Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 43 Kynning- arfundur um ár aldraðra ÁRIÐ 1999 er „ár aldraðra" samkvæmt sérstakri samþykkt Sameinuðu þjóðanna sem ber yfirskriftina „þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri“. Til að kynna þessar áherslur Sameinuðu þjóðanna nánar og jafnframt að ræða stöðu aldraðra í íslensku samfélagi hefur verið boðað til fundar fimmtudaginn 4. febrúar nk. kl. 14 á Hótel Selfossi. Á fundinum flytur Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, ávarp. Jón Helgason, fyrrverandi ráðheira og oddviti framkvæmdastjórnar um „ár aldraðra", kynnir sam- þykktir SÞ um málefni aldr- aðra. Kristjana Sigmundsdóttir, félagsráðgjafi í Arborg, mun fjalla um stöðu aldraðra á Suð- urlandi og þá þjónustu sem þeim er veitt af hálfu sveitarfé- laganna. Þá mun Böðvar Stef- ánsson, formaður Styrktai-fé- lags aldraðra á Selfossi, gi'eina frá starfsemi þeirri sem félög eldri borgara standa fyrir og loks fjallar Benedikt Davíðsson, foiTnaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi forseti ASI, um kjör aldraðra í ís- lensku samfélagi. Fundarstjóri verður Ingunn Guðmundsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Árborgar og formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfé- laga. Þriðji lestur Sígildra ljóð- leika í Borg- arleikhúsinu HARMLEIKUR Evrípídesai', Hippólítos, verður fluttur í Borgarleikhúsinu í kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20. Leikritið er þriðji lestur í leiklestrasyrpu Leikfélags Reykjavíkur sem nefnist Leiklestur sígildra ljóð- leika í þýðingu Helga Hálfdan- arsonar. Áður hafa verið flutt leikritin Lífið er draumur eftir Calderón de la Barca og Ofjarl- inum eftir Pieire Corneille. Evrípídes (480-406 f.Kr.) er ásamt Æskílosi, Sófóklesi og Ai'istófanesi helsta leikskáld Grikklands til forna. Af þeim 92 leikiátum sem hann samdi var aðeins 17 harmleikjum og ein- um satyi'leik bjargað. Af öðrum eru aðeins eftir slitrur eða ein- ungis titillinn einn. Þekktustu verk hans eru Medea (431 f.Ki-.), Hippólítos (428 f.Kr.) Trojudætur (415 f.Kr.) og Bakkynjurnai’ (406 f.Kr.) Geta má þess að leikritið Fedra eftir Jean Racine, sem Þjóðleikhúsið hefur í hyggju að setja á svið, er byggt á þessu leikriti Evrípídesar. Þáttakendui- eru Björn Ingi Hilmarsson, Friðrik Friðriks- son, Halldóra Geirhai'ðsdóttir, Margrét Olafsdóttir, Rósa Guð- ný Þórsdóttir, Sóley Elíasdótt- ir, Steindór Hjörleifsson, Val- gerður Dan og Þorsteinn Gunn- arsson. Fyrirlestur um missi foreldris NÝ Dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur fyrir fyrirlestri um missi foreldris og verður hann haldinn fimmtu- daginn 4. febrúar klukkan 20 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyrh'lesai'i er Hólmfríður Margrét Konráðsdóttir. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tekjuskattar og skattgreiðendur við álagningu 1998 hlutfall framteljenda (%) ________Qgiftir_______ Einstæðir ------------------ Allir Ógiftir alls Barnlausir foreldrar Hjón alls Karlar Konur framt. Undir skattleysismörkum 34,6 36,0 20,5 1,4 8,7 38,5 28,4 Greiðendur tekjuskatts 44,8 43,6 56,8 81,8 77,6 39,7 52,5 Greiðendur tekjuskatts og/eða útsvars 65,2 63,7 79,5 92,1 88,8 60,6 70,5 Greiðendur hátekjuskatts 4,34 4,4 3,5 7,9 7,6 1,4 4,4 Greiðendur tekjuskatta eftir bætur 59,9 62,1 37,7 85,9 85,0 53,3 