Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 39 + Sigurður Jakob Benediktsson fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí 1907. Hann lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Skógar- bæ 23. janúar síðast- liðinn. Minningarat- höfn um Jakob fór fram frá Fossvogs- kirkju 1. febrúar. Þótt við vitum nokkurn veginn að við komum „úr ættanna kynlega blandi“ þarf meira til að móta haldbæra mannveru, sem á að geta fótað sig þokkalega í lífmu, en foreldrana eina saman. Einn þeirra sem mynduðu traustan ramma ut- an um bernskutilveru mína var Jakob Benediktsson, sem við nú kveðjum eftir meira en níutíu ára vist á þessari jörðu. Hann byrjaði snemma að koma mér við, því hann var pabba og bræðrum mínum til halds og trausts nóttina sem ég fæddist. „Og þá var nú drukkið mikið kaffi,“ kumraði í Jakobi þeg- ar hann seinna rifjaði það upp. Tvo áratugi höfðu þeir faðir minn, Jón Helgason, og hann aðset- ur í löngu, örmjóu húsnæði í Há- skólabókasafninu í Kaupmanna- höfn. Kappsamir sátu þeir hvor við sitt borðskriflið og unnu að íslensk- um fræðum. Að einhverju leyti fyr- ir sjálfa sig, en þó hiklaust miklu frekar vegna óstöðvandi löngunar til að hlúa að menningu þjóðar sinnar. Jakob hélt til við gluggann út að Fiolstræde, pabbi við hinn gluggann _sem snéri í áttina að Nor- regade. Eg held þeir hafi aldrei orðið ósáttir um neitt, og hafi það verið, þá varð þeim að minnsta kosti aldrei sundurorða. Má kannski telja það meira Jakobi til tekna en pabba, sem átti það til að vera örgeðja. En eitt aðaleinkenni Jakobs var hvað hann var seinn til illinda. Gagnkvæm virðing þeirra hvor fyrir öðrum var óhagganleg. Alltaf voru þeir fullkomnlega óþvingaðir saman og fólskvalausir, en um leið voru þeir skemmtilega ólíkir menn. Ekki einungis á Árna- safni unnu þeir að fræðagrúski saman allan guðslangan daginn, heldur gáfu þeir um tíma út tíma- ritið Frón saman og deildu milli sín upplestrunum á kvöldvökum stúd- entafélagsins í Höfn öll stríðsárin. Já, og margt, margt fleira mætti tína til sem þeir komu í verk. Líka á hátíðisstundum og tylli- dögum var mikill samgangur. Eitt sinn man ég, að ég um kvöld vakn- aði við að spilað var á píanóið niðri. Þetta gæti hafa verið skömmu fyrir stríð. Eg endasentist myrkfælin niður tröppurnar á fráum fótum og kastaði mér inn í birtuna til fólksins sem í stofúnni sat, og beint upp í hlýtt hálsakot mömmu - því það var venjulega hún sem spilaði á hljóðfærið. Eg blindaðist þegar ég hratt upp hurðinni og óvænt lenti ég í hrjúfari faðmi en ég gerði ráð fyrir, og um leið lék um vit mér mild tóbaklykt sem aðeins tengdist einni mannveru, nefnilega Jakobi. Það var hann sem hafði gripið í hljóðfærið í þetta sinn. Jakob tók blíðlega utan um mig en rak upp dillandi hlátur um leið og allir hinir skelltu upp úr með honum. Skömm- in og blygðunin sem greip mig yfir þessari framhleypni að hengja mig svona fast um háls hans er sem negld í sálu mína. Eg held ég hafi aldrei skammast mín jafn innilega og þarna, og hef ég þó oft haft mun meira tilefni til þess. En svona er barnssálin stundum meyr. Góða konu átti Jakob sem sann- ariega dáði sinn hæfileikaríka og hógværa mann. Þau eignuðust ekki börn en stóðu þétt saman í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Grethe kveið mikið fyrir að hverfa alfarin frá Danmörku, frá