Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN/PROFKJOR MORGUNBLAÐIÐ Hennar tími er liðinn Sumir hafa viljað finna tengsl á milli Sól- borgar á Svalbarði og Solveigar á Miklabæ er var á dögum rúmri öld fyrr. Báðar jyrir- fóru þær sér og báðar gengu þær aftur. Jk ramótahvellurinn í /% Sjónvarpinu virðist / % liðinn hjá, a.m.k. ætla ekki að verða JLi'rekari eftirmál vegna Dómsdags, myndar Egils Eðvarðssonar um Sólborgar- málið. Ýmsir hafa haft samband við undirritaðan og viljað miðla af fróðleik sínum um þetta ógæfulega mál. Nokkrar við- bætur og leiðréttingar hafa komið fram sem sjálfsagt er að koma að en einnig hefur þjóð- arsálin bært örlítið á sér og bætt við sögusögnum og slúðri er spratt í kjölfar málsins á sín- um tíma. Það er annars merki- legt hvað lítið virðist hafa verið fjallað um Sól- VIÐHORF borgarmál ----- lengi frameftir EÍUr Havar öldinni og ekki Sigurjonsson er mjjjnSt á það í Öldinni sem leið 1861-1900. Bendir það til að málið hafí ekki vakið mikla athygli. Nema ritstjórum „Aldarinnar" hafi sést yfír það eða ekki talið það ómaksins virði. Var mér bent á að Þórar- inn Grímsson Víkingur hafi fyrstur rifjað upp málið í bók sinni Mannamál er út kom 1957. Einn viðmælandi minn sem ólst upp í Þistilfirði sagðist aldrei hafa heyrt á Sólborgar- mál minnst þá hann var að alast upp. Sagnfræðingurinn Guðjón Friðriksson, sem rannsakað hefur öðrum mönnum betur lífs- sögu Einars Benediktssonar, segir fáa hafa minnst á Sólborg- armál í sín eyru og engan gefið í skyn atburðarásina sem lögð er til í Dómsdegi. Eiríkur Krist- jánsson bóndi á Borgum í Þistil- firði hefur aðra sögu að segja og segist hafa heyrt talað um Sól- borgarmál á þeim nótum sem Dómsdagur sagði frá. Hann segir afa sinn hafa farið illa út úr jarðakaupum við Júlíus Sig- urðsson, mág Einars, árið 1905. Var að sögn Eiríks talið fullvíst að Einar hefði staðið á bakvið þau viðskipti enda um að ræða jarðir í Þistilfirði sem Einar keypti nokkrum dögum eftir að Sólborg fyrirfór sér. Þessi við- skipti Einars eru til skjalfest og kaupsamningur dagsettur á Raufarhöfn 23. janúar 1893. Voru þetta jarðimar Borgir, Kollavík og Kollavíkursel í Þis- tilfirði. Sendi Eiríkur mér ljós- rit af kaupsamningunum, máli sínu til staðfestingar. Telur hann að bein tengsl séu á milli framgöngu Einars í Sólborgar- máli og jarðakaupanna. Guðjón Friðriksson vill eyða öllum meintum tengslum jarða- kaupa Einars við Sólborgarmál. Einar Benediktsson hafi ávallt staðið í viðskiptum og jarða- kaupin sjálfsagt löngu ákveðin áður en hann lagði upp í Þistil- fjarðartúrinn. Megi telja líklegt að Einar hafi þarna verið að versla í umboði föður síns og þannig hafi jarðirnar síðar kom- ist í eigu Júlíusar úr dánarbúi Benedikts Sveinssonar. Einar var enda lengi í túmum og rétt- aði í fleiri málum áður en hann snéri aftur heim til Héðins- höfða. Jarðakaupin eru samt til marks um að Einar hefur ekki verið með öllu banginn og hald- ið sínu striki þrátt fyrir harm- leikinn á Svalbarði. Handritshöfundurinn og leik- stjórinn Egill Eðvarðsson valdi þann kost að blanda sér ekki í umræðurnar um myndina. Væri samt fróðlegt að vita hvort hann hafi heyrt orðróm um þá at- burðarás sem hann