Morgunblaðið - 07.02.1999, Page 22

Morgunblaðið - 07.02.1999, Page 22
22 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LÁTIÐ ána lifa, var helsta slagorð þeirra sem mótmæltu virkjuninni. VIRKJUN Alta-árinnar í Norður-Noregi 1 lok 8. áratugarins vakti mestu mótmæli sem orðið hafa gegn virkjanaframkvæmd- um þar í landi fyrr og síðar. Enn eru deild- ar meiningar um virkjunina og vilja sumir láta rífa hana. Guðni Einarsson heimsótti Alta og skoðaði virkjunina umdeildu. UMDE VIRKJ , , Morgunblaðið/Guðni STIFLAN gnæfir 110 metra upp frá gilbotninum í Alta-ánni. í fyrstu voru áform um að reisa um 300 metra háan stíflugarð, en frá því var horfið. svæðinu, eyðileggja stærsta gljúfur Norður-Evrópu og laxveiðina í ánni. Alta-áin hefur lengi verið ein helsta laxveiðiá Noregs og laxinn er tákn sveitarfélagsins í Alta. Tekist var á um byggingu virkj- unarinnar á öllum stigum stjóm- sýslunnar. Sveitai’stjómirnar í Alta og Kautokeino, þar sem áin rennur, samþykktu hvorug áform um bygg- inguna. Það var í fyrsta skipti í sögu Noregs að sveitarfélög, sem áttu beinna hagsmuna að gæta, felldu slík áform. Þrátt fyrir það sam- þykkti Stórþingið áform ríkisstjóm- arinnar um virkjun Alta-árinnar haustið 1978. Látið ána lifa Andstæðingar virkjunarinnar stofnuðu samtök, Folkeaksjonin mot utbygging af Alta; Kautokeinovassdraget, í júlí 1978. í samtökunum vora um 20 þúsund meðlimir sem stöifuðu í um 90 fé- lagsdeildum þegar flest var. Slagorð mótmælenda var La elva leve, Látið ána lifa. Sumarið 1979 hófust mótmælaaðgerðir fyrir alvöra. Þá vora settar upp tjaldbúðir við svo- kallaðan „núllpunkt", þar sem hefja átti lagningu vegar að virkjunar- staðnum. Stóðu mótmælaaðgerðir þar samfleytt í fjóra mánuði og tóku meira en 5.000 manns þátt í þeim. Það tókst að tefja vegarframkvæmd- imar allt sumarið. Um haustið, nánai- tiltekið hinn 17. september var lög- reglan kölluð á staðinn til að fjar- lægja mótmælendur. Daginn eftir vora enn fleiri mættir til að mótmæla og lögreglan varð frá að hverfa. I ÓTMÆLIN gegn virkj- un Alta-árinnar í Finn- mörku ollu þáttaskilum í I umræðu og afstöðu til náttúravemdar í Noregi. Þessi mót- mæli náðu hámarki í lok 8. áratug- arins og fram á hinn 9. Þrátt fyrir að komið sé hátt á tólfta ár frá því rekstur virkjunarinnar hófst er fjarri því að óánægjan hafi hjaðnað. Enn heyrast raddir um að það hafi verið mikil mistök að reisa þetta mannvirki og best að rífa það. Virkjunin í Alta er höfð til sýnis. Vegurinn þangað er þó ekki opinn almenningi nema hluta úr árinu. Greinarhöfundur var þama á ferð í hópi norrænna blaðamanna á veg- um Norrænu blaðamannamiðstöðv- arinnar í Árósum og Norrænu upp- lýsingamiðstöðvarinnar í Alta. Far- arstjórar vora dr. Sigrún Stefáns- dóttir og Magne Kvæseth. Það var fremur eyðilegt um að litast á leiðinni að virkjuninni. Snjór yfir öllu og þegar komið var upp fyrir byggð sáust engin merki mannaferða. Ekki einu sinni bílför í fölinu á veginum. Einstaka kráka og rjúpa sást og nokkur hreindýr sem röltu með veginum glöddu augað. Þegar nær dró virkjuninni komum við að vegarslá sem lokaði leiðinni. Leiðsögumaður okkar, Roger Dahl, var með lykla að slánni og einnig að hurð á jarðgöngum inn í fjallið þar sem virkjunin er. Áður en haldið var inn í fjallið, þar