föður sínum og systur, þegar þau eftir stríð töldu það lífVæn- legra að flytjast til Is- lands. í Danmörku var lífsafkoma Jakobs ótrygg. Fyrsta árið var því tilraunaár. Magnús Ásgeirsson skáld og kona hans Anna flutt- ust í íbúð þeirra í Kaupmannahöfn, en á meðan dvöldu þau Jak- ob og Grethe í húsi Magnúsar og Onnu hér heima. Mér hefur oftast fundist það ganga kraftaverki næst hvað Grethe undi sér strax vel á íslandi. Hér vildi hún vera upp frá því. Hún var næstum jafn treg til að fara nokkurn tímann burtu héðan og hún á sínum tíma var óviljug að fara frá Höfn. Það var augljóst að þar sem Jakob gat notið sín, þar leið henni vel; þau báru hvort annað alla tíð á höndum sér. Sem barn þótti mér gaman að heimsækja þau, jafnvel þótt við þyrftum að hjóla fram hjá einni skelfilegustu bækistöð Þjóðverja, þar sem ógnandi hermenn stóðu í byrgjum sínum og munduðu mann- drápsbyssum að börnum jafnt sem fullorðnum. Heimilið ilmaði dulúð- lega af pípunum hans Jakobs sem lágu margar saman í stórri skál, og Grethe átti skrifborðsskúffu sem í voru alls kyns litablýantar, spil og þrautir, sem ég fékk að dunda mér við á meðan fullorðna fólkið skraf- aði saman. Og frammi var líka, hag- lega bundið við salernissnúruna í rauðu silkibandi, eitt af spakmæl- um Kumbels sem stórir og smáir pössuðu sig að hlýta: „Husk at lukke under bruset, det hpres gennem hele huset „. Jakob og Grethe þurftu ekki flottheit né íburð til að gera nota- legt og menningarlegt í kringum sig, hvorki í Danmörku né hér heima. Jakob eignaðist til dæmis aldrei bíl sér til léttis og yndisauka. Eftir að ég fluttist í Skerjafjörð skutlaði ég honum stöku sinnum heim frá Háskólanum, þegar ég var svo heppin að koma auga á hann í einhverju af strætisvagnaskýlunum á Suðurgötunni. Rétt nýfarin að tala byrjuðu börnin mín að aðstoða mig: „Mamma, mamma - Japok!“ gall í þeim; og í vissan árafjölda gekk Japok aðeins undir því nafni hér á bæ. Þegar ég varð fimmtug færðu Jakob og Grethe mér lítið kín- verskt ljón, til að minnast að hálf öld væri liðin fra því að faðir minn og hann innbyrtu allt þetta voða mikla ,jordmoder“ kaffi. Það verð- ur líklega eini áþreifanlegi gi-ipur- inn sem ég á, sem getur minnt mig á þann stuðning, sem ég einatt vissi að hann og þau hjón mundu veita mér ef mikið lægi við. Eitt sinn í stríðinu þegar faðir minn var fárveikur á spítala og hélt að skæð lungnabólga myndi leggja sig að velli, velti hann fyrir sér hvað hann helst gæti gert, einangraður frá ættingjum og ættlandi, til að tryggja framtíð fjölskyldu sinnar. Eftir ýmsar praktískar bollalegg- ingar skrifaði hann svohljóðandi smáklausu neðst á blaðið. „Úm alla þessa hluti treysti ég Jakobi Bene- diktssyni til góðra ráða.“ Á þessum fábrotnu orðum sést hvaða hug faðir minn og móðir og við öll bárum til Jakobs og mann- kosta hans. Það er ekki amalegt á langri ævi að hafa átt svo hollan vin að samferðamanni. Blessuð sé minning hans. Solveig Jónsdóttir. Jakob Benediktsson var fæddur á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí 1907. Hann er nú látinn, níutíu og eins árs að aldri. Kona hans var Grethe Kyhl fornleifa- fræðingur, fædd í Kaupmannahöfn 26. ágúst 1909. Hún var dóttir Olaf Kyhl, ofursta í danska hernum, og konu hans Gerdu, og kynntist ég þeim vel en þau voru bæði myndar- legt fólk og báim með sér virðulegt fas