Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Axel Jóhannes Kaaber fæddist í Reykjavík 24. júní 1909. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ludvig Emil Kaaber, banka- sljóri, f. í Kolding í Danmörku 12. sept- ember 1878, d. 12. i ágúst 1941, og fyrri kona hans, Astrid, f. Thomsen í Trangis- vági, Færeyjum, f. 2. maí 1884, d. 24. júní 1928. Systkini Axels voru Gunnar Ge- org, f. 12. mars 1908, d. 24. nóv- ember 1949; Sveinn Kjartan, f. 24. júní 1909, d. 23. september 1990; Knud Albert, f. 14. maí 1914, d. 1. apríl 1915; Ásta Eva, f. 21. maí 1916, d. 14. maí 1933; Nanna ída, f. 21. maí 1918; Ragnar Erik, f. 6. desember 1919, d. 13. desember 1958; Elín Margrete, f. 20. janúar 1922; í dag kveðjum við aldinn heiðurs- mann, Axel Kaaber, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Sjóvátrygg- ingarfélagi íslands hf. Axel fæddist í Reykjavík þann 24. júní 1909 og var því tæplega níræður er hann lést. Hann var sonur hjónanna Lu- dvigs E. Kaaber, stórkaupmanns og síðar bankastjóra Landsbanka Is- lands, og konu hans, Astrid Kaaber. Axel kvæntist árið 1943 Kristínu Kaaber Ólafsdóttur Dan Daníels- sonar, dr. phil, yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík. Kristín var einnig kennari við Menntaskól- ann í Reykjavik um langt árabil. Þeim varð tveggja barna auðið, Svanhildar og Lúðviks Emils. Axel lauk gagnfræðaprófí frá Mennta- skólanum vorið 1927. Á árunum 1933-34 dvaldi Axel í London við nám og störf á sviði vá- trygginga. Þetta var á þeim tíma er íslensk vátryggingastarfsemi var að slíta barnsskónum. Ludvig, faðir Axels, hafði verið einn af frum- kvöðlum að stofnun Sjóvátrygging- arfélagsins árið 1918 og var auk þess formaður stjórnar félagsins fyrstu fímm árin. Ludvig bar hag félagsins mjög fyrir brjósti svo lengi sem hann lifði. Á kreppuárun- um, einkum á milli 1929-36, voru margvíslegir erfíðleikar við öflun endurtryggingaverndar fyrir Sjóvá- tryggingarfélagið sem frá upphafi hafði verið samið um við norræn vá- tryggingafélög. I ársbyi'jun 1931 komust á hagstæðir samningar við ensk félög fyrir milligöngu A. Blackmore & Co sem era vátrygg- ingamiðlarar (brókerar) í London. Enn þann dag í dag hafa Sjóvá-Al- mennar tryggingar nokkur viðskipti við þennan sama aðila. Axel fór til starfa hjá A. Blackmore í London árið 1933 ásamt því að nema við verslunarskóla á sama tíma. Aflaði hann sér víðtækrar þekkingar á —þessum árum einkum á sviði sjó- trygginga. Hinn 1. ágúst 1934 réðst Axel til starfa hjá Sjóvátryggingarfélaginu og þar var hans starfsvettvangur næstu tæp 43 árin. Lengstum voru sjótryggingar (skipa og farmtrygg- ingar) aðalverkefni Axels en jafn- framt sá hann líka um þær vátrygg- ingar sem þörfnuðust flóknari end- urtrygginga en hefðbundnir samn- ingar félagsins gerðu ráð fyrir. I öndverðu rak félagið eingöngu sjó- tryggingar eins og nafn þess ber með sér en smám saman voru aðrar deildir stofnaðar. Brunadeild var stofnuð árið 1925, líftryggingardeild 1933 síðan bifreiðatryggingar 1937 og ábyrgðartryggingar 1953. Skipu- lag félagsins var deildaskipt á þess- um árum og var hver deild nánast sem sjálfstæð rekstrareining gagn- vart viðskiptavinum þess. Árið 1957 tók Áxel við starfí ^skrifstofustjóra auk þess að vera Knud Albert, f. 20. janúar 1922, d. 24. nóvember 1989. Hálf- systkini Axels, sam- feðra voru Edda Kristín, f. 20. septem- ber 1931, Astrid Sig- rún, f. 11. nóvember 1932, Edwin Mikael, f. 29. september 1934 og Eggert Matthías, f. 9. mars 1939, d. 9. maí 1945. Eftirlifandi kona Axels er Kristín Ólafsdóttur Kaaber, f. í Reykjavík 12. október 1922, dóttir Ólafs Dan Daníelssonar stærðfræðings og konu lians, Ólafar Sveinsdóttur. Börn Kristínar og Axels eru: 1) Svanhildur, verkefnisstjóri í Kennaraháskóla Islands. Dætur hennar eru Kristín og Katrín Gunnarsdætur. 