Morgunblaðið - 07.02.1999, Side 32

Morgunblaðið - 07.02.1999, Side 32
32 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 33 SATT MILLI YERNDAR OG NÝTINGAR STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. I ORÐI OG A BORÐI + , IDOMI Hæstaréttar í máli blindrar konu gegn Háskóla Islands felst í raun og veru þessi niðurstaða: Þegar Alþingi setur lög t.d. um réttindi fatlaðra til náms ber þinginu að gera ráðstaf- anir til að hægt verði að fram- fylgja þeim lögum með því að leggja fram fjármagn til þess. Um þetta snýst dómurinn. Það er ekki nóg að setja lög, þar sem gefin eru fögur fyrirheit. Það verður að sjá til þess að hægt sé að framfylgja lögunum. Þess vegna er þetta merkilegur dóm- ur, sem á áreiðanlega eftir að hafa mikil áhrif. I frásögn Morgunblaðsins í gær af dómnum, þar sem blindri konu voru dæmdar miskabætur á þeirri forsendu, að Háskóli Is- lands hefði brugðizt skyldum sín- um til þess að gera ráðstafanir, sem fylgja námi fatlaðra í skólan- um, segir m.a.: „Dómurinn byggðist m.a. á lögum nr. 41/1983 um málefni fatlaðra, sem voru í gildi þegar Ragna (Guðmunds- dóttir) skráðist í Háskólann, en í þeim er m.a. kveðið á um það markmið að tryggja beri fötluð- um einstaklingum jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna. Lög nr. 59/1992, sem leystu fyrrgreind lög af hólmi, höfðu hið sama að mark- miði en kváðu auk þess nánar á um réttindi fatlaðra. Þá byggir dómurinn á 2. gr. viðauka nr. 1 við Evrópuráðssamning um verndun mannréttinda og mann- frelsis frá 4. nóvember 1950, þar sem kveðið er á um, að engum manni skuli synjað um rétt til menntunar og á 14. gr. samnings- ins sjálfs, sem kveður á um, að réttindi þau í samningnum, sem áður gat um, skuli tryggð án nokkurs manngreinarálits. Enn- fremur var vísað til jafnræðis- reglu 65. gr. stjórnarskrár lýð- veldisins Islands.“ Nú er alveg ljóst, að frá því að þetta mál kom upp hefur Háskóli Islands gert ráðstafanir til þess að mæta þeim skyldum, sem í lög- unum felast. Þannig segir Páll Skúlason rektor háskólans í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Við erum búin að reyna að bæta okk- ur í þessum málum og dómur Hæstaréttar staðfestir að það séu um leið skyldur þjóðfélagsins, Háskólans, sem annarra stofn- ana, að vinna að því að jafna stöðu allra einstaklinga til náms og aðstöðu í þjóðfélaginu, hvort sem þeir eru fatlaðir eða ekki.“ Og Mikael M. Karlsson, rekstr- arstjóri Námsráðgjafar háskól- ans, upplýsir, að í upphafi hvers skólaárs geri háskólinn og fatlað- ir nemendur samning, sem kveð- ur á um skuldbindingar skólans gagnvart nemandanum og nem- andans gagnvart skólanum. Aðalatriði þessa máls snýr þó að Alþingi sjálfu. Lagasetning með fögrum fyrirheitum dugar skammt ef fjármunir fylgja ekki með til þess að framkvæma lögin. Þegar þingið setur lög, sem t.d. leggja ákveðnar skyldur á Há- skóla Islands vegna fatlaðra nem- enda, er eðlilegt, að þingið geri sérstakar ráðstafanir til þess aS veita fjármunum til skólans í því skyni. Þetta á auðvitað við um aðrar stofnanir hins opinbera einnig. Dómstólar kveða nú upp hvern dóminn á fætur öðrum, sem tryggja réttindi einstaklinga í þjófélaginu. Á tímum mikilla og víðtækra þjóðfélagslegra umbóta er þetta sú breyting, sem áreið- anlega er þjóðinni hvað mest fagnaðarefni. FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti þeirri skoð- un á fundi Sjálfstæðisfélags Sel- tjarnarness sl. fimmtudag, að sætta yrði sjónarmið nýtingar- og verndarsinna í orkumálum og mál- um miðhálendisins og sagði síðan: „Þetta