og menningarlega framkomu. Kynni mín við Jakob áttu rót sína að rekja í upphafi til þess að Jakob tók stúdentspróf við MR árið 1926, sama árið og Gísli bróðir minn, og þeir Jakob fóru báðir til Danmerkur haustið 1926 og urðu herbergisfélagar. Þeir bjuggu sam- an i fjögur ár og urðu mjög sam- rýndir, áttu t.d. saman píanó, en nutu báðir mjög tónlistar. Dvöl Jakobs varð lengri í Dan- mörk en ætlað var, hann giftist þar og stofnaði heimili með konu sinni Grethe Kyhl og bjuggu þau þar til ársins 1946. Árið 1935 komu þau hjónin í heimsókn til íslands og þá hitti ég þau fyrst. Það var í byrjun júlí, þegar þau komu austur að Hæli með Gísla bróður mínum. Við fór- um þá systkinin með þeim inn í Þjórsárdal, ógleymanlega ferð á góðum hestum frá Hæli. Eg fann það þá strax hvað þessi ungu hjón voru gæfuleg og líkleg til sam- hentra átaka, sem líka varð raunin á, því þeim auðnaðist að búa saman í 62 ár og lengst af við góða heilsu og eignuðust yndislegt menningar- heimili, fyrst í Kaupmannahöfn í tíu ár, en síðar í Reykjavík í yfir fimm- tíu ár. Það átti fyrir mér að liggja að stunda mitt háskólanám í Kaup- mannahöfn, og þá var nú gott að eiga þau Jakob og Grethe að vin- um, því hjá þeim var mér tekið opn- um örmum. Að koma til þeirra var eins og að koma heim til sín, gest- risni eins og best verður á kosið og allt það besta úr íslenskri menn- ingu og danskri ræktað þar og ástundað. Þar sem síðari heimsstyrjöldin teppti allar leiðir til íslands þá dvaldi ég í Kaupmannahöfn í sjö ár, og öll þau ár var ég tíður gestur á heimili þeirra Jakobs og Grethe og var það mér mjög mikils virði að eiga þar ætíð athvarf. Einnig var það fyrir hina danskfæddu konu mína, sem ég giftist árið 1943, ómetanleg stoð að kynnast heimili þeirra í Kaupmannahöfn og svo síð- ar í Reykjavík, en sá kunningsskap- ur hefur verið okkur bæði til gagns og gleði á margan hátt, alla tíð og um langan aldur, á meðan konur okkar lifðu. íslendinganýlendan í Kaup- mannahöfn var á þessum árum á margan hátt stórmerkileg, og tel ég að það hafi verið mér mjög mikils virði að kynnast mörgu því íslenska fólki, sem bjó þar á þessum ánim, um lengri eða skemmri tíma. Meðal þessa fólks voru gamlir embættis- menn frá því að Island var í nánum tengslum við Danmörku, og síðan voru allmargir embættismenn sem höfðu hlotið menntun í Danmörku og síðar fengið það góð atvinnutil- boð, að þeir settust að í Danmörku. Þá voru einnig allmargar konur sem höfðu gifst Dönum og sest að í Kaupmannahöfn og stofnað þar heimili. Jakob var einn þeirra manna sem gátu valið um margar vel launaðar stöður er hann lauk námi, en hann var óvenjulega há- menntaður maður á sviði klassískra tungumála, latínu og grísku, og honum veittist létt að taka doktors- gráðu fyrir könnun á fornum ís- lenskum bókmenntum. Hann stundaði margvísleg störf í Kaup- mannahöfn, þau fjórtán ár, sem hann starfaði þar, eftir að hann lauk námi. Þannig var hann aðstoð- armaður gamla kennarans síns, prófessors Blinkenbergs, í tíu ár, og hann kenndi sem stundakennari við ýmsa skóla, og hann var starfs- maður við orðabók Árnanefndar og bókavörður við Háskólabókasafnið. En jafnframt öllum þessum bind- andi störfum vann hann fjölmörg önnur tímafrek störf, eins og að þýða margar skáldsögur Halldórs Laxness yfir á dönsku og skrifa mörg merkileg ritverk um íslenska