2) Lúðvík Emil lögfræðingur og slqalaþýðandi, f. 25. mars 1947. Börn hans eru Eva Björk og Axel. Axel var gagnfræðingur frá áfram deildarstjóri sjódeildar er framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Sjóvátryggingarfélaginu og Stefán G. Björnsson tók við af Brynjólfi Stefánssyni magister. Axel beitti sér mjög í að breyta skipulagi fé- lagsins og fékk til liðsinnis utanað- komandi ráðgjafa sem þótti nokkur nýlunda á þeim tíma. Meðal þeirra breytinga sem úr þessi starfi urðu var stofnun sérstakrar söludeildar til þess að bæta þjónustuna við við- skiptavini félagsins og efia mark- aðsstarfið. Frá 1. október 1971 til ársloka 1976 var Axel framkvæmdastjóri Sjóvátryggingarfélagsins ásamt Sigurði Jónssyni sem áður hafði verið framkvæmdastjóri Síldar- verksmiðja ríkisins. Ábyrgðarsvið Axels var að annast endurtrygging- ar félagsins ásamt líftrygginga- starfsemi. Áttundi áratugurinn var að mörgu leyti mjög eifíður fyrir ís- lensk vátryggingafélög. í kjölfar efnahagskreppunnar sem hófst árið 1967 með tilheyrandi gengislækk- unum og aðhaldsaðgerðum var mik- il tregða hjá stjómvöldum að heim- ila vátryggingafélögunum að leið- rétta iðgjöld til samræmis við verð- lag og aðrar breyttar forsendur. Einkum var ástandið erfitt í bif- reiðatryggingum. Félögin reyndu með öllum tiltækum ráðum að bregðast við þessari stöðu og meðal annars tóku þau að sér endurtrygg- ingar erlendis frá. Þegar frá leið kom í ljós að afkoma þeirra við- skipta var ekki í samræmi við vænt- ingar og var þeim hætt að nokkrum árum liðnum. Það má fullyrða að sá tími sem Axel var framkvæmda- stjóri Sjóvátryggingarfélagsins hafi verið tími mikilla sviptinga í rekstri vátryggingafélaga á Islandi. Axel var árið 1968 meðal stofn- enda Könnunar hf.(Lloyd’s Agency) og annaðist framkvæmdastjórn fyrstu fjögur árin og síðan aftur ár- ið 1977. Axel hafði afburða gott vald á enskri tungu svo eftir var tekið og ekki var síður gaman að heyra hann tala dönsku sem hefur væntanlega verið aldamótadanska úr foreldra- húsum. Á efri árum aflaði Axel sér löggildingar sem dómtúlkur og skjalaþýðandi á ensku. Sá sem þessar línur ritar fór til náms og starfs til Englands á árun- um 1973 til 74 og fetaði þar með í fótspor Axels 40 árum á eftir honum og starfaði meðal annars hjá A. Blackmore í London. Það var ætíð tilhlökkunarefni þegar þau Kristín, hans mæta kona, komu til London og miðluðu okkur Birnu af reynslu sinni. Axel var óþreytandi að upp- lýsa og leiðbeina okkur sem yngri vorum. Það var leitun að meiri náttúru- unnanda en Axel Kaaber. Hann var ferðamaður af guðs náð og átti ís- gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík og stundaði á sínum yngri árum margvísleg störf til sjós og lands. Árið 1931 fór hann til Englands til verslunar- náms með tryggingarfræði sem sérgrein. Eftir heimkomuna hóf hann störf hjá Sjóvátrygg- ingarfélagi íslands og vann þar til ársins 1976. Um langt árabil var hann skrifstofustjóri, en framkvæmdastjóri félagsins varð hann 1. október 1971. Eft- ir starfslok hjá Sjóvátrygging- arfélaginu fékk hann réttindi sem löggiltur skjalaþýðandi og vann við þýðingar fram yfir áttrætt. Axel