starf er löngu hafið og við munum halda því áfram, því ég trúi því að það sé hægt að ná sáttum í þessum efnum. En ég viðurkenni að til þess að það geti orðið þarf Landsvirkjun að stíga ofan af þeim stalli, sem hún hefur staðið á. Eg held, að tíðarandinn krefjist þess, að fyrirtækið stígi af stallinum og blandi geði við aðra í stærri stíl en það hefur gert á síðustu áratugum." Þetta viðhorf hins nýja for- stjóra Landsvirkjunar er fagnað- arefni. Án þess að það hafi nokkru sinni verið sagt beinum orðum hefur almenningur fengið þá tilfinningu, að Landsvirkjun vildi lítið hlusta á önnur sjónar- mið í sambandi við virkjanir og verndun umhverfisins. Að mörgu leyti er þetta ósanngjarn dómur vegna þess, að fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherzlu á að ganga vel um umhverfi sitt og ganga vel frá næsta nágrenni virkjana- svæða. En stundum er ímynd eitt og veruleiki annað og fyrirtækinu hefur á einhvern hátt á síðustu árum tekizt að koma sér upp nei- kvæðri ímynd. Oft sætir það gagnrýni, þegar stjórnmálamenn láta af afskiptum af stjórnmálum og taka að sér forstöðu ríkisfyrirtækja eða ríkis- stofna. Óhætt er hins vegar að fullyrða, að í þeirri stöðu sem nú er uppi í orkumálum og umhverf- ismálum er það afar vel ráðið að velja þrautreyndan stjórnmála- mann til þess að veita Lands- virkjun forstöðu. Fyrirtækið þarf á því að halda að bæta samskipti sín við almenning og maður með mikla stjórnmálareynslu að baki hefur þá þekkingu sem til þarf í þeim efnum. Þess vegna eru yfirlýsingar hins nýja forstjóra Landsvirkjun- ar væntanlega til marks um að þetta merka fyrirtæki muni nú grandskoða þau viðhorf, sem fram hafa komið hjá umhverfis- verndarsinnum með það að mark- miði, að ná fram þeirri sátt, sem Friðrik Sophusson talaði um. í UPPHAFI •ÞorgOs sögu skarða segir Sturla Þórðarson Þórði Hít- nesingi draum sem er eins konar fyrirboði þess sem gerist eftir að Þorgils er kominn út til íslands. Þar er Sturla lifandi kominn með dulræna hæfileika sína og áhuga á þeim efnum. Sturlu dreymdi að Þórður faðir hans kæmi til hans og segði að Viðbjöm væri kominn með skipi í Eyjafjörð og ætti Böðvar, frændi þeirra, dýrið sem væri „heldur ólmt“. Þannig er íslandsreisa Þorgils skarða undirbúin með svipuðum hætti og örlagaatburðir Brennu- Njáls sögu. Sturlu dreymir viðstöðulaust í Þorgils sögu og enginn hefði haft áhuga á þeim draumfórum annar en hann sjálfur. Hann tíundar ávallt drauma sem fyrirburði, hvar sem hann kemur því við. Sturla segir Þórði Hítnesingi lyrir um mannvíg og bardaga, þegar hann sækir hann heim að Staðarhóli, og er það sturluleg frásögn í Þorgils sögu. Og þá ekki síður þegar Sturla segir fyr- ir um dauða Helga keis, heima- manns síns. Sú frásögn hefði ekki stungið í stúf við efni og stfl Njáls sögu. Sturla Þórðarson þekkti einnig villur í þoku einsog frá er sagt í Njálu eftir víg Þorvalds, fyrsta manns Hallgerðar. I Þorgils sögu segir: „En í því slær yfir þoku svo myrkri að enginn þeirra sá annan. Skildi þar með þeim Hrafni. Riðu þeir Hrafn þá aftur, en Sturla dró undan og var nú lokið um sættir með þeim Hrafni og Ásgrími og Sturlu." í ÞORGILS sögu er sagt •frá Sturlu Þórðarsyni og högum hans með þeim hætti að bendir eindregið til að hann hafi skrifað söguna sjálfur. Persónulegir hagir hans eru tíundaðir með þeim hætti; ráðahagur Ingibjargar dótt- ur hans og Halls Gizurarsonar, lýs- ing Ingibjargar sem þó er einungis 13 eða 14 ára þegar hún er Halli gefin („væn kona og kurteis og kvenna högust“); furðuleg lýsing á fjárskorti Sturlu og