Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
s
Góð afkoma Islandsbanka hf. á síðasta ári
1.415 milljóna
króna hagnaður
ÍSLANDSBANKI hf. Úr reikningum 1998
1 Rekstrarreikningur samstæðu 1
Milljónir króna 1998 1997 Breyting
Vaxtatekjur 8.721 7.997 +9%
Vaxtagjöld 5.159 4.671 +10%
Hreinar vaxtatekjur 3.562 3.326 +7%
Aðrar rekstrartekjur 2.844 2.115 +34%
Hreinar rekstrartekjur 6.406 5.441 +18%
Önnur rekstrargjöld 4.123 3.623 +14%
Framlag í afskriftareikning útlána -787 -760 +4%
Hagnaður fyrir skatta 1.496 1.058 +41%
Skattar -81 ~ -11 I +636%
Hagnaður ársins 1.415 1.047 +35%
I Efnahagsreikningur samstæði I
EIGNIR, milljónir króna 31/12 '98 31/12 '97 Breyting
Sjóður, ríkisvíxlar og bankainnist. 6.895 7.181 -4%
Útlán 83.513 69.555 +20%
Markaðsverðbr. og eignarhl. í fél. 14.115 9.352 +51%
Aðrar eignir 3.230 3.370 -4%
EIGNIR SAMTALS 107.753 89.458 +20%
SKULDIR og EIGIÐ FÉ 31/12 '98 31/12 '97 Breyting
Skuldir við lánastofnanir 13.057 13.388 -2%
Innlán 49.317 43.205 +14%
Lántaka 34.459 23.686 +45%
Aðrar skuldir 1.508 1.348 +12%
Víkjandi Lán 1.959 1.600 +22%
Eigið fé 7.453 6.231 +20%
SKULDIR SAMTALS 107.753 89.458 +20%
HREINN hagnaður íslandsbanka
og dótturfélaga hans nam samtals
1.415 milljónum króna á síðasta ári,
samanborið við 1.047 m.kr. árið
1997. Hreinar vaxtatekjur, þ.e.
vaxtatekjur að frádregnum vaxta-
gjöldum, jukust um 236 m.kr. eða
um 7%. Vaxtamunur hélt áfram að
lækka. Hann var 3,6% árið 1998 en
4,0% árið 1997. Aðrar rekstrartekj-
ur jukust um 729 m.kr., eða 34%.
Samkvæmt fréttatilkynningu
munar þar mest um gengishagnað
af veltuverðbréfum og gjaldeyris-
viðskiptum en hann jókst um 528
milljónir á milli ára. Heildareignir
bankans, sem skiptist í fjögur af-
komusvið, Útibúasvið, Fyrirtækja-
svið, Glitni hf. og VÍB hf., námu 108
milljörðum króna í árslok 1998 og
jukust um liðlega 18 milljarða á ár-
inu eða 20%. Innlán jukust um 14%
á síðasta ári og útlán um 20%. Eigið
fé nam í árslok 7.453 m.kr. Þar af er
hlutafé 3.877 milljónir. Arðsemi eig-
infjár var 24% á síðasta ári en var
21% árið 1997.
Hagnaður Glitnis var 202 m.kr. á
árinu. Félagið gerði nýja samninga
að verðmæti 6.787 m.kr. í fyrra sem
er 40% aukning á milli ára. Hagnað-
ur VÍB á síðasta ári nam 38 m.kr.
eftir skatta. Eignir verðbréfasjóða
VÍB jukust um 260% á síðasta ári
og námu 28.1 milljarði kr. í árslok
en voru 10,8 milljarðar í ársbyrjun.
Heildarfjármunir í umsjón og
vörslu VÍB voru 67 milljarðar króna
í árslok sem er 56% aukning frá
fyrra ári að því er segir í frétt frá
Islandsbanka.
Framlag í afskriftareikning út-
lána var 787 m.kr. á árinu 1998 sam-
anborið við 760 árið 1997. Sem hlut-
fall af heildarfjármagni lækkar
framlagið um 0,1% á milli ára og
nam 0,8% í fyrra.
í takt við væntingar
Valur Valsson, bankastjóri ís-
landsbanka, sagðist í samtali við
Morgunblaðið telja afkomuna á síð-
asta ári viðunandi fyrir alla Islands-
banka-sveitina enda góð útkoma á
öllum sviðum rekstrarins. Hann
segir niðurstöðuna vera í takt við
væntingar þótt endanlegur hagnað-
ur hafi verið ívið betri en reiknað
var með. „Þessi árangur skýrist af
ýmsum samhangandi þáttum. í
fyrsta lagi höfum við á að skipa afar
samhentum hópi starfsfólks sem er
mjög áhugasamt um framgang fyr-
irtækisins. Við höfum lagt mikla
áherslu á kostnaðarhald fyrirtækis-
ins, þrátt fyrir stóraukin umsvif.
Jafnframt hefur verið dregið úr
fjárbindingu í fasteignum en á síð-
asta ári seldum við bankaeignir fyr-
ir 200 milljónir króna. Þetta aðhald
í rekstri hefur leitt til þess að kostn-
aðarhlutföll fara stöðugt lækkandi.
