Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 56
Drögum næst 10. febrúar HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings www.vr.is Verzlunarmannafélag Reykjavikur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1999 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Fjölgað um tvo menn í borgarráði TILLAGA um að borgarráðsfulltrú- um verði fjölgað um tvo og að þeir verði sjö í stað fimm eins og nú er verður lögð fram af meirihluta Reykjavíkurlista á fundi borgar- stjórnar nk. fimmtudag. Tillagan gerir ráð fyrir nýju ákvæði til bráðabirgða og að tveir fulltrúar verði kosnir í borgarráð til viðbótar þeim sem kjömir voru 18. júní sl. Kjörtímabil þeirra verði til júní n.k. I greinargerð með tillögunni er bent á að samkvæmt sveitarstjórn- arlögum skuli byggðarráð skipað fimm eða sjö aðalmönnum þar sem ellefu eða fleiri fulltrúar era í sveit- arstjórn. Varamenn skulu vera jafn- margir. Gert er ráð fyrir að þegar eftir staðfestingu og birtingu breyt- ingarinnar verði kosnir í borgar- stjórn tveir borgarfulltrúar í borg- arráð, til viðbótar þeim sem þar sitja fyrir, og tveir til vara. -------------- Glæsibifreið ekið viljandi í Hvalfjörðinn RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Reykjavík hefur til meðferð- ar kæru, sem umráðamaður glæsi- bifreiðar af Jagúargerð, hefur lagt fram vegna þjófnaðar á bifreiðinni. Vitni sáu bifreiðinni ekið fram af bryggju NATÓ á Miðsandi í Hval- firði fyrir um viku síðan. Tveimur bifreiðum var ekið að bryggjunni og segja vitnin að annarri þeirra hafi greinilega verið ekið viljandi fram af bryggjunni og út í sjóinn. Bifreiðin sökk ekki nema til hálfs og var dreg- in á þurrt með krana. Skráningarnúmer þeirrar bifreið- ar sem ók með mennina af vettvangi náðist. Boðum var komið til lögregl- unnar í Borgarnesi, sem sendi málið til lögreglunnar í Reykjavík. Er það í rannsókn. Islandsbanki hagnaðist um 1.400 milljónir HAGNAÐUR Islandsbanka á síðasta ári nam 1.415 milljónum króna, sem er 360 milljónum meira en árið á und- an. Heildareignir bankans námu 108 milljörðum króna í árslok 1998 og jukust um liðlega 18 milljarða á árinu eða 20% að því er fram kemur í frétt frá bankanum. Innlán jukust um 14% á síðasta ái*i og útlán um 20%. Eigið fé nam í árslok 7.453 milljónum króna. Þar af er hlutafé 3.877 m.kr. Arðsemi eiginfjár var 24% á síðasta ári samanborið við 21% árið 1997. Valur Valsson, bankastjóri, telur að afkoman á síðasta ári hafi verið viðunandi enda góð útkoma á öllum sviðum rekstrarins. Hann segir nið- urstöðuna vera í takt við væntingar þótt endanlegur hagnaður bankans hafi verið betri en búist var við. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kaupþings Norð- urlands, segir afkomu bankans betri en menn þorðu að vona. Hann bendir sérstaklega á að kostnaður af tekjum heldur áfram að lækka sem bendir til þess að hagkvæmni í rekstrinum sé stöðugt að aukast, samkeppnisaðilun- um til eftirbreytni. Hann telur arðsemi eiginfjár bank- ans upp á 24% afar góðan árangur en bendir jafnframt á að erfitt verði að viðhalda þeim árangri ekki síst í ljósi þess að bankinn mun greiða fullan tekjuskatt í fyrsta sinn af rekstri þessa árs. ■ 1.415 milljóna/18 Salan á 62% í Borgey Morgunblaðið/Ásdís Saga verður Radisson SAS HÓTEL Saga hefur fengið nýtt útlit í kjölfar þess að það varð á dögunum eitt af hótel- unum í Radisson SAS-hótel- keðjunni. Ný skilti hafa verið sett á hótelið og sömuleiðis á Hótel ísland, sem einnig er orðið hluti af hinni víðfemu keðju hótela. Litlar breytingar verða gerðar innandyra. Kaupverð allt að 700 milljónir KAUPVERÐ 62% hlutar í sjávarútvegsfyrirtækinu Borgey hf. á Höfní Hornafirði hefur ekki verið gefið upp, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er það á bilinu 500 til 700 milljónir króna. Nafnverð hlutabréfanna er um 300 milljónir og samkvæmt heimildum blaðsins var gengið nálægt tveim- ur. KASK átti ráðandi hlut í Borgey eða 42,3% og hefur hann allur verið seldur Skinney og Þinganesi. Einnig hefur verið gengið frá kaupum