heimsókn til hans að Staðarhóli, jafnvel lýst torf- vinnu þar og hversdagslegum störf- um og er slíkt undantekning í póli- tísku vafstri og vígaferlum. Þarna er brugðið upp mynd af bóndanum á hlaðinu heima hjá sér en hvorki skáldinu, stjórnmálamanninum né þessum vopnum búna ævintýra- manni sem hvarvetna bregður fyrir í sögunum. Þarna er hversdags- hetja að störfum. Sturla Þórðarson kemur einnig mjög við Þórðar sögu kakala og er nafn hans raunar einsog rauður þráður gegnum þessar sögur allar, Islendinga sögu, Þórðar sögu og Þorgils sögu. Hann er víða í ferðum og þátttakandi í öllum helztu at- burðum og bardögum aldar sinnar. Þó að fullvíst megi telja að tíu fyrstu kaflar Þorgils sögu sem ger- ast í Noregi séu skrásettir eftir honum sjálfum, enda engin nýlunda á þessum árum að ævisagnaritun væri með slíku sniði, þá er ljóst af mörgum lýsingum að enginn skrifar nema sá sem viðstaddur hefur ver- ið. AUK Þorgils sögu skarða •stendur Islendinga saga Njálu og öðrum Islendinga sögum næst að stíl, bardagalýsingum, fyndni og efnistökum, en sumt, einkum í Svínfellinga sögu og St- urlu sögu, svo og Þorgils sögu að sjálfsögðu og jafnvel Þórðar sögu kakala, er einnig með svipuðu marki brennt. Mannlýsingar í Sturlu sögu, íslendinga sögu, Svínfellinga sögu og Þorgils sögu eru líkastar per- sónulýsingum Islendinga sagna. Allar ausa þessar sögur meira og minna af sama brunni. ÞÓRÐAR saga kakala er •varla skrifuð með þeirri snerpu sem einkennir stíl Þorgils sögu og beztu kafla Islendinga sögu, en minnir þó á margt í þeim. Mér virðist stíllinn á Arons sögu Hjörleifssonar mun yngri en á öðr- um sögum Sturlungu og e.t.v. slapp- ari eða teygðari. Þar er augljós andúð á illvirkjum Sturlunga, þ.e. Sturlu og Sighvati, og kemur eng- um á óvart. Vísurnar eru unglegar. M. HELGI spjall Asíðasta ári kom hingað til lands þáver- andi aðstoðarutamák- isráðherra Þýzka- lands. Hann kom beint af fundum í Suðaust- ur-Asíu um þróun efnahagsmála í þeim heimshluta. í samtölum hér sagði hann, að framvinda mála þar mundi byggjast mjög á því, hvort Kínverjum tækist að komast hjá því að lækka gengi gjaldmiðils síns á þess- um vetri. Ef þeir lifðu veturinn af í þeim skilningi mætti búast við betri tíð í Asíu, ef ekki, mundi ástandið versna mjög. Kunnur sérfræðingur í alþjóðlegum fjár- málum, sem var hér fyrir nokkrum vikum taldi þetta mat rétt og sagði að aðstaða Kínverja í samkeppni við nágrannaríkin væri orðin mjög erfið. Þannig væru kín- verskar skipasmíðastöðvar ekki lengur samkeppnisfærar vegna innbyrðis stöðu gjaldmiðla í Asíu. Hann taldi Kínverja nán- ast í óþolandi stöðu. Ef þeir lækki gengi gjaldmiðils síns mundi það valda miklu upp- námi í efnahagsmálum ríkjanna í Suðaust- ur-Asíu. Lækki þeir hins vegar ekki gæti það valdið pólitísku umróti innan Kína vegna vaxandi efnahagserfiðleika þar. Fyr- ir skömmu ítrekaði seðlabankastjóri Kína, að Kínverjar mundu ekki lækka gengið en það vakti athygli sérfræðinga, að hann orð- aði yfírlýsingu sína á þann veg, að hann átti augljósa útgönguleið síðar. Heimsmynd þessa sérfræðings, sem var hér á ferð nokkru fyrir umrótið í Brazilíu, var sú, að efnahagslegt hrun vofði yfir í því landi, sem mundi hafa mikil áhrif annars staðar, ekki sízt í Bandaríkjunum vegna þess hvað bandarískir bankar og önnur fjármálafyrirtæki hefðu lánað mikið fé til Brazilíu. Ef þeir fjármunir töpuðust gæti það haft neikvæð áhrif á efnahagsþróunina í Bandaríkjunum sjálfum. Hann taldi einnig, að ástandið í Rúss- landi mundi versna mjög á þessu ári og engar horfur væru