Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 21 ERLENT Reuters PAKISTANSKAR herþyrlur á eftirlitsferð um Siachen-jökul, kaldasta og hæsta vígvöll heinis. Deilur Indverja og Pakistana Sáttaumleitanir Talbotts sagðar bera árangur Islaniabad. Reuters. BANDARÍSKIR og pakistanskir embættismenn sögðu í gær að veru- legur árangur hefði náðst í viðræð- um sem ætlað er að draga úr hætt- unni á kjarnorkustyrjöld milli Ind- lands og Pakistans eftir kjarnorku- tilraunir ríkjanna á síðasta ári. Strobe Talbott, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við Shamsad Ahmad, utanríkis- ráðherra Pakistans, í Islamabad og þeir sögðust báðir vera ánægðir með árangur viðræðnanna. „Ég hygg að við höfum náð markmiðum okkar að miklu leyti,“ sagði Ahmad. Talbott fór til Pakistans á mánu- dag eftir að hafa rætt kjamorkudeil- una við indverska ráðamenn í Nýju Delhí um helgina. Fregnir hermdu að indverska stjómin hefði orðið við kröfu Bandaríkjamanna um að skuldbinda sig til að undirrita alþjóð- legan samning um bann við kjam- orkutilraunum sem fyrst. Bandarísk- ir embættismenn sögðu að „vemleg- ur árangur" hefði náðst í viðræðun- um og Bandaríkjastjóm kynni að slaka á refsiaðgerðunum gegn Ind- verjum vegna kjamorkudeilunnar og láta af andstöðu sinni við að Ind- land fengi lán frá Alþjóðabankanum. Stjórn Pakistans vill að Banda- ríkjamenn aflétti öllum refsiaðgerð- unum, sem gripið var til gegn Paki- stönum vegna kjarnorkutilrauna þeirra í maí eftir að Indverjar sprengdu nokki-ar kjarnorku- sprengjur í tilraunaskyni. Pakistanska stjórnin vill einnig að Bandaríkjastjórn knýi Indverja til að semja við Pakistana um fram- tíð Kasmír, sem er að mestu undir yfirráðum Indverja. Talbott sagði að Bandaríkjastjórn myndi beita sér fyrir því að deilan um Kasmír yrði leyst en gæti ekki haft milli- göngu um samningaviðræður nema Indverjar óskuðu einnig eftir því. Indverjar hafa hafnað kröfu Pakistana um milligöngu Banda- ríkjamanna. Tekist á um jökul Deilan um Kasmír hefur tvisvar sinnum leitt til stríðs milli Pakist- ans og Indlands frá því ríkin fengu sjálfstæði árið 1947. Ríkin hafa einnig barist um yfirráð yfir Si- achen-jökli, sem Pakistanar segja að tilheyri Kasmír. Pakistanar sendu hermenn á jökulinn eftir að Indveijar komu þar upp herstöð árið 1984. Átökin um jökulinn hafa kostað Pakistana and- virði 40 milljóna króna á mánuði, en indverski herinn segist eyða 70 millj- ónum króna á dag til að halda her- mönnum sínum á jöklinum. Indverjar segja að 145 indverskir hermenn hafi beðið bana og 333 særst á jöklinum frá 1984 en mann- fallið meðal Pakistana hefur verið mun minna. Frostið á jöklinum og ýmsir sjúkdómar hafa hins vegar kostað miklu fleiri mannslíf en átök hersveitanna. 