Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hráefni á leið til Hörpu hf. Starfsemi sölu- deildar ótrufluð þrátt fyrir bruna STARFSEMI söludeildar Hörpu hf. hefur verið ótrufluð þrátt f'yi'ir eldsvoða í húsnæði fyrirtækisins á Stórhöfða 44 í Reykjavík á sunnu- dagskvöld. Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Höi'pu, tjáði Morgunblaðinu í gær að strax í býtið á mánudagsmorgni hefði fyr- irtækið afgreitt frá sér málningu enda birgðastaðan góð. Skemmdir urðu eingöngu í þeim hluta hússins sem hráefnalagerinn er til húsa sem er á 350 fermetrum af alls 2.500 fermetra húsnæði fyr- irtækisins og var umferð aðeins bönnuð um tíma um þann hluta hússins. Helgi Magnússon sagði að strax morguninn eftir brunann hefði verið pantað hráefni í stað þess sem eyðilagðist í eldinum og sagði hann eðlilega framleiðslu aft- ur verða komna í gang í lok næstu viku. Vegna góðrar birgðastöðu á framleiðsluvörum fyrirtækisins yrði ekkert uppihald í sölu á máln- ingu, viðskiptavinir myndu ekki fínna fyrir neinni truflun. Fundinn yrði nýr staður fyrir hráefnið sem fyrirtækið fær næstu daga meðan húsnæði hráefnalagersins verður fært í samt lag. Helgi sagði vasklega framgöngu Slökkviliðsins í Reykjavík og góðar eldvarnir hafa orðið til þess að eld- urinn breiddist ekki út. Húsnæðinu er skipt í fjögur eldvarnahólf og kom eldurinn aðeins upp á hrá- efnalager. Eldvarnaveggir og eld- varnahurðir héldu þannig að engar skemmdir urðu á verksmiðjunni sjálfri, pökkunardeild, birgðadeild fullunninna vara, söludeild og skrifstofu. Ennþá unnið að rannsókn Unnið er ennþá að rannsókn á eldsupptökum og sagði Helgi eng- ar niðurstöður komnar. Þá hafa menn frá ístaki, sem byggði húsið, hafið undirbúning að lagfæringum á hráefnalagernum í samvinnu við tryggingafélag fyrirtækisins, Sjó- vá-Almennar. Kvað Helgi engar tölur unnt að nefna um kostnað við lagfæringu. Forráðamenn Hörpu vilja koma þakklæti á framfæri til Slökkviliðs Reykjavíkur fyrir vasklega fram- göngu við slökkvistarfið. Björn Bjarnason um skipulagsbreyt- ingar hjá Sjálfstæðisflokknum Nægur tími til umræðna BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra telur að nægur tími gefíst til að ræða hugmyndir um breyt- ingu á forystu Sjálfstæðisflokksins. Ráðheri-ann vill að forysta flokks- ins verði breikkuð með því að landsfundur kjósi framkvæmda- stjóm, sem starfí með formanni flokksins og þingflokksformanni. Skipulagsmál væru ávallt á dag- skrá landsfundar. Þess vegna hlytu menn að vekja máls á þeim fyrir fundinn eins og öðrum flóknum viðfangsefnum sem þar þyrfti að afgreiða. „Sjónarmið mitt er að aðdrag- andi Iandsfundar sé einmitt rétti tíminn til að viðra slíka hugmynd," sagði Bjöm í samtali við Morgun- blaðið. „Það er mun erfiðara að taka afstöðu til slíkra mála ef þau hafa ekki verið rædd nokkuð áður og nú er tímabært að taka málið upp á fundinum," sagði Björn en fundurinn verður haldinn um miðj- an næsta mánuð. „Mér virðast menn gera of mikið úr því að hugmynd mín sé sú að leggja niður embætti varafor- manns. Eg er þvert á móti að Morgunblaðið/Jón Svavarsson LOGI Bergmann Eiðsson var handtekinn við fréttaöflun á sunnudagskvöld og hefur lögreglan lagt fram kæru á hendur