Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 19 VIÐSKIPTI 5,6% hagvöxtur í Bandaríkjunum Washington. HAGVOXTUR í Bandaríkjunum jókst hröðum skrefum í lok síðasta árs og gerði að engu ugg um að umrót í alþjóðafjármálum mundi grafa undan langvinnustu þenslu landsins á friðartímum að sögn brezka fjármálablaðsins Financial Times. Verg landsframleiðsla (GDP) jókst um 5,6% á ársgrundvelli á þremur síðustu mánuðum ársins samkvæmt upplýsingum band- aríska viðskiptaráðuneytisins. Framleiðslan jókst úr 3,7% á næsta ársfjórðungi á undan vegna aukinnar neyzlu, fjárfestinga og út- flutnings. Or hagvöxtur setur bandaríska seðlabankann í vanda. Bankinn átti að taka ákvörðun um vexti í vik- unni og ekki var búizt við vaxta- hækkun. En ef ekki dregur úr hag- vexti á næstu mánuðum er búizt við að sumir ráðamenn beiti sér íyrir vaxtahækkun. Þótt hagfræðingar hefðu spáð því að verg landsframleiðsla snar- minnkaði jókst hún um 3,9% á síðasta ári í heild, eða með sama hraða og árið áður. Þriðja árið í röð hefur því hagvöxtur aukizt töluvert meir en hagfræðingar telja mögu- legt án þess að verðbólga eigi sér stað. Þó var verðbólga vægari en nokkru sinni 1998. Verðbólgumæl- ingar benda til þess að meðbyrinn í efnahagsmálum Bandaríkjanna sé miklu meiri í ársbyrjun 1999 en flestir sérfræðingar höfðu spáð. „Þess sjást engin merki að draga muni úr eftirspurn í grundvallarat- riðum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs,“ segir aðalhagfræðingur Merrill Lynch, Bruce Steinberg. Hagvöxturinn á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra var í góðu jafnvægi og það dregur úr ugg um að hagkerfíð í Bandaríkjunum sé orðið of háð neyzluaukningu, sem ekki geti staðið til langframa. Margir hagfræðingar óttast að hækkun á gengi hlutabréfa á tveimur undanförnum árum hafi átt einna mestan þátt í neyzluaukn- ingunni og að það bendi til þess að efnahagshorfumar muni versna ef mai’kaðurinn hnigni á þessu ári. Einkaneyzla jókst um 4,4% á ársgrundvelli á ársfjórðunginum, en fastar fjárfestingar fyrirtækja jukust um 16,7%. Útgjöld fyrir- tækja vegna kaupa á varanlegum búnaði jukust um 21% en fjárfest- ingar íbúðareigenda jukust um 10,1%. Viðskiptastaðan var einnig furðugóð. Útflutningur jókst um 18,8%, sem er bezta tala í tvö ár. Innflutningur hélt einnig áfram að aukast að mun - eða um 16%. Út- flutningsaukning hefur yfirleitt verið hæg undanfarin tvö ár, á sama tíma og staðan hefur versnað á erlendum mörkuðum, einkum í Asíu. Þrátt fyrir góðan meðbyr telja hagfræðingar bandaríska seðla- bankans að verulega muni draga úr útflutningsaukningu á þessu ári. En þeir hafa búizt við hægagangi í undanfarin tvö ár og þeir hafa ekki verið sannspáir. Ef þróunin verður óbreytt kunna sumir ráðamenn að knýja á um aðhaldsstefnu í peningamálum síð- ar á þessu ári. En að verðbréfum undanskildum er verðlag í aðalat- riðum óbreytt og nema því aðeins að í ljós komi áþreifanlegri merld um verðbólguþrýsting verður Alan Greenspan seðlabankastjóri tregur til að samþykkja vaxtahækkun. Franskur risi býður í brezkt tryggingafélag London. Reuters. Yahoo! kaupir GeoCities New York. Reuters. YAHOO! leitarvélin hefur samið um kaup á vefþjónust- unni GeoCities til að treysta stöðu sína á Netinu og er samningurinn metinn á 3,57 milljarða dollara. GeoCities er þriðji vinsælasti staðurinn á vefnum á eftir Ameríca Online (AOL) og Ya- hoo! og þangað komu 19 millj- ónir manna í desember að sögn vefrannsóknarstöðvarinnar Media Metrix. Gestir Yahoo!, næst- vinsælasta ákvörðunarstaðar- ins, eru 28 milljónir samkvæmt Media Matrix. Samningurinn mun líklega skjóta Yahoo! upp í efsta sæti, en notendur Ya- hoo! og GeoCities munu þó að nokkru leyti vera hinir sömu. GeoCities skiptir notendum í hópa eftir áhugamálum og læt- ur þá koma sér upp heimasíð- um á Netinu. FRANSKI tryggingarisinn Axa hefur boðið 3,4 milljarða punda í brezka tryggingafélagið Guardian Royal Exchange. Stjóm GRE hefur mælt með því að gengið verði að boðinu, sem var eitt af nokkrum sem fyrirtækinu hafa borizt. Búizt er við að nokkur hundruð manna missi atvinnuna vegna sam- runans. Tilboðið er gert með hjálp dótt- urfyrirtækis Axa í Bretlandi, Sun Life, og em hlutabréf GRE metin á 389 pens. Að sögn Axa verður sameinað félag Sun Life og GRE þriðja stærsta