65,0 Röng tafla birtist RANGAR tölur birtust í töflu um tekjuskatt og skattgreiðendur á bls. 6 í blaðinu í gær. Taflan birtist hér rétt uni leið og beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Gengið á milli fjarða HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 með Höfninni og Eiðsvík upp á Valhúsahæð. Það- an niður að Bakkavör og inn með strönd Skerjafjarðar og yfir Grímsstaðaholt og Melana niður að Hafnarhúsi. I boði er að stytta gönguleiðina og fara að Ufsakletti yfír Bráðræðisholtið og um Kapla- skjól niður á Strandstíginn og sam- einast hinum hópnum þar. Undir lok gönguferðarinnar verður litið inn í Fjarskiptaminjasafnið á Mel- unum undir leiðsögn forstöðu- mannsins. Allir eru velkomnir. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks Auglýst eftir lögum DÆGURLAGAKEPPNI Kven- félags Sauðárkróks 1999 er nú hafin. Þegar hefur verið auglýst eftir lögum í keppnina en henni mun ljúka með úrslitakvöldi í Sæluviku Skagfírðinga föstu- daginn 30. apríl nk. Öllum laga- og textahöfund- um landsins er heimil þátttaka. Aðeins verða tekin til greina verk sem ekki hafa verið flutt opinberlega né gefin út áður. Verkin skulu vera á hljóðsnæld- um/diskum og textar á íslensku. Þátttakendur skili verkum sín- um inn undir dulnefni, ásamt þátttökugjaldi kr. 1.000 á lag. Rétt nafn og heimilisfang skal fylgja með í vel merktu og lok- uðu umslagi. Síðasti skilafrestur er 24. febrúar 1999. Miðað er við að þátttökugögn séu póstlögð í síð- asta lagi þann dag. Póstfang er „Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks", Pósthólf 93, 550 Sauðárkrókur. Dómnefnd mun síðan velja tíu lög til að keppa á úrslitakvöldi sem verður 30. apríl og mun þá sérstofnuð hljómsveit flytja lög- in ásamt söngvurum sem höf- undar velja. Sérskipuð dóm- nefnd ásamt áheyrendum mun velja sigurlag. Vegleg verðlaun verða veitt. Morgunblaðið/Ingimundur Námskeið um Mexíkó á tuttugustu öld NÁMSKEIÐ um Mexíkó á 20. öld sem ber yfii'skriftina „Frá byltingu til óvissrar framtíðar" verður hald- ið 9., 16. og 23. febrúar og 2. mars í samstarfi við heimspekideild HI. 9. 16011131' kl. 20.15-22.00. Nám- skeiði þessu er ætlað að skýra þjóðfélagsaðstæður í Mexíkó í dag. 16. febrúar kl. 20.15-22. í þess- um tíma verður fjallað um tímabil- ið frá 1910-1940. ítarlega verður fjallað um mexíkósku byltinguna og þá ólíku þjóðfélagshópa sem börðust um völd innan hennar. 23. febrúar kl. 20.15-22. Fjallað verður um tímabilið ca 1940-1970. Rætt verður um hið sérstaka stjórnsýslukerfi sem PRI-flokkur- inn skapaði sem innlimaði bænda- og verkalýðshreyfingar og kom á tiltölulegum friði og stöðugleika innan þjóðfélagsins. Þá verður rætt um mexíkóska „efnahags- undrið“ sem hófst með þjóðnýtingu olíulinda og fjallað verður um áhrif erlendra íjárfesta svo og samskipti við Bandaiikin. 2. mars kl. 20.15-22. Gestafýrir- lesari verður dr. Edward M. Far- mer. Hann mun íjalla um tímabilið frá hinum blóðugu atburðum á Tla- telolco-torgi árið 1968 til dagsins í dag. Hann mun leggja sérstaka áherslu á stefnu stjórnvalda á valdatíð Carlos Salinas og afleið- ingar þessarar stefnu á þjóðlíf og efnahag í Mexíkó í dag. Kennsluefni verður Ijósrit úr sagnfræðibókum, tímaritsgreinum, bókmenntaverkum o.s.frv. Einnig verður stuðst við myndefni að svo miklu leyti sem mögulegt er. Kennari er dr. Ellen Gunnars- dóttir