Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heilbrigðisráðherra
til Færeyja
Vilja kaupa
Jijónustu af
Islendingum
INGIBJÖRG Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra heldur í næstu viku
til Færeyja til viðræðna við heii-
brigðisyfii’völd þar um samvinnu
landanna á sviði heilbrigðismála.
Segir hún Færeyinga hafa lýst
áhuga á að semja við Islendinga um
kaup á ákveðnum þáttum í heil-
brigðisþjónustu.
„Ég mun eiga viðræður við Hel-
enu Dam heilbrigðisráðherra sem
hefur ítrekað boðið mér að koma og
viðrað við okkur hugmyndir um að
kaupa af okkur heilbrigðisþjónustu
og við erum sammála um að meiri
samvinna ætti að vera milli þessara
tveggja landa á heilbrigðissviði,"
sagði heilbrigðisráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Hafa sent hingað
sjúklinga
Ingibjörg Pálmadóttir minnti á
að Færeyingar hefðu m.a. sent
hingað sjúklinga með húðsjúkdóma
sem hefðu leitað sér lækninga í Bláa
lóninu. ,jÞeir hafa sýnt því áhuga
áfram þar sem margir sjúklinga
þein-a hafa fengið þar góðan bata.
Landlæknir þeirra hefur komið
hingað og skoðað aðstöðuna og í
framhaldi af því hafa þeir enn meiri
áhuga á að semja um ákveðna
þætti,“ sagði ráðherra og vísaði til
góðrar reynslu af samningi Græn-
lendinga um heilbrigðisþjónustu
fjTÍr þá hérlendis sem gæti verið
Færeyingum fyrirmynd.
Ekki verður að þessu sinni rætt
um að senda íslenska lækna til
starfa í Færeyjum en ráðhen’a
kvaðst vita af áhuga bæði í Græn-
landi og Færeyjum á því að fá
lækna héðan, m.a. vegna hjarta-
skurðlækninga.
---------------
Borgarsljóri um
landakaup einkaaðila
Gatnagerðar-
gjöld hljóta
að hækka
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að gatnagerðar-
gjöld hljóti að hækka eftir kaup
einkaaðila á Amarneslandi og landi
á Blikastöðum í Mosfellsbæ.
Borgarstjóri segir ljóst að verið sé
að tala um annað verð fyrir lóðir á
þessum svæðum einkaaðilanna held-
ur en sveitarfélögin hafa verið að fá
hingað til ef miðað er við að bæjarfé-
lagið fái sitt í gatnagerðargjöldum
og þeir fjárfestingu sína til baka og
þá væntanlega með vöxtum. Ingi-
björg sagði að gatnagerðargjöldin í
dag næmu um 80% af kostnaði við
gatnagerð og að ekkert fengist fyrh-
landverð auk þess sem borgin yi’ði
að standa undir stofnframkvæmdum
í þessum hverfum og veita ýmsa
samfélagslega þjónustu.
Ekki tekið uppítökugjöld
„Ég held að þetta verð, sem
menn eru farnir að greiða fyi'ir
landið og það verð sem þeir verða
að fá fyrir lóðimar geri það að verk-
um að sveitarfélögin geta ekki boðið
lóðir á þeim kjörum sem gert hefur
verið,“ sagði borgarstjóri. „Gatna-
gerðargjöld hljóta að þurfa að
hækka í framhaldinu í heildina. Við
höfum reyndar ekki tekið svokölluð
uppítökugjöld hér í Reykjavík eins
og í Kópavogi og Hafnarfirði, þar
sem greitt hefur verið upp í land-
verð. Það hefur verið talið að menn
stæðu þar á hæpnum lagagrundvelli
að taka gjald upp í lóðarkaupin og
einnig lóðarleigu en þessi sveitarfé-
lög era með gatnagerðargjöld eins
og við í Reykjavík. Eg held að þetta
geti breyst í framhaldinu.“
Mexíkóforseti
sýndi, sj ónarmið-
um Islendinga
mikinn skilning
Morgunblaðið/Golli
Heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra og fylgdarliðs til Mexíkó þykir hafa
tekist með miklum ágætum. Kristján Jóns-
son og Kjartan Þorbjörnsson hafa fylgst
með heimsókninni, sem lýkur í dag.
ERNESTO Zedillo, forseti
Mexíkó, sýndi mikinn skilning á
sjónarmiðum íslendinga í sam-
bandi við Kyoto-bókunina um
varnir gegn losun koltvísýrings í
viðræðum hans og Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra. Rætt var
um líkurnar á samningum
Mexíkó við Fríverslunarsamtök
Erópu, og lét forsetinn í ljós mik-
inn áhuga á að Mexíkóar næðu
svipuðum samningum um frí-
verslun og Kanadamenn eru að
ná við EFTA og lýsti Davíð yfir
stuðningi við þá hugmynd.
I samtali við Morgunblaðið
sagðist. forsætisráðherra einnig
vera þess fullviss að ástæða væri
til bjartsýni varðandi starfsemi
íslenskra fyrirtækja í Mexíkó og
líkur væru á að sjávarútvegsráð-
herrann kæmi í heimsókn til Is-
lands til að kynna sér fiskveiði-
stjórn og rannsóknir.
Á þriðjudagsmorgun hittu for-
sætisráðherra og embættismenn
hans að máli fulltrúa þingsins og
voru þar samskipti þjóðanna á
dagskrá. Síðan hélt Davíð ásamt
eiginkonu sinni, Ástríði
Thorarensen, og fylgdarliði í
skoðunarferð á mannfræðisafn
borgarinnar sem er afar glæsi-
legt. Eru þar m.a. varðveittar
minjar um forna menningu Az-
teka og Maya.
