Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
VALDIMAR
JÓHANNSSON
+ Valdiinar
hannsson
fæddur 28.
1915 að Skriðu-
landi í Arnarnes-
hreppi í Eyjafirði
en ólst upp í Svarf-
aðardal. Hann lést
á Hjúkrunarheimil-
inu Eir 27. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jóhann Páll Jóns-
son, bóndi og síðar
kennari, f. 6. apríl
1878, d. 6. júlí 1945,
og kona hans, Anna
Jóhannesdóttir, f. 26. júlí 1886,
látin. Börn þeirra auk Valdi-
mars: Sigurbjörg, f. 3. mars
1908, d. 24. júlí 1971, giftist
Guðmundi Snorrasyni vörubíl-
stjóra á Akureyri, Guðrún, f.
26. janúar 1910, d. 5. ágúst
1929 á Kristneshæli, Jóna Júlí-
ana, f. 4. september 1913, d; 19.
september 1984, giftist Árna
Lárussyni á Dalvik. Valdimar
kvæntist 20. júní 1942 Ingunni,
f. 23. maí 1922, Ásgeirsdóttur
Theódórs gjaldkera í Keflavík,
Daníelssonar, og konu lians
Ólafíu Jónsdóttur.
Börn þeirra: 1) Ás-
geir Már, f. 30. októ-
ber 1942, fram-
kvæmdastjóri;
kvæntist Guðnýju
Þorsteinsdóttur f. 9.
des. 1940, dætur
þeirra: Ingunn, f. 18.
jan. 1964, Þórunn
Elísabet, f. 23. des.
1967 og Steinunn
Ósk, f. 6. feb. 1976;
Bára Friðriksdóttir,
f. 24. jújí 1944, barn
þeirra: Örn Frosti f.
11. sept. 1971; Bryn-
dís Símonardóttir f. 18. feb.
1953, barn þeirra: Óðinn f. 14.
feb. 1979; kvæntist Evu Barböru
Valdimarsdóttur f. 12. ág. 1956,
barn þeirra: Eb'n Ósk f. 27. jan
1988, fósturdóttir Ásgeirs og
dóttir Evu: Elísabet f. 2. júní
1979. Þau skildu. 2) Anna, f. 25.
júní 1948, sálfræðingur; giftist
Sverri Kristinssyni fram-
kvæmdastjóra, f. 26. júlí 1944,
barn þeirra: Valdimar, f. 18. júní
1967; giftist Jóni Karlssyni bóka-
útgefanda, f. 13. mars 1946,
þeirra börn: Jón Helgi, f. 10. júní
1973 og Jóhann Páll, f. 4. sept-
ember 1988, sambýlismaður
Bragi Kristján Guðmundsson,
f. 17. maí 1967. 3) Jóhann Páll
bókaútgefandi, f. 3. maí 1952,
kvæntur Guðrúnu Sigfúsdótt-
ur, f. 13. janúar 1953, kennara
og ritstjóra, börn þeirra: Egill
Örn, f. 4. mars 1974, Sif, f. 7.
október 1980 og Valdimar, f.
11. október 1988.
Valdimar lauk kennaraprófi
1937 og sótti fyrirlestra í ís-
lenskri bókmenntasögu í Há-
skóla íslands 1938-1940. Kenn-
ari við Samvinnuskólann
1937- 1940. Skrifstofustörf á
Dalvík 1940-1941. Blaðamaður
við Nýja dagblaðið 1938. Rit-
stjóri tímaritsins Vöku
1938- 1939. Ritstjóri Vikublaðs-
ins Þjóðólfs 1941-1942. Blaða-
maður við Alþýðublaðið
1943-1944. Ritstjóri Fijálsrar
þjóðar 1952-1953.^ Formaður
Þjóðvarnarflokks Islands frá
stofnun hans 1953-1960. f
sljórn Verkalýðsfélags Dalvík-
ur um skeið. I fræðsluráði
Reykjavíkur 1954-1958. í sljórn
Félags íslenskra bókaútgefanda
um margra ára bil. Bókaútgef-
andi í Reykjavík, stofnandi og
forstjóri forlagsins Iðunnar
1945-1988.
