Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 35 * áhugi minn á bókum og lestri þeirra hafí að hluta til vaknað við að upp- lifa það hvað afí minn var fróður maður. Mig langaði að vita jafn mik- ið og afí. Mér þótti gott að heimsækja ömmu og afa. Afí vissi svo margt og sagði svo skemmtilega frá. Honum var líka mjög umhugað um að ég þyrfti að fínna mér gott mannsefni. Honum fannst það aðalatriði að væntanlegum manni mínum þætti vænt um ketti. Hann sagði að ef mönnum þætti ekki vænt um ketti væri lítið varið í þá. Mig langar að eignast mann eins og afa minn því að sú virðing og væntumþykja sem ríkti á milli ömmu minnar og afa var einstök. Ég veit að afa líður vel þar sem hann er núna, með Heródes og Gömlu kisu við hlið sér. Guð blessi minningu afa míns. Sif Jóhannsdóttir. Við viljum minnast afa okkar, Valdimars, í örfáum orðum. Það var ekki hjá því komist að bera mikla og djúpa virðingu fyrir afa. Fróðari og greindari menn hittir maður ekki oft á lífsleiðinni. Það var alltaf sérstakt að koma heim til ömmu og afa á Grenimelinn þar sem afi sat, oftar en ekki, um- ki-ingdur bókum sínum á skrifstof- unni, sem virtist vera helgidómur hans. Ósjaldan sat hann þar ásamt Heródes, kettinum sínum, en við frændurnir erfðum það frá afa og ömmu að vera miklir kattavinir. Afí gat tímunum saman talað við ketti og sagðist skilja það sem þeir sögðu og þótti okkur það ekki ósennilegt þegar maður fylgdist með honum í samveru þeirra. A sumrin vildi hann helst hvergi annars staðar vera en í sumarbú- staðnum þar sem hann stundaði gróðurrækt af miklum áhuga. Þar vorum við oft með afa og ömmu í bústaðnum á sumrin þar sem afí gat sameinað áhugamál sín, lestur og gróðurrækt. Og þeir Heródes fóru í göngutúra saman. Það var ákaflega gaman að vera í návist afa úti í náttúrunni. Hann virtist þekkja hvern hól og hverja hæð og gat sagt manni sögur af öllu því sem bar fyrir augu. Með afa kveðjum við ákaflega merkan og umfram allt góðan mann. Við eigum eftir að sakna hans. Jón Helgi og Egill Orn. Það var vor í íslensku þjóðlífí allt fyrra misserið 1944, lýðveldið í aug- sýn. Ungur sveinn í Eyjum að halda út í heim, hálflærður í svartlist, kominn „suður“ til frekari mann- dóms í bókiðn í höll Isafoldar að Þingholtsstræti 5. Og nú voru um- talsverð umsvif í hérlendri útgáfu- starfsemi. Þar stóðu í stafni Ragnar Jónsson í Helgafelli, kenndur við Smára, Gunnar í Isafold, Birgir Kjaran í Bókfellsútgáfunni, Guðjón Ó. og Leiftur, Norðri þeirra Sambands- manna, Ki-istinn E. Andrésson hjá Máli og menningu og tveir Jónssyn- ir norðan heiða: Pálmi H. og Þor- steinn M. Okkar maður ekki enn kominn til sögu. En ári síðar var bókaútgefandinn Valdimar Jóhannsson mættur til leiks, ekki með neinum viðvanings- brag, setur á torg eina fjóra eða fimm titla. Þetta var árið ‘45 og ekki aftur snúið. Ar 1950 - svo sem ekkert upp- gangsár - miðlungsbókin á þetta 60-70 krónur. Þær dýrustu á 99 - og helst ekki farið yfir hin óttalegu 100 króna mörk. Valdimar í Iðunni er með frumlega bókarhugmynd, en dýi-a. Nú skal íslandssagan sett fram í knappri sögn í máli og mynd- um. Hugsmíð útgefandans kemst á bók: Öldin okkar. Nýr tónn er sleg- inn, tvíbent fyiirtæki og áhættu- samt og hefur sennilega kostað marga andvökunótt, enda allt lagt undir. En hér var lagður hinn trausti grunnur. Vegur Valdimars og Ingunnar Asgeirsdóttur og Ið- unnar eflist - njóta virðingar og vaxa af verkum sínum næstu ára- tugi. Hálf öld, næn-i fimmtíu ára kynni. Það var erfítt að líta á Valdimar Jóhannsson útgefanda sem keppi- naut, miklu nær sem kunningja, síð- ar vin. Þeir voru skemmtilegir vinafund- ir okkar síðasta áratuginn, fátt var okkur óviðkomandi á þessu tveggja manna tali: Mannlífið, ókunn lönd, stjórnmál, landið okkar, gögn þess og gæði, bækur og menn og dýr: „Heródes var minn uppáhaldsköttur í 12 ár og þegar hann var svæfður, - þann dag var kökkur í mínum hálsi.