Þá teljum við okkur hafa náð að
nýta vel þau tækifæri sem skapast
hafa í góðærinu. Stöðugleiki, lækk-
andi vextir og hagvöxtur, hafa gefið
færi á arðsömum viðskiptum á fjár-
magnsmarkaðinum sem við höfum
náð að notfæra okkur.“
Þrátt fyrir vaxandi umsvif segist
Valur ekki gera ráð fyrir að starfs-
fólki verði fjölgað á þessu ári en
starfsmannafjöldi fyrirtækisins hef-
ur verið svipaður sl. 4 ár, eða um
700 manns. Aðspurður um frekari
sölu eigna bendir Valur á að mark-
miðið sé að reka útibúakerfið með
sem hagkvæmustum hætti og að
leitað verði allra leiða til að minnka
húsnæðisþörf bankans í framtíðinni.
Góður fjárfestingarkostur
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Kaupþings
Norðurlands, segir afkomu íslands-
banka vissulega góða og í raun betri
en menn þorðu almennt að vona.
Hann segir sérstaklega eftirtektar-
vert að kostnaður af tekjum heldur
áfram að lækka sem bendir til þess
að hagkvæmni í rekstrinum sé
stöðugt að aukast, samkeppnisaðil-
unum til eftirbreytni. „Það leikur
enginn vafi á að Islandsbanki, sem
er eini bankinn hér á landi sem er
alfarið í einkaeigu, er lengst á veg
kominn með tilliti til rekstrarhag-
ræðis sem skiptir sköpum í rekstri
og afkomu fyrirtækja á þessum
vettvangi."
Þorvaldur telur arðsemi eiginfjár
bankans upp á 24%, afar góðan ár-
angur en bendir jafnframt á að
erfitt verði að viðhalda þeim árangri
ekki síst í ljósi þess að bankinn mun
greiða fullan tekjuskatt í fyrsta sinn
af rekstri þessa árs.
Talsverð vklskipti áttu sér stað
með hlutabréf Islandsbanka á Verð-
bréfaþingi Islands í gær eða alls
fyrir 144 milljónir króna. Lokagengi
dagsins var 4,27 sem er 4,1% hækk-
un frá sfðasta viðskiptadegi. Þor-
valdur segist ekki eiga von á mikl-
um breytingum á gengi hlutabréfa í
félaginu á þessu ári. Hann leggur
þó áherslu á að fyrirtækið sé traust-
ur kostur fyrir fjárfesta auk þess
sem auðseljanleiki bréfanna er mik-
ill, sem er veigamikið atriði í hluta-
bréfaviðskiptum.
S
Islendingar og Malasíumenn ræða samstarf á sviði sjávarútvegsmála
Islenskt skip til strand-
veiða í Suðaustur-Asíu ?
110 malasísk fyrirtæki taka þátt í
íslenskri kaupstefnu í Kuala Lumpur
Kuala Lumpur. Morgoinbladið.
OPINBER heimsókn Finns Ing-
ólfssonar viðskipta- og iðnaðarráð-
herra ásamt íslenskri viðskipta-
sendinefnd til Malasíu hófst í gær
þegar hópurinn kom til Kuala
Lumpur, höfuðborgar landsins. 110
malasísk fyrirtæki hafa þegar óskað
eftir því að taka þátt í kaupstefnu,
sem boðað hefur verið til í tengslum
við förina. Er það mun meiri þátt-
taka en á íslensku kaupstefnunni,
sem haldin var í Taílandi í síðustu
viku. A fundum sem Finnur átti
með malasískum ráðamönnum í
gær kom fram mikill áhugi á nánu
samstarfi við Islendinga á sviði
sjávarútvegsmála.
Malasiumenn
áhugasamir
Heimsókn ráðherra hófst með því
að hann heimsótti Þjóðhagsstofnun
Malasíu og ræddi við forstöðumann
hennar um efnahagsmál landsins og
Asíu í heild. Að því loknu fór hann
ásamt hluta viðskiptasendinefndar-
innar í höfuðstöðvar stofnunar sem
sér um viðamikla áætlun landsins í
tölvu- og upplýsingatækni en þjóðin
stefnir að því að vera í fremstu röð
á því sviði í framtíðinni. Síðdegis
hitti Finnur landbúnaðarráðherra
landsins sem einnig fer með sjávar-
útvegsmál. Ráðherrarnir ræddu um
hugsanlegt samstarf þjóðanna á
sviði sjávarútvegsmála og fóru yfir
hugmyndir að verkefnatilhögun í
þeim efnum. Rætt var um að íslensk
stjórnvöld myndu senda íslenskan
línubát ásamt íslenskum skipstjóra,
tækjum og veiðarfærum til tilrauna-
veiða við strendur Malasíu um sex
mánaða skeið. Islendingar myndu
væntanlega bera kostnað af tilraun-
inni en í framhaldinu yrði lagt mat á
hvort henni yrði haldið áfram eða
hvort grundvöllur væri til að selja
íslenska tækni, þekkingu og veiðar-
færi til Suðaustur-Asíu. Finnur seg-
ir að malasíski landbúnaðarráðherr-
ann hafi tekið vel í slíkar hugmynd-
ir um samstarf og verið áhugasam-
ur um það. „Þessi aðgerð fæli í sér
veiðar við strendur Malasíu og því
myndi lítill línubátur henta í til-
raunina. Þetta er svo sannarlega
áhugavert verkefni og ef vel tekst
til gæti það leitt af sér samstarf sem
yrði stærra í sniðum. Hugmyndin
er enn á frumstigi en viðtökurnar í
Malasíu gefa henni vissulega byr
undir báða vængi,“ segir Finnur.
