Morgunblaðið - 03.02.1999, Side 21

Morgunblaðið - 03.02.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 21 ERLENT Reuters PAKISTANSKAR herþyrlur á eftirlitsferð um Siachen-jökul, kaldasta og hæsta vígvöll heinis. Deilur Indverja og Pakistana Sáttaumleitanir Talbotts sagðar bera árangur Islaniabad. Reuters. BANDARÍSKIR og pakistanskir embættismenn sögðu í gær að veru- legur árangur hefði náðst í viðræð- um sem ætlað er að draga úr hætt- unni á kjarnorkustyrjöld milli Ind- lands og Pakistans eftir kjarnorku- tilraunir ríkjanna á síðasta ári. Strobe Talbott, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við Shamsad Ahmad, utanríkis- ráðherra Pakistans, í Islamabad og þeir sögðust báðir vera ánægðir með árangur viðræðnanna. „Ég hygg að við höfum náð markmiðum okkar að miklu leyti,“ sagði Ahmad. Talbott fór til Pakistans á mánu- dag eftir að hafa rætt kjamorkudeil- una við indverska ráðamenn í Nýju Delhí um helgina. Fregnir hermdu að indverska stjómin hefði orðið við kröfu Bandaríkjamanna um að skuldbinda sig til að undirrita alþjóð- legan samning um bann við kjam- orkutilraunum sem fyrst. Bandarísk- ir embættismenn sögðu að „vemleg- ur árangur" hefði náðst í viðræðun- um og Bandaríkjastjóm kynni að slaka á refsiaðgerðunum gegn Ind- verjum vegna kjamorkudeilunnar og láta af andstöðu sinni við að Ind- land fengi lán frá Alþjóðabankanum. Stjórn Pakistans vill að Banda- ríkjamenn aflétti öllum refsiaðgerð- unum, sem gripið var til gegn Paki- stönum vegna kjarnorkutilrauna þeirra í maí eftir að Indverjar sprengdu nokki-ar kjarnorku- sprengjur í tilraunaskyni. Pakistanska stjórnin vill einnig að Bandaríkjastjórn knýi Indverja til að semja við Pakistana um fram- tíð Kasmír, sem er að mestu undir yfirráðum Indverja. Talbott sagði að Bandaríkjastjórn myndi beita sér fyrir því að deilan um Kasmír yrði leyst en gæti ekki haft milli- göngu um samningaviðræður nema Indverjar óskuðu einnig eftir því. Indverjar hafa hafnað kröfu Pakistana um milligöngu Banda- ríkjamanna. Tekist á um jökul Deilan um Kasmír hefur tvisvar sinnum leitt til stríðs milli Pakist- ans og Indlands frá því ríkin fengu sjálfstæði árið 1947. Ríkin hafa einnig barist um yfirráð yfir Si- achen-jökli, sem Pakistanar segja að tilheyri Kasmír. Pakistanar sendu hermenn á jökulinn eftir að Indveijar komu þar upp herstöð árið 1984. Átökin um jökulinn hafa kostað Pakistana and- virði 40 milljóna króna á mánuði, en indverski herinn segist eyða 70 millj- ónum króna á dag til að halda her- mönnum sínum á jöklinum. Indverjar segja að 145 indverskir hermenn hafi beðið bana og 333 særst á jöklinum frá 1984 en mann- fallið meðal Pakistana hefur verið mun minna. Frostið á jöklinum og ýmsir sjúkdómar hafa hins vegar kostað miklu fleiri mannslíf en átök hersveitanna. 