Morgunblaðið - 07.02.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 21
„Það er í tísku núna að vernda náttúr-
una og allir vilja vera með. En við
megum ekki gleyma því að mörg sam-
tök hafa mætt mikilli andstöðu og for-
dómum í gegnum árin, en hafa unnið
mikið starf í þágu náttúruverndar.“
Stofnun náttúru- og umhverfis-
verndarsamtaka á Islandi
Félagar
1969
1970
1971
1972
1973
1974
1975
1976
1977
1978
1979
1980
1981
1982
1983
1984
1985
1986
1987
1988
1989
1990
1991
1992
1993
1994
1995
1996
1997
1998
1999
■ 1969 Landvernd 60 félagasamtök
1969 Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
1970 Náttúruverndarsamtök Austurlands 150
Stofnuð í kjölfar andstöðu við Laxárvirkjun.
Einnig stofnuð sambærileg samtök í flestum
öðrum landshlutum, en þau eru ekki starfandi
í dag.
Félag leiðsögumanna - Fag- og 500
stéttarfélag leiðsögumanna
1975 Samband íslenskra náttúruverndar-
samtaka - Hefur hætt starfsemi
1978 Líf og land - Stuðla að jafnvægi í
umhverfismálum. 1.000
1986 Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvemd 150
Stofnuð að breskri fyrirmynd, vinna að
endurbótum á friðuðum svæðum og
náttúrunni almennt.
1996 Samtök um óspillt land í Hvalfirði - 3.000
Stofnuð í kjölfar áforma um byggingu álvers
í Hvalfirði.
1997 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs - 250 auk félaga
Stofnuð til að sporna gegn jaróvegs- og samtaka
tróðureyðingu á svæðinu.
997 Náttúruvemdarsamtök íslands - 400
Stofnuó í kjölfar umræðu um skipulag
hálendisins.
1997 Félag um vemdun hálendis Austurlands 150
Stofnað í kjölfar hugmynda um virkjanir norðan
Vatnajökuls,.
1998 SAMÚT samtök útivistarfélaga - 30.000
Stofnuð I kjölfar umræðu um breytingar á
sveitarstjórnarlögum.
1998 Hálendishópurinn - Stofnaður í kjölfar
aukinnar umræðu um virkjanir á hálendinu.
1999 Umhverfissamtök íslands - Stofnuð í 130
kjölfar aukinnar umræðu um virkjanir á hálendi
íslands.
Félagið hefur tekið þátt í umræðu
undanfarið um miðhálendið og gef-
ið út yfirlýsingar varðandi skipulag
þess og nýtingu. Nálægt 500
manns eru í félaginu en þau voru
stofnuð árið 1972.
Stofnuð í kjölfar
virkjunarhugmynda
Eins og áður sagði voru á átt-
unda áratugnum starfandi náttúru-
verndarfélög eða samtök í flestum
landshlutum, en flest þeirra hafa
hætt starfsemi nú. Eitt shkt félag
hefur þó starfað óslitið frá stofnun
árið 1970, og eru það Náttúru-
vemdarsamtök Austurlands. Að
sögn Guðmundar Beek, formanns
félagsins, hefur það fyrst og fremst
einbeitt sér að náttúruvemd á
Austurlandi, bai-ist fyrir friðlýs-
ingu ýmissa svæða í fjórðungnum,
og gegn framkvæmdum við Fljóts-
dalsvirkun. Félagsmenn era á ann-
að hundrað. Félagið er aðili að
Landvemd og segist Guðmundur
ekki skilja hvers vegna verið sé að
stofna fleiri umhverfissamtök. „Eg
skil ekki þessa nýju stofnun og veit
í raun ekki til hvers þau voru stofn-
uð. Náttúraverndarsamtök íslands
eru til staðar og ég tel að þar ætti
að vera pláss fyrir alla sem vilja
starfa að náttúruverndar- og um-
hverfismálum. Mér finnst undar-
legt að menn skuli vera að dreifa
kröftum sínum á þennan hátt,“
segir Guðmundur.
Austurland er landshluti sem er
einna ííkastur af náttúraverndar-
samtökum. Félag um verndun há-
lendis Austurlands er eitt þeima og
var það stofnað fyrir hálfu öðra ári.
Hvatinn að stofnun félagsins var
„stórfelldar virkjunarhugmyndir
norðan Vatnajökuls“, að sögn Þór-
halls Þorsteinssonar, formanns
samtakanna. Að hans sögn fjölgar
félagsmönnum sífellt og era þeir
orðnir talsvert á annað hundrað.
Markmið samtakanna er meðal
annai’s að veita stjórnvöldum að-
hald og hefur félagið verið í sam-
starfi við önnur náttúruverndar-
samtök, en, að sögn Þorsteins, læt-
ur það sig varða allt hálendið, ekki
einungis hálendi Austurlands.
Enn fleiri félög eru staðbundin á
Austurlandi. Ferðafélag Fljóts-
dalshéraðs hefur staðið að umræðu
um umhverfismál í þau þrjátíu ár
sem það hefur starfað, að sögn
Þórhalls og hefur til að mynda í tvo
áratugi reynt að koma á friðlýsingu
Snæfells og Vesturöræfa. Um 160
manns era í félaginu.