á því, að það mundi batna á næstu árum. Raunar væri líklegast, að Rússland mundi smátt og smátt sundr- ast og fleiri sjálfstæð ríki verða til á rústum þess. „Eg mundi treysta mér til að aka í gegnum Rússland á þessum vetri en ekki næsta haust vegna þess, að þá verður þjóð- félagsástandið mai-gfalt verra en það er nú,“ sagði fjármálamaðurinn. íslenzkur bankamaður, sem var á ferð í Washington sl. haust og átti þar viðræður við samstarfsmenn sína í bandarískum bönkum og fjármálafyrirtækjum varð var við gífurlegar áhyggjur þeirra þá vegna efnahagsstöðu Brazilíu. Fyrir nokkrum dögum fullyrti hinn alþjóðlegi fjármálajöfur Georg Soros, sem á töluverðra hagsmuna að gæta í Brazilíu, að fjárflótti úr bönkum landsins væri þegar hafinn og taldi nauð- synlegt að grípa til róttækra aðgerða. Ger- hard Schröder, kanslari Þýzkalands, hafði orð á því, að enginn ætti að þekkja þetta betur en Soros, sem hefði grætt milljarða á því að skapa öngþveiti í fjármálum ríkja. í nýjasta tölublaði brezka vikuritsins Economist, sem út kemur um þessa helgi, eru Vesturlönd hvött til þess að lána Rúss- um ekki meiri peninga. Verði það gert verði þeim ýmist sóað í vitleysu eða þeir muni enda í vösum spilltra stjórnmálamanna, embættismanna og kaupsýslumanna. Slíkar svartsýnisspár hafa verið allt að því ríkjandi í umfjöllun dagblaða og tíma- rita á Vesturlöndum síðustu misserin eftir hrunið í Tælandi, Kóreu, Indónesíu og fleiri ríkjum. Skiptar skoðanir eru um, hvort mark sé á þeim takandi. Sá íslenzki fjár- málasérfræðingur, sem hefur verið einarð- astur í því að halda því fram, að þær eigi ekki rétt á sér er Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VIB, og fram til þessa hefur hann haft rétt fyrir sér. Mikill upp- gangur er í efnahagsmálum Bandaríkjanna og hagvöxtur þar á síðasta ári nánast ótrú- legur eða 5,6%. Þótt Evrópuríkin eigi við margvísleg vandamál að etja er efnahags- legur styrkur þeirra mikill og sennilega vaxandi eftir að evran kom til sögunnar. Hins vegar er útlit fyrir að hagvöxtur í Bretlandi á þessu ári verði ekki nema 1% og sumir spá raunar samdrætti þar. Banda- ríkin og Evrópa eru eins konar vin í eyði- mörkinni. Hvort sem litið er til Rússlands, Asíuríkja eða Rómönsku Ameríku eru vandamálin yfirþyrmandi. Þótt svartsýnisspár síðustu missera hafi ekki rætzt enn sem komið er a.m.k. er engu að síður nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að gera okkur grein fyrir því, að neikvæð þróun efnahagsmála í öðrum heimshlutum hefur fyrr eða síðar einhver áhrif hér. Þannig er t.d. alveg ljóst, að íslenzk fyrir- tæki hafa tapað fé á viðskiptum í Rússlandi. ÍS varð að draga saman seglin þar og Eim- skipafélagið hefur gert það sömuleiðis. Þó er ljóst, að við erum vel varin á meðan Norður-Ameríka og Evrópa halda sínum hlut. En spurningin er hins vegar sú, hvort ekki sé tímabært að við búum okkur betur undh- erfiðari ár. Ánægjuleg viðurkenn- ing, en... SKYRSLA Alþjóða gj aldeyrissjóðsins um ástand og horfur í íslenzkum efna- hagsmálum, sem kynnt var í vikunni, er ánægjuleg viðurkenning á þeim árangri, sem náðst hefur í efnahagsmálum á þessum áratug. Þeim árangri er einungis hægt að jafna við þau umskipti, sem urðu á fyrri hluta Viðreisnartímabilsins frá 1960-1967 og að mörgu leyti er hægt að halda því fram með rökum, að breytingarnar nú séu marg- falt meiri. Hins vegar fer ekld á milli mála, að Al- þjóða gjaldeyrissjóðurinn er gagnrýninn á ríkisfjánnálin og telur, að lengra verði að ganga í því að hefta ríkisútgjöld. Nú er sjóðurinn að vísu enginn hæstaréttardómur í þessum efnum og liggur undh- mikilli gagnrýni sjálfur fyrir afskipti af efnahags- málum ýmissa ríkja, m.a. Brazilíu. Einn þeirra, sem hafa gagnrýnt sjóðinn hvað harðast að undanförnu er kunnur prófessor við Harvard-háskóla, Jeffrey Sachs, sem hefur verið óspar á stóru orðin vegna af- skipta Alþjóða gjaldeyrissjóðsins af málefn- um Brazilíu. En glöggt er gests augað og þess vegna er gagnlegt fyrir okkur að skoða niðurstöð- ur sjóðsins með opnum huga að þessu leyti. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, skýrði frá því fyrh- skömmu, að ríkisstjórnin hygð- ist greiða niður mun meira af skuldum rík- isins en áður var stefnt að. Sú yfirlýsing fjármálaráðherra vakti hins vegar þá spurningu, hvers vegna peningunum væri ekki varið til þess að greiða niður erlend lán fyrst og fremst en ekki innlend. Það voru full rök fyrir þeirri spumingu en skýr- ingin á því, að sú stefna var ekki tekin var athyglisverð; Seðlabankinn treysti sér ekki til að útvega þann gjaldeyri sem til þurfti nema með því að taka sjálfur lán erlendis á hærri vöxtum en ríkið er að greiða af sínum skuldum. Ástæðan fyrir því, að ekki er til meira í gjaldeyrissjóðum landsmanna er hið mikla útstreymi gjaldeyris, sem endur- speglast í miklum viðskiptahalla. í umræðum að undanfömu hafa menn stöðvað við tvennt í efnahagsstöðu okkar, sem að öðm leyti einkennist af miklum styrkleika. Annars vegar við viðskiptahall- ann og hins vegar við vaxandi skuldir heimilanna. í síðamefnda tilvikinu er það umhugsunarefni, að nú keppast bankar og aðrar fjármálastofnanir við að halda lánsfé að fólki. Skömmtunartíminn í þeim efnum heyrir fortíðinni til og víst er að enginn saknar þeirra ára. En hversu ábyrgar eru fjámálastofnanir, þegar að þvi kemur að bjóða fram fé? Innflutningur á nýjum bílum er almennt talinn til marks um góðærið og sá innflutn- ingur vex stöðugt. Töluverður hluti þessa bílainnflutnings byggist á þeim lánamögu- leikum, sem nú era til staðar í þeim við- skiptum. En hvaða vit er í því að taka lán til 6-7 ára verðtryggt með háum vöxtum til þess að kaupa bíl? Geta ábyrgar fjármála- stofnanir verið þekktar fyrir að bjóða slíkt? Utskýi'a þær fyrir viðskiptavinum sínum hvað í því getur falizt? Bíllinn lækkar stöðugt í verði en það þarf ekki að verða mikil breyting á verðbólgustigi til þess að REYKJAYÍKURBRÉF Laugardagur 6. febrúar Morgunblaðið/Sverrir VIÐ Skaftafellsjökul. lánin hækki stöðugt. Auðvitað má segja, að hver og einn einstaklingur eigi að kunna fótum sínum forráð í þessum efnum en er ekki hægt að gera sömu kröfu til lánastofn- ana? Hver verður niðurstaðan af þessum lánveitingum, ef harðnar á dalnum á næstu misserum? Það er m.ö.o. umhugsunarefni, hvort við göngum nægilega hægt um gleðinnar dyr. Uppgangurinn í þjóðfélaginu hefur verið gífurlegur á síðustu áram og umskiptin frá því sem var á fyrri hluta áratugarins ótrú- leg. Vel má vera, að við séum að upplifa mesta góðæri aldarinnar, þótt það skuli ekki fullyrt. En við íslendingar þekkjum það betur en flestar aðrar þjóðir, að um- skiptin geta orðið snögg á báða bóga. Segja má, að samdráttur hafi hafizt á miðju ári 1988 eins og hendi væri veifað og kom flest- um á óvart. Eitt af því, sem tvímælalaust vinnur gegn ofþenslu í efnahagslífi okkar er vax- andi lífeyrissparnaður. Margt bendir til að fólk sé að vakna til vitundar um hversu þýðingarmikið það er að hefja margvísleg- an lífeyrissparnað snemma á ævinni til að tryggja hag hvers og eins í ellinni. Tæki- færin til slíks lífeyrissparnaðar era nú