Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 45 Dýraglens Grettir BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sírai 569 1100 • Símbréf 569 1329 Islandspóstur mismunar lands- mönnum í þjónustu Frá Magnúsi Óskarssyni: ÞAÐ voru heldur kaldar jólakveðj- urnar, sem bárust frá Islandspósti inná heimili fólks á póstþjónustu- svæði 560 nú fyrir hátíðarnar, er þetta ríkisrekna einokunarhlutafé- lag tilkynnti fólki á svæðinu að póst- húsið í Varmahlíð yrði einungis opið almenningi eftir hádegi frá áramót- um og fram á vor, en þá byrjar ferðamannatíminn! Hins vegar hefir pósthús þetta verið opið bæði fyrir og eftir hádegi fram til þessa. Margar þjóðir í einu landi, eða hvað? Því verður varla trúað, að opin- bert fyrirtæki, sem nýtur engrar samkeppni, en veitir jafn nauðsyn- lega þjónustu og Islandspóstur, komist upp með jafn gróflega mis- munun og hér um ræðir. Og það innan sama sveitarfélags, en mér er ekki kunnugt um, að loka eigi póst- húsinu á Króknum frá áramótum og fram á vor. Er þetta háttalag ís- landspósts kannski ein af mörgum sönnunum þess, að á Islandi býr fleiri en ein þjóð; og ennfremur að mismunandi lög og reglur eigi að gilda um hverja þeirra? Ótrygg framtíð Það er búið að hlutafjárvæða póstinn, en enn sem komið er hefir hann hvorki verið einkavæddur né einkavinavæddur. Hvað verður, þegar því er lokið? Mun pósthúsið í Varmahlíð bara vera opið einn til tvo klukkutíma á dag, eða í mesta lagi þrjá, af því að þrír er heilög tala? Þetta ráðslag allt saman hjá íslandspósti leiðir hugann að því, sem gerst hefir víða erlendis, þegar opinber fyrirtæki, sem ekki eru í samkeppni, hafa verið einka- og hlutafjárvædd, en þá hefur raunin iðulega orðið sú, að þjónustan við al- menning hefir versnað, kjör óbreytts starfsfólks orðið lakari, en laun yfirmanna hækkað að miklum mun samfara háum kröfum eigenda um arðsemi. Gæti nokkuð slíkt hent varðandi Islandspóst? Spyr sá sem ekki veit. En hvað sem öðru líður þá er þessi ráðstöfun íslandspósts til óhagræðis bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki á svæðinu og fráleitt til þess fallin að gera það þjónustu- vænna eða byggilegra nema síður sé. Hnekkjum óréttlætinu Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að pósturinn verði látinn kom- ast upp með að mismuna lands- mönnum í þjónustu. Hvar er nú jafnréttisregla stjómarskrárinnar? Gildir hún ef til vill ekki um lýðinn í hinum dreifðu byggðum? En hvað sem öðra líður er hér á ferðinni kærkomið tækifæri fyrir þingmenn, prófkjörskandídata og sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi í Skaga- firði til að sýna mátt sinn og megin og láta nú ekki deigan síga fyrr en þessari óhæfu hefir verið hnekkt, þó svo að leggja þurfi málið fyrir hæst- virtan ráðherra póst- og samgöngu- mála. Og ef það dugir ekki til má ef- laust skjóta málinu til umboðs- manns Alþingis eða jafnvel alla leið til Brassel. Það hefir áður verið gerí á íslandi með góðum árangri, þegar opinberir aðiljar hugðust brjóta rétt á þegnum landsins. MAGNÚS ÓSKARSSON, Sölvanesi, Skagafirði. Ferdinand Smáfólk Ég kemst aldrei til að lesa bókina Ég byrjaði að lesa hana, en ég Hvaða bók? sem við áttum að lesa í jólaleyfinu... skildi liana ekki... 100 prósent endur- greiðsla tannréttinga Frá Höllu Magnúsdóttur: BREIÐ bros heitir félag aðstandenda bama með skarð í vör og/eða góm. Félagið var stofnað í nóvember 1995. Aðal markmið félagsins er fræðsla og stuðningur við aðstandendur en einnig ýmis réttindamál. Núna eram við að berjast fyrir 100% endur- greiðslu fi-á Tryggingastofnun ríkis- ins vegna tannréttingakostnaðs barna sem fædd eru með skarð í vör og/eða góm. Lengi vel voru tannrétt- ingarnar endurgreiddar að fullu, en árið 1997 var reglum breytt þannig að endurgreiðsluhlutfallið varð 65-75%. Öll börn sem fæðast með skarð í vör og/eða góm þurfa á mjög um- fangsmiklum tannréttingum að halda. Gera má ráð fyrir að heildar- kostnaður á hvern einstakling sé á bilinu 1,5-2 millj. Kostnaður foreldra getur því verið 500.000-750.000 kr. Foreldrar eru því að streða í auka/yfirvinnu um kvöld og helgar í stað þess að eiga góðar stundh’ með fjölskyldunni. Þvílíkt óréttlæti. Hvers eiga bömin að gjalda ef for- eldrar þeirra eru ekki hátekjufólk? Nógir eru erfiðleikar og áhyggjur í kringum tíu, jafnvel fleiri, skurðað- gerðir sem bömin fara í með tilheyr- andi sjúkrahúsinnlögnum og vinnu- tapi foreldra þó ekki bætist við fjár- hagsáhyggjur vegna tannréttinga- kostnaðar. Oft þurfa þessi börn einnig talkennslu og mai’gar heim- sóknir til háls-, nef- og eyrnalækna. Þar sem einungis um 10 börn fæð- ast með þennan galla hér á landi á ári getur þetta ekki verið mikill aukakostnaður fyrir hið opinbera, en hefur allt að segja fyrir okkur for- eldra barna fæddra með skarð í vör og/eða góm. 100% endurgreiðslu, takk fyi’ir. HALLA MAGNÚSDÓTTIR, ritari Breiðra brosa, Álfholti 30, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.