var mikill áhuga- maður um náttúru Islands og náttúruvernd. Hann ferðaðist mikið um landið og safnaði þá steinum og jurtum. Hann átti mikið og gott steinasafn sem hann síðar gaf Náttúrufræði- stofnun íslands. Hann var heið- ursfélagi í Hinu íslenska nátt- úrufræðifélagi og Félagi áhugamanna um steinafræði og var meðal höfunda bókarinnar íslenskir steinar en flestar myndirnar í bókinni eru af steinum úr safni hans. Útför Axels fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. lensk náttúra hug hans allan. Steinasafn átti hann mikið og hélt meðal annars sýningu á því í Nor- ræna húsinu. Axel hafði yfir sér höfðinglegt yf- irbragð og rösklega framgöngu. Sjóvátryggingarfélagið hafði alla tíð því láni að fagna að hafa í sinni þjónustu gott starfsfólk sem starf- aði þar alla sína starfsævi. Axel var í þessum hópi og er hans minnst af hlýhug jafnt af fyrrum samstarfs- mönnum og viðskiptamönnum fé- lagsins. Ég votta frú Kristínu, börnum þeirra og öðrum aðstandendum samúð okkar Birnu. Innilegar sam- úðarkveðjur flyt ég frá starfsmönn- um og stjórn Sjóvár-AImennra trygginga hf. Einar Sveinsson. Axel Kaaber er frá fallinn á nítugasta aldursári. Langlífi fylgir sú blessun að sjá börn sín, barna- böm og jafnvel börn þeirra vaxa úr grasi, en líka sú þraut að sjá jafn- aldra frændur, vini og samstarfs- menn hníga hvem af öðrum undan ljá sláttumannsins mikla. En ekki varð ég, frá sjónarhóli gestkomand- ans og kunningjans, var við annað en að Axel tæki hönnum lífsins ávallt með sama jafnaðargeði og ánægjustundum þess. Og þegar öll lóð eru á skálar lögð, verður niður- staða flestra er til Axels þekktu ef- laust sú, að hamingjuhliðin hafi veg- ið sterkust á langri og viðburðar- ríkri ævi. Af hamingjusömu fólki stafar oftast hlýhugur og velvild - og raunar spurning hvort hið síðara sé ekki forsenda hins. Slíkum hlýhug kynntist ég 1964, þegar ég kom í fyrsta skipti á heimili Axels og eftir- lifandi konu hans, Kristínar Kaaber, að Snekkjuvogi 19 hér í borg. Tengiliðurinn var sonur þeirra hjóna, Lúðvík Emil, sem orðið hafði bekkjarfélagi minn sama haust í MR. Það skal að vísu játað hér, ald- arþriðjungi síðar, að fas heimilisföð- urins þótti mér við fyrstu sýn nokk- uð fyrirmannslegt, en smám saman kom í ljós, að bak við virðulegt ytra byrði bjó höfðingslund og gott hjartalag. Okkur Lúðvík varð vel til vina, og ekki spillti fyrir, að Axel reyndist maður víðlesinn, samræðugóður og áhugasamur um mörg málefni er tendrað geta forvitni ungra pilta. Nefna mætti náttúrufræði, uppruna mannsins og mannkynssögu, ferða- lög um fjöll og firnindi, að ekki sé minnzt á jarðfræði. Ást Axels á hörðu grjóti hafði þá þegar leitt til eins af merkari steinasöfnum lands- ins í einkaeigu, sem hann síðar ánafnaði Náttúrufræðistofnun ís- lands. Löng kynni Axels af Bretum birtust m.a. í myndarlegu safni bóka hans um þjóðina almennt og seinni heimsstyrjöld sérstakléga; áhugasvið sem komst ekki hjá því að smita son hans og síðar undirrit- aðan til óbóta. Varð okkur skólafé- lögum ríkulegt enskt kiljusafn Ax- els uppi á háalofti mikill fjársjóður og ótæmandi umræðufóður. Engu minni var ánægjan af því að geta farið í sígilt hljómplötusafn Axels að vild, og má segja, að verðmætin sem þar var að finna hafi endanlega steypt manni í þær rammljúfu greipar gömlu meistaranna sem enn halda taki, og bætt manni verulega skort á tónlistaruppeldi í bemsku. Það var því kannski ekki nema von að ég vandi snemma komur mínar í föðurhús