sagnfræðingur. Gestafyrir- lesari verður Edward Farmer, doktor í mexíkóskri sagnfræði, en hann hefur starfað sem fréttamað- ur í Mexíkóborg. Kennarar í tröllagerð hjá Herdísi Borgarnesi. - ÞÆR voru að ljúka við gerð tröllanna kenna- ararnir á námskeiðinu hjá henni Herdísi Egilsdóttur á skólaskrifstofu Vesturlands í Borgarnesi þegar fréttaritara bar að. Herdís hefur þróað aðferð við tröllaframleiðsluna og hald- ið námskeið víða. Tröllin voru hin myndarlegustu og koma væntanlega að góðum notum við kennsluna og auka athygl- ina hjá börnunum. Kennararnir úr samstarfs- skólunum á Vestuiiandi voru ánægðir í lok námskeiðisins með tröllin sín þegar þeir stilltu sér upp með Herdísi. Ráðstefna um snjóflóð og björgun úr snjóflóðum BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjarg- ai’ og Slysavai-nafélags íslands standa fyrir ráðstefnu um snjóflóð og björgun úr snjóflóðum dagana 26.-28. ágúst. Aðalfyrirlesari á ráð- stefnunni verður prófessor Bruce Jamieson frá Háskólanum í Calgary, Kanada. Prófessor Jamieson er einn þekkt- asti og virtasti sérfræðingur á sviði snjóflóða í Norður-Ameríku, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefnan er hugsuð fyrir alla þá er þurfa að ferðast um snjóflóða- svæði. Auk prófessors Jamiesons munu íslenskir sérfræðingar á sviði snjóflóða vera með erindi á ráðstefn- unni. Ráðstefnan verður haldin í húsnæði skólans, Stangarhyl 1. Skráning og nánari upplýsingar er hægt að fá í Björgunarskóla Lands- bjargar. Vinstrihreyfingin - grænt framboð Stofnfundur 5.-6. febrúar 1999 STJÓRNMÁLASAMTÖKIN Vinstrihreyfingin - grænt framboð verða foiinlega stofnuð á landsvísu dagana 5.-6. febrúar í Borgartúni 6 í Reykjavík. Setningarathöfn fundar- ins hefst kl. 17.30 á fóstudag og er öllum opin. Allir ski'áðir liðsmenn hreyfingar- innar eiii í fullum rétti og nýir félag- ar geta skráð sig á staðnum. Fram að stofnfundi er hægt að skrá sig hjá formönnum kjördæmisfélaganna sem ei-u: Á Vesturlandi Sigurður Helgason, á Vestfjörðum Gunnar Sigurðsson, á Norðurlandi vestra Þórarinn Magnússon, á Norðurlandi eystra Kristín Sigfúsdóttir, á Aust- urlandi Magnús Stefánsson, á Suð- urlandi Þorsteinn Ólafsson, á Reykjanesi Jens Andrésson og í Reykjavík Sigríður Stefánsdóttir. LEIÐRÉTT 41 en ekki 441 atkvæði skildi að MISTÖK ollu því að fram kom í blaðinu í gær að 441 atkvæði hefði skilið Ástu Ragnheiði Jóhannes- dóttur og Össur Skarphéðinsson að í 2. sæti prófkjörs Samfylkingarinn- ar. Rétt er að 41 atkvæði skildi þau að. Rangt föðurnafn í FRÉTT um íslensku bókmennta- verðlaunin í blaðinu í gær var rangt farið með föðurnafn Valdimars Jó- hannssonar. Beðist er velvirðingar Myndavíxl I Stuðningsgrein við Drífu Hjartar- dóttur á Keldum í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi, sem birt var sl. laugar- dag, víxluðust myndir af höfund- um, þeim Margréti Einarsdóttur og Sigi’íði Sveinsdótt- ur. Hér birtast réttar mjmdir af þeim stöllum og eru þær og aðrir hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Rangt stöðuheiti RANGT var farið með stöðuheiti Soffiu Gísladóttur, sem skipar 3. sætið á framboðslista sjálfstæðis- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, í blaðinu í gær. Hið rétta stöðuheiti er félagsmálstjóri Þing- eyinga. á mistökunum. Margrét EinarsdóHir Sigríður Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.