Morgunblaðið - 07.02.1999, Page 25

Morgunblaðið - 07.02.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 25 sem er tiltölulega nýtt hér á landi. Margar starfsstéttir, endurskoðend- ur, lögmenn og fasteignasalar, svo dæmi séu tekin, þurfa starfsleyfi frá opinberum aðilum og leyfið er háð því að þeir uppfylli tilteknar kröfur, t.d. með starfsábyrgðartryggingu. Þetta er gert vegna neytendahags- muna; til að tryggja að neytandinn eigi aðgang að úrbötum beint frá tryggingafélagi, ef hann á réttmæta kröfu á þá aðila, sem veita þessa þjónustu." Umhverfisvernd Forstjóri VIS telur að ein stærsta breytingin á sviði skaðatrygginga á næstunni, verði á sviði umhverfis- verndar ýmiss konar. „Umhverfis- og náttúruvernd finnst mér vera eitt af stóru verkefnum okkar sem byggjum þetta land. Það er bráðnauðsynlegt að finna farsælar leiðir til að koma í veg fyrir óbætan- legan skapa á viðkvæmri náttúru landsins. í mínum huga er enginn vafi að á næstu árum verði gerðar stórauknar kröfur til verndar um- hverfinu, fyrst og fremst til at- vinnulífsins; að komið verði í veg fyrir hvers konar mengun, á landi, lofti og vatni. Mér finnst mjög lík- legt að það verði gert á svipaðan hátt og varðandi starfsábyrgðar- tryggingarnar sem ég nefndi áðan; að starfsleyfi í fjöldamörgum at- vinnugreinum verði í frámtíðinni tengd ábyrgðartryggingum sem snúa að umhverfinu. Þetta mun væntanlega gera það að verkum að menn verða meðvitaðri um ábyrgð sína á því hvernig þeir umgangast náttúruna. Ég geri ráð fyrir og tel nauðsynlegt að aukin áhersla verði lögð á þetta af hálfu stjórnvalda; að um þetta verði sett ný lög, skýrari reglur og kröfur auknar." Þú nefndir miðlara, sem eitthvað er farið að bera á hérlendis. Er það jákvæð eða neikvæð þróun að þínu mati? „Frá sjónarmiði neytandans má segja að þetta sé jákvætt því hann fær fleirl valkosti til að leita ráðgjaf- ar og upplýsinga. Tiltölulega fá tryggingafélög starfa hins vegar á íslenska tryggingamarkaðnum og starfsemi flestra er þannig byggð upp að þau eiga í beinu viðskipta- sambandi við viðskiptavininn. Ég get ekki fullyrt um aðra, en af okkar hálfu er alveg Ijóst að ódýrast er að þjóna við skiptavininum beint, án þess að fara í gegnum einhvem millilið. Að einhverju leyti mun við- skiptavinurinn ákveða þetta sjálfur. Þeir sem vilja fleiri valkosti og eru tilbúnir að borga fyiir sérstaka ráðgjöf, munu eflaust gera það. Þess vegna er líklegt að einhver miðlara- starfsemi verði hér áfram.“ Mig langar að spyrja þig út í mögulega sölu Landsbankans til SE-bankans í Svíþjóð síðastliðið sumar. Kom VÍS eitthvað að því máli? „VIS kom að því máli á þann hátt að fulltrúar SÉ bankans höfðu í huga að ef af kaupum þeirra á hlut í Landsbankanum yrði, þá var mein- ingin að að reka hér samsteypu banka, tryggingafélaga, verðbréfaþjónustu og sjóðavörslu, hliðstætt því sem er með SE bank- ann og Tryg-Hansa, tryggingafélag sem SE bankinn keypti í Svíþjóð. Sú hugmyndafræði getur verið mjög áhugaverð því hún býður upp á mik- inn sveigjanleika og gefur mögu- leika á að samnýta vel dreifileiðir og fjölmarga þætti í rekstrinum. Slíkt skipulag,með sameiginlegu eignar- haldi allra starfsþátta, býður upp á áhugaverða kosti í þjónustu við markaðinn. Þjónustan við viðskipta- vininn er númer eitt og hana má veita eftir atvikum í gegnum banka, skaðatryggingafélag, verðbréfafyr- irtæki, líftryggingafélag eða aðrar starfseiningar - allt eftir því hvað hentar viðskiptavininum best á hverjum tíma.