honum. Sjónvarpið mun að öllum líkindum kæra á móti og leggja myndbandsupptöku af atburðinum fram sem sönnunargagn. Umdeilt atvik milli fréttamanns og lögreglu á brunastað Lögreglan kærir og frétta- stofan kærir á móti GEORG Kr. Lárusson, varalög- reglustjóri í Reykjavík, sagði í gær að það væri mat manna að Logi Bergmann Eiðsson, fréttamaður Sjónvarps, hefði óhlýðnast fyrir- mælum lögreglu á vettvangi biun- ans við hráefnislager Hörpu við Stórhöfða á sunnudagskvöld. Logi leggja til aukna breidd í forystu flokksins, að fímm manna fram- kvæmdastjórn starfí með formanni og formanni þingflokksins í stað eins varafomanns eins og nú er,“ sagði Björn ennfremur. „Ef til vill mætti kalla framkvæmdastjórnina varaformenn." Fleiri þurfa að sinna innri málefnum flokksins Hann sagði nauðsynlegt að fá fleirí starfskrafta til að sinna verk- efnum í forystu flokksins ekki síst í Ijósi uppstokkunar flokkakerfis- ins og kjördæmabreytingar. „Flokkurinn verður trúlega áfram í ríkisstjórn og forysta flokksins verður önnum kafín við lands- stjórnina og þess vegna þarf að kalla fleiri til að sinna innri mál- efnum flokksins. Ég er mjög ánægður með þær umræður sem hugmyndin hefur vakið og tel að við eigum að halda henni áfram,“ sagði Björn að lok- um og kvaðst búast við að hún yrði með einum eða öðrum hætti tekin formlega til umræðu á landsfund- inum. Stjórnmála- kynningar fyrir heyrnarlausa Aðrar lausnir skoðaðar BJARNI Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, segir að Sjónvarpið sé tilbúið til að kanna hvort raunhæft sé að framkvæma stjórnmála- kynningar í sjónvarpi fyrir heyrnarlausa. Árný Guðmundsdóttir, deildarstjóri túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrn- arlausra, sagði í Morgunblað- inu í gær að engin vandkvæði væru á því af hálfu táknmál- stúlka að túlka stjórnmálaum- ræður í sjónvarpi fyrir heyrn- arlausa. Bjami segir að komi önnur hugmynd um lausn þessa máls frá Félagi heymarlausra sé Sjónvarpið tilbúið til að kanna hvort raunhæft sé framkvæma hana. að var handtekinn við fréttaöflun á vettvangi og færður í lögreglubíl. Lögð hefúr verið fram kæra á hendur Loga og er málið í frum- rannsókn hjá lögreglunni. Frétta- stofan hyggst einnig kæra aðgerðir lögreglunnar. „Þótt málið sé ekki flókið þarf það að fara í gegnum ákveðið ferli. Það eru allir möguleikar uppi, að málið verði fellt niður og yfir í það að málið fari í þann farveg að hon- um verði gert að greiða sekt eða gefín út ákæra á hendur honum. Málið er í rannsókn og ekkert meira um það að segja," sagði Ge- org. Kornið sem fyllti mælinn, segir fréttasljórinn Bogi Agústsson, fréttastjóri Sjónvarps, sagði að atvikið á sunnudagskvöld væri kornið sem fyllti mælinn og nú muni Sjónvarp- ið að öllum líkindum kæra lögregl- una fyrir framgöngu lögreglu- mannsins sem tók Loga fastan og leggja myndbandsupptöku af at- burðinum fram sem sönnunargagn. „Þetta er í þriðja skiptið sem þessi sami lögregluþjónn hindrar frétta- menn okkar í starfí að við teljum. Elsta dæmið er fímm ára gamalt og ég skrifaði Böðvari Bragasyni [lögreglustjóra] bréf vegna þess tilviks en fékk aldrei svar,“ sagði Bogi. „Við viljum gjarnan eiga góð samskipti við lögregluna og höfum átt góð samskipti við hana með ör- fáum undantekningum. Það er óþolandi að geta ekki sinnt störfum sínum á opinberum vettvangi án slíkra afskipta einstakra lögreglu- þjóna.