Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 17 Námskeið um sjálfsmat GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ís- lands heldur námskeiðið Inn- skyggnir-Sjálfsmat dagana 4.-5. febrúar kl. 8.30-12.30 á Hótel Sögu, þingsal D, 2. hæð. A námskeiðinu verður lögð áhersla á sjálfsmatslíkanið og notk- un þess við mat á stjórnunarárangri fyrirtækja. Fjallað verður um ávinning af notkun Innskyggnis, mismunandi aðferðir við fram- kvæmd sjálfsmats og hlutverk sjálfsmats í daglegri starfsemi fyr- irtækja. Komið verður inn á tengsl Innskyggnis við Islensku gæða- verðlaunin. Þátttakendur þurfa að vinna heimaverkefni. „Þau fyrirtæki sem beita sjálfs- mati eru m.a. að styrkja samkeppn- isstöðu sína með því að fara á gagn- rýninn hátt yfir alla helstu þætti í starfsemi fyiirtækisins. Fyrii- þau fyrirtæki sem hafa hug á að sækja um Islensku gæðaverðlaunin 1999, er um að ræða gott tækifæri til að læra að nota Innskyggni. Megintilgangur sjálfsmats er að meta stöðu fyrirtækisins út frá nýt- ingu kerfa, trúfestu stjórnenda og þátttöku allra starfsmanna, að varpa ljósi á forgangsatriði í um- bótastarfí, að fylgjast með framför- um og árangri fyrirtækisins og að- stoða við stefnumörkun. Sjálfsmatslíkön hafa yfirleitt ver- ið þróuð sem grundvöllur einkunn- argjafar fyrir gæða-verðlaun, og svo er einnig með Innskyggni. Is- lensku gæðaverðlaunin voru veitt í fyrsta sinni Plastprent hf. á Alþjóð- lega gæðadaginn 13. nóvember 1997. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi gæði á sviði rekst- urs og stjórnunar," segir í fréttatil- kynningu. Leiðbeinendur: Guðrún Ragnars- dóttir gæðastjóri Landsvirkjunar og Haraldur Á. Hjaltason sviðs- stjóri ráðgjafarsviðs VSÓ Ráðgjafar hf. Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 2. febrúar. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofa GSFÍ eða með tölvupósti gsfiÉgsfí.is Forstjóri BMW sætir gagnrýni London. Reuters. HLUTABREF í þýzka bílafram- leiðandanum BMW hafa hækkað í verði vegna bættrar afkomu, en töl- ur sem sýna það hafa horfíð í skugga fréttar um að Bernd Pischetsrieder forstjóri hafí sætt gagnrýni hluthafa vegna taps á Rover-deild fyrirtækisins í Bret- landi. Sala BMW í fyrra jókst um 5% í 60,1 milljarð marka úr 60,1 milljarði marka 1997, en að sögn fyrirtækis- ins verður hagnaður minni en 1997 vegna taps á Rover. Framleiðsla Rover Group minn- kaði um 5% í 497.574 bíla á árinu. Hins vegar jókst framleiðsla BMW um 5% í 706.426 bíla. Að sögn Die Welt reiddust hlut- hafar áframhaldandi tapi hjá Rover, sem keyptur var 1994. Heimildar- menn blaðsins sögðu að hluthafar hefðu komizt að þeirri niðurstöðu á einkafundi að bezt væri að forstjór- inn segði af sér. Die Welt hermdi að Wolfgang Reitzle markaðsstjóri væri hugsan- legur eftirmaður. Hins vegar sagði talsmaður BMW að ekkert væri hæft í frétt- inni - enginn hluthafafundur hefði farið fram í Berlín og Pischets- rieder væri ekki undir þi-ýstingi. í tilkynningu frá BMW sagði að samkeppnisstaða Rovers væri að batna og að ný framleiðsla og aukin endurskipulagning mundu leiða til ■meiri ávinnings. BMW hefur átt í viðræðum við brezk verkalýðsfélög og embættis- menn um framtíð hinnar sögufrægu Rover-verksmiðju í Longbridge. Þrátt fyrir úrbætur er framleiðni minni þar en í öllum öðrum bfla- verksmiðjum Evrópu. Óttazt hefur