Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 37 §► mömmu, í tilefni af stórafmæli þínu. Þar voru einnig vinkonur þínar, þær Lauga og Sigga Þorsteins. Þér var falið að líta eftir mér smástund, við vorum staddar í verslun og eftir að þú hafðir litið af mér eitt andar- tak var ég alsett hringum á hverj- um fingri. Mikið skemmtir þú þér vel og hlóst mikið yfir þessu uppá- tæki mínu. Hún var ánægjuleg dagstundin sem við áttum á níræðisafmælinu þínu, þú varst stjarna dagsins og vel barstu aldurinn. Heilsan sagði til sín og því miður kom að því að þú sást þér ekki einu sinni fært að koma lengur í jólaboðin. Þú hefur nú fengið kallið og ég veit að hún Dadý þín tekur vel á móti þér á þínum nýja dvalarstað og ég er viss um að núna líður þér vel. Guð geymi þig, elsku amma min. Þín, Brynja. Elsku amma mín, ég kveð þig nú með þökk fyrir allt. Þú hefur nú haf- ið þitt ferðalag á annan og æðri stað. Heilsu þinni hrakaði og tími þinn var kominn. Þrátt fyrir að líkaminn væri orðinn lúinn varstu alltaf vel með á nótunum og vildir alltaf fylgj- ast með öllu og öllum. í gegnum áimm hef ég dvalið mik- ið erlendis, en við hvert tækifæri sem ég kom heim kom ég til þín og sýndi þér myndir frá hinum ýmsu löndum. Þér stóð nú ekki á sama er ég sýndi þér myndir af mér í kafi og á myndinni voru einnig litlir hákarl- ar, sem voru alveg hættulausir, en þú gast varla tráað þínum eigin aug- um. Þetta fannst þér nú algjör óþarfi, þú baðst mig um að gera þetta aldrei aftur. Þú varst alltaf svo þakklát og glöð yfir öllum póstkort- um og kveðjum sem ég sendi og mikið varstu glöð þegar hverju ferðalagi lauk og að ég var komin heim. Þér þótti eflaust vissara að hafa mig bara hér heima, ég væri þá ekki að synda á meðal hákarla á meðan. Eg kveð þig nú, elsku amma mín, megi góður guð varðveita þig og geyma. Þín, Ilarpa. Nú, þegar hún Friðiika er dáin, rifjast upp þeir dagar, þegar hún bjó í kjallaranum á Reynimelnum með börnin sín tvö, Katrínu listdanskonu og Heimi vin okkar. Það var á sokka- bandsáranum fyrir margt löngu. Þangað vöndum við komur okkar, fé- lagarnir, stundum heilu fótboltaliðin, af því að Reynimelurinn var mið- svæðis og lá vel við höggi og ekki síð- ur vegna þess að þar vorum við aufúsugestir. Það var sama hvað hátt var hlegið, glamrað og gantast, sama hvað klukkan var, sama hvað aðhafst var, alltaf tók Friðrika á móti okkur opnum öi-mum og dró sig svo í hlé þegar stofan var orðin að vígvelli strákapara og stundargamans. Friðrika hafði gaman af þessu öllu, enda glaðvær sjálf, ræðin og opin fyrir skoðanaskiptum. Hún lifði sig inn í félagsskapinn, lærði að þekkja okkur vitleysingana í sundur og hefur haldið tryggð við gömlu heimilisgestina æ síðan. Ekki kannske allt og alltaf dans á rósum, frekar en líf hennar sjálfrar, en kannske var það upplyfting fyrir hana að bjóða glaðværðinni heim, þessum óbeisluðu unglingaærslum, þessum óútgengnu sjálfbirgingum, sem við vorum á þeim árum þegar keppinautarnir voru lagðir að velli og sjálfstraustið ennþá óbilað. Þá var gaman hjá Friðriku, enda þótt kjallaríbúðin væri ekki stór. Það var hjarta hennar og viðmót, sem var stórt. Og það var nóg. Maður hafði aldrei vit á því að spyrja hvernig hún sjálf hefði það, enda var hún af þeirri kynslóð sem kunni ekki að kvarta. Hún kvartaði heldur ekki blessuð gamla konan, þegar hún var orðin lasburða og elli- hram síðustu árin. Sjálfsagt verður hún samt hvíldinni fegin. En Frið- í-ika skilur eftir sig góðar minningar hjá stóram hópi miðaldra stráka, sem forðum daga tóku á henni hús. Guð blessi þessa gömlu vinkonu okkar. Ellert B. Schram, Sveinn Jónsson. ÞÓRARINN MAGNÚSSON + Þórarinn Magn- ússon fæddist í Neðradal í V- Skaftafellssýslu 17. febrúar 1921. Hann lést á Landakoti 18. