Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 1
27. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Serbar ekki enn svarað urslitakostum tengslahópsms frá því í síðustu viku KLA tekur þátt í friðar- viðræðum Reuters KOSOVO-Albanar efndu í gær til mótmælaaðgerða í borginni Haag í Hollandi þar sem þeir fóru fram á að Kosovo yrði veitt sjálfstæði. Jafn- framt livöttu þeir Atlantshafsbandalagið (NATO) til að láta til skarar skríða gegn yfirvöldum í Júgóslavíu. Pristina, New York, Washington, París. Reuters. FRELSISHER Kosovo, KLA, til- kynnti í gær að hann myndi taka þátt í friðarviðræðum sem tengsla- hópur vestui-velda og Rússa hefur boðað til og hefjast eiga í Frakk- landi á laugardag. Stjórnvöld í Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, hafa hins vegar engu svarað um hvort fulltrúar þeirra mæti til viðræðna eða láti á það reyna hvort Atlantshafsbanda- Iagið, NATO, geri loftárásir á Serb- íu eins og það hefur hótað, verði ekki látið af ofbeldisverkum í Kosovo. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað í gær að taka ekki afstöðu til kröfu júgóslavneskra yf- irvalda um fund í öryggisráðinu vegna hótana NATO fyrr en seinna í vikunni. Hafði Zivadin Jovanovic, utanríkisráðherra Júgóslavíu, áður sakað NATO um að brjóta ákvæði stofnskrár SÞ með því að hóta árás- um. Talsmaður KLA, Jakup Krasniki, sagði í gær að samtökin myndu „ör- ugglega" senda fulltrúa sína til Rambouillet, fyrir utan París, þar sem viðræðumar eiga að fara fram. Mikill ágreiningur er innan KLA um hvort ganga eigi til viðræðna við júgóslavnesk stjórnvöld og rúmri klukkustund áður en Krasniki ræddi við fréttamenn kvaðst pólitískur talsmaður KLA, Adem Demaci, hafa hvatt skæruliðasamtökin til að hafna samningaviðræðum. Krasniki sagði KLA myndu leggja fram nokkur tilboð á fundin- um í Rambouillet. Eitt þein-a væri tillaga um að boðað yrði til þjóðar- atkvæðis að loknum þriggja ára reynslutíma tillögu tengslahópsins en hún kveður á um að Kosovo fái sjálfsstjórn en verði áfram hluti Júgóslavíu. Serbar hafa vísað þeirri tillögu á bug. Þá hefur Demaci sagt tillögur tengslahópsins gagnslausar því þær tryggi Albönum ekki sjálf- stæði að reynslutímanum liðnum. 25.000-30.000 manna landher? Aðildarríki NATO era nú farin að ræða af alvöru hvort senda eigi landher til friðargæslu í Kosovo. William Cohen, varnannálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði á mánu- dag að þátttaka Bandaríkjamanna í slíku herliði yi-ði takmörkuð og kvaðst telja að Evrópuríkjum bæri að sinna friðargæslu í Kosovo. Fyrstu viðbrögð í Evrópu voru í gær jákvæð. Alain Richard, varnar- málaráðherra Frakklands, sagði að Frakkar myndu leggja fram stóran hlut í hugsanlegum landher en Richard hefur áður lýst því yfir að verði herlið Evrópuríkja ekki fjöl- mennara en bandarískt í Kosovo verði það álfunni til skammar eins og raunin sé í Bosníu. í fyrirspurnartíma í franska þing- inu í gær sagði Richard of snemmt að segja til um hversu fjölmennt lið yrði sent en franskir fjölmiðlar hafa nefnt tölur á bilinu 25.000-30.000 manns. Þá sagði Le Monde frá því að NATO byggi sig nú undir að senda allt að 100.000 manna herlið til að hertaka Kosovo og þvinga deilendur að samningaborði færa friðarviðræðurnar í Rambouillet út um þúfur. Brasilía Enn skipt um seðla- banka- stjóra Brasih'u. Reutere. STJÓRNVÖLD í Brasilíu tilkynntu í gær, að Francisco Lopes hefði lát- ið af starfi sem seðlabankastjóri að- eins þremur vikum eftii' að hann felldi gengi realsins, brasilíska gjaldmiðilsins. Margir sparifjáreig- endur hafa tekið út fé sitt af banka- reikningum af ótta við, að þeir verði fi'ystir. I tilkynningu fjármálaráðuneytis- ins sagði, að hagfræðingurinn Arm- inio Fraga, sem starfaði nýlega fyr- ir auðjöfurinn George Soros, myndi taka við af Lopes þegar öldunga- deild þingsins hefði staðfest skipun hans. Kom þetta mjög á óvart og féll gengi realsins nokkuð gagnvart dollara. Hefur það þá fallið um 35% síðan Lopes tók við sem seðla- bankastjóri af Gustavo Franco 13. janúar sl. Rætt við IMF um kreppuna Orðrómur komst á kreik um það sl. föstudag, að ríkisstjórnin ætlaði að frysta inneignir á bankareikning- um og í gær og í fyrradag urðu margir til að taka út allt sitt sparifé þótt stjórnvöld vísuðu þessu á bug. Fulltrúar stjórnvalda eiga nú í við- ræðum við fulltrúa IMF, Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, um kreppuna