét
lífið er hann reyndi að ganga
sömu leið árið 1912. Hófu þeir
förina í nóvember sl. og náðu á
suðurskautið en er þeir höfðu
gengið á skíðum í 84 daga hættu
þeir við heimferð, vegna þess að
brátt fer í hönd vetur og tími fár-
viðra og er þá ekki tryggt að
hægt sé að fijúga á póiinn. Köll-
uðu þremenningarnir því eftir að-
stoð og voru sóttir í lok síðustu
viku.
Philips segir að Hillary, sem er
elstur þeirra félaga, 44 ára, hafi
hægt á leiðangrinum og ekki ver-
ið reiðubúinn að reyna til þrautar.
Hillary, sem er fjallgöngumaður
eins og faðir hans, kveðst furðu
iostinn vegna ummæla Philips.
„Ég er alveg hlessa, hann hefur
ekki minnst á þetta við mig.“
Kennir Hillary fyrst og fremst um
veðri, veikindum og kali hve mjög
ferðin dróst, á langinn. „Suma
daga gekk ég samsíða þeim, aðra
daga var ég 10-15 mínútum á eft-
ir. En hvaða máli skiptir það þeg-
ar í lok dagsins þótt þeir hafi
gengið í átta stundir en ég í átta
og hálfa? Engu. Við fórum allir
sömu vegalengd, drógum jafn-
þunga sleða og lögðum jafnmikið
af mörkum.“
Dæmdur fyrir að
flytja ræðu í leyf-
isleysi í Singapore
Singapore. Reuters.
CHÉE Soon Juan, einn leiðtoga
stjórnarandstöðunnar í Singapore,
ætlar heldur að fara í fangelsi en
gi’eiða sekt fyrir að hafa haldið
ræðu á almannfæri án þess að hafa
til þess sérstakt leyfi. Hefur dómur-
inn vakið mikla athygli og orðið til
að vekja upp umræðu um málfrelsi í
borgríkinu.
Chee sagði í gær, að hann ætlaði
ekki að greiða sektina enda hefði
hann ekki brotið neitt af sér, heldur
þvert á móti nýtt sér sín stjórnar-
skrárbundnu réttindi. Var hann
dæmdur til að greiða 58.000 ísl. ki’.
eða sitja í fangelsi í vikutíma ella.
Chee var dæmdur samkvæmt
lögum um opinbert skemmtanahald
en í þeim segir, að sérstakt leyfi
þurfi til að halda ræðu á almanna-
færi. Chee hafði hins vegar ekki
þetta leyfi þegar hann flutti dálitla
tölu 29. desember sl. í viðskipta-
hverfinu í Singapore. Lögfræðingur
Chees hélt því fram, að þetta
ákvæði bryti gegn stjórnarskránni
en dómarinn var á öðru máli.
Lög gegn lýðræði
Chee, sem er 36 ára að aldri og
leiðtogi Lýðræðisflokksins í Singa-
pore, hefur áður komist í kast við
lögin í landi sínu og fór einu sinni í
hungurverkfall til að mótmæla því,
að honum var vísað úr háskólanum í
borginni. Segist hann sækja styrk
sinn til lýðræðissinna um allan heim
og sérstaklega í Asíu. Segir hann,
að lögin, sem hann var dæmdur eft-
ir; lögin um ritskoðun og yfirráð
Reuters
CHEE Soon Juan ásamt konu
siuni, Huang Chili Mei, en hún á
von á þeirra fyrsta barni. Chee
var dæmdur fyrir að flytja
ræðu leyfislaust en ætlar að
silja í fangelsi í viku í stað þess
að greiða sekt.
ríkisins yfir öllum helstu fjölmiðlun-
um hafi verið sett til að þagga niður
í stjórnarandstöðunni og þar lýð-
ræðisþróuninni.
Bala Reddy, aðstoðarríkissak-
sóknari í Singapore, sagði í máli
sínu, að leyfislaus ræða Chees hefði
verið „óvirðing við Iögin“ og „tilræði
við sjálft samfélagið“. Hélt hann því
líka fram, að lögin fyrrnefndu væru
til þess fyrst og fremst að halda
uppi lögum og reglu en skertu ekki
málfrelsi á nokkurn hátt.
I fangelsi
fremur en að
greiða sekt