Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ B-listi og D-listi slíta meirihluta- samstarfí í Grindavík Framsóknar- menn mynda meirihluta með J-lista FRAMSÓKNARMENN og fulltrú- ar J-lista, jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks, náðu samkomulagi sl. sunnudagskvöld um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Grindavík- ur. Upp úr samstarfi Framsóknar- flokks og Sjálfstæðiflokks slitnaði sl. fostudag vegna ágreinings um ráðn- ingu í starf yförverkstjóra áhalda- húss bæjarins. Framsóknarfiokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa verið í meirihluta i Grindavík undanfarin 17 ár. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur eru með 2 fulltrúa hvor í bæjarstjórn en J-listinn með þrjá. Að sögn Harðar Guðbrandssonar, efsta manns á J-listanum, óskuðu bæði sjálfstæðismenn og framsókn- armenn eftir viðræðum við J-listann eftir að upp úr hafði slitnað. Ræddu fulltrúar J-iistans fyrst við sjálfstæð- ismenn á sunnudag og í framhaldi af því við framsóknarmenn. Var síðan ákveðið á sunnudagskvöldið að halda áfram viðræðum við framsóknar- menn sem leiddi til þess að undirrit- uð voru drög að samkomulagi og viljayfirlýsing um samstarf B-lista og J-lista aðfaranótt mánudags. Talið er víst að samkomulagið verði staðfest á félagsfundum framboðs- listanna í dag. Agreiningur um ráðningu yfírverkstjóra Aðspurður hvað hefði valdið því að upp úr samstarfínu við sjálfstæðis- menn slitnaði sagði Hallgrímur Bogason, odditi B-listans og forseti bæjarstjómar: „Þeir óskuðu eftii' því að formaður sjálfstæðisfélagsins yrði settur sem verkstjóri bæjarins. Ég gat ekki unað við þá lausn og þeir voru ekki tilbúnir til neinnar mála- miðlunar um það mál. Þeir fóru því að leita fyrir sér hvort þeir fengju stuðning einhvers staðar annars staðar. Við unnum síðan þann slag,“ svaraði hann. „Þetta er búið að vera 17 ára samfellt samstarf, sem ég held að hafi yfírhöfuð gengið mjög vel. Á þessu kjörtímabili höfðu ekki verið átök um eitt eða neitt,“ sagði hann. Ólafur Guðbjai-tsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisfiokksins, segir að sam- starfsslitin hafi átt sér nokkurn að- draganda. Málefni áhaldahússins hafi verið í ólestri. „Við vildum leysa það og fengum bæjarstjóra það verkefni að fara ofan í málið og gera tillögur. Fram komu þrjár tillögur og sú til- laga sem bæjarstjóri mælti með var sú að yfirverkstjóri yrði færður til og aðstoðarverkstjóri yrði settur sem yfirverkstjóri. Annað yrði ekki gert vegna þess að þarna er um að ræða menn sem eru 67 og 68 ára gamlir og var gert ráð fyrir að þeir fengju að ljúka sínum starfsferli þama. Síðar yrði svo auglýst starf yfirverkstjóra,“ sagði Ólafur. Hann sagði að báðir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og annar bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins hefðu samþykkt að fara þessa leið og gera annan af tveimur aðstoðarverkstjórum áhaldahússins að yfirverkstjóra en Hallgrímur Bogason hefði verið ófáanlegur til að samþykkja þá tillögu og viljað aug- lýsa starfið strax. „Við vorum að reyna að fara mannlegu leiðina við lausn á þessum vanda,“ sagði hann. I samkomulagi nýja meirihlutans er gengið út frá því að Einar Njáls- son gegni áfram stöðu bæjarstjóra