í landinu. Þingmenn skoða vitnisburð Lewinskys Jordan spurður spjörunum úr Washington. Reuters. VERNON Jordan, einkavinur Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta, var í gær yfirheyrður í þrjár klukkustundir af saksóknuram fulltrúa- deildar Bandaríkja- þings bak við luktar dyr í þinghúsinu í Was- hington. A sama tíma vora öldungadeildar- þingmenn að horfa á upptökur af yfírheyrslu saksóknaranna yfir Monicu Lewinsky, sem fram fór 1 íyrradag. Viðurkenndi Henry Hyde, sem fer fyrir saksóknuranum, að engar „sprengjur" hefðu fallið í yf- irheyrslunni yfir Lewinsky. Þetta var í fyrsta skipti sem Jor- dan er yfirheyrður frá því Lewinsky hóf að veita Kenneth Starr aðstoð í rannsókn hans á málefnum Clint- ons. Er Jordan annað af þremur vitnum sem kallað er fyrir en mis- munur á vitnisburði hans og Lew- inskys er talinn geta skipt sköpum fyrir málareksturinn á hendur Clinton. Mun Jordan hafa ítrekað fyrri vitnisburð um að hann hefði alls ekki haft í hyggju að standa í vegi réttvísinnar er hann reyndi að finna starf handa Lewinsky. Öldungadeildarþing- menn sem horfðu á upptökur af yfirheyrsl- unni yfir Lewinsky í gær fóra ekki leynt með þá skoðun sína að vitnisburður Lew- inskys nú hefði verið afar líkur þeim sem hún gaf fyrir rannsókn- arkviðdómi í íyrrasum- ar. Nýttu lögmenn for- setans ekki tækifæri sitt til að yfirheyra Lewinsky heldur munu þeir hafa lesið yfirlýsingu þar sem Lewinsky er beðin afsökunai' á þeim vandræðum sem málarekstur- inn gegn Clinton hefur valdið henni. Kvaðst repúblikaninn Orrin Hateh telja að opinber sýning yfir- heyrslunnar yfir Lewinsky myndi auðvelda almenningi að móta sér skoðun á því hvort svipta beri Clint- on embætti. Hvíta húsið mun hins vegar vera þessu mótfallið. Vernon Jordan Sjórán færast í aukana Kuala Lumpur. Reuters. SJÓRÁN í heiminum voru nokkuð færri á árinu 1998 en árið á undan en AJþjóða sjó- ferðastofnunin (IMB) hefur hins vegar sérstakar áhyggjur af því að ofbeldi tengt sjórán- um hefur færst veralega í auk- ana. Kemur fram í ársskýrslu IMB að 198 sjórán áttu sér stað á höfum úti en vora 247 árið áður. Munu sextíu og sjö hafa verið myrtir í sjóránum á síð- asta ári en voru fimmtíu og einn árið áður og hafa menn af þessu miklar áhyggjur, ekki síst af því að sjóræningjar þykja sýna áður óþekkt mis- kunnarleysi. Vfluðu sjóræn- ingjar t.d. ekki fyrir sér ný- lega að drepa 23 Kínverja sem vora í áhöfn skips er þeir hugðust ræna. Langflest þeirra sjórána, sem framin eru ár hvert, eiga sér stað í Suðaustur-Asíu. Flest vora sjóránin í höfunum við Indónesíu, alls voru þar framin fimmtíu og níu sjórán. Fimmtán sjórán áttu sér stað í nágrenni Filippseyja, tólf á Indlandi og tíu í Malasíu. Schröder-stjórnin 100 daga í embætti Einkunnin lág en fylgíð í lagi Bonn. Reuters. ÞÝZKIR fjölmiðlar gefa ríkisstjórn Ger- hards Schröders ekki háa einkunn eftir fyrstu 100 dagana í embætti, en útlit er fyr- ir að kjósendur í sam- bandslandinu Hessen veiti stjómarflokkun- um nokkra uppreisn æru á sunnudaginn. Skoðanakannanir benda allar til að Jafn- aðarmannaflokkur Schröders (SPD) njóti mests fylgis fyrir kosn- ingar til þings Hess- ens, sem era fyrstu kosningarnar sem fram fara í Þýzkalandi frá því þjóðin kaus nýtt sambandsþing í september. CDU tekst ekki að hagnast á mistökum stjórnarinnar „Ef til vill hefur okkur yfirsézt, að á 100 dögum er ekki hægt að efna öll þau kosningaloforð, sem eiginlega tekur heilt kjörtímabil að hrinda í framkvæmd,“ hefur Die Welt eftir Schröder. „Ef farið er í hlutina með þeim mikla hraða sem við höfum gert koma upp tæknileg mistök af og til.“ Að Schröder skuli viðurkenna að stjóm- inni hafi orðið á mistök í viðleitni sinni til að setja landinu nýja stefnu eftir 16 ára valdatíð Kristilegra demókrata (CDU) und- ir forystu Helmuts Kohls hefur ekki valdið fylgi við flokk hans í Hessen neinum skaða. Kosningabarátta CDU í Hessen, sem að miklu leyti hefur gengið út á að reyna að vinna fylgi út á andstöðu við þær breytingar á lögum um ríkisborgararétt sem stjórnin í Bonn hyggst keyra í gegn, virðist hafa misst marks. Svo virðist sem CDU sé enn í kreppu eftir hinn sögulega ósigur í sambandsþing- kosningunum. í Hessen, sem nær m.a. yfir há- borg fjármálaviðskipta í Þýzka- landi, Frankfurt, hefur samsteypu- stjórn SPD og græningja verið við völd frá árinu 1991. Gerhard Schröder
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.