lýsir eða hvort hún sé alfarið hans hugar- smíð. Kannski má það einu gilda. Egill kaus að láta verkið tala og þagði sjálfur meðan þjóðin blés. Svo er það búið. Tími jólamyndarinnar er liðinn. Einhverjir hafa spurt hvað orðið hafi um Arnínu, dóttur Sólborgar, þá er var á fjórða ári er móðir hennar lést. Hún mun hafa komist til fullorðinsára, sest að í Eyjafirði og átt þar af- komendur. Sólborg mun því vera lang- eða langa-langamma einhverra sem nú eru uppi. Sig- urjón bróðir Sólborgar kynntist konu í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Rannveig hét hún og hafði verið dæmd fyrir að bera út barn sitt. Sigurjón og Rannveig tóku saman og bjuggu alla tíð á Raufarhöfn. I grein er Sveinn Valdimar Jónasson og Vigdís Sigurðardóttir skrifa í Morgunblaðið laugardaginn 30. janúar er sagt að Sigurjón og Rannveig hafi átt dóttur saman er lést á níunda ári. Var til þess tekið hversu barngóð þau voru. Sumir hafa viljað finna tengsl á milli Sólborgar á Svalbarði og Solveigar á Miklabæ er var á dögum rúmri öld fyrr. Nöfn þeirra hafa svipaða hljóman. Báðar fyrirfóru þær sér og báð- ar gengu þær aftur en svo mun einnig um fleiri. Einar Bene- diktsson orti um Miklabæjar- Solveigu og séra Odd og gekk svo á vit örlaganna á Svalbarði í Þistilfirði fáum árum síðar. Miklabæjar-Solveig kom fram á miðilsfundi á fjórða áratug þessarar aldar er varð til þess að Skagfirðingar grófu loks bein hennar í vígðri mold í Glaum- bæjarkirkjugarði. í Langnes- ingasögu er út kom á síðasta ári er þess getið að mikið hafi verið lagt í líkklæði Sólborgar og bamsins. Þykir það benda til þess að útfór hennar hafi verið með formlegri hætti en gefið heíúr verið í skyn til þessa. Sól- borg hafi jafnvel strax verið greftruð í kirkjugarðinum á Svalbarði en ekki lent innan garðsins þegar hann var síðar stækkaður eins og oftast hefur verið álitið. Merkilegt við þetta mál er að þó ekki séu iiðin nema rúm 100 ár, hefur þegar skapast svig- rúm fyrir getgátur og sögu- sagnir. Alþýðusagan er fljótari að sveipast gleymsku og dulúð en embættismannasagan ís- lenska sem til skamms tíma hefur verið hin eina Islands- saga. Þarna slær sögunum saman í heimsborgaranum og embættismanninum Einari Benediktssyni annars vegar og alþýðustúlkunni ógæfusömu úr Þistilfirði hins vegar. Hennar tími var skammur og er löngu liðinn. Sterkari saman í ÞAU þrjú ár er ég hef setið á Alþingi hef ég orðið vitni að því hvernig sundurlyndis- fjandinn sem lengi hef- ur þjakað rinstrihreyf- inguna á Islandi hefur smám saman þokað fyrir hinu sem samein- ar hana. Okkur er að verða æ ljósara að við erum sterkari saman. Kjör ellilíeyrisþega og öryrkja hafa rýrnað í góðærinu; staða þeirra í samfélaginu hefur versnað. Ríkis- stjómin lofaði að vísu að bæta hag þeirra og veita þeim ekki lakari úrlausn en þá mola er hrotið hafa til almennra launþega. Þetta loforð sveik hún að sjálfsögðu. Ef okkur finnst að þessir hópar þjóðfélagsins verðskuldi mannsæmandi tilveru þarf að bæta hag þeirra verulega. Til þess að koma þessu réttlætismáli fram er- um við sterkari saman. Á þessum góðæris- tímum er heilbrigðis- kerfið komið að fótum fram. Kostnaðarhlut- deild sjúklinga hefur smám saman læðst upp í þær