Tækni fyrir
veiðiþekkingu?
Svo virðist sem ráðamenn í Malasíu
séu áhugasamir um samstarf í sjáv-
arútvegsmálum því forstjóri stofn-
unarinnar, sem sér um aðgerðaá-
ætlun Malasíu í tækni- og upplýs-
ingamálum, stakk upp á slíku sam-
starfi þegar Finnur heimsótti stofn-
unina í gær og var sú tillaga óháð
umræddum viðræðum við landbún-
aðarráðherrann. „Hann sýndi því
áhuga að koma á slíku samstarfi og
Coopers & Lybrand
Hlýtur met-
sekt í Max-
well-máli
COOPERS & Lybrand endur-
skoðunarfyrii’tækinu, sem nú
tilheyrir PriceWaterhou-
seCooper, hefur verið refsað
fyrir galla á bókhaldi fyrir-
tækjastórveldis Roberts heit-
ins Maxwells.
Sérstakur agadómstóll í
greininni hefur dæmt fyrir-
tækið í 1,2 milljarða punda
sekt og til að greiða 2,2 millj-
óna punda málskostnað fyrir
hlutverk sitt í hruni stórveldis
Maxwells.
Þetta er þyngsta sekt sem
fyrirtæki í greininni hefur orð-
ið að greiða. Fyrirtækið ve-
fengdi ekki ákærurnar gegn
því og hefur greitt sektina.
Maxwell var eigandi Mirror-
blaðaútgáfunnar og þegar
hann lézt kom í ljós að lífeyris-
sjóðir starfsmanna höfðu verið
notaðir til að fjárfesta í öðrum
Maxwell-fyrirtækjum og
hækka hlutabréf þeirra í verði.
Um 400 milljóna punda halli
var á lífeyrissjóðunum þegar
stórveldi Maxwells hrundi
1991.
Coopers & Lybrand, sem
síðan hafa sameinazt PriceWa-
terhouse, voru Maxwell til
ráðuneytis um langt skeið.
Fyrirtækið endurskoðaði
reikninga nær allra fyrirtækja
undir stjórn Maxwells frá
1972.
I skýrslu agadómstólsins
segir að fyrirtækið hafi látið
undir höfuð leggjast að hug-
leiða hvort fyi’ir lægju sannan-
ir um „fjársvik, annað misferii,
vanskil eða ólöglegt atferli",
sem réttlættu að viðeigandi yf-
irvöldum væri gert viðvart.
Morgunblaðið/Lárus Karl
FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, kynnti sér stöðu
efnahagsmála í Malasíu í gær ásamt föruneyti. F.v. Sveinn Þorgríms-
son, deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, Þórður Friðjónsson ráðuneyt-
issfjóri, Finnur og forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar Malasiu.
nefndi að við gætum aðstoðað
Malasíu á sviði sjávarútvegs en á
móti gætu þeir veitt okkur margvís-
lega tækniaðstoð, t.d. vegna þróun-
ar á hátækni í sjávarútvegi. Mér
fannst heimsóknin í þessa stofnun
og viðræður við ráðamenn þar vera
mjög fróðlegar og þær sýndu að
þrátt fyrir miklar fjarlægðir geta
þessar þjóðir átt samstarf, báðum
til hagsbóta. Til að svo geti orðið
þarf að auka viðskiptaleg samskipti
þeirra og þessi ferð er fyrsta skref-
ið í þá átt,“ segir Finnur.
Kaupstefna í
Kuala Lumpur
Fulltrúar þrettán íslenskra fyrir-
tækja eru í för með ráðherra eða í
svokallaðri viðskiptasendinefnd.
Fyrirtækin hyggjast nýta heim-
sóknina til að efla viðskiptasambönd
sín við Suðaustur-Asíu og koma á
nýjum. I dag verður efnt til kaup-
stefnu íslenskra og malasískra fyr-
irtækja og sér Útflutningsráð ís-
lands um skipulagningu hennar.
„Við höfum átt gott samstarf við
samtök útflytjenda og innflutnings-
aðila hér í Malasíu vegna kaupstefn-
unnar og hafa 110 fyrirtæki tilkynnt
þátttöku í henni. Það er virkilega
lærdómsríkt að kynnast malasísku
þjóðfélagi, ekki síst stórbrotnum
áætlunum Malasíumanna um að
gera landið að miðstöð upplýsinga-
iðnaðar. Er óhætt að segja að þeir
gangi markvisst að verki að því
leyti“. segir Jón Ásbergsson, fram-
kvæmdastjóri Útflutningsráðs.