sögu og bókmenntir. Þá er mér ofarlega í huga sú feikna vinna, sem Jakob innti af hendi í sambandi við starfsemi ís- lenska stúdentafélagsins. Þar má fyrst nefna ritstjórnarstörf hans við tímaritið Frón, sem stúdentafélagið hóf útgáfu á á stríðsárunum, og einnig störf hans við umsjón og flutning á íslensku fræðslu- og skemmtiefni á kvöldvökum stúd- entafélagsins, sem hann gerði mán- aðarlega síðustu 2-3 styrjaldarvet- urna og voru Jæssar kvöldvökur mikið sóttar af Islendingum í Höfn, en Jón Helgason prófessor annað- ist þær á móti Jakobi, þannig að þær voru haldnar hálfsmánaðar- lega og mun þetta framtak þeirra Jakobs og Jóns seint gleymast. En þó að nóg væru atvinnutilboð- in í Danmörku, þá langaði Jakob alltaf heim til íslands og Grethe var tilbúin að fylgja Jakobi hingað heim, því hún vissi að hér biðu hans mörg verkefni sem Jakob hafði áhuga á að takast á við. Þau komu því hingað heim vorið 1946 og fékk Jakob óðara margþætt verkefni að vinna að og síðan hefur Jakobi varla fallið verk úr hendi, og hefur hann skrifað fjölda bóka og fræði- rita og munu þau vafalaust verða kynnt af mönnum, sem kunna á þeim góð skil, nú þegar Jakob loks- ins leggur frá sér pennann. Jakob var gæddur miklum hljómlistargáfum og hann hafði gaman af að spila á píanó, og átti auðvelt með að leika undh- allslags söng á píanóið. Það var gaman að vera með Jakobi á góðri stund á heimili hans og syngja með honum „Gluntarna", en hann söng þá gjarnan bassann sjálfur og lék jafn- framt hlutverk hans og lék undir á píanóið betur en nokkur annar hefði getað gert. Jakobi þótti mjög vænt um æskustöðvar sínar á Fjalli í Skaga- firði og um sveitina sína og fólkið sem þar bjó og þess verk og verk- svið. Hann naut þess að dvelja á Fjalli tíma úr sumrinu með Grethe konu sinni, sem alltaf var tilbúin að gera lífið gott og gjöfult fyiár Jak- ob. Jakob kunni því illa núna um há- tíðamar, að geta ekki lokið ýmsum verkum, sem hann hefði viljað ljúka, en það varð að bíða, því að sjónin dugði honum ekki lengur til slíkra verka. En það vantaði ekki viljann til að koma ennþá meira af hans víðtæku þekkingu á blað áður en hann tæki sér hvfld. Með Jakobi Benediktssyni kveð- ur okkur einstakur afreksmaður, maður með fágætar námsgáfur og ótrúlega eljusemi, maður sem kunni að meta söng og allslags músík og kunni að gleðjast við lest- ur merkra bókmennta og af flutn- ingi fallegra tónverka og þátttöku í glöðum söng. Hann verður alla tíð talinn til bestu sona Skagafjarðar, byggðarinnai- sem hann unni meira en orð fá lýst. Ég þakka Jakobi og Grethe konu hans langa og góða samfylgd, þakka þeirra góðu og mikilvægu störf, þakka gestrisni þeirra, tryggð og þeirra glaða viðmót. Ég flyt vinum og vandamönnum Jakobs mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hjalti Gestsson. Kaupmannahöfn var um aldarað- ir stjórnsetur Islands, lærdóms- borg menntamanna og jafnframt einskonar forðabúr íslenskrar menningar. Þar var okkar mikli þjóðararfur - handritin - varðveitt- ur og þar störfuðu Fjölnismenn. Jónas Hallgrímsson orti þarna og dó og þar lágu spor flestra þeirra Islendinga sem gátu síðar af sér orð þegar heim kom. I þessu and- rúmslofti lærdóms, skáldskapar og þjóðfélagslegrar einangnmar mót- aðist forystusveit þjóðarinnar og safnaði fyrningum í sinn andlega sarp ef til þess skyldi koma að þörf