“ Og nú tekur útgefandinn vænan slurk í nefið og býður kollega sínum, algerum viðvaningi. „Mér þótti gott að vera í Samvinnuskólan- um. En Jónas frá Hriflu, skólastjór- inn og iyiTum ráðherra, var sér á pai-ti. Ég var eiginlega ekki búinn að ljúka námi þegar hann gerði mig að íslenskukennara hjá sér. A því sést meðal annars hve skiýtinn hann var.“ Nú skríkir í Valdimar og okkur fínnst gaman. Og hann segir mér frá því að síðar hafi slest upp á vinskapinn út af pólitík, Jónas ekki talað við sig í ein fímmtán ár. En viti menn, einn góðan veðurdag, í ferða- lagi úti í löndum, er allt fallið í ljúfa löð, „enda búið að ýta Jónasi úr Framsóknarflokknum." Og Vilmundur landlæknir kom oft við sögu. „Hann var eftirsóknar- verður vinur, orðhagur og snillingur íslensks máls. Það var líka Jón Helgason ritstjóri. Vilmundur þýddi fyrir mig Parkinsonslögmálið, þá sérkennilegu bók, og vildi ekki taka gi'eiðslu fyrir fyrr en séð væri hvort skruddan seldist - sem hún gerði. Og Vilmundi fannst ofgreitt fyrir þýðinguna, enda aldrei fyrr fengið greitt fyrir svona viðvik.“ Tíðum ræddum við um slæman eða góðan texta, um að varðveita tunguna í myndn"ka og kröfuharða. Eitt sinn tók ég með á einn síðdegis- fund okkar gamalt bókmerki, lítinn fjórblöðung, sem ég hafði prentað í tvö þúsund eintökum og látið stinga inn í upplag útgáfubókar fyrir mörgum áratugum og sagðist nú ætla að lesa góðan texta um bókina: „Þær bíða og bæra ekki á sér. Hljóðar og hlédrægar standa þær í röðum með veggjum. Þær sýnast sofa, en frá hverri þeirra hoi-fír nafn við þér eins og opið auga. Þær fara ekki fram á neitt, krefjast engrar athygli, leita ekki á. Þær bíða uns þú gefur þig að þeim. Bókin, trygg- asti félaginn og sá hljóðlátasti. En þú ert viðbúin þegar á þig er kallað, og þegar hjarta vort snertir þig, íýf- ur þú fásinni hversdagsins og birtir oss heim sem er meiri en vor ...“ Nú varð áheyrandinn hugsi, fór mjúkum höndum um tóbaksdósir sínar. Segir síðan hægt: „Hver skrifaði þennan texta?“ „Stefan Zweig," svara ég. „Og hver þýddi?“ „Sigurbjörn biskup.“ „Þar fara tveir snillingar," - og lætur nú loks verða af því að taka ærlega í nefið, alsæll. Síðustu árin bjuggu þau hjón, Ingunn og Valdimar, í fallegu ein- býlishúsi á Seltjarnarnesi. Hvert öðru fallegi’a málverkið og bækur fylla þai' veggi, notalegt glæsiheim- ili. Einn daginn, eins og oft áður, hafði húsmóðirin lagt á borð og hellt upp á, og lét okkur útgefendur um að leysa málefni dagsins, „þið þurfíð að venju að minnsta kosti þrjá tíma“. Kannski töluðum við um útgáfu- bækui' síðustu vertíðar, æskuár undirritaðs í Eyjum og uppeldisár hins í Svarfaðardal. Hjá hvorugum voru efnin mikil en nóg til hnífs og skeiðar. Sjaldan sást til peninga, en afurðir og vinna gegn úttekt. Eða ræddum við um Þjóðvarnarflokkinn, þegar Valdimar var formaður hans? Varla búnir að leysa málin þegar heyrðist til útidyranna. „Nú er kærastan að koma heim,“ segi ég í stríðnistón. Það fer ekki framhjá gestinum að þótt þau hjónin séu bú- in að halda upp á gullbrúðkaupsaf- mælið þá komi blik í auga Valdi- mai-s þegar talað er um Ingunni. Valdimar tók glensinu með kímni og sagði brosleitur: „Hún Ingunn mín er mér allavega kærast." Svo kvöddumst við félagarnir með virktum. Og nú í dag í hinsta sinn. ,Á þessari kveðjustund skal full- yrt að Valdimar Jóhannsson skilur eftir sig mikla röst í íslenskri bóka- útgáfu. Fulltrúi þessara gömlu, góðu gilda: trausts, áreiðanleika, drengskapar og vandaðra vinnu- bragða. Víst tekur hún enda, lífsgangan, og það er erfitt að sættast við dauð- ann. Hann heldur áfram að vera óþægilegur gestur. Samt er hann staðreynd í lífi okkar, - kemur, fer, - og skilur okkur eftir í sárum. