Morgunblaðið - 03.02.1999, Síða 17

Morgunblaðið - 03.02.1999, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 17 Námskeið um sjálfsmat GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ís- lands heldur námskeiðið Inn- skyggnir-Sjálfsmat dagana 4.-5. febrúar kl. 8.30-12.30 á Hótel Sögu, þingsal D, 2. hæð. A námskeiðinu verður lögð áhersla á sjálfsmatslíkanið og notk- un þess við mat á stjórnunarárangri fyrirtækja. Fjallað verður um ávinning af notkun Innskyggnis, mismunandi aðferðir við fram- kvæmd sjálfsmats og hlutverk sjálfsmats í daglegri starfsemi fyr- irtækja. Komið verður inn á tengsl Innskyggnis við Islensku gæða- verðlaunin. Þátttakendur þurfa að vinna heimaverkefni. „Þau fyrirtæki sem beita sjálfs- mati eru m.a. að styrkja samkeppn- isstöðu sína með því að fara á gagn- rýninn hátt yfir alla helstu þætti í starfsemi fyiirtækisins. Fyrii- þau fyrirtæki sem hafa hug á að sækja um Islensku gæðaverðlaunin 1999, er um að ræða gott tækifæri til að læra að nota Innskyggni. Megintilgangur sjálfsmats er að meta stöðu fyrirtækisins út frá nýt- ingu kerfa, trúfestu stjórnenda og þátttöku allra starfsmanna, að varpa ljósi á forgangsatriði í um- bótastarfí, að fylgjast með framför- um og árangri fyrirtækisins og að- stoða við stefnumörkun. Sjálfsmatslíkön hafa yfirleitt ver- ið þróuð sem grundvöllur einkunn- argjafar fyrir gæða-verðlaun, og svo er einnig með Innskyggni. Is- lensku gæðaverðlaunin voru veitt í fyrsta sinni Plastprent hf. á Alþjóð- lega gæðadaginn 13. nóvember 1997. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi gæði á sviði rekst- urs og stjórnunar," segir í fréttatil- kynningu. Leiðbeinendur: Guðrún Ragnars- dóttir gæðastjóri Landsvirkjunar og Haraldur Á. Hjaltason sviðs- stjóri ráðgjafarsviðs VSÓ Ráðgjafar hf. Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 2. febrúar. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofa GSFÍ eða með tölvupósti gsfiÉgsfí.is Forstjóri BMW sætir gagnrýni London. Reuters. HLUTABREF í þýzka bílafram- leiðandanum BMW hafa hækkað í verði vegna bættrar afkomu, en töl- ur sem sýna það hafa horfíð í skugga fréttar um að Bernd Pischetsrieder forstjóri hafí sætt gagnrýni hluthafa vegna taps á Rover-deild fyrirtækisins í Bret- landi. Sala BMW í fyrra jókst um 5% í 60,1 milljarð marka úr 60,1 milljarði marka 1997, en að sögn fyrirtækis- ins verður hagnaður minni en 1997 vegna taps á Rover. Framleiðsla Rover Group minn- kaði um 5% í 497.574 bíla á árinu. Hins vegar jókst framleiðsla BMW um 5% í 706.426 bíla. Að sögn Die Welt reiddust hlut- hafar áframhaldandi tapi hjá Rover, sem keyptur var 1994. Heimildar- menn blaðsins sögðu að hluthafar hefðu komizt að þeirri niðurstöðu á einkafundi að bezt væri að forstjór- inn segði af sér. Die Welt hermdi að Wolfgang Reitzle markaðsstjóri væri hugsan- legur eftirmaður. Hins vegar sagði talsmaður BMW að ekkert væri hæft í frétt- inni - enginn hluthafafundur hefði farið fram í Berlín og Pischets- rieder væri ekki undir þi-ýstingi. í tilkynningu frá BMW sagði að samkeppnisstaða Rovers væri að batna og að ný framleiðsla og aukin endurskipulagning mundu leiða til ■meiri ávinnings. BMW hefur átt í viðræðum við brezk verkalýðsfélög og embættis- menn um framtíð hinnar sögufrægu Rover-verksmiðju í Longbridge. Þrátt fyrir úrbætur er framleiðni minni þar en í öllum öðrum bfla- verksmiðjum