Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMSKIPTIN VIÐ MEXÍKÓ SAMSKIPTI íslands og Mexíkó hafa vaxið allhratt síð- ustu árin og má þar fyrst og fremst nefna samstarf á sviði sjávarútvegs, svo og ferðaþjónustu. Lítill vafi er á því, að samskiptin muni vaxa ört á næstu árum, enda er Mexíkó stór markaður og framleiðsla íslenzkra fyrirtækja þar í landi á greiðan aðgang að þeim auðugu og mannmörgu mörkuðum, sem NAFTA-samningurinn veitir í Bandaríkj- unum og Kanada. Efnahagur Mexíkó er veikburða um þess- ar mundir eins og efnahagur Brazilíu, en þessi tvö ríki verða væntanlega öflug efnahagsveldi þegar líður á næstu öld. Þetta er vert að hafa í huga í tilefni af opinberri heimsókn Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, til Mexíkó, en Ernesto Zedillo, forseti, tók á móti honum og föruneyti hans með mikilli viðhöfn og gestrisni. Leiðtogarnir fjölluðu sérstak- lega í viðræðum sínum um ýmis mál, sem snerta báðar þjóð- irnar sameiginlega. Davíð kvaðst stoltur af því að vera fyrsti íslenzki forsætisráðherrann, sem heimsækti Mexíkó og sagði m.a. í ávarpi við komuna til Þjóðarhallarinnar: „Við fyrstu sýn skyldi maður ætla, að fleira væri ólíkt með þjóð- unum en sameiginlegt, og vissulega er það svo, hvað varðar mannfjölda, stærð og landfræðilega. En við erum, báðar þjóðirnar, staðráðnar í að vera þátttakendur í alþjóðavæð- ingu í stað þess að fela okkur á bak við lokaðar dyr.“ For- sætisráðherra kvað Mexíkó jafnt sem Island þurfa að berj- ast fyrir því að fá að nýta náttúruauðlindir sínar. Samstarf væri hafið í atvinnumálum og þótt það væri enn lítið að vöxtum þá hæfist löng ferð með einu skrefí. íslenzk fyrirtæki hafa haslað sér völl í sjávarútvegi í Mexíkó, jafnt veiðum sem vinnslu, í samstarfi við heima- menn. Það sama má segja um búnað til fiskveiða. Þessi fyr- irtæki eru Grandi h.f., Þormóður rammi - Sæberg, J. Hin- riksson og Netagerð Vestfjarða. Þótt viðskipti okkar við Mexíkó séu ekki mikil nú er ekki ólíklegt að með þátttöku íslenzkra fyrirtækja í atvinnulífi þar og heimsókn forsætisráðherra íslands þangað nú hafi grundvöllur verið lagður að viðskiptatengslum, sem geta komið sér vel á nýrri öld. MÚTUMÁL ÓLYMPÍUNEFNDAR HNEYKSLISMÁL Alþjóða ólympíunefndarinnar hafa vakið heimsathygli eins og gefur að skilja um stofnun, sem byggð er upp í kringum ólympíuhugsjónina. Komið hef- ur í ljós í sambandi við staðarval vetrarólympíuleikanna í Salt Lake City árið 2002, að nefndarmenn hafa gerzt mútu- þægir og selt atkvæði sitt. Þessar ásakanir, sem komið hafa fram eftir rannsókn á fjármögnun leikanna, hafa vakið grun um að maðkar hafi verið í mysunni í sambandi við staðarval annarra ólympíu- leika. Sumarleikarnir eiga að verða í Sydney í Ástralíu á næsta ári og um þá leika keppti einnig Beijing, höfuðborg Kínaveldis, og hafa ráðamenn þar krafizt úrbóta. Ennfrem- ur hefur komið fram í sambandi við síðustu vetrarólympíu- leika, sem haldnir voru í Nagano í Japan, að mótshaldararn- ir þar hafi þegar brennt allt bókhald leikanna, svo að ekki er unnt að ganga úr skugga um hvernig kaupin hafi gerzt á eyrinni þar eystra. íslendingar áttu seinast fulltrúa í Alþjóða ólympíunefnd- inni 1966 og var þá fulltrúi þáverandi forseti ÍSÍ, Benedikt Waage. Frá því er hann lézt hefur enginn íslenzkur fulltrúi verið í nefndinni. Við val manna í Alþjóða ólympíunefndina er ekki farið að lýðræðislegum reglum. Menn eru tilnefndir en ekki kjörnir. Slíkt val á nefndarmönnum býður hættunni heim og því er ljóst að stokka verður upp í vali nefndarinnar. Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, vill að nefndin sjálf rannsaki þær sakir, sem bornar eru á hana og hann hefur neitað að segja af sér, þrátt fyrir að öll helztu dagblöð heims hafí skorað á hann að gera það. Ljóst er að nefndin er þess ekki umkomin að rannsaka eitt né neitt í þessu sambandi og því tekur Morgunblaðið undir það með hinum fjölmörgu gagnrýnendum nefndarinn- ar, að eina lausnin sé að nefndin fari öll frá og kosin verði ný nefnd lýðræðislegri kosningu, sem aftur kjósi sér forystu. Aðeins með því verður unnt að endurreisa virðingu og heið- arleik Alþjóða ólympíunefndarinnar. Það kæmi unnendum og iðkendum íþrótta um allan heim bezt. Norræni þróunarsjóðurinn tíu ára Lánveitingar nauðsyn- legar þróunarríkjum Prátt fyrir óhemju mikla lánabyrði nú þegar þurfa mörg þróunarlönd á stöðugt meiri lán- um að halda. Lars Lundsten, fréttaritari Morgunblaðsins í Finnlandi, sat ráðstefnu um þróun Afríku og þátt Norðurlandaþjóða sem var haldin í Helsinki í tilefni af tíu ára afmæli Norræna þróunarsjóðsins, NDF. LÁN til fjárfestinga eru betri kostur en beinir styrkir. Helst viljum við þó efla viðskiptin við ykkur,“ sagði J.S. Mayanja- Nkangi, fyrrum fjái'málaráðheiTa Úg- anda, í erindi á ráðstefnu Norræna þróunarsjóðsins (NDF), sem haldin var á mánudag í Helsinki í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því að sjóður- inn hóf starfsemi sína. Hann bætti síð- an við: „Lán til fjárfestinga eru hluti af markaðsbúskapnum. Eg aðhyllist honum.“ Skuldakreppa margra þróunaiTÍkja hefui- verið talin ógn við framtíð þeirra og ef til vill einnig lánardrottnana. En Mayanja-Nkangi segist vera ánægður með að bláfátækt ríki á borð við Úg- anda hafi tekið lán öll þessi ár. Að sögn Mayanja-Nkangi er hins vegar munur á því hvernig lánsfénu er varið. Það sem hann segist lofa eru lán til fjárfestinga. Neyslulán séu hins vegar varasöm. Á tíu ára málsþingi Norræna þróun- arsjóðsins í Helsinki voru tveh' fulltrú- ar Afríku meðal frummælenda. Hinir voru frá Norðm’löndum, þ.e. fulltrúar þeirra ríkja sem standa straum af kostnaði við rekstur sjóðsins. Fyrrum fjármálaráðherra Úganda segist skilja það vel að ríku þjóðirnar vilji ekki endalaust dæla fjármagni til Afríku. Hann segist vona að þegar sá tími renni upp að stuðningi linni verði Af- ríkuríkin orðið það öflug á sviði við- skipta að Norðurlönd vilji halda uppi tengslum af þeim sökum. Hinn Afríkubúinn á ráðstefnunni vai’ Omar Kabbaj, sem hefur verið for- stjóri Þróunarbanka Afríku síðustu fjögur árin. Kabbaj undirstrikaði í er- indi sínu að hagvöxtur í Afríku hafi verið talsverður á síðustu árum. Á tímabilinu 1995 til 1997 hafi hann að meðaltali verið 4 prósent á ári. Einnig mætti geta þess að 40 af samtals 53 ríkjum álfunnar hafi verið með já- kvæðan hagvöxt. Hagvöxtur er megin- forsenda þess að styrkja stöðu Afríku, að sögn Kabbaj en fólksfjölgun hins vegar helsta ógnin við þá þróun. Hann taldi að hagvöxtur þyifti að vera helm- ingi meiri en fólksfjölgun til að ná nú- verandi þróunarmarkmiðum. Nokki’um ríkjum hefur tekist að ná því marld, t.d. Botswana, Malí, Mauritius og Úganda. Félagsleg þróun í fyrirrúmi Mayanja-Nkangi hefur reynslu af ólgu innanlands í heimalandinu Úg- anda. Enda sagðist hann leggja mikla áherslu á að efla þróun félagsmála, skóla og annað þess háttar. Hann seg- ist sannfærður um að ríkisvaldið þurfí Morgunblaðið/Þorkell ÍSLENDINGAR hafa unnið að þróunaraðstöð á sviði sjávarútvegs í Mósambik. JÓNAS H. Haralz