Utfór Valdimars fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
í dag er jarðsunginn tengdafaðir
minn, Valdimar Jóhannsson. Á slík-
um tímamótum blandast sorg og
léttir á sérkennilegan hátt. Undan-
farnar vikur voni honum eflaust erf-
iðar, hann var bundinn rúmi og
komst ekki heim, en síðustu tvö ár
hefur hann búið á Hjúkrunarheimil-
inu Eiri. Aldrei kvartaði hann enda
það ekki háttur hans. Æðruleysi
hans þá, sem ætíð áður, til eftir-
breytni þeim sem eftir lifa. Það er
erfitt að setja tilfmningar sínar á
blað - því að Valdjmar reyndist mér
betri en enginn. Eg var svo lánsöm
að eiga vináttu hans og trúnað og
mat mikils þegar hann deildi með
mér skoðunum á mönnum og mál-
efnum. Hann var góður sögumaður
og átti auðvelt með að ná til fólks
með lifandi og skemmtilegum frá-
sögnum. Hann fylgdi sögunum eftir
með glettnisglampa í augum, hallaði
undir flatt og beið spenntur eftir við-
brögðum sem létu ekki á sér standa.
Oft voru sögur hans af horfnum
samferðamönnum eða Strandaferð-
inni eftirminnilegu þegar hann fór
hjólandi frá Akranesi norður á Str-
andir. Vegirnir þá ekki nema nafnið
eitt miðað við það sem nú er. Stund-
um fylgdu með sögur af fallegu
stúlkunni á Ströndum sem hann var
næni búinn að biðja en þorði ekki,
bætti hann við hálfhlæjandi, eða
hann sagði, enn hálfhissa, magnaða
sögu frá því þegar hann kenndi vet-
urlangt á Kolviðarhóli og gekk eitt
sinn fram á mannabein. Lýsingamar
eftirminnilegar; hann gerir stutta
viðdvöl til að fá sér vatnssopa og
rekur eiginlega höndina í beinin.
Þau reyndust úr sjómanni frá Suð-
umesjum sem mikið var leitað að á
sínum tíma. í annað skipti á svipuð-
um slóðum er hann á gangi með
Halldóri skattstjóra vini sínum og
þeir ganga fram á lítinn dreng sem
hafði orðið viðskila við foreldra sína
og tjald þeirra. Þarna er vandratað
og eflaust hefðu örlög bamsins orðið
önnur ef þeir félagar hefðu ekki
fundið það. Eða frásögnin þegar
hann hreifst af ljþsmynd af ungri
stúlku, Ingunni Ásgeirsdóttur, og
ákveður að hún verði eiginkona sín
og það gekk eftir. Bamabömin rifja
stundum upp þessar sögur og þykir
alltaf jafn mikið til koma.
Allar sögur Valdimars bám í sér
einhvern neista sem hrifu fólk, bæði
var að honum var tamt blæbrigða-
ríkt mál en ekki síður að eðlislægur
áhugi hans á umhverfi var smitandi.
Jafn hæfileikaríkur maður og Valdi-
mar hefði getað valdið hvaða við-
fangsefni sem var - um tíma áttu
stjórnmál hug hans - en svo fór að
hann helgaði sig bókaútgáfu og naut
þar dyggrar aðstoðar konu sinnar
og fjölskyldunnar allrar.