Útivistarfélög bindast
samtökum
Samtök útivistarfélaga voru
stofnuð 9. nóvember sl. og vora 13
félög og landssambönd stofnaðilar
að þeim. Félagar í samtökunum
era yfir 30 þúsund en þeir era
meðal annars meðlimir í félögum
eins og Ferðafélagi íslands, Ferða-
klúbbnum 4x4, Félagi húsbílaeig-
enda, Fuglaverndarfélajgi íslands,
Hellarannsóknarfélagi Islands, Is-
lenska Alpaklúbbnum, Jöklarann-
sóknafélagi Islands, Landssam-
bandi hestamanna, Landssam-
bandi íslenskra vélsleðamanna,
Landssambandi stangveiðifélaga,
Sjálfboðaliðasamtökum um nátt-
úruvemd, Skotveiðifélagi Islands
og Utivist.
Gunnar H. Hjálmarsson, for-
maður Samút, segir að samtökin
hafi verið stofnuð í kjölfar um-
ræðu um hálendið sem varð mjög
áberandi þegar ræddar voru
breytingar á sveitarstjórnarlögun-
um. Utivistarfólk hafi fundið fyrir
nauðsyn þess að tala einum rómi
um þau mál gagnvart stjórnvöld-
um. Gunnar segir að þótt samtök-
in séu fyrst og fremst samtök úti-
vistarfélaga þá sé óhjákvæmilegt
að þau láti sig náttúruvernd varða,
þar sem hún sé hluti af hagsmun-
um útivistarfólks. Megintilgangur
samtakanna er að standa vörð um
rétt almennings til að umgangast
náttúruna og vera málsvari þeirra
félaga sem að þeim standa gagn-
vart stjórnvöldum og öðrum í
sameiginlegum hagsmunamálum.
Samtökin hafa t.a.m. skorað á rík-
isstjórn íslands og Alþingi að sjá
til þess að fram fari mat á um-
hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjun-
ar.
Gunnar segir að samtökunum
hafi verið tekið vel af stjórnvöld-
um. Stjórnin hafi sent bréf til ým-
issa stofnana og þingnefnda til að
kynna áherslur þeirra. Friðrik
Sophusson, forstjóri Landsvirkjun-
ar, hafi til dæmis boðið fulltrúum
samtakanna í spjall til að kynnast
áherslum þeirra nánar.
Auk fyrrgreindra samtaka eru
ýmis félagasamtök sem eiga hags-
muna að gæta er varða náttúra- og
umhverfisvernd, þó þau vinni ekki
beint með þau mál að leiðarljósi.
Má þar nefna Skógræktarfélag ís-
lands og Fuglavemdarfélag Is-
lands auk útivistarfélaga sem flest
era aðilar að Samút, svo og samtök
starfsmanna sem vinna við lahd-
vörslu, leiðsögn og fleira.
Greinilegt er að vaxandi hópur
fólks lætur sig náttúra- og um-
hverfisverndarmál varða. Miðað
við þann fjölda samtaka sem nú er
starfandi er ljóst að flestir sem nú
hugsa um að ganga í frjáls félaga-
samtök af þessu tagi ættu að finna
vettvang fyrir skoðanir sínar. Hins
vegar er vert að athuga hvað það
er í þjóðfélaginu hverju sinni sem
vekur þennan áhuga meðal fólks
þar sem stofnun slíkra félaga virð-
ist ganga í bylgjum.
ATLANTIC 21/2 sætis sófi, alkæddur svörtu nautsleðri.
L205 sm.kr. 112.420,-
PISA 21 /2 sætis sófi.með mjúku og endingargóðu Elmo leðri
(hæsta gæðaflokki. Sessur bólstraðar með kaldsteyptum
svampi og bakpúðar með polýdún L204 sm,
kr. 138.620,-
MIRAGE sófi. Glæsileg hönnun.Alklæddur flosmjúku anillnleðri. Sessur
bólstraðar með kaldsteyptum svampi. Fæst I ýmsum litum. 3ja sæta sófi
L214 sm.kr. 179.920,-
STAR sófaborð. Krómað/kirsuberjalitað með I Omm glerplötu.
B80 x LI40 sm.kr. 29.980,-
:■ . - - " ■-
: -7;
HÚSGAGNAHÖLUN
-þar sem úrvalið er meiral
Bíldshöfði 20-112 Reykjavík Sími 510 8000
Ericsson
120 Dect
Þráðlaus sími
Tilboðsverð
15.980
Tilboðið gildir til 10. mars
Nýtískulegur þráðlaus
sími byggður samkvæmt
nýjum DECT/GAP staðli.
Hámarksgæði og öryggi.
I • Þráðlaus sími með skjá
• Handtæki 135 g
j • Ending rafhlöðu 12 klst. í tali,
uo klst í bið
• 10 númera endurval
• 10 númera skammval
I • Stillanleg hringing
• 5 mismunandi hringitónar
• Hægt að tengja allt að 8 hand-
tæki sama móðurtækinu og
hægt að tala á milli þeirra.