“ Hver er þín skoðun á erlendri eignaraðild, til dæmis að Lands- bankanum, eins og var mikið til um- ræðu í sumar? „Mér finnst hún geta verið full- komlega eðlileg. Það getur varla komið nokkrum á óvai't að erlendir fjárfestar vilji kaupa hlut í íslensk- um fyrirtækjum eins og Landsbank- anum. I fyrsta lagi vegna aðildar okkar að EES, sem grundvallast meðal annars á frjálsu fjármagns- flæði milli landa, og í öðru lagi vegna umfjöllunar um einkavæðingu ríkis- fyrirtækjanna og hugmynda um að koma þeim á verðbréfamarkað og í Nokkrar lykiltölur milijónir króna 1989 1997 Iðgjöld ársins 2.972,2 4.664,5 Fjárfestingatekjur 489,6 1.121,2 Hagnaður 50,1 305,1 Eigiðfé 351,7 1.918,1 Tryggingasjóður/ vátryggingaskuld 3.171,6 12.284,2 Heildareignir 4.254,5 15.249,6 þriðja lagi vegna þess að lengi hefur verið lögð áhersla á það í innlendri umræðu að þörf væri á auknum er- lendum fjárfestingum í íslensku at- vinnulífi. Eðli málsins samkvæmt verðum við að búast við erlendum fjárfest- um og ég vona að þeir sýni íslensk- um fyrirtækjum áhuga. Ef ekki, er það væntanlega vegna þess að reksturinn er ekki nógu góður í samanburði við aðra kosti. Hvernig væri þá samkeppnisstaða þjóðarinn- ar til framtíðar? Við munum ekki geta stýrt því, þegar búið verður að einkavæða þessi fyrirtæki og þau komin á markað, hverjir fjárfesta í þeim og allar hugleiðingar um að banna mönnum að eiga meira en einhvem tiltekin eignarhluta í félagi sem er á markaði eru nánast ómögu- legar í framkvæmd. Gott dæmi er Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, sem fór í dreifða sölu, en örfáum mánuðum seinna er hópur fjárfesta kominn með 20-25% hlut í bankan- um. Auðvitað mun eitthvað slíkt geta gerst hvort sem það snýr að Landsbankanum, Búnaðarbankaum, Landssímanum eða einhverju öðru fyrirtæki. Þetta er hin hliðin á opn- um hlutabréfamarkaði og þein-i stefnu að skrá hlutabréf, til dæmis fymum ríkisfyrirtækja, á verðbréfaþingi. Þegar pólitísku ákvarðanirnar voru teknar hlaut þetta að verða eðlilegt framhald. A þetta má líka líta í mörgum tilfellum sem tækifæri, ekki bara hættur." Megum ekki fara í vörn Axel segir áhuga útlendinga meðal annars fara eftir þvl hvort fyi’itækin verði vel eða illa rekin. „Ef þau verða ekki vel rekin og hagnaðarvonin verður lítil er ekki von til þess að erlendir aðilar hafi á þeim áhuga. Það er miklu vænlegra að hafa hér vel rekin fyrirtæki, sem verða talin góðir fjárfestingarkostir fyrir erlenda aðila því ef það gerist ekki verða mörg þessara sömu fyrir- tækja að öllum líkindum ekki sam- keppnisfær á öðrum sviðum og það kemur óhjákvæmilega niður á ís- lensku efnahags og atvinnulífi til lengra tíma litið. Svo geta menn haft skiptar skoð- anir á því út frá einhverjum allt öðr- um sjónarmiðum, til dæmis þjóðern- issjónarmiðum, hvort þetta eða hitt erlent fyrirtækið sé æskilegur aðili sem hluthafi, til dæmis í íslenskum viðskiptabönkum. En ef það gerist þá er það bara merki um að þeir séu metnir líklegir til að ná árangri og skila eigendum ai’ði, þetta er nákvæmlega sama ki-afa og íslenskir fjárfestar verða að gera.