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 23. janúar. Söknuður okkar er mikill þegar við kveðj- um föður okkar, tengdaföður og afa, Þórarin Magnússon, sem látinn er eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Þar kom vel fram hvaða mann hann hafði að geyma. Osér- hlífnin og hai-kan sem hafði ein- kennt hann í gegnum lífið var engu minni þegar hann háði lokaglímuna en í fyrri glímum lífsins. Þar kom líka fram sá ljúfi og tillitssami mað- ur sem Þórarinn var og við fengum öll að kynnast. Aldrei talaði hann um að þetta væri óréttlátt hlut- skipti, heldur tók hann því sem að höndum bar, eins og ávallt, og vann úr því á sinn einstaka hátt. Við sem sátum við sjúkrabeð hans fengum að upplifa æðruleysi hans og þraut- seigju. Aldrei fundum við fyrir beiskju né biturleika hjá honum. Þai' kom fram sú trú sem hann átti, trú sem einkenndist af verkum en ekki tómum orðum. Hann dvaldi fyi-st á Landspítal- anum, síðan var hann á Rauða- krosshótelinu Lind og síðustu vik- ur lífs yíns dvaldi hann á Landa- koti. Á öllum þessum stöðum mætti hann hlýju og skilningsríku starfsfólki sem annaðist hann af al- úð. Síðustu og um leið erfiðustu vikurnai’ naut hann frábærrar um- önnunar starfsfólks K-1 á Landa- koti. Systir hans, Þórdís Þorgeirs- dóttir, var honum einstaklega góð og studdi hann í veikindum hans, kom oft á dag til hans og stytti honum stundir. Hún kom með myndaalbúm, segulbandsspólur með upplestri og fleira sem hann tók fegins hendi, því hann gerði sér vel grein fyrir því að þessi tími var aðeins bið eftir því að yfirgefa þennan heim. Við, fjölskylda Þór- arins, erum Þórdísi innilega þakk- lát fyrir umönnun hennar og natni við föður okkar og tengdaföður. Þórarinn var kvæntur Gunn- laugu R. Einarsdóttur eða Laugu, eins og hún var alltaf kölluð. Hún lést fyrir átta árum í hörmulegu bílslysi ásamt systur sinni og mági. Það var honum mikið reiðar- slag. Hann beitti sig hörku þá eins og í fyrri áföllum, en líkaminn sýndi að ekki var allt í lagi og átti hann við vanheilsu að stríða nokkurn tíma vegna þessa, hann sem alla tíð hafði verið heilsu- hraustur. Þórarinn var mikill hagyrðingur, og er hér gi'ipið niður í 2. erindi af þremur þar sem hann lýsir því hvernig honum leið þegar prestur- inn kom og sagði honum frá slys- inu: Hann skýrði frá slysinu, skelfing mig greip, í skyndi mín dofnaði sál, og helkaldur sársauki hjarta mitt kleip, mitt höfuð sem stæði við bál. Þetta högg var svo hart, svo sár þessi kvöl, nú hörkunni skyldi samt beitt. Annarra kosta ég átti ekki völ því enginn gat örlögum breytt. Þórarinn og Lauga voru mjög samhent og gestrisin hjón, heiðar- leg og áreiðanleg. Réttlætiskennd þeirra var rík. Ef einhver var órétti beittur átti hann ávallt þeiiTa stuðning. Heimili þeirra var opið öllum sem til þeirra leituðu, enda var oft gestkvæmt og fjörugt að koma til þeirra. Margir vinir og vandamenn, og vandalausir, hafa búið á heimili þeirra í lengri eða skemmri tíma. Þegar þau voru að hefja búskap sinn, varð Þórarinn fyrir því áfalli að missa hægri handlegginn í slysi, er hann lenti með hann í spili á bát sem hann var á. Stím- að var til lands, þar tóku menn við honum, settu hann á börum upp á vörubíl, því eng- inn sjúkrabíllinn var þá í Eyjum. Hann var nær dauða en lífi er hann komst undir læknishendur, en hann hélt með- vitund allan tímann. Þremur vik- um eftir slysið fóru þau hjónin í göngutúr inn í Botn. Fékk hann þá löngun til að vita, hvernig honum gengi að synda með annarri hendi. An vafninga fékk hann sér smá- sundsprett í höfninni, fór síðan upp á sjúkrahús og fékk nýjar um- búðir! Eftir slysið breyttust atvinnu- hættir hans, hann fór í Kennara- skóla Islands og starfaði sem kenn- ari í 40 ár, lengst af í Vestmanna- eyjum en einnig í Biskupstungum. Þau bjuggu þar í átta ár, hann vann sem skólastjóri í Reykholti en Lauga var ráðskona í heimavistar- skólanum. Þar eignuðust þau marga mjög góða og trausta vini og hélst sú vinátta alla tíð. Eftir að þau fluttust þaðan vora ferðir upp í Tungur ófáar til að hitta