verið að BMW loki verksmiðjunni. Scholes og Krasker hætta hjá LTCM Grcenwich, Connecticut. Reuters. í FRÉTTATILKYNNINGU frá Long-Term Capital Management, baktryggingarsjóðnum sem var bjargað frá barmi gjaldþrots í fyri'a- haust, segir að Nóbelsverðlaunahaf- inn Myron Scholes og William Krasker, tveii- af stofnendum sjóðs- ins, muni láta af störfum. LTCM undir stjórn Johns Mer- iwether hélt velli eftir gífurlegt tap í markaðsumrótinu í fyrra með hjálp hóps þekktra banka. Scholes og Krasker munu halda fjárfestingum sínum í LTCM og verða áfram sjóðs- félagar með takmarkaða ábyrgð. Krasker starfaði áður hjá Solomon Brothers og mun taka við ráðgjafa- starfi hjá því fyrirtæki. Áður en Krasker kom til starfa í Wall Street vai- hann prófessor í Harvard Business Sehool. Scholes, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 1997 ásamt LTCM-félaga sínum Robert Merton, snýr aftur til Kaliforníu og mun flytja fyrirlestra við Stanford-háskóla auk þess að stunda ritstörf. Utibússtjóri hjá Búnaðar- banka ÞORSTEINN Ólafs hefur verið ráðinn útibússtjóri Austur- bæjarútibús Búnaðarbanka ís- lands hf. Þorsteinn lauk prófí í viðskipta- fræði frá Háskóla ís- lands árið 1982 og varð löggiltur verðbréfa- miðlari árið 1987. Þor- steinn var ráðgjafi hjá Fjárfesting- arfélagi Is- lands hf. 1984-87 og forstöðumaður Verðbréfaviðskipta Samvinnu- bankans (síðar Samvinnubréfa Landsbankans) 1987-96. Þorsteinn var framkvæmdastjóri Handsals hf. áður en hann réðst til Búnaðar- bankans. Eiginkona Þorsteins er Lára Kristjánsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þorsteinn Ólafs Hærra verð á gulli vegna aldamóta? Höföaborg, Suður-Afríku. Reuters. ÓVISSA vegna aldamótanna kann að stöðva langvarandi lækkun á verði gulls, sem hefur valdið erfið- leikum í greininni, að sögn sér- fræðinga. „Nýtt árþúsund og óvissa samfara því kann að geta orðið til þess að gull fái aftui- að skipa sinn réttmæta sess,“ sagði Gerard Kemp, gullsér- fræðingur BOE Securities, fulltrú- um á alþjóðlegin námuráðstefnu. Vegna fjármálakreppunnar í Rússlandi og Asíu hækkaði gull ekki í verði í fyrra og komst verðið ekki yfir 300 dollara únsan eins og sumir sérfræðingar höfðu spáð. Þess vegna hefur verið um það rætt í greininni hvort gull hafí glatað því hefðbundna hlutverki sínu að veita öruggt skjól á tímum umróts í fjármálum og stjórnmálum. „Þrátt fyrir stórtíðindi í fjármál- um hefur gull ekki gegnt þessu hlut- verki sínu nú,“ sagði Nick Farr-Jo- nes, gullsérfræðingur verðbréfafyi'- ii-tækisins Société Générale á fund- inum. Farr-Jones hefur spáð því að meðalverð á gulli í ár verði 310 doll- ai-ar únsan og hækki því úr 294 doll- urum únsan í fyrra. Kvíði vegna aldamótanna hefur hins vegar gert að verkum að getum hefur verið að því leitt að verð á gulli muni fara hækkandi í desember. Uggur um hugsanlegt hrun tölvu- kerfis heims vegna þess að tölvur muni ekki þekkja ártalið 2000 og efnahagsleg áhrif sem það getur haft getur orðið til þess að verð á gulli hækki í yftr 350 dollara únsan, sagði Farr-Jones. ^eacikósVrt og ilndv«d*°6S'Íðan I AvalU g6ms*tur Finndu muninn! ntom Piri Piri Herfur j)U séð nýja uppskriftabœklinginn okkar? Profaðu holla og spennandi kjúklingarétti. Veldu retta fnerkið, þaðgerir gœfúmuninn! . , yoct.u verslun_
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.