Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hús Byggðastofnunar til sölu Heimamenn sýna áhuga ÞRJÚ formleg tilboð bánist í hús- eign Byggðastofnunar við Strand- götu á Akureyri. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofn- unar, var að fara yfir tilboðin í gær. Hann vildi ekki ræða tilboðin að öðru leyti en því að þau væru nokkuð álíka og öll frá heima- mönnum. Húsnæði Byggðastofnunar er tvær hæðir og ris, samtals um 680 fermetrar að stærð. Byggðastofn- un keypti húsnæðið árið 1993 og þar hefur starfsemi stofnunarinn- ar verið fram til þessa. Auk þessa eru í húsinu átta aðrar stofnanir, sem sagt hefur verið upp leigu- samningi vegna sölunnar á húsinu. Eins og fram hefur komið hefur starfsemi Byggðastofnunar á Akureyri verið lögð niður og fjór- um starfsmönnum stofnunarinnar sagt upp störfum. Guðmundur sagði að starfseminni á Akureyri yrði skipt upp, hluti hennar flyttist til Sauðárkróks, hluti færi undir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar en lánastarfsemi og fleira tengt fjái-málum færi undir stofnunina í Reykjavík. Starfsemi Sjóklæðagerðarinnar hafín Saumavélarnar í gang að nýju ÞAÐ VAR létt yfir saumakonun- um sem mættu til vinnu hjá 66iN- Sjóklæðagerðinni á Akureyri í gær, en fyrirtækið hóf þá starf- semi í húsnæði því sem Folda var í áður á Gleráreyrum. Ullariðnaðar- fyrirtækið Folda varð sem kunn- ugt er gjaldþrota skömmu íyrir síðustu jól. Prjónadeild þess hefur verið seld til Hvammstanga og vef- deildin verður flutt til Skaga- strandar. Sjóklæðagerðin keypti fyrii' skömmu fataframleiðsluvélar þrotabús Foldu á Akureyri og er ætlunin, að sögn Tómasar Agnars- sonar framleiðslustjóra, að fyrst í stað verði starfsemin í húsnæðinu á Gleráreyrum en á næstu mánuð- um verður leitað að hentugra hús- næði. „Það eru hér að störfum nú til að byrja með fimmtán manns, allt fólk sem áður vann á saumadeild Foldu. Fólk er auðvitað ánægt með að fá störf aftur. Það er gott hljóðið Morgunblaðið/Kristján SAUMAVÉLARNAR á Gler- áreyrum fóru í gang að nýju eftir nokkurt hlé í gær, en Sjóklæða- gerðin keypti fyrir nokkru fata- framleiðsluvélar þrotabús Foldu. í mönnum,“ sagði Tómas. Sauma- konur voru í óða önn að loðfóðra kuldagalla á fyrsta vinnudeginum, en uppistaðan í verkefnum Sjó- klæðagerðarinnar nyrðra verður gerð kulda- og hlífðarfatnaðar. Einnig verður framleiddur vinnu- fatnaður og regnfatnaður undir merkjum 66iN og Max og verður sú framleiðsla ætluð til útflutnings. Margir vilja í slökkviliðið TUTTUGU umsóknir bárust um störf slökkviliðsmanna hjá Slökkvi- liði Akureyi’ar. Fjórar fastar stöð- ur slökkviliðsmanna voru auglýstar lausar og einnig sumarafleysingar í sumar. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri sagði þetta svipaðan fjölda umsókna og hann átti von á. Stefnt er að því að ráða í stöðurnar fljótlega en gert er ráð fyrir að fjölga slökkviliðsmönnum í fjóra á vakt þann 1. maí nk. Samningur við heilbrigðisráðu- neytið, sem undimtaður var fyrir áramót um aukna þátttöku ráðu- neytisins í rekstri stöðvarinnar byggist á því að fjölga slökkviliðs- mönnum á vakt en slökkviliðs- menn sjá einnig um sjúkraflutn- inga. „Við eigum að veita þá þjónustu sem þýðir að við verðum að fjölga á hverri vakt og ríkið greiðir um helming þess kostnaðar á móti bænum,“ sagði Tómas Búi. Hraölestrarnámskeiö á Akureyri. Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? ">■* Viltu margfalda afköst í námi um alla framtíð? Ef svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á námskeið sem hefst á Akureyri 12. febrúar n.k. Skráning er í síma 565 9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn Fjölmenni á skíðadegi í Böggvisstaðafjalli Morgunblaðið/Kristján MIKILL fjöldi fólks tók þátt í skíðadegi fjölskyldunnar í Böggvisstaðaljalli við Dalvík um helgina. Þeir sem ekki voru nógu stórir til að fara sjálfir upp með lyftunni fengu bara far með mömmu og jafnvel báðar leiðir. Skíðað var gegn vímu í góðu veðri Á ANNAÐ hundrað manns, á öll- um aldri, tóku þátt í skíðadegi fjölskyldunnar í Böggvisstaða- fjalli í Dalvíkurbyggð sl. sunnu- dag. Skíðafélag Dalvíkur og Lionsklúbbarnir á Dalvík stóðu fyrir fjölskyldudeginum, undir slagorðinu; Skíðum gegn vímu. Guðbjörg Jóhannesdóttir, vara- formaður Lionsklúbbsins Sunnu, sagði að fjölskyldudagurinn hefði tekist mjög vel £ alla staði, enda hafí veðrið verið yndislegt. „Til- gangurinn með deginum var að vekja athygli á vímuvörnum á svæðinu og um leið að minna á okkur og starf okkar.“ Guðbjörg sagði að ástandið í vímuvarnamálum í bænum væri hálfskuggalegt. Hún sagði ástandið í vetur þó heldur skárra en í fyrra og árið þar áður. „Krakkamir hafa aðallega haft áfengi og tóbak undir höndum en í fyrra og hittifyrra vora fíkniefni hér í umferð. Maður verður mun meira var við þetta í svona litlu bæjarfélagi og því er um að gera að gera allt til að sporna við þeirri þróun. Við getum fylgst betur með og okkar markmið er að vekja upp umræðu um þennan vanda.“ Vímuefnum sagt stríð á hendur Á fjölskyldudeginum á sunnu- dag var m.a. keppt í samhliðasvigi á snjóbrettum, auk þess sem um 40 börn í 3. bekk og yngri reyndu fyrir sér í þrautabraut. Frítt var í skíðalyftur og þá vora sleða-, þotu og gönguskíðabrautir opnar. Lionsklúbbamir þrír í Dalvík- urbyggð, Lkl. Sunna, Lkl. Hrærekur og Lkl. Dalvíkur og Skíðafélagið hafa komist að sam- komulagi um að halda árlega skíðamót sem ber nafnið Vímu- varnamót Lions. Fyrsta mótið verður haldið um næstu helgi, dagana 6. og 7. febrúar. Með slag- orðinu „Skíðum gegn vímu“ vilja aðstandendur mótsins segja vímuefnum stríð á hendur. Keppt verður í svigi, stórsvigi og á snjó- brettum og hefur Ólafsfirðingum verið boðið að taka þátt í mótinu, auk heimamanna. Félögin hvetja UM 40 börn reyndu fyrir sér í þrautabrautinni og þótt þau hafi ekki öll verið há í loftinu sýndu þau góð tilþrif. ÞAÐ var hart barist í samhliðasvigi á snjóbrettum, þar sem krakk arnir reyndu fyrir sér bæði innbyrðis og gegn foreldrum sínum. alla íbúa við utanverðan Eyjafjörð að koma í fjaliið og eiga saman góðan vímulausan dag. Stefnt að stofnun vímuvarnasjóðs Guðbjörg sagði að meiningin væri að vera með kaffisölu um næstu helgi og að ágóðinn rynni í vímuvarnasjóð í Dalvíkurbyggð. „Slíkur sjóður er ekki til hér en málið er á framstigi og við eigum eftir að ræða við bæjarstjóra um málið. Markmiðið er að sjóðurinn verði notaður til fræðslu og for- varaa, enda þörfin mikil.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.