sá um að rita tíu ára afmælisrit Norræna Þró- unarsjóðsins (NDF) sem gefið var út á mánudaginn. Þá héldu menn upp á afmæli sjóðsins í Helsinki þar sem höfuðstöðvar sjóðsins er að finna. Saga sjóðsins byrjar í raun þegar árið 1979. Mönnum tókst hins vegar ekki að semja um markmið og starfsemi stofnunar- innar fyrr en eftir tíu ára umhugs- un. Að sögn Jónasar hefur stefna sjóðsins þróast mikið á þeim tveimur áratugum sem liðið hafa frá að drög voru fyrst lögð að stofnun hans. Fyrstu árin var tek- ist á um hvort sjóðurinn ætti að verða útflutningstæki iðnaðarins eða mannúðlegt þróunarverk- færi. í upphafi urðu hugmyndir um útflutningsstyrki á iðnaðarvörum ofan á. Samtök iðnaðarfyrirtækja og stéttarfélög sáu fyrir sér sjóð sem gæti hlaupið undir bagga þeg- ar flytja þurfti út vörur til landa sem skorti Iánstraust. Smám sam- an hefði þetta hins vegar breyst. Þau verkefni sem NDF lánar til Þróunarsj ónarmið komin í stað útflutningssjónarmiða Norræni þróunarsjóður- inn hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir Islendinga, segir Jónas H. Haralz, höfundur afmælisrits sjóðsins í samtali við Lars Lund- sten, fréttaritara Morgunblaðsins. núorðið tengjast að miklu leyfí fé- lagslegri þróun í alfátækustu lönd- um heims. Áherslur hafa færst frá íjárfestingum í rafveitum í að styrkja byggingu skóla og aðrar þætti sem hjálpa þjóðunum að spjara sig upp á eigin spýtur. Jónas tekur fram að Norræni Þró- unarsjóðurinn hafi val- ið samstarfsaðila mjög vandlega. Núorðið hafi sjóðurinn tekið þá stefnu að efla hag alfá- tækustu þjóðanna. En áhersla hafi samt verið lögð á að verkefnin skuli vera framkvæm- anleg. Einn af kostunum við starfsemi NDF er að starfslið sjóðsins er fámennt. Þannig eru vinnuaðferðir sveigjan- legar og afköst miðað við kostnað Það Iand sem hefur fengið mesta styrki úr sjóðnum er Laos. Hins vegar er hátt í fimmtíu prósent allra fram- kvæmda sem sjóðurinn styrkir að finna í Af- ríku. fslendingar hafa komið við sögu í nokkrum athyglisverð- um verkefnum NDF í Afríku. Norræni Þróunar- sjóðurinn hefur til dæmis hjálpað Isleudingum við að koma af stað þróunarverkefni við Malavívatn. + Jónas H. Haralz með því besta sem ger- ist í þessum geira. Laos hefur fengið mesta aðstoð MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 29 Björn S. Högdahl tekinn við sem álversstjóri á Grundartanga fyrst og fremst að einbeita sér að þessum hornsteinum þjóðfélagsins. Omai’ Kabbaj var sammála Ma- yanja-Nkangi um mikilvægi félags- legrar þróunar. Kabbaj benti á að fé- lagslegt óöryggi ylli óeirðum, en óeii’ð- ir leiddu hins vegar til félagslegrar kreppu. Á þessu sviði sagði Kabbaj nauðsynlegt að bæta stjórnarhætti í mörgum löndum. Þetta væri hins veg- ar ekki eingöngu mál heimamanna heldur þyrftu erlendir aðilar að bjóða fram sérfræðiþekkingu. Mayanja-Nkangi sagðist verða að viðurkenna að peningar sem varið hefði verið til þróunarstarfs hefðu lent á bankareikningum einstakra embætt- ismanna. Hann neitaði því hins vegar að þetta væri regla fremur en undan- tekning, að minnsta kosti í Úganda. Norðurlönd leggja áherslu á félagslega þróun Þau þróunarverkefni sem Norður- landaþjóðirnar standa að með aðstoð Norræna þróunai-sjóðsins hafa mörg verið á sviði félagsmála og umhverfis- mála. Það hefur vissulega ekki verið yfirlýst stefna Norræna þróunarsjóðs- ins að slík verkefni skuli njóta for- gangs en almennt vii’tust menn ánægðir með að sú skyldi vera raunin. íslendingar hafa tekið mikinn þátt í verkefnum sem varða