Evrópu. Óttazt hefur verið að BMW loki verksmiðjunni. Scholes og Krasker hætta hjá LTCM Grcenwich, Connecticut. Reuters. í FRÉTTATILKYNNINGU frá Long-Term Capital Management, baktryggingarsjóðnum sem var bjargað frá barmi gjaldþrots í fyri'a- haust, segir að Nóbelsverðlaunahaf- inn Myron Scholes og William Krasker, tveii- af stofnendum sjóðs- ins, muni láta af störfum. LTCM undir stjórn Johns Mer- iwether hélt velli eftir gífurlegt tap í markaðsumrótinu í fyrra með hjálp hóps þekktra banka. Scholes og Krasker munu halda fjárfestingum sínum í LTCM og verða áfram sjóðs- félagar með takmarkaða ábyrgð. Krasker starfaði áður hjá Solomon Brothers og mun taka við ráðgjafa- starfi hjá því fyrirtæki. Áður en Krasker kom til starfa í Wall Street vai- hann prófessor í Harvard Business Sehool. Scholes, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 1997 ásamt LTCM-félaga sínum Robert Merton, snýr aftur til Kaliforníu og mun flytja fyrirlestra við Stanford-háskóla auk þess að stunda ritstörf. Utibússtjóri hjá Búnaðar- banka ÞORSTEINN Ólafs hefur verið ráðinn útibússtjóri Austur- bæjarútibús Búnaðarbanka ís- lands hf. Þorsteinn lauk prófí í viðskipta- fræði frá Háskóla ís- lands árið 1982 og varð löggiltur verðbréfa- miðlari árið 1987. Þor- steinn var ráðgjafi hjá Fjárfesting- arfélagi Is- lands hf. 1984-87 og forstöðumaður Verðbréfaviðskipta Samvinnu- bankans (síðar Samvinnubréfa Landsbankans) 1987-96. Þorsteinn var framkvæmdastjóri Handsals hf. áður en hann réðst til Búnaðar- bankans. Eiginkona Þorsteins er Lára Kristjánsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þorsteinn Ólafs Hærra verð á gulli vegna aldamóta? Höföaborg, Suður-Afríku. Reuters. ÓVISSA vegna aldamótanna kann að stöðva langvarandi lækkun á verði gulls, sem hefur valdið erfið- leikum í greininni, að sögn sér- fræðinga. „Nýtt árþúsund og óvissa samfara því kann að geta orðið til þess að gull fái aftui- að skipa sinn réttmæta sess,“ sagði Gerard Kemp, gullsér- fræðingur BOE Securities, fulltrú- um á alþjóðlegin námuráðstefnu. Vegna fjármálakreppunnar í Rússlandi og Asíu hækkaði gull ekki í verði í fyrra og komst verðið ekki yfir 300 dollara únsan eins og sumir sérfræðingar höfðu spáð. Þess vegna hefur verið um það rætt í greininni hvort gull hafí glatað því hefðbundna hlutverki sínu að veita öruggt skjól á tímum umróts í fjármálum og stjórnmálum. „Þrátt fyrir stórtíðindi í fjármál- um hefur gull ekki gegnt þessu hlut- verki sínu nú,“ sagði Nick Farr-Jo- nes, gullsérfræðingur verðbréfafyi'- ii-tækisins Société Générale á fund- inum. Farr-Jones hefur spáð því að meðalverð á gulli í ár verði 310 doll- ai-ar únsan og hækki því úr 294 doll- urum únsan í fyrra. Kvíði vegna aldamótanna hefur hins vegar gert að verkum að getum hefur verið að því leitt að verð á gulli muni fara hækkandi í desember. Uggur um hugsanlegt hrun tölvu- kerfis heims vegna þess að tölvur muni ekki þekkja ártalið 2000 og efnahagsleg áhrif sem það getur haft getur orðið til þess að verð á gulli hækki í yftr 350 dollara únsan, sagði Farr-Jones. ^eacikósVrt og ilndv«d*°6S'Íðan I AvalU g6ms*tur Finndu muninn! ntom Piri Piri Herfur j)U séð nýja uppskriftabœklinginn okkar? Profaðu holla og spennandi kjúklingarétti. Veldu retta fnerkið, þaðgerir gœfúmuninn! . , yoct.u verslun_

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.