Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 23 LISTIR Morgunblaðið/Þorkell ALASTAIR Rolfe, útgáfustjóri Penguin, og Jóhann Sigurðsson hjá Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar skrif- uðu undir samninginn um „vandaða og aðgengilega“ útgáfu Islendingasagna á ensku. Með þeim á myndinni er Einar Benediktsson, framkvæmdastjóri land-fundanefndar, sem var meðal þeirra sem fögnuðu framtakinu. s Islendingasögur á heimsmarkað FORRÁÐAMENN Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar og Penguin- Press-útgáfunnar í London skrifuðu í gær undir samning um útgáfu Islendingasagn- anna á ensku. Samningurinn felur í sér mikla útbreiðslu sagnanna um allan heim og væntanlega aukinn áhuga á þeim. Utgáfa Islendingasagna á ensku stendur á gömlum merg því að breskir rithöfundar og fræðimenn hafa löngum sýnt sögunum áhuga, allt frá Willi- am Morris á nítjándu öld til samtímaskáldanna Seamus Heaneys og Teds Hughes, eins og Alastair Rolfe, útgáfustjóri Penguin, minnti á í ávarpi sínu við undirritun samningsins um leið og hann tíundaði mikil- vægi íslenskra bókmennta fyrr og nú. Langur og góður Brahms TÓNLIST Bustaðakirkja KAMMERTÓNLEIKAR A fjórðu tónleikum Kammermús- ikklúbbsins léku Tríó Reykjavíkur og Sigurbjörn Bernharðsson verk eftir Beethoven, Ravel og Brahms. Sunnu- daginn 31. janúar. ÞRÍRADDA ritháttur hefur ávallt verið freistandi viðfangsefni en þó fylgir sá böggull skammrifí, að hljómar eru oftlega gjörðir af fleiri nótum en þremur, þótt á móti komi raddlegt frjálsræði, enda eru mörg tríóin sérlega skemmtilegar og lif- andi tónsmíðar. I raun má segja að Beethoven hæfí tónsmíðaferil sinn með útgáfu þriggja tríóverka fyrir píanó, fiðlu og selló og númeraði þau ópus 1, 2 og 3. I raun var Beethoven sjálfur útgef- andi verkanna, sem komu út 1795, þótt Artaria-útgáfufyrirtækið prent- aði þau. Haydn var hrifinn af verk- unum, sem hann sagði vera góð, „þótt hann hefði vissar efasemdir varðandi djai'fleika síðasta verksins og réði Beethoven frá því að gefa það út óbreytt". Beethoven fór ekki að ráðum Haydns en það var einmitt síðasta tríóið, op. 1 nr. 3, sem var flutt af Tríói Reykjavíkur sl. sunnu- dag í Bústaðakirkju. Þetta glæsilega og æskufjöruga verk var mjög vel flutt, en þar fer saman stefrænn ein- faldleiki og dramatískt óþol þess sem liggur mjög á að segja hug sinn. Fyrsti kaflinn er viðamikið verk, til- brigðin elskuleg, menúettinn hrynskarpur eins og skersóin m’ðu síðar, en síðasti kaflinn, sem Haydn gagnrýndi aðallega, er lausastur í sér en uppfullur af æskuákafa. Allir kaflarnir voni mjög vel fluttir af Guðnýju, Gunnari og Maté, með þeim kammermúsíkantísku einkenn- um samspils og samhygðar í tóntaki, sem er að verða aðal tríósins. Annað viðfangsefni tónleikanna var tríó eftir Ravel. Þetta meistara- verk er sérlega skýrt í formi og rit- hætti, allt að því gegnsætt, en bestu kaflarnir eru fyrsti og þriðji, er voru sérlega vel leiknir, sérstaklega „passakalían", sem er undarleg og dulúðug útfærsla á þessu gamla formi. Fyrsti kaflinn var í hægara lagi og íyrir bragðið svolítið laus í formi en í þeim síðasta, sem er sér- lega efiður fyiúr píanóið, var píanóið of sterkt, sem að nokkru er sök tón- skáldsins, því rithátturinn er á köfl- um sérlega þykkur. Tónleikunum lauk með píanókvar- tett op. 26 eftir Brahms og þar bætt- ist í hópinn Sigurbjörn Bernharðs- son. Brahms mun hafa haldið innreið sína í Vínarborg með tveimur píanó- kvartettum (op. 25. í g-moll og op. 26 í A-dúr) og til flutnings þeirra fengið með sér félaga úr Hellmesberger- kvartettinum. Áheyrendur munu hafa haft meii’i áhuga á pianóleik- tækninni hjá Brahms en verkunum sjálfum og fannst mörgum síðari pí- anókvartettinn vera „drungalegur, torskilinn og illa saminn“. Það mun aðallega hafa verið hægi þátturinn sem fólki fannst drungalegur. Fyi’sti þátturinn er „wagnerískur“ að bygg- ingu og þar