félagslega þró- un í nokkrum Afríkuríkjum. Nefna má átök til eflingar sjómannafi’æðslu og veiðistjórnai’ í Namibíu, á Grænhöfða- eyjum og í Malaví. Norðurlöndin og NDF hafa einnig tekið þátt í að greiða niður lán þeirra ríkja sem hafa verið hvað skuldsettust. Úganda er í hópi þeirra ríkja ekki síst vegna þeirrar ia-eppu sem kom upp í kjölfar þess að harðstjórinn Idi Amin hraktist frá völdum. Omar Kabbaj segir ljóst að góður hagvöxtur segi ekki alla söguna. Margir aðrh- þætth’ geti stefnt framtíð Afríku í voða. Veðurfarsbreytingar geti til dæmis valdið miklum sveiflum í efnahagslífi. Verðsveiflur á hráefnismörkuðum geti einnig valdið miklum skaða. í mörgum ríkjum sé rúmlega helmingiir útflutn- ingsins hráefni. Hagvöxtur síðasta árs gæti því hæglega, þegar upp væri stað- ið, reynst mun lakai’i en meðaltal síð- ustu ára. Að mati Kabbaj gæti fjár- málakreppan í Suðaustur-Asíu valdið því að vaxtarhraði minnki úr 3,9% á ár- unum 1996-97 í 2,4 prósent árið 1998. Hagvöxtur eina leiðin til að þróa Afríku Þeh- Mayanja-Nkangi og Kabbaj voru sammála um að einungis hag- vöxtur gæti bjargað Afríku. Vissulega þyi-ftu íbúar Afríku að axla ábyrgð á gjörðum sínum en stuðningur frá er- lendum aðilum yrði nauðsynlegur um margra ára skeið. Á flestum svæðum hefur almenning- ur til að mynda enga möguleika að fjárfesta í atvinnufyrirtækjum. En bent var á að í til dæmis Úganda hefðu erlendir framkvæmdaaðilar nú þegar fjárfest og tekið á sig áhættuna. „Við munum halda áfram að taka fé að láni,“ segir Mayanja-Nkangi. „Við viljum meiri hagvöxt.“ Þar sigla nú tvö rannsóknarskip sem byggð voru á Islandi. Kosturinn við samstarf við NDF fyrir Þróunarsamvinnu- stofnun íslands (ÞSSÍ) er að stofnunin fær bolmagn til að hefja verkefni í stórum stíl. Með NDF að bakhjarli geta tiltölulega smáir og lítt þekktir á borð við ÞSSI hafið viðræður við ýmsar al- þjóðastofnanir. Allflest þróunar- verkefnin eru fratnkvæmd í sam- vinnu við aðila á borð við Afríska þróunarbankann og Alþjóðabank- ann. Hagur norræns iðnaðarins hefur þó ekki alfarið verið fyrir borð borinn þótt þróunarsjónarmið hafi verið rfkjandi í hugmyndafræði NDF á síðustu árum. Fylgt er þeirri reglu að rnenn þurfi að kaupa nauðsynjavörur og þekk- ingu á Norðurlöndum og byggjast innkaup á niðurstöðum norræns útboðs. Þannig geta menn tryggf að allt sé keypt á hagstæðasta verði. Segir Jónas að það hafi sýnt sig að norræn fyrirtæki hafi verið algjörlega samkeppnisfær hvað varðar verð og gæði. Stefnt að heims- meti í framleiðni / Utlit er fyrir að Norðurál nái því markmiði sínu að setja heimsmet í framleiðni innan ál- iðnaðarins á næstunni. Guðjón Guðmunds- son ræddi við Björn S. Högdahl, sem nýlega tók við sem álversstjóri Norðuráls. NORÐMAÐURINN Björn S. Högdahl er tekinn við sem álversstjóri í Norður- áli. Högdahl starfaði um áratuga skeið hjá Elkem Aluminium í Noregi og samstarfsfyrirtækinu Aleoa í Bandaríkjunum. Hann segir að allt útlit sé fyrir að sett verði heimsmet í framleiðni í álveri Norður- áls þegar starfsemin er komin á fullan skrið, eða um 400 tonn á ári á hvern starfsmann. Þetta segir hann því að þakka að tæknibúnaður er allur af bestu gerð og starfsmenn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Högdahl sagði að lágt álverð á heimsmarkaði gerði það að verkum að Norðurál væri rekið með tapi um þess- ar mundir. Forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu samt ekki áhyggjur af afkomunni. Hann sagði að það kæmi sér á óvart ef árið yrði ekki gert upp með hagnaði