Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Umsjón Arnðr G. Ragnarsson Bridsfélag' Hreyfils HAFIN er Board-A-Match sveita- keppni hjá bflstjórunum og spila 14 sveitir. Sveit Friðbjörns Guðmunds- sonar bjrrjar langbest og er með 145 stig eftir 6 umferðir. Röð næstu sveita er annars þessi: Óskar Sigurðsson 114 Ómar Óskarsson 109 Birgir Kjartansson 106 Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu, þriðju hæð. Bridsfélag Suðurnesja Björn Dúason, Karl Einarsson og Eyþór Jónsson sigruðu með miklum yfírburðum í sveitarokki, sem lauk sl. mánudagskvöld. Þeir spiluðu þrír í parinu en Kalli sleikh’ nú sólina á Kanarí. Þeir félai-nir hlutu tæplega 20 stig í leik og samtals 214 stig sem er afburðagott. Helztu keppinautar þeirra voru Karl Hermannsson, Arnór Ragn- arsson og Pétur Júlíusson sem voru með 193 stig, Karl G. Karlsson, Gunnlaugur Sævarsson og Svala Pálsdóttir sem voru með skorina 189. Næstu pör voru Sigríður Eyj- ólfsdóttir og Sigfús Ingvason með 174 og Garðar Garðarsson og Gunnar Guðbjörnsson með 172 stig. Næsta keppni félagsins verður Butler-keppni sem er tvimenning- ur par sem hæsta og lægsta skor er skorin af áður en reiknað er út. Keppnin verður væntanlega 3 kvöld með forgefnum spilum. Spil- að er í félagsheimilinu við Sand- gerðisveg. Félag eldri borgara í Reykjavík Mánudaginn 25. janúar 1999. Spil- uðu 29 pör Mitchell-tvímenning, úrslit urðu þessi: N/A Rafn Kristjánss. - Júlíus Guðmundss. 260 Guðbjöm Bjömss. - Óskar Kristjánss. 255 Hjálmar Gíslas. - Ragnar Halldórss. AA' Sigurður Pálss. - Þórhildur Magnúsd. 258 Halla Ólafsd. - Margrét Margeirsd. 254 Jón Stefánss. - Magnús Halldórss. 226 Fimmtudaginn 28. janúar spiluðu 22 pör. N/S Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 253 IngunnBemburg-Elín Jónsd. 252 Sigurður Pálss. - Þórhildur Magnúsd. 227 A/V Auðunn Guðmundss. - Albert Þorsteinss. 262 Halla Ólafsd. - Magnús Halldórss. 251 Jón Stefánss. - Sæmundur Bjömss. 237 Meðalskor báða dagana 216 Mánudaginn 8. febrúar hefst sveitakeppnin. Vinsamlega látið skrá ykkur fyrir kl. 13. Opna aftur læknisstofu Ingvar Kjartansson, Læknahúsiö, Domus Medica, Egilsgata 3. Viðtalsbeiðnir kl. 13-16, s. 562 1060. Sérgrein: Skurðlækningar og æðaskurðlækningar. Brian Tracy International PHOENIX-leiðin til hámarks árangurs markmiðasetning — sjálfsöryggi — einbeiting skipulagning — forgangsröðun — sjálfsábyrgð Fimm vikna kvöldnámskeið hefst 9. feb. (20 klst.) Innritun í símum 557 9904, 899 4023, hugborg@islandia.is, www.islandia.is/~hugborg Leiðbeinandi Jóna Björg Sætran, B.A. Fréttir á Netinu ^mbl.is /KLLTAf= G/TTH\SAÐ A/ÝTl í DAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Rafstöðina í friði! ÞEIM mönnum hlýtur að vera meira en lítið í nöp við sögu Reykjavíkur- borgar sem geta hugsað sér að leggja niður alveg að ástæðulausu starfsemi Rafstöðvarinnai- í Elliða- árdal. Oddamaður R-listans virðist vera búinn að ákveða að stöðin sé vond og skuli fara. Færi þó bet- ur held ég, að þessi póli- tíkus hugleiddi, þar sem honum hlýtur að vera ljóst, að ekki er hann kominn í þessa aðstöðu vegna vinsælda sinna, hvort virkilega væri lík- legt að þær vinsældir ykjust ef hann stæði að öðru eins illvirki. Mönnum virðist annars ómögulegt að skilja það, að rafstöðin og starfsemi og þá um leið gæsla RR við árnar, hefur einmitt haldið lífí í þeim og það þrátt fyrir alla mengunina og aðra þá annmarka sem af byggðinni hafa stafað. Hagsmunir laxveiði- manna eru þarna bókstaf- lega engir að afmá þennan dýrgrip borgarinnar held- ur þvert á móti. Er hér með skorað á aila þá Reykvíkinga sem þykir vænt um borgina okkar og sögu hennar, að láta til sín heyra um