Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 33 Láglaunastefnan sem fylgt hefur verið undanfarna áratugi hefur leik- ið launþega þannig að þeir sem eru á lægstum launum ná ekki endum saman þrátt fyrir hvíldarlaust strit. Hluti þjóðarinnar er læstur inni í vítahring lágra launa, húnæðiseklu og hárra vaxta með þeim afleiðing- um að hann getur í raun hvorki veitt sér nein þau lífsgæði sem annars staðar teljast eðlileg né heldur ým- islegt það er hjá nágrönnum okkar telst til nauðsynja. Þetta ástand, meðan aðrir hópar samfélagsins virðast hafa sjálftökurétt á kjörum sínum er okkur til smánar. Þessu ætlum við að breyta. Til þess erum við sterkari saman. Þótt við berumst nú á öldufaldi efnahagslegrar uppsveiflu inn í nýja öld, uppsveifiu sem er ekki nema að litlum hluta fyrir eigin tilverknað, þá skulum við ekki fá í augun því- líka góðærisglýju að við missum sjónar á því takmarki okkar að hér skuli rísa þjóðfélag frelsis, jafnrétt- is og bræðralags. Til þess verks er- um við sterkari saman. Sigríður Jó- hannesdóttir. Höfundur cr alþingisnmður, býður sig frani í2. sæti Samfylkingarinnar í Reykjanesi. Til fortíðar Stúlkurnar vilja ef til vill hverfa svo sem sjötíu ár aftur í tímann, til þeirra lifnaðarhátta sem þá tíðkuð- ust. Þær þekkja án efa jafnvel til möguleika ungs fólks á þeim tíma til að afla sér menntunar svo sem þær þekkja til lífsins í landinu í dag. Þá þekkja þær án efa vel til á hálendi landsins sem er þeim kært eins og flestum íslendingum. Mér þykir talsvert alvarlegt hversu fólk fjarri vettvangi, t.d. í Reykjavík og á Akureyri, og jafnvel úti í heimi, þykist þess umkomið að segja okkur sem úti í sveitum lands- ins búum, hvernig við eigum að haga lífi okkar og umgengni við um- hverfið. Hverjum er það mikilvæg- ara en okkur sem í Mývatnssveit búum að takist að varðveita og vernda þá ásýnd sem Mývatnssveit hefur? Engum. Því fer hins vegar fjarri, að ekkert megi framkvæma eða gera til að búa núlifandi og eft- irkomendum betri afkomu. Með að- gerðaleysi og hirðuleysi verður náttúran ekki varin. Við þurfum að lifa með náttúrunni og við þurfum að lifa á náttúrunni. Þannig getum við lagt í sameiginlega sjóði svo stúlkurnar geti áfram numið heim- speki og drukkið grænmetisseyði á jólum. Höfundur er sveitarsljóri Skútustaðahrepps og í framboði til prófkjörs Sanifylkingarinnar á Norðurlandi eystra. til háskóla, keppast við að laga sig að breyttum tímum en megna það ekki vegna fjárskorts. Þessu verður að breyta. Börnin sem hefja skólagöngu næsta haust munu, þegar þau verða uppkomin, flest vinna við störf sem við þekkjum ekki í dag og með tækj- Ium og tólum sem enn hafa ekki verið fundin upp. Slík er tækniþróunin. Treystum unga fólkinu Unga fólkið hefur sýnt hvað í því býr. Hugbúnaður er útflutningsvara. Erlend stórfyrirtæki eru í samstarfi við ungt vísindafólk og íslensk tónlist er orðin útflutningsatvinnugrein. En samkeppnin er hörð á markaðstorgi alheimsþorpsins. Staða íslands á nýrri öld mun ráðast af getu okkar til að veita komandi kynslóðum j menntun á borð við þá bestu í heim- i inum. Ungt fólk mun ekki bíða boð- anna. Skilaboðin eru skýr. Ef ekki verður breyting á, þá leitar unga fólkið annað. Virkjum hugvit unga fólksins og sköpum atvinnutækifæri við hæfi hér heima. Það er gott að ungt fólk sæki þekkingu út fyrir landsteinana en það þarf einnig að tryggja að það vilji koma heim. Auk- um framlög til menntunar, rann- sókna og nýsköpunar. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er þátttakandi íprófkjöri Samfylkingarinnar á Reykjancsi. Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Hvatningar- kveðja frá Skógum Þórður Tómasson, safnsljóri á Skóg- um, skrifar: Byggðasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum er 1 dag í röð merkustu menningarsetra á Suðurlandi, sótt heim af miklum fjölda ferðamanna ár hvert. Með guðs hjálp og góðra manna hefur þessu verið til vegar komið. Drífa Hjart- ardóttir á Keldum hefur verið í safnstjórn í Skógum í einn áratug, framsýn, tillögugóð, hvetjandi til dáða hverju sinni er fundum ber saman. Sjálf býr hún á menningar- setri höfðingja og mikilla búhölda allt frá fornöld. Drífa hefur góða yf- irsýn um allt hérað okkar milli fjalls og fjöru og út til hafs, til kærra ná- granna okkar í Vestmannaeyjum. Eg vona að sem flestir Sunnlend- ingar, konur og karlar, eigi þann metnað að gefa Drífu öruggt sæti á Alþingi í þeim kosningum sem nú er stefnt á. Hún ber með sér manns- brag sem hvarvetna er með virð- ingu eftir tekið. Hvergi mun hún liggja á liði sínu þar sem sótt er fram á leið til hagsældar fyrir Suð- urland og fyrir land og þjóð. Veljum Valþór Vilmar Pétursson, verkefnisstjórí MIDAS-NET og SÍTF, skrifar: Stj órnmálamenn þurfa að hafa frum- kvæði og áræði og vera tilbúnir að leita bestu leiða til að opinber stjórn- sýsla verði allt í senn hagkvæm, framsýn og réttlát. Valþór Hlöðvers- son býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar á Reykjanesi og tel ég hann einkar vel fallinn til að takast á við þessi krefjandi verk- Vilmar Pétursson efni. Hann hefur reynslu af stjórn- málum gegnum langa setu í bæjar- stjórn Kópavogs, hann hefur reynslu af atvinnurekstri, hann hef- ur góða innsýn í þjóðmál og síðast en ekki síst hefur hann hugsjónir og ki'aft til að vinna að framgangi jafn- aðar og réttlætis. Með Valþór í 2. sæti Samfylkingarinnar á Reykja- nesi væri teflt fram reynslumiklum manni sem jafnframt gæfí listanum ferskt yfirbragð. Veljum Valþór. Guðmund Árna í 1. sæti Sonja B. Jónsdóttir, kvikmyndagerðar- nmður, skrifar: Guðmundur Arni Stefánsson hefur unnið að markmið- um jafnaðarstefn- unnar frá unga aldri og jafnan haft hagsmuni þeirra sem minna mega sín að leiðarljósi. Ég hef fylgst með störfum hans frá því að við unnum saman á Al- þýðublaðinu fyrir margt löngu og þá ekki síst glæsilegum ferli hans sem bæjarstjóra í Hafnarfirði. Þá kom hann bænum á kortið í menn- ingarmálum: Þá var byggður nýr tónlistarskóli í Hafnarfirði, þá var þar starfandi myndlistarskóli og síðast en ekki síst voru haldnar þar tvær glæsilegar listahátíðir. Sem upplýsingafulltrúi seinni hátíðarinn- ar átti ég þess kost að starfa með Guðmundi Árna á nýjan leik og sem fyrrverandi formaður Nýrrar dög- unar, samtaka um sorg og sorgar- viðbrögð, veit ég að stuðningur hans við syrgjendur, sérstaklega syi-gjandi feður, hefur verið mörg- um ómetanlegur. Ég kýs Guðmund Árna í 1. sætið á lista Samfylkingarinnar og hvet aðra til að velja hann hann til for- ystu. Sonja B. Jónsdótiir mbl.is eða rúnnaðir • Sturtuhorn • Sturtul • Baðkars, sturhihlífar ViðFelIsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: lánud. - föstud. kl. 9-18, laugard Vönduð vara ^stceðustu verðun^ fUÐGfíEBSLUR EUROCARD raftgreiðsiur ií'sLA,u>ik \ Félag íslenskra \§/ bifreiðaeigenda... ...vill vekja athygli á aö vegna mistaka í prentun er númer innlánsstofnunar á gíróseðlum til innheimtu félagsgjalda rangt ( hluta upplags. Það er 070026 í stað 090026. Vitað er að þetta á a.m.k. við um póstnúmer 108,109,170 og 200. Okkur þykir þetta leitt og vonum að það valdi félagsmönnum okkar sem minnstum óþægindum. Við bendum á að þetta er einfaldast að leiðrétta með því að árita neðsta hluta seðilsins að nýju við greiðslu. Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Eldriborgaraferð til Kanarí 19. apríl með Sigurði Guðmundssyni Heimsferðir kynna nú hina vinsælu vorferð sína til Kanaríeyja hinn 19. apríl, í 30 nætur, en þessi ferð hefur verið uppseld öll undanfarin ár, enda frábært veður á Kanaríeyjum á þessum tíma og frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr í hjarta Ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verður með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Gististaðir Heimsferða * Corona Blanca * Roque Nublo * Las Arenas • Iguazu • Paraiso Maspalomas • Tanife 30 nætur 30 nætur frákr. 68.190 frákr. 72.490 19. apríl, m.v. 3 í íbúð, Tanife. 19. apríl, m.v. 2 í íbúð, Tanife. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða eingöngu góða gisti- staði á Kanarí. Spennandi daaskrá • Leikfimi • Kvöldvökur • Kynnisferðir • Gönguferðir • Spilakvöld • Út að borða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.