28 fórust er einkaflugvél hrapaði í höfuðborg Angóla Brotlenti í íbúðabyggð Luanda. Reuters. TUTTUGU og átta manns fórust þegar einkaflugvél af gerðinni Ant- onov-12 brotlenti í einu fátæktar- hverfa Luanda, höfuðborgar Angóla, í gær. Var flugvélin á leið til borgarinnar Lucapa í norðausturhluta Angóla en vart varð við tæknibilun skömmu eft- ir flugtak og sneri flugstjóri vélinni þegai- við og hugðist lenda aftur í Lu- anda. Flugvélin hrapaði hins vegar til jai-ðar í Cazenga-úthverfinu og munu átta farþegar vélarinnar hafa farist en hin tuttugu fómarlömbin voru á jörðu niðri. Atti atburðurinn sér stað um miðja nótt að staðartíma. Sjónarvottur í Cazenga sagði að vélin hefði brotlent í íbúðabyggð og að þegar hefði kviknað eldur í vél- arflakinu. „Allir um borð hljóta að vera látnir," sagði íbúi í Cazenga. „Þeir einu sem komust lífs af voru héðan úr hverfinu. Tvö hús eru gjörsamlega ónýt. Þetta er hræði- legt því fólkið var sofandi í húsum sínum þegar vélin hrapaði til jarð- ar.“ Flugritinn til Úkraínu Ríkisútvarpið í Angóla greindi frá því að tveir hefðu sloppið lifandi úr flaki vélarinnar en fyrrnefndur íbúi Cazenga sagði þetta ólíklegt þar sem flugvélin hefði verið gjörsam- lega ónýt. Hefur flugriti vélarinnar, „svarti kassinn" svokallaði, þegar verið sendur til rannsóknar í Úkra- ínu, þar sem hann var framleiddur, svo kveða megi úr um orsakir slyss- ins. Flugvélin, sem byggð var í Sovét- ríkjunum fyrrverandi, var í eigu leiguflugfélagsins Aviacao Civile. Ekki er vitað hver var með vélina í leigu en það mun hvorki hafa verið ríkisstjórn Angóla eða Sameinuðu þjóðirnar. Borgarastríð geisar nú í landinu og voru tvær flugvélar í leigu Sameinuðu þjóðanna skotnar niður yfir Mið-Angóla í lok desem- ber og snemma í janúar. Næstu leikir í þýsku úrvals- DEILDINNI Á BREIÐBANDINU: io.o2 Essen - Nordhom (Patrekur Jóhannesson og Páll Þórólfsson) 17.02 Schwartau - Eisenach (Róbert Duranona) 24.02 Lemgo - Nettelstedt V. Nú býðst öllum þeim sem tengdir em breiðbandinu eða kapalkerfi Hafnarfjarðar að fylgjast með þýsku úrvals- deildinni í handbolta í beinni útsbndingu næstu átta vikumar. Margar af okkar bestu handboltahetjum leika með úrvalsliðunum í Þýskalandi og í kvöld kl. 19:25 spila í beinni útsendingu Frankfurt og Íslendingaliðið Wuppertal, með þá Geir, Valdimar og Dag innanborðs. Þýski handboltinn er sýndur beint í opinni dagskrá á Sýnishomarás breiðbandsins á miðvikudögum. Öllum leikjunum er lýst af margreyndum íþróttafrétta- mönnum Sjónvarpsins. yflr 25.OOO HEIMUl HIGA ÞESS NÚ KOST AÐ TBNGJAST BKEIDBANDINU A HÖFUÐBORGAH- SVÆÐINU OG 800 HEIMILI A HÚSAVÍK. HRINGDU STRAX OO KYNNTU ÞÍRMÁUDI t:{»Ii]7474 IhatÉjMÍ_ Opið allan sólarhringinn BREIÐVARPID SJÓNVAiPSÞIÓmJSTA StMANS y Mikið íírval göngu- og hlaupabrauta ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. WE5LO CADENCE 925 Rafdrifin göngu- og hlaupabraut Hraði 0-13 km/klst. Fjaðrandi bretti sem minnkar álag á liöamót. Einfaldur hæðarstillir, vandaður tölvumælir, statíf fyrir vatnsbrúsa og handklæði. Hægt að leggja saman og því hentug fyrir heimili og vinnustaði. Stgr. 99.750, kr. 105.000. Stærð: L144 x br. 70 x h. 133 cm. ÖRNINNP' STOFNAÐ1925 - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588 9890
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.