28 fórust er einkaflugvél hrapaði í höfuðborg Angóla Brotlenti í íbúðabyggð Luanda. Reuters. TUTTUGU og átta manns fórust þegar einkaflugvél af gerðinni Ant- onov-12 brotlenti í einu fátæktar- hverfa Luanda, höfuðborgar Angóla, í gær. Var flugvélin á leið til borgarinnar Lucapa í norðausturhluta Angóla en vart varð við tæknibilun skömmu eft- ir flugtak og sneri flugstjóri vélinni þegai- við og hugðist lenda aftur í Lu- anda. Flugvélin hrapaði hins vegar til jai-ðar í Cazenga-úthverfinu og munu átta farþegar vélarinnar hafa farist en hin tuttugu fómarlömbin voru á jörðu niðri. Atti atburðurinn sér stað um miðja nótt að staðartíma. Sjónarvottur í Cazenga sagði að vélin hefði brotlent í íbúðabyggð og að þegar hefði kviknað eldur í vél- arflakinu. „Allir um borð hljóta að vera látnir," sagði íbúi í Cazenga. „Þeir einu sem komust lífs af voru héðan úr hverfinu. Tvö hús eru gjörsamlega ónýt. Þetta er hræði- legt því fólkið var sofandi í húsum sínum þegar vélin hrapaði til jarð- ar.“ Flugritinn til Úkraínu Ríkisútvarpið í Angóla greindi frá því að tveir hefðu sloppið lifandi úr flaki vélarinnar en fyrrnefndur íbúi Cazenga sagði þetta ólíklegt þar sem flugvélin hefði verið gjörsam- lega ónýt. Hefur flugriti vélarinnar, „svarti kassinn" svokallaði, þegar verið sendur til rannsóknar í Úkra- ínu, þar sem hann var framleiddur, svo kveða megi úr um orsakir slyss- ins. Flugvélin, sem byggð var í Sovét- ríkjunum fyrrverandi, var í eigu leiguflugfélagsins Aviacao Civile. Ekki er vitað hver var með vélina í leigu en það mun hvorki hafa verið ríkisstjórn Angóla eða Sameinuðu þjóðirnar. Borgarastríð geisar nú í landinu og voru tvær flugvélar í leigu Sameinuðu þjóðanna skotnar niður yfir Mið-Angóla í lok desem- ber og snemma í janúar. Næstu leikir í þýsku úrvals- DEILDINNI Á BREIÐBANDINU: io.o2 Essen - Nordhom (Patrekur Jóhannesson og Páll Þórólfsson) 17.02 Schwartau - Eisenach (Róbert Duranona) 24.02 Lemgo - Nettelstedt V. Nú býðst öllum þeim sem tengdir em breiðbandinu eða kapalkerfi Hafnarfjarðar að fylgjast með þýsku úrvals- deildinni í handbolta í beinni útsbndingu næstu átta vikumar. Margar af okkar bestu handboltahetjum leika með úrvalsliðunum í Þýskalandi og í kvöld kl. 19:25 spila í beinni útsendingu Frankfurt og Íslendingaliðið Wuppertal, með þá Geir, Valdimar og Dag innanborðs. Þýski handboltinn er sýndur beint í opinni dagskrá á Sýnishomarás breiðbandsins á miðvikudögum. Öllum leikjunum er lýst af margreyndum íþróttafrétta- mönnum Sjónvarpsins. yflr 25.OOO HEIMUl HIGA ÞESS NÚ KOST AÐ TBNGJAST BKEIDBANDINU A HÖFUÐBORGAH- SVÆÐINU OG 800 HEIMILI A HÚSAVÍK. HRINGDU STRAX OO KYNNTU ÞÍRMÁUDI t:{»Ii]7474 IhatÉjMÍ_ Opið allan sólarhringinn BREIÐVARPID SJÓNVAiPSÞIÓmJSTA StMANS y Mikið íírval göngu- og hlaupabrauta ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. WE5LO CADENCE 925 Rafdrifin göngu- og hlaupabraut Hraði 0-13 km/klst. Fjaðrandi bretti sem minnkar álag á liöamót. Einfaldur hæðarstillir, vandaður tölvumælir, statíf fyrir vatnsbrúsa og handklæði. Hægt að leggja saman og því hentug fyrir heimili og vinnustaði. Stgr. 99.750, kr. 105.000. Stærð: L144 x br. 70 x h. 133 cm. ÖRNINNP' STOFNAÐ1925 - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588 9890

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.