þessa óheillahótun. Og miklu varðar að fram fari rannsókn á óhreinindum í ánum og ráðin verði bót þar á. Notkun hluta vatnsins fyrir rafstöðina gerir auðvitað ekkert af sér frekar nú en áður og er ekkert annað en fyrir- sláttur aðila, sem vilja ekki vel. Helgi Ormsson. Tóbaksvarnanefnd f GREIN í Mbl. 27. janú- ar er sagt að forvarnir gegn reykingum hafi bor- ið lítinn árangur en besta leiðin sé að hækka verð á tóbaki. Onnur grein 28. janúar segir að reykingar íþyngi efnahag fólks og því eigi það að hætta að reykja. Það er auðvelt að nálgast sígarettur og hækkun getur verið góð leið fyrir suma til að byrja ekki að reykja, en þeir sem hafa ánetjast reykingum eru frekar illa staddir. Öryrkjar, ellilíf- eyrisþegar, sjúklingar og láglaunafólk sem reykir getur ekki bara hætt að reykja og ekki heldur fólk sem býr við góðan efnahag. Þetta veldur hugarangri hjá reykinga- fólki, sem leiðir til þess að það reykir enn meira. Ríkið leyfír sölu tóbaks og hefur góðar tekjur af. Ef það er virkilega vilji til þess að gera landið reyk- laust þá ætti að selja tó- bak í apótekum gegn framvísun skírteinis sem fólk fær að undangeng- inni fræðslu um tóbak sérstaklega fyrir þá sem eru að byrja að reykja. Fyrir þá sem eru háðir reykingum ætti tóbaks- varnanefnd að gera til- lögur um að reykinga- menn geti verið í vinnu, en ekki bara að reyna að koma þeim út af vinnu- markaðinum. Það ætti að vera hægt að útbúa sér- herbergi, vel loftræst, þar sem reykingamenn geta reykt. Sagt er að ágreiningur sé á vinnu- stöðum vegna reykinga og það er alveg rétt. Fólki líður ekki vel í vinn- unni þegar það er stöðugt verið að jagast í því, það fer í vörn, líður illa og af- köstin verða minni og það gefst jafnvel upp. Sagt er að það sé fullt af fyrirtækjum og stofn- unum sem eru reyklaus, en ef betur er að gáð eru starfsmenn þess að reykja í laumi úti, í hvaða veðri sem er, og nú á að fara að banna að reykja úti líka og beita sektum. Hvemig á að manna þessar stofn- anir, t.d. sjúkrahúsin, ef fólkið treystir sér ekki til að hætta að reykja. Það er líka ómannúðleg fram- koma að búa svona að reykingafólki. Ég sé fyrir mér í fram- tíðinni að reykingamenn hírist heima hjá sér, á at- vinnuleysisbótum og í þunglyndi eða eitthvað þaðan af verra. Það verð- ur að bjóða reykingafólki meðferð og góða hjálp. Það þýðir ekki að segja að það séu komin nikótín- lyf og enginn vandi sé að hætta að reykja. Bæði eru þau rándýr og við- halda fíkninni og að auki geta þau valdið æða- þrengslum. Munið, ríkið leyfír sölu á þessu og ber ábyrgð á því að fólk ánetjast. Því verður það líka að hjálpa fólki út úr þessu, en ekki útiloka það frá þjóðfélaginu. Það væri gott að fá svar frá tóbaksvarnanefnd eða heilbrigðisráðherra um þetta í blaðinu. Stína. Umhverfissamtök Islands í VELVAKANDA sl. laugardag spyr Aðal- steinn Sigurðsson hvar megi gerast félagi í Um- hverfíssamtökum Islands. Samtökin munu til að byrja með hafa aðsetur á Laugavegi 13, sími 5111931. Þar má skrá sig í samtökin. Steingrímur Hermannsson. Tapað/fundið Myndavél glataðist ÉG glataði myndavél sem ég hafði í láni á Broadway þegar Facette hönnunar- keppnin var haldin. Henn- ar er sárt saknað af eig- anda. Myndavélin er svört og er með „zoom“-takka. Hún var ekki í hulstri en var í bandi. Ef einhver veit um afdrif hennar þá vinsamlegast hafið sam- band við Astu í síma 896 0084. Gleraugii fundust GLERAUGU fundust í austurbænum. Uppl. í síma 561 1795. Dýrahald Kettlingur fæst gefins NIU vikna kolsvört læða fæst gefms á gott heimili. Kettlingurinn er kassa- vanur. Uppl. í síma 562 5103 e. ki. 17. Víkverji skrifar... HELDUR hefur ljóminn af Olympíuleikunum og í