af starf- seminni. Högdahl er fæddur í Krist- iansand í Noregi árið 1934. Hann er kvæntur og á þrjú uppkomin börn. Högdahl var álversstjóri Elkem Alumini- um í Mosjöen í Norður-Nor- egi á níunda áratugnum. Hann er meðalmaður á hæð og dálítið kvikur í hreyfing- um og virðist eiga auðvelt með að sjá broslegar hliðar á tilverunni. Eiginkona Högdahls heitii- Björk og segir hann að það hafi orðið að samkomulagi milli þeirra að þau höguðu samvistum sínum með þeim hætti á næstunni að þau heimsæktu hvort annað reglulega. Björk starfar í Osló og sagði hann að hún yrði hér á landi yfir sumartímann þegar um hægðist í hennar starfi. Högdahl hefur fengið til um- ráða íbúð sem er í eigu Norð- uráls á Akranesi. „Nú er orðinn langur listinn yfir skyldmenni sem vilja heimsækja mig og eiginkonu mína hingað til Islands svo ráðning mín til Norðuráls gæti skapað Flugleiðum umtalsverðar tekjur þegar fram í sækir,“ sagði Högdahl og kímdi. En hvernig stóð á því að hann réðst til starfa hér á landi? „Fyrir um það bil einu ári gerði ég starfslokasamning við Elkem og var því í raun sestur í helgan stein. Ég starfaði þó sjálfstætt að ráðgjöf fyiir Elkem. Ég komst síðan í kynni við norska verktaka sem höfðu sett upp lofthreinsibúnað í verksmiðjunni hér á Grundartanga. Þeir sögðu mér að ver- ið væri að leita að álversstjóra. Svo fór að mér var boðið starfið. Ég hafði raunar allt annað í hyggju þegar ég gerði starfslokasamninginn en eftir um viku umhugsun ákvað ég að slá til. Mér finnst spennandi að taka þátt í uppbyggingu nýs álvers,“ segir Högdahl. Lítil umhverfishætta vegna mengunar Hann minnist ára sinna sem álvers- stjóri í Mosjoen og segir að borgin sé á svipaðri breiddargráðu og Grundar- tangi. Þar sé umhleypingasamt og geti orðið mjög kalt í veðri en undarlegar veðursveiflur hafi verið þar síðustu ár eins og víðar í Noregi. „Það er eins og eitthvað sé að gerast í veðurfarinu," segir Högdahl. Þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að veðurfars- breytingamar geti stafað af loftmeng- un segir hann ekki loku íyrir það skot- ið. Hann vísar því hins vegar strax á bug að álver um heim allan eigi stóran þátt í þeiiri mengun. „Auðvitað hefur starfræksla álvera áhrif á andrúmsloftið en því fer fjarri að þau ein og sér vaidi veðurfarsbreyt- ingum. Ég hef heyrt af því að menn hafi áhyggjur af mengunarvarnamál- um í álveri Norðuráls. Um þetta vil ég Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn S. Högdahl segja að miklar framfarir hafa orðið í mengunarvörnum álvera á síðustu áratugum. Ég tel að mengun írá Norðuráli sé að meðaltali einungis um einn tíundi hluti þess sem hún er í ál- verum víða í Evrópu. í Noregi er aðal- áhyggjuefnið ekki flúor- eða brenni- steinsmengun heldur viss efni í efna- samsetningu tjöru sem talin era hættuleg umhverfínu. Þetta vandamál er ekki til staðar hér því það verður til við framleiðslu á kolefnum til fram- leiðslunnar. Kolefnin era keypt í Þýskalandi svo vandamálið er ekki til staðar hér. Álverið hér er þeirrar gerðar sem talið hefur verið einna full- komnast með tilliti til mengunarvarna síðastliðin tíu ár í Evrópu,“ segir Högdahl. Hins vegar sé því ekki að leyna að við gangsetningu nýs álvers sleppi meii’a af mengandi efnum út í um- hverfið en þegar reksturinn er kominn í fast horf. „Gangsetning er allt annar handleggur og það verður vissulega einhver mengun því samfara en hún er hættulaus umhverfinu,“ segir Högdahl. 