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, Ingunni Asgeirsdóttur, dýpstu sam- úð, svo og börnum þeirra hjóna og ættboga öllum. Látinn vinur, Valdimar Jóhanns- son, vandaður í verkum sínum, heill og traustur. Hann fór ávallt með miklum veg. Arnbjörn Kristinsson. Nafn Valdimars Jóhannssonar varð mér snemma kunnugt. Það stóð neðan við heiti forlagsins Ið- unnar á titilsíðu ritsins „Oldin okk- ar“ sem var fyrsta innsýn mín eins og fjölmargra annarra í Islandssögu tuttugustu aldar. Útgefandi sem sendi frá sér svo skemmtilega bók var ekki ómerkur. Og ég komst líka að því að hann átti Draupnisútgáf- una sem gaf út Ævintýrabækur Enid Blyton, en þær las ég marg- sinnis og alltaf með jafnmikilli ánægju eins og flestir iQ’akkar á mínum aldri. Annað sem tengdist Valdimar á þessum áram voru stjórnmálin, því hann var þá for- maður Þjóðvarnarflokksins. Sá flokkur naut raunar ekki stuðnings á mínu æskuheimili heldur sá sem Valdimar hafði áður fylgt, Fram- sóknarflokkurinn, en andstaða við setu hersins á Islandi féll samt í góðan jarðveg. Og í þriðja lagi var Valdimar sveitungi okkar, Svarf- dælingur að uppruna, og hafði meir að segja unnið um skeið á skrifstofu útibús KEA á Dalvík sem faðir minn veitti forstöðu. I þessari þrí- þættu vitneskju minni um Valdimar Jóhannsson á bemskuárunum felast meginþættir í lífí hans: uppruni, ævistarf og hugsjónir. Arin liðu. Þjóðvamarflokkurinn hvarf af sjónarsviðinu og opinberam stjómmálaafskiptum Valdimars lauk. Forlagið Iðunn hélt hins vegar áfram að eflast og færa út kvíamar og margar bækm- þess urðu mér hugstætt lestrarefni. Við Valdimar urðum fyrst lauslega kunnugh' eftir að ég fór að skrifa umsagnh’ um bækur í Tímann á fyrri hluta áttunda áratugarins. Árið 1979 réðst svo að ég gerðist starfsmaður hjá honum á Iðunni og þar starfaði ég í rám fjög- ur ár. Á þeim tíma kynntist ég Valdi- mar vel. Af honum lærði ég margt, vitanlega einkum um bókaútgáfu og ýmsa þætti hennar, en líka fjölmargt annað um þjóðmál og menningu í sögu og samtíð. Hann var einn þeirra manna sem ég hef haft mesta ánægju og fróðleik af að kynnast. Ég vissi að Valdimar Jóhannsson hafði ýmislegt reynt um dagana og sætti því oft færi á okkar samvistar- áram að spyrja hann um kynni sín af mönnum og málefnum sem ég hafði áhuga á. Þar kom ég ekki að tómum kofunum. Valdimar var ágætur sögumaður, glöggur og minnugur með afbrigðum, og var oft mjög gaman að hlusta á frásagnir hans. Sem betur fer er nokkuð af þeim varðveitt í bók sem Gylfí Gröndal færði í letur og út kom iýrir þremur árum, „Ég skrifaði mig í tugthúsið". Nafnið vísar til dramat- ískasta atviks í lífi Valdimars. Það gerðist á stríðsáranum þegar hann var ritstjóri Þjóðólfs, ungur maður og vígreifur, og skrifaði í blað sitt hvassa grein um físksölusamning ís- lenskra stjórnvalda við breskan út- gerðarmann og stjórnarerindreka. Hún var talin móðgun við erlenda þjóð og landráðaskrif, og mátti rit- stjórinn sitja þrjátíu daga í fangelsi fyrir vikið! Frá þessu og mörgu öðru er sagt á skemmtilegan hátt í bókinni, enda fer saman að sögu- maðurinn er skýr í máii og skrásetj- arinn þrautreyndur kunnáttumaður. Fyrir samferðamenn Valdimars er bókin dýi-mætust af því að hún geymir til