Valdimar fékk heilablóðfall fyrir
ellefu áram og þurfti eftir það mikla
umönnun. Það þótti með ólíkindum
að hann skyldi jafna sig af svo alvar-
legu áfalli. Líkaminn varð aldrei
samur en andlega náði hann sér á
strik og las af sama áhuganum og
forðum. Tengdamóðir mín sinnti
honum af alkunnri natni sinni með-
an hann var heima og var óþreyt-
andi að taka hann heim og létta hon-
um stundir eftir að hann fór á
Hjúkrunarheimilið. Hún naut þar
tryggar aðstoðar Ásgeirs Más, son-
ar þeirra og einstaks starfsfólks
Hjúki’unarheimilisins Eirar. Þessi
ellefu ár reyndust honum og fjöl-
skyldunni afar dýrmæt, enda kynnt-
umst við nýrri hlið á honum. Hann
hafði ævinlega verið feiminn og
leynt tilfinningum sínum, virtist
jafnvel stundum afskiptalaus þeim
sem ekki þekktu, en á því varð mikil
breyting og við áttum mun nánari
samskipti en áður; ræddum ýmis-
legt það sem áður hafði legið í þagn-
argildi. í kjölfar veikindanna varð
einnig sú breyting að Valdimar leit-
aði styrks í trúnni og bað fyrir vel-
ferð sinna nánustu, sérstaklega eftir
að Ingunn kona hans veiktist alvar-
lega.
í dag er kvaddur sannur heiðurs-
maður. Guð blessi minningu Valdi-
mars Jóhannssonar.
Guðrún Sigfúsdóttir.
„Viltu í nefið? Prentarar kenndu
mér að nota neftóbak. Eg gerðist
ungur blaðamaður og þurfti að
standa vaktir fram á rauðanótt.
Prentvillur voru og era eitur í mín-
um beinum, svo að ég beið ævinlega
eftir fyrsta eintakinu beint úr press-
unni til að ganga úr skugga um að
allt væri með felldu. Stundum var
ég syfjaður, enda orðið áliðið nætur;
þá sögðu prentararnir við mig:
„Fáðu þér í nefið, strákur! Það
hressir þig. Þú vaknar við það.“ Eg
fylgdi ráði þeirra - og hef notað nef-
tóbak síðan.“
Þannig tók Valdimar Jóhannsson
á móti mér, þegar ég heimsótti hann
í fyrsta sinn á frostköldum desem-
berdegi árið 1993. Við sátum á
smekklegu heimili þeirra hjóna að
Fornuströnd 5, í stofu þar sem
veggir voru þaktir bókahillum.
„Eg á talsvert af bókum eins og
þú sérð,“ sagði hann. „Ég byrjaði
ungur að sanka þeim að mér, þótt
efnin væra lítil. Síðar hafði ég ráð á
að láta binda þær inn. Bækur hafa
alltaf verið mitt líf og yndi. Sem
ungur maður sótti ég alla mína
ánægju í þær; ég lærði ekki einu
sinni að dansa; ég bara las.“
Þetta var upphaf skemmtilegrar
samvera, góðra kynna og vellíðunar
sem mér er ljúft að minnast og
þakka fyrir að leiðarlokum. Áhuga-
mál okkar Valdimars og ástríður
voru hinar sömu: blaðamennska og
bókmenntir. Ég hef sjaldan notið
þess betur að hlusta á góðan sögu-
mann segja frá Iífi sínu og starfi,
sorg og gleði, vonum og vonbrigð-
um, baráttu og sigri; „hinu ein-
kennilega samblandi af tilviljunum
og viljastyrk sem blessuð jarðvistin
getur verið,“ eins og Valdimar
komst að orði.
Hann var fæddur á Skriðulandi í
Arnarneshreppi, en ólst að mestu
upp í Svarfaðardal hjá foreldrum
sínum, Jóhanni Páli Jónssyni og
Önnu Jóhannesdóttur, fyrst á
Hamri en síðan í Hi’eiðarsstaðakoti.
„Þetta var eilíft basl,“ sagði hann,
„en menn þekktu ekki annað. Oft
var því bjart yfir tilverunni, en síðan
dimmdi skyndilega og lífið breyttist
í svartnætti.“
Á Hamri rak hvert óhappið ann-
að. Bærinn brann, fjárskaðar voru
tíðir, og loks knúði dyra einn mesti
vágestur þessara ára, hvíti dauðinn.