kring- um þá minnkað að undanförnu í kjölfar allrar umræðunnar um spillingu innan Alþjóðaólympíu- nefndarinnar og mútuþægni. Vík- verji var svo bamalegur að það einfaldlega hvarflaði aldrei að hon- um að slíkt og þvílíkt gæti gerst. Auðvitað er það vitað mál að mút- ur, fjárkúgun og spilling hafa graf- ið um sig á fjölmörgum sviðum - en að sjálfír Ólympíuleikarnir væru undirlagðir, var meira en Víkverji hafði gert sér í hugarlund. Víkverji telur að þessir merku leikar, sem frá fornu fari og eftir að þeir voru endurreistir í nútímanum, hafa þótt mesti íþróttaviðburður heims, þegar þeir eru haldnir, muni verða lengi að endurheimta þá virðingu og þann ljóma sem þeir hafa hing- að til notið. xxx IÍÞRÓTTABLAÐI Morgun- blaðsins sl. laugardag var frétta- frásögn nátengd mútufréttum, þótt ekki væri í þessu tilviki um ólymp- íumútur að ræða, enda hefur Júlíus Hafstein upplýst það, að hann hafi sem fulltrúi íslands í Ólympíu- nefnd einungis einu sinni verið boðinn í kvöldverð. Fréttin fjallaði um framgöngu formanns Skíða- sambands íslands á þingi AJþjóða- skíðasambandsins FIS í Búdapest árið 1992, þar sem var verið að velja keppnisstað fyrir HM í nor- rænum greinum fyrir árið 1997. Sigurður Einarsson þáverandi for- maður lýsir eigin framgöngu svo í áðurnefndri frétt: „Ég var sjálfur á þinginu ásamt Hans Kristjánssyni. Það má alveg kalla þetta mútur, en það getur líka kallast aðstoð við vanþróaðar skíðaþjóðir ... Þá datt mér og fleirum í hug að búa til „blokk“ úr litlu þjóðunum ellefu, sem höfðu samtals 20 atkvæði. Með því vildum við reyna að fá eitthvað af því sem við sáum með berum augum að gekk á milli manna í formi útbúnaðar og fyrirgreiðslu." Og litlu síðar í fréttinni upplýsir fyirverandi formaðurinn hvað það var sem Skíðasamband íslands bar úr býtum fyrir að „selja" atkvæði sitt: „Samningurinn við ísland og smáþjóðimar tíu kvað á um að framkvæmdanefnd HM í Þránd- heimi legði fram 50 æfíngagalla, fímm kistur af skíðaáburði, 30 pör af keppnisskíðum, 30 pör af skíða- stöfum og bæri kostnað af 25 æf- ingavikum skíðagöngumanna í Noregi.“ xxx ETTA sýnir enn eina ferðina að sannleikurinn getur verið svo miklu lygilegri en hreinræktuð lygi. Það var nú ekki vandræða- ganginum fyrir að fara hjá for- manninum fyrrverandi því hann taldi að allt eins mætti kalla mút- urnar „aðstoð við vanþróaðar skíðaþjóðir"!!! Og ekki var vand- lætingin heldur ýkja heilög hjá for- seta íþrótta- og ólympíusambands Islands, Ellerti B. Schram, þegar hann var spurður álits: Jú, jú, auð- vitað vom vinnubrögðin þannig að hann fordæmdi þau og lýsti því yfír að þau ættu ekki að eiga sér stað, en hann lagði ríka áherslu á að það hafði enginn persónulegan ávinn- ing af þessu. Það virðist hafa verið lykilatriði í huga forsetans. í sveit Víkverja var svona röksemda- færsla sögð vera hundalógík í gamla daga. xxx VÍKVERJI telur að það sé með öllu óboðlegt að kjörnir alþing- ismenn kunni ekki fallbeygingu ís- lenskra nafnorða og fínnst raunar óþolandi að heyra þegar fólk kann ekki að beygja í föllum orð eins og dóttir, bróðir og faðir, en beyging- arvillur eru grátlega algengar þeg- ar þessi orð eiga í hlut. A sunnu- dagskvöld var í sjónvarpsfréttum rætt við sigurvegara Samfylking- arinnar um niðurstöður prófkjörs- ins á laugardag og hvað framundan væri. Sigurvegarinn talaði í tvígang um Margréti Frímanns- dóttur, formann Alþýðubandalags- ins, og sagði í bæði skiptin dóttir þegar hún átti að segja dóttur. Ef þingmenn era svona slappir í grunnatriðum íslenskrar málfræði, væri þá ekki tilvalið að senda þá sem á því þurfa að halda á ís- lenskunámskeið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.