væri á þeim síðar. Við endalok heimsstyrjaldarinnar síðari breytt- ist þetta varanlega. ísland var orðið lýðveldi og hafði eignast eigin höf- uðstað. Lærdómsmennirnir fluttu flestir heim. Einn af þeim var Jakob Benediktsson. Hann hafði stundað háskólanám þar í borg í klassískum fræðum en helgað norrænum og ís- lenskum fræðum allmiklu af starfs- kröftum sínum. Ritstjórn hans og skrif í Frón, sem gefið var út árin 1943—44 í Kaupmannahöfn, bera þess glöggt vitni. Hann er sagður hafa verið einn allra lærðasti Is- lendingur í klassískum fræðum og staðið öðrum evrópskum lærdóms- mönnum fyllilega á sporði. Eftir heimkomuna 1946 gerðist hann forstjóri Máls og menningar um skamman tíma í forföllum Kristins E. Andréssonar. Eftir þau kynni var hann nátengdur þeim fé- lagsskap í liðlega hálfa öld. Hann var í félagsráði frá því að hann kom heim; varð varaformaður 1948 og gegndi því starfi í um fjörutíu ár, var síðan áfram í stjóm allt fram á síðustu ár. Hann vai' í ritstjóm Tímarits Máls og menningar í nokkra áratugi og meðritstjóri um skeið. I virðingarskyni við störf hans í þágu félagsins var hann, ásamt Halldóri Kiljan Laxness, gerður að heiðursfélaga Máls og menningar árið 1997. Þegar ég kom að Máli og menningu um haustið 1974 var ljóst að félagið stóð við upphaf umbreytingaskeiðs, sem yrði erfitt fyrir innviðu þess á margan hátt. Ekki bætti úr skák að fjárhagur þess var afleitur og banki kominn með slagbrand fyrir dyr. Þegar Magnús heitinn Kjartansson taldi mig á að taka að mér að verða framkvæmdastjóri félagsins sagði hann að við myndum reyna að hafa áhrif á stjórnarkjör um haustið með það að markmiði að endurnýja og fá nýtt fólk til liðs við félagið, en síðan bætti hann við, „... svo er hann Jakob þarna, honum getur þú alltaf treyst“. Jakob þekkti ég þá eingöngu af þáttum hans um daglegt mál og einstaka ritgerð sem ég hafði rekist á fyrir tilviljun. I þeim átökum sem þá áttu sér stað um framtíð félags- ins var Jakob ætíð kjölfestan sem tryggði að félagið komst klakklaust út úr brimsköflunum. Ætíð var hann boðinn og búinn til að ræða vandamál og leggja á ráðin hvernig með skyldi fara. Hann skynjaði breytingar tímanna betur en marg- ur yngri maður. Eftir að þessum átakatíma lauk og félagið komið á beinu brautina hélt Jakob áfram starfi sínu í stjórn og miðlaði okkur af þekkingu sinni, reynslu og yfir- sýn. Þótt Jakob væri orðinn háaldr- aður var honum ekki leyft að fara úr stjórninni, þrátt fyrir að hann færði það oftsinnis í tal, fyrr en hann var orðinn ófær um að sækja fundi. Okkur þótti enginn fundur vera án hans, svo nátengdur var hann félaginu og okkur sem sátum í stjórn með honum. Með honum er fallinn frá síðasti forystumaður Máls og menningar sem bættist í hóp margra úrvalsmanna á árunum eftir stríð og voru þess eðlis að af- skipti þeirra gerðu félaginu kleift að halda jafnvægi í ölduróti svipti- mikilla tíma. Nú að leiðarlokum og eftir langt og farsælt samstarf vil ég fyrir hönd Máls og menningar færa heið- ursfélaga þess síðbúnar þakkir fyr- ir ómetanlegt framlag til félagsins. Við félagar Jakobs í stjórn munum sakna hans. Þröstur Ólafsson, form. stjórnar Máls og menningar. • Fleiri tninningargrcinar nm Jakob Benediktsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. JAKOB BENEDIKTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.