almenna tryggingafélagið í Bretlandi og það stærsta á íi’landi. Það verður einnig annað stærsta heilsutryggingafélag Bretlands og þriðja stærsta líftryggingafélagið. Tilboð munu einnig hafa borizt í GRE frá keppinautinum Royal & Sun Alliance í Bretlandi, sem bauð 3,5 milljarða punda, og Eureko, samtökum sjö evrópskra trygg- ingahópa. Fyrirtæki seld Axa hyggst selja nokkur fyrir- tæki GRE í Bandaríkjunum og Evrópu ef samningurinn verður samþykktur. Sun Life hyggst spai-a 50 milljórúr punda með samrunan- um fyrir árslok 2001. Starfsmenn GRE í heiminum em 41.000, þar af 22.400 í Bretlandi. Samþjöppun hefur aukizt í brezka tryggingageiranum á síðari ámm með sammna tryggingafélag- anna Royal og Sun Alliance og General Accident og Commercial Union. Ifda val getur verið besta tímabil ævinnar Menopace vítamín- og steinefnablönduna ætluö konum um og eftir fertugt Menopace rlentugurvalkostur fyrir konur um ogeftir / bneytingaraldur. JÁ? 'Aj A Kynningar þessa viku: flá M. 14.00 -18.00 Miðvikud. 3. feb. Apótekið Verslunarmiðst Firði Hafnarfirði Sími 565 5550 Fimmtud. 4. feb. Apótekið Smáratorgi Smáratorgi Kóp. Sími 564 5600 Fðstud. 5. feb. Apótekið Iðufelli 14 Rvk. Sími 577 2600 KAUPAUKI n VITABIOTICS ef keypturer90 daga skammtur. Bezta ar Nokia til þessa Helsinki. Reuters. NOKIA-farsímafyrirtækið í Finn- landi hefur skýrt frá því að hagnaður fyrir skatta 1998 hafi aukizt um 74%, í 14,6 milljarða finnskra marka, sem er heldur meira en spá sérfræðinga, sem hljóðaði upp á 14,3 milljarða. Verð hlutabréfa í Nokia lækkaði um 3,7 evrur í 123,8 í Helsinki. Sérfræðingur Crédit Lyonnais Securities í London sagði að verðið kæmist ekki hærra. Forstjóri Nokia, Jorma Ollila, sagði að Nokia teldi sig stærsta farsímafyrirtæki heims. Aðal- keppinauturinn, Ericsson í Sví- þjóð, mun líklega ekki viðurkenna það. Ericsson hafði skömmu áður skýrt frá því að hagnaður fyrir- tækisins í fyrra hefði aðeins aukizt í 19 milljarða sænskra króna úr 18,8 milljörðum króna 1997 og varað við minni hagnaði fyi-ri hluta þess árs en búizt hefur verið við. Hagnaður Nokia á fjórða árs- fjórðungi jókst um 75% í 4,97 millj- arða marka, en sérfræðingar höfðu spáð 4,7 milljörðum. Sala í fyi-ra jókst um 51% í 79,23 milljarða marka og sala á síðasta ársfjórðungi jókst um 63%. Boðuð var útgáfa nýi-ra hlutabréfa. Verð Nokia-hlutabréfanna komst hæst í 133,9 evrur eftir opn- un og lækkaði mest í 120 evrur. Verðið hefur rúmlega fjórfaldazt úr 30 evrum fyrir ári. Verðstríð bitnar á afkomu Sony London. Telegraph. MINNI sala sjónvarpsviðtækja og hljómflutningstækja, einkum í þróunarlöndum, grófu undan af- komu Sony, japanska raftækjaris- ans, á síðasta ársfjórðungi. Sony segir að rekstrarhagnaður hafi minnkað um 20% í 175 millj- arða jena á þremur mánuðum til desemberloka og velta minnkaði um 3,2% í 1.950 milljarða jena. Nettóhagnaður jókst um 1,8% í 112 milljarða jena. Stafrænar myndavélar og myndbandstæki seldust vel, en verðstríð á markaði farsíma, tölva og CD-Rom-geisladrifa bitnaði einnig á afkomunni að sögn Sony. „Raftækjasala okkar dróst sam- an um 30% í Mið- og Suður- Ameríku og um 30% í Kína,“ sagði Masayoshi Morimoti varaforstjóri, „en sala í Austur-Evrópu, þar á meðal Rússlandi, minnkaði um tæpan helming. Astandið í Brasilíu versnar enn og ég hef miklar áhyggjur af framtíðarhorf- um þar.“ Sony sagði að myndband- stækjasala hefði aukizt vegna vinsælda kvikmyndarinnar Gríma Zorro og sala á geislaplötum hefði aukizt vegna vinsælla diska frá Mariah Carey og George Michael. Hagnaður af PlayStation heldur áfram að aukast og áhrif frá markaðssetningu Dreamcast-kerf- isins frá keppinautinum Sega eru ekki merkjanleg að sögn Sony. AðaUundur Nýherja 1999 Aðalfundur Nýherja hf. verður haldinn miðvikudaginn 17. febrúar 1999. Fundurinn verður í Sunnusal Hótel Sögu og hefst klukkan 15:00. Dagskrá • Venjuleg aðalfundarstörf • Tillögur: Heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum skv. 55. grein hlutafélagalaga. • Önnur mál, löglega upp borin. - Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. - Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, verða að gera það skriflega. NÝHERJI Skaftahlíð 24 ■ 105Reykjavlk Slmi: 569 7700 ■ Fax: 569 7799 Vefslóð: www.nyherji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.