“ Bogi sagði að það væri ör- ugglega ekki opinber stefna lög- reglunnar í Reykjavík að hindra fréttamenn við fréttaöflun. „Ef það væri stefnan yrðum við varir við hana hjá fleirum en örfáum ein- staklingum." Lögregluþjónninn greip fyrir linsu myndatökuvélar tökumanns Sjónvarps er hann myndaði hand- töku Loga og sagði Bogi að hann hefði ekkert leyfi til að skipta sér af myndatökunni. „Hafí menn talað um að ljós séu sterk þá verð ég að segja að þetta eru sömu ljós og við notum þegar við erum að taka við- töl við menn úti við og þau hafa ekki truflað menn hingað til.“ Andlát HILMAR ÞORBJÖRNSSON Borgarráð óskar upplýsinga um rekstur nektarstaða Club Clinton veitt BORGARRÁÐ hefur óskað eftir upplýsingum frá lögreglu um rekst- ur nektardansstaða og hvort sá rekstur samræmist reglum. Kol- beinn Ámason, formaður Ibúasam- taka Grjótaþorps, segir að það nái ekki nokkurri átt að hafa slíka starfsemi í skipulögðu íbúðarhverfí. Borgarráð hefur samþykkt að veita veitingastaðnum Club Clinton bráðabirgðavínveitingaleyfí. Veiting vínveitingaleyfís til veit- ingastaðarins Club Clinton í Fischersundi var samþykkt fyrir einni viku í borgarráði og var sú samþykkt í samræmi við fyrri sam- þykkt borgan-áðs um afgreiðslutím- ann, þ.e. til kl. 11.30 virka daga og til kl. 01 um helgar. Kolbeinn sagði í samtali við Morgunblaðið að borgarráð hefði samþykkt í apríl á síðasta ári að leyfi fallast ekki á að þama væri rekinn skemmtistaður. íbúasamtökin hefðu árum saman barist gegn rekstri skemmtistaðar í húsinu. Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjóra, kvaðst ekki geta svar- að því hvað formaður íbúasamtak- anna vísaði til þegar hann héldi því fram að borgarráð hefði samþykkt í apríl 1998 að fallast á að þarna yrði ekki rekinn veitingastaður. HILMAR Þorbjörns- son aðstoðaryfírlög- regluþjónn lést á heim- ili sínu í Reykjavík síð- astliðinn fóstudag. Hann var 64 ára að aldri. Hilmar Þorbjörns- son var fæddur í Reykjavík 23. október 1934, lauk gagnfræða- prófi og hóf árið 1968 störf í lögreglunni. Sótti hann fjölmörg námskeið tengd starf- inu, m.a. um meðferð skotvopna og gass, fyr- ir yfirmenn í lögreglunni, í hraða- mælingum og í meðferð virkra sprengja. Hilmar starfaði lengst af í lögreglunni í Reykjavík. Hann var í varðliði Sameinuðu þjóðanna vet- urinn 1963 til 1964, var skipaður flokksstjóri í maí 1972, varðstjóri í miðborgarstöð í árs- byrjun 1974 og síðar í umferðardeild og var skipaður aðstoðaryfir- lögregluþjónn í maí ár- ið 1991 og þá yfirmað; ur umferðardeildar. 1 ágúst á síðasta ári fluttist hann til starfa hjá embætti ríkislög- reglustjóra og annaðist aðallega umferðarmál. Hilmar Þorbjöms- son var einn þekktasti frjálsíþróttamaður Is- lands á sínum yngri ár- um og methafí í sprett- hlaupum um áraraðir. Hann keppti oft erlendis, m.a. á Ólympíuleikun- um í Melboume árið 1965 og í Róm 1960. Hilmar var tvíkvæntur og er eftirlifandi kona hans Ágústa Ósk Guðbjartsdóttir. Hann lætur eftir sig sex böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.