vini og kunningja. Honum þótti og mjög vænt um nemendur sína, sem voru honum oft hugstæðir, og átti t.a.m. fjölda gamalla mynda af þeim. Þórarinn og Lauga eignuðust þrjú börn, Ólöfu Járnbrá eða Lóló, f. 1951, d. 1984, Sigurð Gísla eða Silla, f. 1953, og Ásmund Jón eða Ása, f. 1959. Auk þeirra ólu þau upp tvær yngstu systur Laugu, þær Pálu og Svövu, sem þau tóku að sér við fráfall móður þeirra árið 1945. Þegar þau síðan misstu einkadóttur sína úr krabbameini árið 1984 tóku þau að sér börn hennar, Lindu og Emil. Þau hjónin höfðu mjög gaman af að ferðast um landið, fóru þá alltaf í hóp með vinum og ættingjum, því þau voru mjög félagslynd. Við bræðurnir eigum margar góðar minningar frá ferðum með þeim austur á Bakkafjörð, yfir Kjöl, Sprengisand og víðar. Þórarinn hafði alla tíð verið í góðu sambandi við skólafélaga sína úr Kennaraskólanum. Þau sam- skipti jukust eftir að hann var orð- inn einn. Hann hitti og nokkra samkennara sína og vini frá Vest- mannaeyjum í spilamennsku í hvem viku. Auk þessa þótti honum mjög vænt um bekkjarsystur sína úr Barnaskóla Vestmannaeyja, sem reyndist honum afar vel. Það var okkur því mikil gleði að sjá hann fóta sig að nýju og að líf hans glæddist tilgangi enn á ný. Hann lærði glerlist og skóp mörg lista- verkin þó einhentur væri. Þegar hann eitt sinn var spurður að því hvernig hann færi að þessu, var svarið ofur einfalt: „Maður þarf bara að hafa verksvit.“ Svo mörg vora þau orð, en lýsa honum einmitt mjög vel. Hann var ekki vanur að mikla hlutina fyrir sér. Heima fyrir bakaði hann, eldaði og vann öll sín hússtörf sjálfur, enda sagðist hann geta allt sem aðrir gætu - „nema klappa saman lófun- um“! Við, synir, tengdadætur og barnaböm horfum á eftir honum með miklum söknuði. Merkur mað- ur er horfmn á braut, maður sem skilur eftir sig fjársjóði í minning- um okkar, maður sem við megum læra mikið af. Við eram Guði þakk- lát fyrir dýmæt ár sem við feng- um að njóta með honum. Sigurður Gísli, Kristbjörg og börn, Ásmundur Jón, Birna og dætur. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR FRIÐRIKSSON frá Skógum, Austur-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudag- inn 5. febrúar kl. 13.30. Bióm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, láti Skógakirkju njóta þess. Elín Þorsteinsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Birgir Brandsson, Þórunn Þórhallsdóttir, Vilhjálmur Þór Pálsson, Iða Brá Þórhallsdóttir, Hrafn Antonsson, Margrét Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær frændi okkar, GESTUR JÓNSSON, Hrafnistu, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi að kvöldi mánudagsins 1. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Addý Guðjónsdóttir, Valgerður Eygló Kristófersdóttir. + Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, sonur og bróðir, HJÖRVAR VESTDALJÓHANNSSON, Hofi, Lýtingsstaðahreppi, sem lést af slysförum miðvikudaginn 27. janú- ar, verður jarðsunginn frá Goðdalakirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00. Kristján Ingi Vestdal Hjörvarsson, Jórunn María Ólafsdóttir, Jóhann Jóhannsson, systkini og aðrir aðstandendur. + Útför móður minnar, FRIÐRIKU GUÐMUNDSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, miðviku- daginn 3. febrúar, kl. 13.30. Heimir Guðjónsson. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför KÁRA TRYGGVASONAR frá Víðikeri. Sérstakar þakkirtil starfsfólks heimahjúkrunar í Kópavogi fyrir góðvild og hjálpsemi. Margrét Björnsdóttir, Rannveig Káradóttir, Sigrún Káradóttir, Finnur Sveinsson, Hildur Káradóttir, Gísli Eyjólfsson, Erlendur Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega hlý handtök, samúð og vin- áttu við andlát og útför DAVÍU GUÐMUNDSSON, Flúðabakka 1, Blönduósi. Hrafnhildur Reynisdóttir, Jóhannes Harry Einarsson, Kristín Hólm, Herdís Einarsdóttir, Jóhannes Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.