stærðir að þeir sem höllustum fæti standa veigra sér orðið við því að leita læknis vegna kostnaðar. Fyrir bammargar láglauna- fjölskyldur ríður pensi- línkúr vegna eyrnabólgu þess yngsta, eða smá- rannsókn á þeim elsta, fjárhag fjölskyldunnar á slig. Tannlæknakostnað- ur þurrkar út sumar- leyfi næstu ára. Þessu þurfum við og þessu ætlum við að breyta. Til þess verks eram við að sterkari saman. Á hátíðastundum hafa ráðamenn uppi hástemmt tal um gildi mennt- unar og hver nauðsyn sé að við jöfn- umst á því sviði á við hina bestu. Nöturlegur raunveruleikinn nú í góðærinu við lok 20. aldar er sá að jafnrétti til náms er að hverfa. Kostnaður við nám í framhaldsskóla er orðinn slíkur að láglaunafólk á orðið í umtalsverðum erfiðleikum með að kljúfa hann og hann hækkar stöðugt. I grunnskólum standa illa launaðir kennarar orðið í skæru- Hluti þjóðarinnar, segir Sigríður Jóhannesdótt- ir, er læstur inni í víta- hring lágra launa, húsnæðiseklu og hárra vaxta. hernaði við sveitarfélög til þess að reyna að knýja fram nauðsynlegar úrbætur, ekki bara á launum heldur vinnuaðstöðu allri. Það er knýjandi nauðsyn nú á nýrri öld að búa þann veg að menntamálum að við séum samkeppnisfærir við nágrannaþjóð- ir. Til þess að takast á við þann vanda erum við sterkari saman. Sigríður Jóhannesdóttir Á DÖGUNUM var haldinn fundur í Há- skólabíói þar sem fund- arefnið var verndun há- lendisins. Fundur þessi var afar fjölsóttur og ekkert nema gott um það að segja. Mér þótti þó miður, að talsmönn- um Landsvirkjunar hefði verið neitað um innlegg í fundinn. Það er svo að Landsvirkjun er helsti aðili fram- kvæmda á hálendinu og til þess að sem flestum sjónarmiðum sé til skila haldið, er nauðsynlegt að sjónarmið Lands- virkjunar heyrist á slík- um fundi. Fundir um álitamál eru síður markvissir, ef skoðanir sem fram koma eru einhliða og komið í veg fyrir að skoðanir andstæðar skoðunum fundarboðenda fái að heyrast. Nóg um það. Af mótmælasvelti í kjölfar fundarins birtust viðtöl í ljósvakamiðlum við ýmsa sem fund- inn sátu og til málanna lögðu. Meðal þeiiTa vora tvær ungar stúlkur sem sögðu frá því í sjónvarpi að þær hygðust ekki neyta matar um jólahá- tíðimar og mótmæla virkjunum á hálendi Is- lands með tiltækinu. Fáum dögum síðar sátu þessar stúlkur fyiir svöram í morgunút- varpi Rásar 2. Þar stað- festu stúlkurnar, sem nema heimspeki við Há- skóla íslands, að þær hygðust ekki neyta matar um hátíðimar, utan að þær ætluðu að di-ekka grænmetis- seyði. Síðar kom í við- talinu, að önnur þeirra sagði á þessa leið: „Is- lendingar í dag láta ekki bjóða sér að vinna í verksmiðjum.“ Mer varð afar hverft við. Er það svo að Is- lendingar vinni ekki lengur í verk- smiðjum, við framleiðslu á útflutn- ingsvörum og við framleiðslu á vör- um á innlendan markað? Eru fisk- vinnslustöðvar landsins, kjötvinnslu- stöðvar landsins, bakarí, kexsmiðjur, málningarverksmiðjur, Isal, græn- metisverksmiðjur, (gróðurhús), Kísil- iðjan og svo mætti lengi áfram telja, ekki lengur mönnuð íslendingum. Auðvitað er það ekki svo. Það sem skilja mátti af orðum stúlkunnar var að fólk léti ekki bjóða sér að vinna svo ómerkileg störf sem verksmiðju- störf. Það kann að vera, að þessar ungu