“ Hefði þér fundist spennandi að SE bankinn hefði komið inn í Lands bankann? „Ég held að í því hefðu verið ýmis tækifæri. Burtséð frá því sem snýr að einstökum fjárfestingaraðilum held ég að þessi hugmyndafræði hafi verið góð. Ég get vissulega tekið undir að það er engin ástæða til þess að ætla að við þurfum endi- lega erlenda fjárfestingaraðila bara af því að þeir eru erlendir en við megum hins vegar heldur ekki ótt- ast erlenda fjárfesta bara af því að þeir eru erlendir. Auðvitað getur það fært okkur ákveðna þekkingu og styrk og jafnvel skapað ný tækifæri til sóknar. Mér finnst lítið samræmi í þeim ótta sem virðist stafa af erlendum fjárfestingum, til dæmis í bankakerfinu, um þessar mundir og þeirri umræðu sem verið hefur í langa tíð um það að fá erlent fjáiTnagn til uppbyggingar á ís- lensku atvinnulífi. Stjórnvöld hafa eytt hundruðum milljóna í að leita eftir erlendum fjárfestum til að koma hér og taka þátt I hinum og þessum verkefnum, uppbyggingu á orkufrekum iðnaði og fleiru. Svo koma allt í einu öflugir erlendir aðil- ar sem virðast uppfylla allar eðlileg- ar ki’öfur sem við gætum gert til þeirra sem slíkra og vilja fjárfesta hér á landi og þá gilda allt í einu önnur sjónarmið og allt aðrar skoð- anir um það að nú megi ekki. Þessi afstaða hlýtur að breytast því um- hverfi okkar er orðið þannig að þessu verður ekkert stýrt nema mjög takmarkað. Hvenær sem er getur komið hér inn erlendur aðili og byrjað að kaupa hlutabréf í fjöldamörgum íslenskum fyrirtækj- um; það er helst að takmarkanir séu þar sem kvótinn er annars vegar, en það er ekkert sem bannar að hér komi erlendur aðili og kaupi ís- lensku olíufélögin eða trygginga- félögin eða fjölda annarra fyrir- tækja. Spurningin er aðeins hvað er áhugavert frá sjónarhóli fjárfesting- araðilans. Ottinn við erlenda fjár- magnið finnst mér að einhverju leyti vera byggður á röngum forsendum. Þó svo að hingað komi erlendir aðil- ar og kaupi hlut í íslenskum fyrir- tækjum, til dæmis bönkum eða tryggingafélögum, þá verða þau áfram starfandi hér á landi. Þau færu ekki burtu þó útlendingar fjár- festu í þeim. Verðmæti þeirra felst í því að vera sterk hér á þessum markaði og þjóna viðskiptavinum sínum vel. Annars munu þau ekki halda verðmæti sínu fyrir eigendur, hverrar þjóðar sem þeir kunna að vera. Fjármagnið sem kæmi inn í landið með þessum hætti, gæti hins vegar orðið til uppbyggingar og styrkingar á öðrum sviðum at- vinnulífsins til lengri tíma.“ Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga lífeyrissjóðsins LÍFIÐNAR verður haldinn miðvikudaginn 10. febrúar 1999 kl. 18:00 í Kiwanishúsinu Engjateig 11, Reykjavík. Dagskrá: Almenn umfjöllun um lífeyrismál. LÍFEYRISSJÓÐURINN Líiiðn Háaleitisbraut 68 • 103 Reykjavík • sími: 568 1438 fax: 568 1413 ■ heimasíða: www.lifidn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.