Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 13 FRÉTTIR Mörður Arnason Fínn listi sem end- urspeglar mikla reynslu „ÞETTA er sigur Samfylking- arinnar. Það kann að vera að þeir sem hafa staðið fremst í að búa hana til og koma henni af stað hafi fengið fyrir það þakkir. Þá þökkum við á móti og lofum að standa okk- ur áfram. En að tala um þetta sem sigra eða ósigra ákveðinna hópa held ég að sé ekki hægt,“ sagði Mörður Arnason um niðurstöðuna í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, en Mörður hreppti 6. sætið. Samtalið við Mörð var tekið í fyrradag og átti að birtast með öðrum samtölum á miðopnu í gær en birtist ekki vegna mis- taka. „Það, sem skiptir máli, er að þetta er fínn listi og endur- speglar mikla reynslu og hefur alls kyns höfðun," segir hann. Mörður kvaðst ekki hafa heyrt annað en að Hulda Olafs- dóttir ætti að taka 2. sæti Kvennalistans í stað Guðnýjar Guðbjörnsdóttur. „Mér fínnst spumingin furðuleg, ég tel ein- sýnt að næsti maður Kvenna- listans fái það sæti. Þessar prófkjörsreglur voru samdar með ákveðin sjónarmið í huga. Það voru ekki allir sammála þeim sjónarmiðum. Eg var í þeim hópi en menn verða að halda áfram að haga sér í sam- ræmi við það sem samkomulag var um.“ Mörður sagðist telja að Al- þýðubandalagið kæmi ekki illa út úr prófkjörinu. „Ef ekki hefðu verið frystihólfín hefði fólkið í Alþýðubandalaginu fengið miklu fleiri atkvæði og sama gildir um Kvennalistann. Ef hægt hefði verið að kjósa milli hólfa væri Guðrún Ög- mundsdóttir með þúsundir at- kvæða en ekki þau 500 at- kvæði, sem hún varð að láta sér nægja,“ sagði Mörður. Um það hvort gert hefði ver- ið út um leiðtogamál Samfylk- ingarinnar í prófkjörinu sagði Mörður að Jóhanna væri leið- togi Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Og hún er annar framherjinn í framherjaparinu, Jóhanna og Össur munu skora mörkin fyrir okkur. Og það er eðlilegt að staðnæmast við nafn Jóhönnu Sigurðardóttur, þegar hugað er að talsmanni á landsvísu.“ Að borða hollan mat Með skál og skeið að vopni Á síðari árum hefur fólk verið að gera eér as betur grein fyrir gildi góðs matarasðis fyrir heilsufar sitt. Nú er það vísindalega sannað* að einfaldur hlutur eins og að borða Cheerios hafrahringi reglulega getur gert ga?fumuninn við að fyrirbyggj a hjarta- og asðasjúkdóma. Því má segja að eitt besta vopnið okkar í baráttu fyrir betri heilsu sé skeið og skál - af Cheerios! - hollt fyrir hjartað! Utsölum að ljúka ÚTSÖLUR eru fyrirferðarmiklar í verslunarlífi landsmauna í janú- armánuði og huga því margir að því að kaupa sér fatnað og annan varning í þeim mánuði, sem áður þótti ekki hæfa persónulegum fjárlagaramma. Víst er að mörg stúlkan eignast árshátíðarkjólinn sinn um þessar mundir á góðum kjörum til að skarta sínu feg- ursta þegar röð árshátíðardans- leikja hefst á góunni. Nú er sum- um útsöium lokið og aðrar á síð- asta snúningi svo fólk verður að drífa sig hyggist það gera góð kaup. Morgunblaðið/RAX * Rannsóknir á hollustu fæðutegunda sem eru unnar úr trefjaríkum komvörum hafa staðið yfir áratugum saman. Niðurstöður úr þessum rannsóknum liggja nú fyrir og staðfesta að Cheerios hringimir hafa ótvírætt hollustugildi. Ástæöan er einföld: Cheerios er unnið úr heilum höfrum, það inniheldur lítið af heildarfitu, hlutur mettaðrar fitu er lítill og í því er ekkert kólesteról. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) telur sannaö að neysla á Cheerioshringjum geti dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum ef þeirra er neytt sem hluta af fitulitlu og kólesterólsnauðu fæði. Bandaríska heilbrigðisráöuneytið sem gefur reglulega út leiðbeinandi lista yfir hollustu mismunandi fæðutegunda hefur nú skipaö heila hafra í efsta sæti listans. Þeir voru áður í þriðja sæti á eftir grænmeti og ávöxtum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.