sem stöðvarhúsið er langt neðan jarðar, var farið út á útsýnispall til að sjá stífluna frægu meðan dag- skímu naut við. Stíflan er í gríðar- djúpu gljúfri, sem áður var hluti af mesta gljúfri í Norður-Evrópu. Stíflugarðurinn rís 110 metra frá gljúfurbotninum. Lónið var ísilagt og gríðarlegir klakafossar skreyttu stífluna og klettaveggina þar fyrir neðan. Þama fyrir ofan er vatnið Virdnejávri, nafn þess merkir bugðuvatn, og hækkaði yfirborð þess um 15 metra við stíflugerðina. Lónið er nú um 19 km langt og geymir um 2,9 rúmkílómetra af vatni. Alta-áin er um 170 km löng og á upptök sín nálægt landamæram Noregs og Finnlands. Hún rennur niður í Alta-fjörð. Virkjunin hefur áhrif á um 20 km af ánni. Stíflu- gerðin og lónið breyttu landsháttum mikið sem hafði áhrif á líf Samanna á þessum slóðum. Þama var mikil- vægt beitiland hreindýra og Samar fóra þar um með hjarðir sínar vor og haust. Fyrstu ráðagerðir um virkjun Alta-árinnar gerðu ráð fyiir að reist yrði 300 metra há stífla. Þá hefði lónið fært í kaf margfalt stærra svæði, þar á meðal Samabyggðina Masi, og náð langleiðina upp að borginni Kautokeinu. Norskir sam- ferðamenn okkar sögðu að ef þetta hefði gengið eftir þá hefði kirkju- turninn í Masi lent tvo metra undir vatnsyfirborðinu. Inni í fjallinu vora grafin alls 9 km löng göng fyrir vegi og vatnsæð- ar og gríðarmiklir salir sem hýsa vélbúnaðinn. Inni í fjallinu er jafn 7-8 stiga hiti allt árið. Sumstaðar ýrði úr eldgömlu berginu. Göngin vora vel upplýst, enda ekkert raf- magnsleysi. Fyrst voram við leidd í glæsilegan kvikmyndasal þar sem sýnt var myndband um virkjunina, gerð hennar og mótmælin sem framkvæmdin mætti. Vatnið úr lóninu er leitt um göng inn í fjallið og að hverflunum í stöðv- arhúsinu sem er til hliðar við stífl- una. Þeir knýja tvær vélar, önnur 100 MW og hin 50 MW að stærð. Virkjunin er því á stærð við Sigöldu- virkjun. Einungis minni vélin var í gangi og suðaði hljóðlega þegar við komum í heimsókn. Það mun vera venjulegt yfir vetrartímann, því við- halda verður ákveðnu rennsli í ánni. Ársframleiðsla virkjunarinnar er 625 GWh sem þýðir að nýtingarstundir era rúmlega 4.000 á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er meðalfjöldi nýtingarstunda virkjana hér á landi nálægt 6.000 stundum. Ársnotkun á rafmagni í Finnmörku er um 1.600 GWh. Samferðamenn okkar norskir sögðu að virkjunin í Alta framleiddi aðallega rafmagn yfir sumarið, þeg- ar bjart er allan sólarhringinn í Finnmörku. Rafmagnið er nýtt að mestu utan fylkisins og mun hluti þess vera fluttur úr landi. Skömmu eftir að Alta-virkjunin var reist kom nýtt flutningsnet fyrir raf- magn í Norður-Noregi, sem í raun gerði virkjun á þessum stað óþarfa. Það var árið 1970 að raforkufyrir- tæki í ríkiseigu, Statskraftverkene, gerði áætlanir um byggingu 300 metra hárrar stíflu og virkjunar í Alta-Kautokeino-ánni. Þessi áform vöktu strax mikil mótmæli enda hefði framkvæmdin sökkt stóram svæðum Finnmerkur. Endumýjuð áætlun um minni virkjun var lögð fyrir norska Stór- þingið 1978. Virkjuninni var enn mótmælt á þeim forsendum að hennar væri ekki þörf, hún myndi spilla fyrir hreindýrabúskap á NOREGSHAF N jávri 10 km j—i Joatkajávrrit '*'n***t*Jgur *r FINN- LAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.