Lúðvíks, enda varla ofsagt að þau hafi orðið mér annað heimili, jafnvel mörgum árum eftir að Lúð- vík flaug sjálfur úr hreiðri. Axel var ávallt höfðingi heim að sækja, áhugasamur og úrræðagóður, og var hægferðug og látlaus kímni hans af þeirri íbyggnu og stundum sjálfshæðnu sort sem Bretum og Dönum er tíð en hér mætti vera landlægari. Slíkt fólk verður manni ætíð ofarlega í huga, þegar per- sónuleg tengsl manns á lífsleiðinni eru gerð upp, og stendur Axel þar framarlega í flokki. Votta ég Kristínu Kaaber, bömum þeirra Axels, Lúðvík og Svanhildi, og bamabömum innilegustu samúð mína, og mun varðveita með þakk- læti margar hlýjar minningar um Axel Kaaber sem einstæðan öðling og mikilsverðan áfanga í h'fi mínu. Ríkarður Ö. Pálsson. Við fráfall fornvinar míns, Axels Kaabers, get ég ekki látið hjá líða að minnast hans nokkmm orðum, nú þegar leiðir skilur eftir löng kynni. Liðið er vel á fjórða tug ára frá því ég kom fyrst á heimili þeirra Axels og Kristínar konu hans og ég man ekki lengur nákvæmlega hvernig það bar tíl. Ég mun hafa verið í slagtogi með Lúðvík, vini mínum og syni þessara sómahjóna, á þeim árum þegar inn á heimilið fjölmenntu ýmsir vinir og félagar hans. Slangraði þar í bland undirrit- aður, álappalegur sláni á gelgju- skeiði, og hlaut af munni húsfreyju auknefnið spóafótur einhverra hluta vegna. Auðvitað óraði mann hreint ekki fyrir því þá að þama væm lögð fyrstu drögin að frjóum samskipt- um og vináttu sem varað hefur allt fram til þessa dags. Er raunar þarf- laust að setja á langar ræður um allan fyrirganginn og uppátækin sem fylgdu téðu strákastóði. Ratar vonandi sumt af því aldrei á prent. Auðvitað hefði alls ekki verið frá- leitt að gera ráð fyrir því að húsráð- endur hrykkju í einhvers konar baklás við slíka innrás, þegar inn um dyrnar streymdu lítt hamdar og óþroskaðar unglingsskjátur sem, í fullri hreinskilni sagt, áttu það til að fara yfir mörkin. En það var nú öðru nær. Húsið við Snekkjuvoginn, eða Snekkjó eins og við kjósum að kalla það, haggaðist ekki. Hins veg- ar stóð það okkur opið frá fyrstu tíð og allar götur síðan. Einstök, og mér liggur við að segja eðlislæg, alúð og gestrisni þeirra Stínu og Axels gerði það að verkum að í Snekkjó vandi komur sínar hópur fastagesta því sem næst daglega. Þarna áttu vinir Lúðvíks góðu atlæti að mæta og litu fyrr en varði á það sem sjálfsagðan hlut. Húsráðendur voru ólatir við að gefa á garðann og raunar var með ólík- indum hvað hvarf ofan í þessa óseðjandi hít af ostabrauði, tei og kakói að ónefndum hvers kyns kræsingum öðmm. Yrði líklega mælt í smálestum og gígalítmm en þetta var samt alls ekki það eina. Ekki má heldur gleyma orðræðum um nánast allt milli himins og jarð- ar né hollráðum ýmsum sem menn þágu og mátu að verðleikum eftir því sem þeir höfðu vit til. „Þetta var mitt annað heimili," heyrir maður enn sagt og víst er að þau orð koma beinustu leið frá hjartanu. Um þetta Ieyti var húsbóndinn Axel kominn á sextugsaldur og bar með sér að vera roskinn og ráðsett- ur. Því fór þó víðs fjarri að hann sæi eftir tímanum sem fór í að ræða við AXEL JOHANNES KAABER strákagemsa um þeirra hugðarefni og þá ekki síst sín eigin. I því sam- bandi skal þess getið að Axel var alla tíð einstakur dellumaður í bestu merkingu þess vandmeðfama orðs. Með þessu er ekki við annað átt en það að slíkur maður hefur vakandi auga fyrir umhverfi sínu og leiðir hugann að ýmsu öðra en því sem brauðstritið krefst. Axel átti fjöl- breytileg áhugamál og gaf