400 tonn á starfsmann Aðspurður um hvernig lágt heims- markaðsverð á áli hafi áhrif á afkomu Norðuráls segir Högdahl að verð fyrir hráefni til framleiðslunnar sé tengt heimsmarkaðsverði. Með þeim hætti tryggi Norðurál afkomu sína á tímum lágs heimsmarkaðsverðs. „Þessi að- ferð hefur verið tekin upp út um allan heim og tilgangur hennar er sá að draga úr sveiflum í afkomunni. Það hefur komið í ljós að aðferðin þjónar hagsmunum allra aðila, jafnt framleið- enda og kaupenda. Hún kemur ekki að öllu leyti í veg fyrir sveiflur en hún dregur úr þeim. Lágt heimsmarkaðs- verð ógnar ekki rekstrargrundvelli Norðuráls en fyrirtækið skilar ekki hagnaði nú um stundir. Ef við náum þeim gæðastaðli í starfseminni sem við höfum einsett okkur að ná, og ég er nokkuð viss um að takist innan til- tölulega skamms tíma, hefur fyrirtæk- ið skapað sér þá aðstöðu að geta skil- að hagnaði. Við beram okkur saman við önnur álver í heiminum og geram samanburð á rekstrarkostnaði. Mark- mið okkar er að Norðurál verði í fremstu röð hvað þetta varðar og ég tel afar ólíklegt að þetta markmið ná- ist ekki,“ segir Högdahl. Starfsmenn Norðuráls era um 150 talsins. Högdahl sendi út skilaboð til þeirra á fyrstu dögum í starfi sem álversstjóri. Þar segir m.a. að útlit sé fyrir að það markmið Norðuráls náist að þar verði meiri framleiðni en þekkist í áliðnaðinum. Þeir þættir sem stuðli að því að markmiðið náist og eru þegar til staðar eru hagstæður orkusamningur og hagstæð kaup á notuðum en nútíma- legum búnaði verksmiðjunn- ar frá Þýskalandi. Þriðji þátt- urinn er þjálfun starfsmanna. Útlit sé fyrir að þjálfunin verði með þeim hætti að markmiðið náist og ársfram- leiðslan verði um 400 tonn á hvem starfsmann, sem Högdahl segir einstætt í ál- heiminum. Högdahl segir að hráefnis- kaup vegi yftrleitt um 50% í rekstri álvera en líklega þó öllu meira hérlendis vegna flutningskostnaðar og inn- flutnings á kolefnisskautum. Orkukaup séu annar stór hluti rekstrarkostnaðar og loks nefnir hann launakostnað. Þróunin hafi verið sú að stór álver séu reist þar sem launa- kostnaður er lágur, einkum ef svo vill einnig til að þar sé að finna hráefni til álframleiðslu. Það sem geti keppt við lágan launakostnað og nálægð við hráefni til álvinnslu sé mikið framboð af ódýrri raforku. Vilji til að stækka álverið á Gnmdartanga Högdahl nefnir að í Noregi séu sjö álver. Þau hafi verið reist í landinu vegna þess að nóg framboð var af ódýrri raforku. ísland sé í sömu að- stöðu. Noregur og ísland hafi því for- skot á önnur lönd þegar kemur að áhuga álfyiTrtækja. I Bandaríkjunum sé á hinn bóginn verið að loka álveram og flytja þau til Suður-Ameríku. „Svo fremi sem stjórnmálamenn láti vera að taka óskynsamlegar ákvarðanh’ er traustur grandvöllur fyrir starfsrækslu álvera jafnt í Nor- egi og á íslandi. Ég á þó ekki von á þvi að álverum fjölgi mikið í þessum lönd- um en að mínu mati ætti að vera grundvöllur fyrir stækkun þeirra ál- vera sem fyrir era,“ segir Högdahl. Hann átti fund með fulltrúum Landsvirkjunar um miðjan mánuðinn um frekari stækkun Norðuráls. „Við reyndum að fá afstöðu Landsvirkjun- ar til þess hvenær hægt verði að end- umýja raforkusamninginn og af- henda meiri orku til stækkunar ál- versins. Gert var ráð fyrir því að við fengjum meiri orku í lok þessa árs en niðurstaðan er hins vegar sú að lengri dráttur verði á því en í upphafi var ætlað. Hitt er ljóst að það er vilji til þess að stækka álver Norðuráls og það verður gert um leið og kostur verður á meiri orku,“ segir Högdahl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.