var leikur Tríós Reykja- víkur glæsilegur. Skersóið, sem var flutt af mikilli reisn, er byggt á tveimur stefjum, og í tríó-þættinum er unnið með kanón-raddskipan. Eins og venja er um skersó og menúetta eru allir kaflarnii’ endur- teknir, sem gerir þáttinn sérlega langan, og í lokaþættinum, sem er viðamesti kafli verksins, reynir bæði á flytjendur og áheyrendur og má því segja, að þarna hafi gefist tæki- færi til að heyra bæði „langan og góðan“ Brahms. Nokkur þreyta var farin að gera vart við sig í lokaþætt- inum, þótt flestu væri þar vel til haga haldið og flutningur kaflans í heild góður. Þetta voru langir tónleikar, en flutningurinn í heild góður og ein- staka kaflar afburða vel fluttir, eins og t.d. passakalían í verki Ravels, fyrsti þátturinn í Brahms og allir kaflai'nh’ í hinu æskuglaða verki Beethovens. I flutningi kammer- verka í þessum gæðaflokki þarf að mörgu að hyggja, því í þessum verk- um er dregin saman margþætt kunnátta og listreynsla mikilla lista- manna, sem ekki verður vel um búið, nema í höndum þeirra sem eru vel kunnandi, eins og Tríó Reykjavíkur er og finnst glögglega í stöðugri leit hópsins að því sem aðeins verður skynjað en aldrei skilgi’eint. Jón Ásgeirsson Helga Arnalds í hlutverki Isafoldar Það sem allar konur þrá LEIKLIST Tjarnarbío LciklidsiA 10 fingiir KETILS SAGA FLATNEFS eftir Helgu Arnalds. Leikstjórn: Þór- hallur Sigurðsson. Leikmyiid: Petr Matásek. Brúður og leikur: Helga Arnalds. Verndari sýningarinnar: Vigdfs Finnbogadóttir. Sunnudaginn 31. janúar. SÖGUSMETTAN ísafold bjástr- ar við þvottasnúru, hlustar á út- varpið, spjallar við vinkonu sína í símann og segir áhorfendum sögu spunna út frá aðaláhugamáli henn- ar, íslendingasögum. Söguna nefnir hún Ketils sögu flatnefs og er það dagsönn lygasaga, að hennar sögn. Þetta er umgjörð leiksýningar Helgu Ai’nalds sem hún nú ferðast um með milli skóla og sýndi síðast- liðinn sunnudag í Tjarnarbíói. Sýn- ingin er n.k. einþáttungur þar sem blandað er saman ýmsum tegund- um brúðuleikhúss og er Helga sjálf í hlutverki Isafoldar, sem síðan aft- ur bregður sér í gervi annarra per- sóna sem við sögu koma. Sagan sem ísafold segir og leikur af húmor og hugvitssemi snýst um Ketil flatnef sem fer á fund hinnar tröllkynjuðu Yngvildar frá Hringa- ríki til að fá svar við spurningunni áleitnu: Hvað er það sem allar kon- ur þrá? Eftir nokkarar hremmingar fær Ketill svarið, sem er bæði skemmtilegt og felur í sér boðskap verksins, svo að segja, en verður að sjálfsögðu ekki gefið upp hér. En saga Isafoldar um Ketil og Yngveldi hefur ýmsa útúrdúra sem auka skemmtun áhorfenda til muna. Helga Arnalds nýtur hér aðstoð- ar Petr Matáseks, sem er höfundur vel útfærðrar og færanlegrar leik- myndar, svo og Þórhalls Sigurðs- sonar, sem leikstýrir Helgu með góðum árangi’i. Þau þremenningar geta verið hæstánægð með útkom- una því hér er um bráðskemmtilega sýningu að ræða og fór Helga á kostum í öllum þeim gervum sem hún bregður sér í. Leikmynd Petr Matáseks samanstendur af þvotta- snúrum á hringpalli sem má snúa eftir þörfum og klæðin sem hanga á snúrunum breytast í brúður og tröll þegar sagan krefst þess. Sýningin ætti að höfða til breiðs áhorfendahóps, allt frá börnum í yngstu bekkjum gi-unnskólans til fullorðinna áhorfenda. Ég vona að sem flestir skólar landsins sjái sér fært að bjóða nemendum sínum að njóta þeirrar skemmtilegu stundar sem Helga býður hér fram. Soffía Auður Birgisdóttir IÍTCAI AM uiununn í fullum gangi r.'y Litir: Hvítir oq bláir % Tegund: 382900 . Innanhússportskór á útsölu Póstsendum samdægurs r loppskórinn L VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 SIÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR Mikill afsláttur af öllum vörum inrQarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 LAGERUTSALAN Allur fatnaður frá kr. 500-1.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.