Seinna um daginn var fyrir-
hugað að móttaka yrði fyrir Is-
lendinga, búsetta í Mexíkó, en
um kvöldið bauð ræðismaður fs-
lands í Mexíkó, Eduardo Rihan
Azar, gestunum til kvöldverðar á
heimili sínu. Á miðvikudags-
morgun er gert ráð fyrir að
heimsókninni ljúki með því að
ráðherrahjónin og fylgdarlið
þeirra fari í skoðunarferð að
pýramídum í grennd við Mexíkó-
borg en um hádegið að staðar-
tíma verður siðan lagt af stað tl
New York.
I kvöldverðarboði til heiðurs
forsætisráðherrahjónunum á
mánudagskvöld rakti Zedillo for-
seti ýmislegt sem væri líkt með
íslendingum og Mexíkóum, báðar
þjóðir legðu mikið upp úr frelsi
sínu. Hann sagði forfeður fslend-
inga hafa flúið yfirgang Haralds
hárfagra og minntist á Ingólf
Arnarson sem hefði látið guðina
ráða hvar hann settist að. Sama
hefðu Aztekar gert er þeir stofn-
uðu Mexíkóborg sem snemma
hefði orðið öflugt. sljórnarsetur,
m.a. hefði fyrsta myntslátta í
Ameríku verið stofnuð þar.
Þakkaði afburðagóðar
og hlýlegar móttökur
Davíð þakkaði Mexíkóum fyrir
afburðagóðar og hlýlegar mót-
tökur. íslendingar horfðu nú í
vaxandi mæli til þess að efla við-
skipti við þjóðir utan hefðbund-
inna markaða landsmanna. Fyrir
tilstuðlan fyrirtækja í Mexíkó og
á íslandi væru samskipti þjóð-
anna, sem hefðu verið hverfandi
lítil fyrir fáeinum árum, nú hratt
DAVÍÐ Oddsson og frú Ástríður skála við forsetahjón Mexíkó.
vaxandi og sjálfur væri hann viss
um að nýir möguleikar myndu
opnast í þeim efnum. Vemdun
fiskimiða og hafsins alls væri al-
þjóðlegt verkefni og því mikil-
vægt að efia samskiptin milli
Iandanna tveggja. Að síðustu
sagðist hann vilja ítreka boð til
forsetans um að heimsækja ís-
land við fyrsta tækifæri.
Viðræðufundur forsætisráð-
herra og Zedillos forseta á mánu-
dag stóð í um 40 mínútur en
einnig ræddi ráðherrann stutt-
lega við umhverfís- og sjávarút-
vegsráðherra landsins, Juliu
Carrabio, og aðstoðarmann henn-
ar, Carlos Camacho, er fer með
sjávarútvegsmálin í ráðuneytinu.
Davíð segir að forsetinn hafi
augljóslega sett sig ágætlega inn
í íslensk málefni og vegna þess
hve valdamikið forsetaembættið
sé hljóti að skipta miklu hver af-
staða Zedillos sé, skoðanir hans
muni verða kunnar fólki á neðri
stigum stjómsýslunnar. Því sé
nauðsynlegt að fylgja vel eftir
þeim árangri sem hafi náðst í að
kynna íslensk sjónarmið í við-
ræðunum.
„Það er mikill áhugi á auknum
samskiptum við okkur á ýmsum
sviðum. Ég hygg að t.d. skipulag
hafrannsókna hjá þeim sé ekki
jafn gott og hjá okkur, það virð-
ist vera á margra manna höndum
og samhæfing ekki nægilega
mikil. Þeir draga þá ályktun að
þar sem að við séum þjóð sem
þurfi að reka sjávarútveg með
hagkvæmum hætti, ella getum
við ekki haldið okkar hlut, þá
hljótum við að vera framarlega í
stjórnun, rannsóknum og vernd-
un þess sem hafið gefur af sér.
Ég á von á því að fólk í þessum
fræðum og sjávarútvegsráðherr-
ann komi fljótlega í heimsókn til
okkar til að styrkja samstarf um
þessi mál.“
Ráðherra var spurður um
samningana við EFTA og til-
raunir okkar til að komast inn á
markað Fríverslunarsamtaka
Norður-Ameríkuríkja, NAFTA.
„Hér tengist þetta auðvitað því
að þeir eru í mjög áköfum við-
ræðum við Evrópusambandið um
nánari viðskiptaleg tengsl. Þeir
telja að von sé um árangur í
þeim á miðju þessu ári eða í lok
þess. Okkur þykir eðlilegt að
svæðið innan Evrópska efnahags-
svæðisins komi allt til álita í þess-
um efnum. Við vekjum athygli á
því hve langt samningar við
Kanadamenn eru komnir."
Hann sagði Mexíkóa þegar hafa
þreifað íyrir sér um viðræður við
íslenska fulltrúa og talsmenn
EFTA um þessi mál. „Forsetinn
lagði áherslu á að þessu yrði fylgt
eftir, fylgst yrði náið með samtöl-
unum milli EFTA og Kanada og
Mexíkó yrði ekki neitt útundan í
þeim efnum. Þetta var allt mjög
athyglisvert.“ Davíð sagðist ekki
vita til annars en að eining væri
um þessa stefnu innan EFTA.
FORSÆTISRÁÐHERRA og fylgdarlið skoðuðu í gærmorgun Mannfræðisafn Mexíkó.