Skinneyjar og Þinganess á öllum hlutabréfum sveitarfélagsins Hornafjarðar og Lífeyrissjóðs Austurlands. Hvor aðili átti um 10% þannig að nú eiga Skinney og Þinganes um 62% hlutabréfa í Borgey hf. Um 250 einstaklingar og félög eiga þau 38% hlutafjár sem ekki skiptu um eigendur að þessu sinni og eru Olíufélagið hf. og Vátrygg- ingafélag Islands þar stærstu aðil- arnir. Með sölu hlutabréfa sinna í Borgey hættir KASK afskiptum af sjávarútvegi en Borgey var stofnuð árið 1992 upp úr sjávarútvegs- rekstri KASK og dótturfélaga þess. ■ Mikil samlegðaráhrif/C3 Bær frá landnámsöld fundinn á Snæfellsnesi ALDURSGREINING á sýni frá Irskubúðum á Snæfellsnesi, norður af Snæfellsjökli, sýnir að þar var landnámsbýli. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem rannsakað hefur rústirnar, segir að fáir staðir hér á landi, og jafnvel erlendis, séu betur fallnir til heildarrannsóknar á víkingaaldarbæjarstæði. Hann telur að vegna staðsetningar rústanna í fógru og óspilltu umhverfi en þó rétt við þjóðveginn geti þær haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn þegar búið er að grafa þær allar upp. Bjarni segir að býlið hafi verið nokkuð yfir meðalstærð og rústir meira en tíu bygginga hafa fundist. Auk þess er í um hundrað metra fjarlægð frá bæjarstæðinu brunnur og jafnlagt frá er kuml í svonefndum Hákonarhól þar sem líklegt er að landnámsmaðurinn sé grafinn. „Skálinn virðist vera um 16 metra langur, sem er heldur stærra en ■miðlungsbýli. Þetta er meðal annars miklu stærra býli en Eiríksstaðir sem menn hafa verið að rannsaka." Bjarni vill þó ekkert fullyrða um hvort höfðingi hafi búið á býlinu. „Ég er ekki í nokkrum vafa að ferðamönnum þætti mjög spennandi að skoða rústirnar. Þarna er mikil náttúrufegurð, jökullinn gín yfir þessu. Þetta er hluti af þjóðgarðin- um sem þama verður og mikið er af fornleifum og rústum á svæðinu, meðal annars Berutóttir og Beru- leiði, Fornisaxhóll og fleira. Það er mjög auðvelt að komast að staðnum og bílastæðin eru tiibúin því í um tíu metra fjariægð frá rústunum er gamall malarflugvöllur sem Bretar lögðu.“ Margt styður aldursgreiningnna C-14 aldursgreining sem fram fór í Bandaríkjunum sýnir að byggð hafi verið á staðnum einhvern tímann á tímabilinu 850-950 og aðrar vísbend- ingar eru um að býlið hafi verið kom- ið í eyði fyrir árið 1000. Bjarai bíður einnig eftir niðurstöðu úr annairi mælingu á sýni sem greint er í Svíþjóð. „Það eru margir fleiri þætt- ir sem benda til sömu niðurstöðu. Rétt hjá er kuml og það bendir óneitanlega til þess að að rústirnar séu frá heiðnum tíma. Veggirnir eru hreinræktaðir torfveggir og það þekkist ekki í mannabústöðum frá síðari tímabilum en frá því um það bil árið 1000. Byggingarlagið, lang- eldurinn og gripirnir sem fundust benda einnig til sömu niðurstöðu." Bjarni er sjálfstætt starfandi forn- leifafræðingur og rekur fyrirtækið Fornleifafræðistofuna. Hann kannaði rústirnar fyrst sumarið 1996 fyrir Snæfellsbæ og gróf í þeim sum- arið eftir. Hann segir að mörg ár muni taka að gera heildarrannsókn á þeim. Nöfnin Irskubúðir og Hákonarhóll eru frá 18. eða 19. öld og að sögn Bjarna eru þau í litlum tengslum við raunverulega fortíð staðarins. Há- kon var samkvæmt sögnum kristinn maður og því harla ólíklegt að hann hafi verið heygður í kumli. Irskubúð- ir vísa sennilega til enskra manna frá borginni Bristol sem margar sög- ur eru af á þessum slóðum. Býlisins er hvergi getið í rituðum heimildum en minnst er á rústirnar í skrifum frá byrjun 19. aldai’. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson Heiðlóur hafa vet- ursetu ANNAN veturinn í röð hafa heiðlóur sést á Suðvesturlandi. Um mánaðamótin desember 1997 og janúar 1998 höfðu sést tveir fuglar í Njarðvíkurfitjum en nú eru þeir orðnir sex. Það hafa einnig sést 1-2 fuglar í Inn- nesjum og í síðustu jólatalningu sást ein lóa á Vatnsleysuströnd. Það er afar sjaldgæft að lóur dveljist á íslandi að vetrarlagi og sýnir myndin heiðlóu í vetrar- búningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.