framtíðar ljóslifandi mynd af honum. Valdimar Jóhannsson ólst upp á fátæku sveitaheimili í Svarfaðardal. Hann var að upplagi bráðgreindur, bókhneigður og námfús. Þótt að- stæður væru örðugar hefði hann lík- lega átt kost á að ganga menntaveg- inn, enda menntaskóli kominn á Akureyri. En Valdimar veiktist ungur af berklum, náði að vísu bata, en þetta varð til þess að mennta- skólanám þokaði úr augsýn. Hann komst þó í Kennaraskólann og síðan lá leiðin út í blaðamennsku því hann hafði metnað til að láta til sín taka í þjóðfélagsmálum. Bókaútgáfa tók fjörkipp í landinu á stríðsáranum og Valdimar greip tækifærið til að þjóna í senn ódrepandi bókaáhuga sínum og efnast ef vel tækist til. Hann stofnaði Iðunni árið 1945. I útgáfustarfinu naut hann reynslu sinnai' í blaðamennskunni, hann vissi hvað það var sem fólk sóttist eftir að lesa sér til fróðleiks og skemmtunar. Hann byggði upp for- lag sitt af miklum dugnaði, árvekni og útsjónarsemi. Það efldist jafnt og þétt án mikilla áfalla, enda var Valdimar varfærinn og tefldi ógjarnan á tvær hættur; hefði reyndar vel mátt vera nokkra djarfari á stundum, þegar forlagið var komið á traustan gi'unn. Útgáfubækur Iðunnar vora vand- aðar að frágangi og margar nutu þær mikillar hylli. Vel má sjá af val- inu áhuga útgefandans á þjóðlegum fræðum og naut hann í þeim efnum góðra samstarfsmanna eins og Jóns Helgasonar ritstjóra og Gils Guð- mundssonar. Einnig lagði Valdimai' rækt við bama- og unglingabækur. Ævintýrabækumar sem fyrr gat urðu vinsælastar, en líka gaf Valdi- mar út margar bamabækm' sem telj- ast þungar á metunum hvernig sem á er litið. Af íslenskum höfundum ber Guðrúnu Helgadóttm’ þar hæst. í nýlegri blaðagrein ræðir einn helsti bókaútgefandi landsins um þann stórkostlega menningai'háska sem vofir nú yfir á Vesturlöndum, að til verði stórir þjóðfélagshópar sem lesa ekki neitt og verða smám saman ólæsir. Það geta bókaútgef- endur auðvitað ekki hindrað einir og sér. „En þó getur hér til dæmis komið til kasta afþreyingarbók- mennta, sem einatt er gert lítið úr: þær hafa opnað mörgum manninum undraheim lestrarins, rétt eins og Enid Blyton hefur smitað ótal börn af lestrarbakteríunni." (Halldór Guðmundsson, Mbl. 24. jan.). Mér finnst ástæða til að minna á þetta þegar hinn íslenski útgefandi Enid Blyton er kvaddur. Hann vann ómetanlegt undirstöðustarf með því að sjá íslenskum börnum fyrir skemmtilegu og spennandi lestrar- efni í vönduðum búningi, því Valdi- mar var kröfuharður um málfar og stíl og fékk jafnan hæfa þýðendur til samstarfs. Útgáfubækur Valdimars Jó- hannssonai' eru helsti minnisvarði sem hann lætur eftir sig. Á sínum langa ferli kom hann víða við, var til að mynda umsvifamikill í kennslu- bókaútgáfu um nokkurt bil og gaf út fræðirit í ýmsum greinum. Um skeið var Iðunn öflugasta bókafor- lag landsins. Fyrr og síðar komu þai' út bækur eftir nokkra helstu rit- höfunda og skáld samtíðarinnar, eins og Indriða G. Þorsteinsson, Hannes Pétursson og Þorstein frá Hamri. - Allt starf Valdimars var unnið í þeirri trú að bækur væru mikilsverður þáttur í lífinu og bæi'i að sýna þeim virðingu. Þetta viðhorf tileinkaði hann sér snemma, ungur drengur í Svarfaðardal sem hungr- aði í lestrarefni og falaðist eftir bók- um til láns hjá sveitungum sínum. Þá seildust þeir í handraða þar sem þeir varðveittu bókakost sinn eins og dýrgripi sem skyldi meðhöndla af fyllstu aðgát. Við umgöngumst ekki bækur sem munað nú, í ofgnóttarþjóðfélagi samtímans. En vonandi mun andi hinnar hljóðlátu ræktunar hugans sem bóklestur er lifa áfram, hvort sem lesið er til fróðleiks, listrænnar