svo mörg, að helzti vandi fólks er sá að átta sig á hvað hentar hverjum og einum. Bankar, sparisjóðir og önnur fjármálafyrirtæki hafa lagt mikla áherzla á að kynna þessa mögu- leika að undanförnu og engin spurning um að það mun hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf okkar á næstu árum. Lækkandi hrávöru- verð HRAVÖRUVERÐ hefur farið lækkandi að undanförnu og því er nú spáð, að sú þróun haldi áfram. Þegar bygging ál- vers Norðuráls hófst var gert ráð fyrir, að álverð mundi halda áfram að hækka. Niður- staðan hefur orðið önnur. Hins vegar er ljóst, að forráðamenn Norðuráls era hvergi bangnir enda hafa þeir byggt álverið við Grundartanga á hagkvæmari hátt en flestir aðrir. Raunar era starfshættir þeirra tfl mikillar fyrirmyndar fyrir sakir hófsemi og útsjónarsemi á öllum sviðum í uppbyggingu og rekstri. Og ljóst, að þeir hafa fullan hug á að stækka álverið sem fyrst og hugsan- legt að hið eina sem standi í vegi fyrir því sé það, að ekki verði hægt að tryggja þeim nægilega orku nógu snemma. Hins vegar hlýtur þróun álverðsins að leiða til spurninga um það, hvort einhver al- vara sé að baki hugmyndum Norsk Hydro um byggingu álvers á Austfjörðum. Sumir þeirra, sem þekkja vel til í álheiminum hafa enga trá á því að svo sé og að norska fyrir- tækið haldi viðræðunum uppi einungis til þess að styrkja samningsstöðu sína annars staðar. í ljósi þess, að miklar pólitískar deilur standa um þær virkjanir sem era forsenda álvers á Austurlandi væri það heldur nöturlegt, ef í ljós kæmi síðar á ár- inu, að minni alvara liggi að baki hjá Norsk Hydro en menn hafa talið. í því sambandi skulum við ekki gleyma því, að ein af ástæðunum fvrir því, að Atlantsálsfyrir- tækin svonefndu hættu við byggingu álvers á Keflisnesi var neikvæð verðþróun á álmarkaðnum. Hér segja menn: þessi stóra álfyrirtæki hljóta að miða áætlanir sína um uppbyggingu við mörg ár og jafnvel áratugi og taka varla mark á verðsveiflum frá einu misseri til annars. Veraleikinn er hins veg- ar annar. Það era nákvæmlega þessar verð- sveiflur, sem m.a. liafa áhrif á ákvarðanir stóra álfyrii'taíkjanna. En það er ekki bara álverð sem er lækk- andi um þessar mundir. Verð á mjöli og lýsi hefur einnig lækkað. Það þýðir, að á yfir- standandi loðnuvertíð munu skipin fá minna fyrir loðnuna, en þau hafa fengið. Það þýðii’ líka, að sjómennirnir fá minna í sinn hlut en áður. Loðnuveiðar og vinnsla hafa að vísu ekki úrslitaþýðingu fyrir þjóð- arbúskap okkar en þessi grein sjávarát- vegsins skiptir máli. Állt skiptir máli. Þess ber líka að geta, að verðlækkunin er lækkun frá mjög háu verði alveg eins og einhver verðlækkun á öðram sjávarafurð- um er lækkun frá mjög háu verði. En allt hefur þetta sín áhrif. Þótt hér hafi verið dregnar fram hinar dekki'i hliðar í þróun efnahags- og atvinnu- mála er það ekki til þess að draga úr þeim stórkostlega árangri, sem við höfum náð. Það er þvert á móti til þess að vekja menn til umhugsunar um það, hvernig við getum varðveitt þann árangur, þótt eitthvað gæti dregið úr mikilli velgengni okkar á næstu misseram. Heimsmynd þessa sérfræðings, sem var hér á ferð nokkru fyrir um- rótið í Brazilíu, var sú, að efna- hagslegt hrun vofði yfír í því landi, sem mundi hafa mikil áhrif annars staðar, ekki sízt í Banda- ríkjunum vegna þess hvað banda- rískir bankar og önnur fjármála- fyrirtæki hefðu lánað mikið fé til Brazilíu. Ef þeir fjármunir töpuð- ust gæti það haft neikvæð áhrif á efnahagsþróunina í Bandaríkjunum sjálfum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.