Móðir Valdimars greindist með
berkla, dvaldi um skeið á Vífilsstöð-
um, en náði góðu heilli fullum bata
aftur. Guðrún systir hans veiktist
nokkru síðar einnig af berklum, og
hinn 5. ágúst árið 1929 barst sú
harmafregn í Hreiðarstaðakot að
hún væri látin aðeins nítján ára
gömul.
Árið 1930 var Valdimari sérstak-
lega minnisstætt, en ekki af því að
hann hafi farið á hátíðina þegar
minnst var þúsund ára afmælis al-
þingis. Það var örðugt að komast til
Þingvalla norðan úr Svarfaðardal í
næstum vegalausu landi. En þetta
sumar kviknuðu bjartar vonir í
brjósti hans. Barn að aldri hafði
hann strengt þess heit að verða
bóndi. Hann las BúnaðaiTÍtið
spjaldanna á milli,_en faðir hans var
áskrifandi að því. Á unglingsárunum
varð honum hins vegar ljóst að hann
var ekki búhagur, eins og komist
var að orði. Hann þóttist verða var
við að fáir teldu hann gott búmanns-
efni. Strákurinn er bókaormur,
sagði fólkið, og smátt og smátt varð
honum ljóst að sterkasta löngun
hans var að fá að ganga hinn tor-
sótta menntaveg.
Hann ákvað að taka inntökupróf í
Menntaskólann á Akureyri, en
gagnfræðaskóla Norðlendinga hafði
einmitt nýlega verið breytt í
menntaskóla fyrir tilstuðlan Jónas-
ar frá Hriflu sem þá var mennta-
málaráðherra. Annar piltur úi1
Svarfaðardal ætlaði líka að gangast
undir inntökupróf á sama tíma; það
var Kristján Eldjám.
Þjóðin var ekki fyrr búin að halda
hátíð á Þingvöllum en heimskrepp-
an mikla dundi yfir landið. Bændur í
Svarfaðardal urðu fyrir barðinu á
henni; inneign Jóhanns Páls, föður
Valdimars, hjá kaupfélaginu breytt-
ist í þrjú hundrað króna skuld, sem
reyndist honum ofviða, svo að hann
varð að bregða búi og fluttist til
Dalvíkur. Valdimar sagði oft að
þessi kreppuskuld föður síns hefði
verið stærsta og uggvænlegasta
peningaupphæð sem hann hefði
kynnst. Síðar átti hann eftir að
glíma við margfalt stærri upphæðir,
þegar hann fór að fást við útgáfu, en
þær komust ekki í hálfkvisti við
hana.
Eigi er ein báran stök, segir mál-
tækið; það kreppti ekki einungis að
varðandi efnahag fjölskyldunnar.
Snemma vors 1931 varð Valdimar
innkulsa við útistörf, greindist með
berkla og þurfti að fara sem sjúk-
lingur á Kristneshæli í stað þess að
þreyta inntökuprófið í Menntaskól-
ann ásamt Kristjáni Eldjárn. Þetta
var dauðadómur í hans augum;
tveimur áram áður hafði Guðrún
systir hans verið senda á hælið - og
var látin eftir skamman tíma.
Á Kristneshæli kynntist Valdimar
vatnssalerni og lýsti kostulega
viðureign sinni og ótta við slíkt
galdratæki. Þar bragðaði hann
einnig appelsínu í fyrsta skipti - og
beit í hana með hýðinu.
Þannig var saga hans lifandi vitn-
isburður um þá byltingu sem orðið
hefur á lifnaðarháttum hér á landi á
þessari öld; um leiðina úr torfbæj-
um í vönduð og hlý steinhús og
hvernig kreppa og skortur breytt-
ust á skömmum tíma í tækifæri og
allsnægtir.
Valdimar fékk heilsuna á ný.