Grindavíkur. Morgunblaðið/ÓIafur Jens Sigurðsson Framkvæmdum við Búlandshöfða miðar vel Hellissandi - Það hefur vakið at- hygli hvað framkvæmdum miðar hratt hjá Héraðsverki ehf. í Búlandshöfðanum. Greina má hvaða svip nýi vegurinn tekur á sig og hvað hann kemur til með að verða mikil samgöngubót. Hermt er að Héraðsverk muni senn taka upp tvöfaldar vaktir og mun þá verkið vitaskuld ganga langtum hraðar. Velinö Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473. Heldur þú að C-vítamm sé nóg ? NATEN - er nóg l FRÁ afhendingu viðurkenningarinnar. Hólmfríður Sigurðardóttur tók við viðurkenningu fyrir hönd Róberts Gunnarssonar, Guðmundur Mete, Jóhann R. Benediktsson og Gísli Stefánsson sem tók við viðurkenningunni fyrir Val Fannar Gíslason og Stefán Gíslason. Fjárhags- áætlun Húsavík- urbæjar samþykkt Húsavík - Fjárhagsáætlun Húsa- víkurbæjar sem lögð var fram í desember var samþykkt með lítils- háttar breytingum á bæjarstjórn- arfundi hinn 28. janúar. Heildartekjur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja eru áætlaðar 674 millj. kr. og er það um 58 millj. kr. hækkun frá fyrra ári. Heildar- rekstrargjöld eru aftur á móti áætluð 575 millj. kr. Til verklegra framkvæmda og fjárfestinga er áætlað að verja 769 miUj. kr. á móti 436 millj. kr. á fyrra ári og er það hækkun um 332 millj. kr. Útgjöld til eftirgreindra mála- flokka eru þessi: Til fræðslumála eru áætlaðar 155 millj. kr., til fé- lagsmála 57 millj. kr., æskulýðs- og íþróttamála 35 millj. kr., al- menningsgarða og útivistar 28 millj. kr., skipulags- og byggðar- mála 17 millj. kr., fjármagnsgjöld eru áætluð 33 millj. kr. og yfir- stjóm bæjarins 44 millj. kr. Útsvör em áætluð 349 millj. kr. og fasteignaskattar 51 millj. kr. Heildarlántökur eru áætlaðar 763 millj. kr. en afborganir lána 70 millj. kr. þannig að ráð er gert fyr- ir að skuldir hækki um 693 millj. kr. og em þá langtímaskuldir bæj- arsjóðs og bæjarfyrirtækja áætl- aðar í árslok 1269 millj. ki'. en þar af em 613 millj. kr. vegna orku- veitu. Álagningarhlutfall útsvars er 12,4% sem er hámarksútsvar. „I ljósi sífellt erfiðari rekstrar- stöðu sveitarfélaga á undanfórnum áram er erfitt að sjá að þau geti annað er nýtt sér þennan megin- tekjustofn sinn, að öðram kosti verða þau að draga úr þeirri þjón- ustu sem veitt er,“ sagði bæjar- stjórinn Reinhard Reynisson þá er hann lagði fjáhagsáætlunina fram til fyrri umræðu. Atlavík sport veitir viður- kenningu Eskifirði - Fyrir skömmu hélt Atla- vík sport hóf þar sem þeir Eskfirð- ingar sem hafa leikið með landslið- um í knattspyrnu fengu viður- kenningu. Austri hefur lengi átt fulltrúa í yngri landsliðum og eru þeir nú orðnir fimm talsins og hafa leikið 104 leiki til samans. Valur Fannar hefur spilað 58 leiki en hann hefur Ieikið með öllum yngri landsliðum og má geta þess að í einum leik í haust átti Austri fjóra menn í byij- unarliði á móti Hvíta-Rússlandi. Þessir fræknu fótboltamenn eru Valur Fannar Gíslason, Stefán Gíslason, Guðmundur Mete, Jó- hann R. Benediktsson og Róbert Gunnarsson. Seljum í nokkra daga lítið utlitsgölluð husgögn með allt að 50% afslætti Opið: lau. 6/2 kl. 11-16 sun. 7/2 kl. 13-17 Mörkinni 3 sími 588 0640 fax 588 0641 casa@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.