sér alla tíð tóm til að leggja rækt við þau. Er ég ekki í vafa um það að þannig hélt hann sér í vissum skilningi síungum og -frjóum. Sumt hefur verið bundið tilteknum skeiðum í ævi þessa manns. Sumt mun hafa vakið brenn- andi áhuga um einhvem tíma, komið og farið, en annað hélt velli alla tíð. Skal hér aðeins fátt eitt talið. Um tæmandi upptalningu verður tæpast að ræða og alls ekki endilega í réttri röð og hef ég nú töluna: Fjarskipti, lax-, silungs- og rjúpnaveiði, ljós- myndun, kvikmyndun, sígild tónlist, smíðar, steinaslípun, uppgræðsla lands, sagnfræði, framandi þjóðir og landafundir, ekki hvað síst landa- fundir norrænna manna, guðspeki og þá er enn ótalið fjallabílar og ferðalög um fsland, alhliða náttúru- skoðun og söfnun náttúrugripa. Um allt þetta var Axel hafsjór af fróð- leik. Þá fylgdist hann vel með þjóð- málum og lá aldrei á skoðunum sín- um um menn og málefni. Ég hef séð ljósmyndir sem Axel tók og framkallaði sjálfur á yngri árum og þykist viss um að margt af því hefur ríkulegt heimildagildi og bæri með réttu að varðveita sem menningarverðmæti. Af öðrum helstu áhugamálum skal nefna plöntusöfnun Axels á unga aldri og síðast en ekki síst steinasöfnim sem hann stundaði af ástríðu fram á efri ár. Af athöfnum Axels á þessum vettvangi er það enn fremur að segja að fyrir nokkrum árum gaf hann Náttúrufræðistófnun íslands steinasafn sitt, eitthvert merkasta safn íslenskra steina í einkaeign hérlendis. Safn þetta er einstakt að fróðra manna sögn. Er öllu til skila haldið og allt vendilega skráð sam- kvæmt ströngustu fræðilegum kröf- um. Sem leikmaður lagði hann einnig sitt af mörkum í þágu Hins íslenska náttúrufræðifélags og var gerður að heiðursfélaga á hundrað ára afmæli þess. Veit ég að þetta mat hann mikils. Aldrei varð ég þess þó var að Axel væri hégómleg- ur á nokkurn hátt og nokkurn veg- inn orðrétt man ég hann segja við mig einhverju sinni í kankvísu gríni: „Ég væri alsæll ef mér tækist að finna nýja steintegund, áður óþekkta í heiminum. Hún yrði þá nefnd „Kaaberít“.“ Hann vildi líka miðla öllu þessu til okkar. Ekki verður tölu komið á alla bfltúrana út og suður að kanna eitt og annað úr náttúrunnar rfld. I þessu var Axel okkur vinum Lúð- víks hinn besti vinur og félagi. Aldrei taldi hann eftir sér að skutla mannskapnum áleiðis upp í Hengil í útilegu og snemma fengum við ungir og misefnilegir að spreyta okkur við stýrið á Willysnum undir vökulu auga eigandans. Ekki stóð heldur á því að við fengjum síðar léða bifreið til lengri og skemmri öræfaferða eftir að okkur höfðu bæst tilskilin réttindi til að stjórna vélknúnum ökutækjum. I því sambandi má geta þess að Axel innréttaði sjálfur í tóm- stundum fleiri en einn fjallabfl um dagana og auðvitað nutum við góðs af því. Svo mætti lengi áfram telja. Oft reyndist hann mér traust hjálp- arhella á ýmsum sviðum og það ekk- ert síður eftir að unglingsárin voru að baki og strjálast tók um húsvitj- anir í Snekkjó. Mér verður þessi einstaki öðlingur alla tíð ógleyman- legur og er ekki einn um það. Axel varð langlifur og ekki fór hjá því síðustu misserin að glíman við ellina vildi dragast á langinn. Hann hlaut hægt andlát og varð þeirrar gæfu aðnjótandi á banadægri að vera nærvistum við fjölskyldu sína. Við Oddný vottum samúð okkar Kristínu, konu hans, bömum þeirra, Svanhildi og Lúðvík, vini okkar til margra ára, sem og aðstandendum öllum. Slíkra manna er gott að minnast. Helgi Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.