„Forlögin voru mér í senn grimm og
miskunnsöm," sagði hann. Eftir
dvöl hjá foreldram sínum á Dalvík,
hélt hann suður til Reykjavíkur,
settist á skólabekk og lauk prófi frá
Kennaraskólanum 1937.
Þar með hófst starfsævin. Hann
gerðist kennari við Samvinnuskól-
ann, blaðamaður við Nýja Dagblað-
ið og ritstjóri Vöku, tímarits um
þjóðfélagsmál. Hann var fremstur í
flokki hinna ungu Vökumanna, sem
Jónas frá Hriflu gerði sér vonir um
að yrðu samherjar sínir og síðan
arftakar á sviði þjóðmálabaráttu og
menningarsóknar. En hinn ungi
lærisveinn féll í ónáð hjá meistara
sínum; honum varð það á að birta
greinar í Vöku eftir Ásgeir Ás-
geirsson, síðar forseta, en Jónas og
hann elduðu löngum grátt silfur.
Þetta varð til þess að Valdimar
stofnaði sitt eigið blað, Þjóðólf, og
ritstýrði því á hernámsárunum á
eftirminnilegan hátt. Hann skrifaði
hvassyrta grein um fisksölusamn-
ing, sem íslensk stjórnvöld gerðu
við breskan útgerðarmann og
stjórnarerindreka, var dæmdur
fyrir hana í þrjátíu daga fangelsi og
sakaður um landráð hvorki meira
né minna. Jólin 1941 sat hann við
lestur og skriftir í hegningarhúsinu
við Skólavörðustíg; hreifst af nýút-
komnum kvæðum Arnar Ar-narson-
ar og sjálfsævisögu Theódórs Frið-
rikssonar, I verum - og skrifaði
greinaflokk um hið háa alþingi þar
sem hann fór hörðum og háðuleg-
um orðum um, hve rislítil hin virðu-
lega stofnun væri orðin. „Ég batn-
aði sem sagt ekkert í betrunai-vist-
inni,“ sagði hann og hafði gaman af
að rifja upp þessa sérstæðu lífs-
reynslu sína. Síðar kom í Ijós að
dómurinn hafði verið kveðinn upp
samkvæmt kröfu breska her-
námsliðsins, og íslensk stjórnvöld
ætluðust ekki til að honum yrði
fullnægt.
Sem ritstjóri Þjóðólfs kynntist
Valdimar því að Islendingar voru
hernumin þjóð og urðu að sæta af-
arkostum af hálfu herraþjóðanna.
Um þetta vissi almenningur lítið.
Flestir reyndu að græða sem mest á
hersetunni, og henni fylgdi meira
siðleysi og spilling en áður hafði
þekkst með þjóðinni.
Valdimar hélt áfram að berjast
gegn erlendum herstöðvum hér á
landi og því hernámi hugarfarsins
sem hann taldi af þeim leiða. Þegar
blaðið Frjáls þjóð var stofnað 1952,
gerðist hann annar ritstjóri þess;
árið eftir var hann einn þeirra sem
beittu sér fyrir stofnun Þjóðvarnar-
flokks íslands og varð formaður
hins nýja flokks. Fáir þekktu betur
sögu Þjóðvarnai-flokksins en hann,
og ítarlegar frásagnir hans af henni
eru ómetanleg heimild um merkan
þátt í stjórnmálasögu Islands.
Árið 1945 hóf Valdimar útgáfu
bóka, fyrst undir nafninu Draupnis-
útgáfan, en brátt kom einnig til sög-
unnar forlagið Iðunn. Útgáfan var
ekki stór í sniðum í fyrstu, en fór
vaxandi jafnt og þétt, enda voru
fjárráð almennings meiri á stríðsár-
unum en nokki'u sinni fyrr og bók-
sala tók fjörkipp. Fyrr en varði var
Iðunn orðin stærsta og öflugasta
bókaútgáfa landsins.