stúlkur telji störf í verksmiðj- um við framleiðslu öðrum störfum ómerkilegri. Öllum ætti að vera ljóst að ef ekki fæst fólk til að vinna við framleiðslu á Islandi, þá verður eng- inn Háskóli og hvorki heimspeki né önnur fræði kennd. I orðum Því fer hins vegar fjarri, að ekkert megi framkvæma, segir Sig- björn Gunnarsson, eða gera til að búa núlif- andi og eftirkomendum betri afkomu. stúlkunnar fólst dæmalaus hroki að mínu mati. Öll störf era mikilvæg og merkileg. Samfélagið er ein keðja sem ekki má rofna. Fari hirðumenn sorps í verkfall, lamast samfélagið á skömmum tíma, einkum og sér í lagi í þéttbýli. Verði afli ekki sóttur verða áfóllin mikil. Fari verkafólk í gróður- húsum landsins í verkfall fá stúlkurn- ar sem ætla að drekka grænmetis- seyði um hátíðarnar úti í Háskóla ekkert seyði, a.m.k. ekki af grænmeti ræktuðu á Islandi. Verði orkuverin tekin úr sambandi fá stúlkurnar heldur ekkert seyði, þar sem gróður- húsin þurfa orku til sinnar fram- leiðslu. Þannig mætti áfram telja. Lífið í landinu Sigbjörn Gunnarsson Forgangsröðun í þágu unga fólksins „MESTI og besti auður hvers lands er fólkið sjálft, sem lifir þar, hugsar og starfar, og hver, sem stuðlar til þess, að fólk flytji sig burt úr jafn lítt byggðu landi sem Island er, vinnur þjóðinni tjón,...“ Þessi orð Einars Bene- diktssonar skálds hafa sjaldan átt betur við en nú í aðdraganda nýrrar aldar. Hugvitið, mennt- unin og mannauðurinn mun ráða úrslitum um við hvaða skilyrði ís- lendingar búa í framtíð- inni. Dýrmætasta auðlindin Skylda okkar er að tryggja börn- um okkar bestu menntun sem völ er á. Margt bendir til að Islendingar séu að dragast aftur úr öðrum þjóð- um. Við verðum að laga okkur að breyttri heimsmynd og læra af reynslu annarra þjóða. Við erum alltof föst í þeim hugsun- arhætti að auðlindirnar; fiskurinn, fallvötnin og jarðhitinn tryggi okkur bjarta og góða framtíð. Auðvitað eigum við að nýta þessar auðlindir á skynsamlegan hátt og betur en við höfum gert hingað til. En auðlind- irnar eru fleiri en fisk- urinn í sjónum og orkan í fallvötnunum. Dýr- mætasta auðlindin er hvorki í hafinu né fall- vötnunum, heldur í okk- ur sjálfum og þá sér- staklega unga fólkinu. Nýtum mannauðinn Menntastefna ríkisstjórnarinnar er röng. Á sama tíma og framfarasinn- aðar þjóðir treysta á menntun, rann- sóknir og hugvit til að viðhalda og bæta lífskjör, vanrækjum við íslend- ingai' sömu greinar. Þær þjóðir sem við berum okkur helst saman við verja mun hærri fjárhæðum en við, sem hlutfalli af þjóðarframleiðslu, til menntamála. Ef haldið er áfram á sömu braut þá nýtum við illa þann mikla mannauð sem í íslensku þjóð- inni býr. Aldursskipting þjóðarinnar sýnir að íslendingar era ein yngsta Dýrmætasta auðlindin er hvorki í hafínu né fallvötnunum, segir Magnús Jón Arnason, heldur í okkur sjálfum og þá sérstaklega unga fólkinu. þjóðin í hinum vestræna heimi. Möguleikar okkar til að skapa þjóðfé- lag framfara og jöfnuðar á næstu öld era fólgnir í að nýta þann mannauð sem býr í æsku landsins. Eflum skólana Við lifum á breytingatímum. Tækniþróun er ör og ekkert lát á henni. Skólarnir, allt frá leikskólum Magnús Jón Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.