nautnar eða einskærrar afþreying- ar. Þeir þættir allir fléttast raunar saman hjá sérhverjum lesanda. Sá sem í lífi sínu þjónar menningariðju bóklestrarins af trúmennsku á heið- ur skilinn að leiðarlokum. - Ég minnist Valdimars Jóhannssonar með virðingu og þökk og votta Ing- unni konu hans og fjölskyldunni ein- læga samúð okkar hjóna. Hann hvíli í friði. Gunnar Stefánsson. í dag verður jarðaður einn merkasti fulltrúi þeirrar fámennu stéttar, íslenskra bókaútgefenda, Valdimar Jóhannsson sem lengstum var kenndur við fyrirtæki sitt Ið- unni. Valdimar hóf bókaútgáfu á ár- unum eftir seinna stríð, byrjaði smátt og gætti þess vel að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Fyrirtæki hans dafnaði undravel enda var -■ Valdimar vinnusamur og ósérhlifinn svo af bar, en jafnframt einkar hug- myndaríkur og framsækinn bókaút- gefandi. Bækur voru honum ástríða allt frá barnsaldri og segja má að ást á bókum og bókmenningu hafí alla tíð verið drifkraftur starfsemi hans. Svo fór að Iðunn varð undir hans stjórn um skeið stærsta og öfl- ugasta útgáfufyrirtæki landsins. Valdimar hafði víðtæk áhrif í ís- lenskri bókaútgáfu og mótaði marga þá sem voru honum samtíða í þess- ari grein. Honum virtist einkar auð- velt að vinna sér traust og virðingu höfunda sinna og annarra sam- verkamanna og í krafti þess tókst honum að vinna mörg stórvirki sem w um ókomin ár munu halda minningu hans á lofti. Valdimar sinnti félagsmálum út- gefenda einnig af alúð. Hann sat í stjórn Félags íslenskra bókaútgef- enda um langt árabil og var formað; ur félagsins á árunum 1969- 1972. í formannstíð Valdimars var m.a. unnið að því að félagið eignaðist eig- ið húsnæði og að gerð yrði hag- fræðileg úttekt á íslenskri bókaút- gáfu. A 100 ára afmæli Félags ís- lenskra bókaútgefenda árið 1989 ^ var Valdimar gerður að heiðursfé- laga þess. Islenskir bókaútgefendur sjá nú á bak fóllnum félaga sem þeir minnast með virðingu og þökk. Eiginkonu Vaidimars, börnum og öðrum að- standendum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda, Sigurður Svavarsson, formaður. Valdimar Jóhannsson var hávax- inn og hvassleitur með silfurliðaðan hármakka, gekk hratt, nánast hljóp við fót, talaði af innblæstri á afar fallegu og blæbrigðaríku máli. Þeg- ar mikið lá við sló hann gjarnan * þéttingsfast með þrem krepptum fíngrum í borðbrúnina og sagði: „Þetta verður að gerast strax, upp á líf og dauða,“ og forlagshúsið titraði af lífi í jólaönnunum þegar sterk rödd hans barst milli hæða. Valdimar var undarleg blanda af eldheitum baráttumanni og hlé- drægum einfara með rætur djúpt í íslenskri bændamenningu, fræðaþul sem helst vildi búa í veröld bóka og þjóðlegra fræða, manni sem vildi komast undan fánýti hversdags og tildurs. En þegar á reyndi var hann sá sem barðist harðast fyrir sann- færingu sinni, fyrir þjóðlegu sjálf- stæði og réttlæti. Hann var heill og sterkur maður sem lét velgengni og velmegun engu breyta um lífshætti sína og skoðanir og hafði ímigust á skrúðmælgi og hégóma. Við fyrstu kynni var öllum ljóst að Valdimar var einstakt gáfumenni, góðlyndur en ótrálega fastur fyrir og ungum manni var það ómetanlegt að kynnast honum náið, njóta andagift- ar hans og uppfræðslu, skynja djúpa réttlætiskenndina og mannskilning- inn, að sjá hann rækta landið af endalausri umhyggju og alúð og berjast fyrir skoðunum sínum af eld- móði og hörku. Kær vinur er kvaddur og verður minnst dag hvern með þakklæti og virðingu. Jón Karlsson. • F/e/ri miimingargreinar uni Valdimar Jólumnsson bíða birliiigar og munu birlast i blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.