Þegar annríkið var hvað mest á
haustin, gaf Valdimar sér ekki tíma
til að fara heim, heldur hallaði sér á
dívan einhvern tíma í morgunsárið,
því að hann vann gjarnan á nótt-
unni; þá var friður og næði til að
lesa handrit eða prófarkir. „Dóttú
mín minnist þess,“ sagði hann við
mig,“ að á Þorláksmessu, þegar
ekki þurfti lengur að afgi’eiða
bókapantanir, hafi ég sagt: „Jæja,
þá eru jólin búin!“ Oft mun ég víst
hafa sofið alla hátíðisdagana, enda
örþreyttur orðinn og úttaugaður.
Bókaútgáfa er ólík öðrum atvinnu-
rekstri. Meginhluta ársins er verið
að undirbúa bækurnar sem koma
síðan út allar í senn á haustin. Út-
gefandi hefur ekki síður en rithöf-
undarnir áhyggjur af því, hvernig
viðtökur bækur hans fá; hvernig um
þær er skrifað af gagni’ýnendum og
hvernig þær spyrjast út meðal al-
mennings. Síðan fer salan fram á
tveimur eða jafnvel einni viku fyrir
jólin. Þá ráðast örlög útgefandans
það árið. Hann bíður spenntur og
spyr sjálfan sig: Hef ég grætt eða
tapað eða sloppið á sléttu? Skyndi-
lega er svo öllu lokið, og veruleikinn
blasir við heiðbjartur eða dimmur
og þungbúinn með blikum á lofti. Þá
verður spennufall."
Ái’ið 1988 missti Valdimar heils-
una og gekk ekki heill til skógar síð-
asta áratug ævinnar. Þá lærði hann
betur en áður að meta sína góðu og
umhyggjusömu fjölskyldu, Ingunni
og börnin. Og andlegri heilsu hélt
hann alla tíð; sat löngum í stólnum
sínum og las hverja bókina á fætur
annarri.
Ég vil að lokum ítreka þakkir
mínar fyrir ógleymanlegt samstarf.
Valdimar hafði enga trú á því að bók
yi’ði til, þótt við spjölluðum saman
um líf hans og starf. Sú varð samt
raunin fyrir tilverknað sonar hans,
Jóhanns Páls bókaútgefanda, sem
fetað hefur dyggilega í fótspor föður
síns. Minningar Valdimars hlutu
góðar undirtektir; og vænst af öllu
þótti honum að virtur gagnrýnandi
skyldi geta þess að hann hefði enga
prentvillu fundið í bókinni þrátt fyr-
ir ítarlega leit.
Ég votta aðstandendum samúð
mína og kveð Valdimar Jóhannsson
hinstu kveðju með erindi úr þjóðhá-
tíðarkvæði Hannesar Péturssonar,
en bækur hans gaf hann út og hafði
á honum miklar mætur:
Festum oss í minni
hvert ferð vorri skal stefnt
kynslóð eftir kynslóð
yfir krappan sjó tímans:
til landnáms hið innra
er lífi voru stefnt
höndum vorum, geði
og hug og tungu.
Gylfi Gröndal.
í dag er afi minn, Valdimar Jó-
hannsson, jarðaður. Mig langar að
minnast hans með nokkrum orðum.
Ég hugsa að flestum hafi fundist
afi minn vera afskaplega lokaður
maður, og mér er sagt að hann hafi
verið það mestan hluta ævi sinnar,
en eftir áfallið breyttist hann. Flest-
ar minningar mínar tengdar afa eru
eftir áfallið. Afi var bókamaður og
alltaf þegar ég kom í heimsókn til
ömmu og afa, sat afi í stólnum sín-
um með bók í hendi og las. Hann
átti svo margar bækur og ég velti
því oft fyrir mér hvort hann hefði
lesið allar þessar bækur. Ég spurði
hann einu sinni hvort hann hefði les-
ið allar þessar bækur og hann sagð-
ist hafa lesið þær flestar og margar
oftar en einu sinni. Ég hugsa að