Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 35 keypt tímann minn. Þetta kerfi er ekki gott fyrir krakkana. Þeir læra ekki að hegða sér. Þeir geta sagt eitthvað ókurteislegt við foreldra sína og þeir bai-a þegja eða kannski svara þeim. Þetta er ekki vandamál í Póllandi," segh- Ewa. „Krakkar hér reyna að taka stjórnina,“ bætir Jacek síðan við, „þetta getur náttúrulega ekki verið svona.“ Tónleikahald, geisladiskar og Diddú Jacek er með æðstu menntun í píanóleik sem hægt er að ná í Póllandi. Hann hefur stundað nám í fimmtán ár við pólsku tónlistarakademíuna og auk doktorsprófs sem hann lauk 1985 hefur hann nú lokið viðbótarnámi. „Þetta er nokkurs konar stærri doktorsgráða," segir Jacek. „An þessa prófs getui'ðu ekki fengið prófessorstitil. Eftir þetta próf og nokkurra ára vinnu getm- maður fengið sérstakan prófessorstitil frá forsetanum í Póllandi, svona eins konar nafnbót. Þetta er titill sem halda tónleika og síðasta sumar spiluðum við í Póllandi.“ Hann segir að þeir séu búnir að leika inn á sinn fyrsta geisladisk sem er í þann veginn að koma út. Á honum leikur trióið pólska tónlist eftir þrjú 20. aldar tónskáld: Romuald Twai'dowski, Ai-thur Malawski og Andrzej Panufnik. Diskurinn er gefinn út af Polygram útgáfunni og honum verður fyrst og fremst dreift í Póllandi. „Næsti diskur verður tekinn upp í mars,“ heldur hann áfram, „og þá leikum við verk eftir Mendelssohn, Schubert og Brahms. Fólk heldur að það sé ómögulegt að starfa saman í hljómsveit með svona miklar fjarlægðir á milli,“ segir hann ennfi’emm'. „En þetta gengur mjög vel, við þurfum ekki annað en að hittast í fimm til sex daga til að æfa okkur og þá erum við tilbúnir fyrir tónleika eða upptökur." Jacek segh' að mikið sé að gerast í tónhstai’lífinu hjá sér. „Eg var svo heppinn að fá að spila með Diddú í maí þegar hún kom í heimsókn til Morgunblaðið/Ásdís endist ævilangt. Þetta verður líklegast síðasta prófið mitt í lífinu því þetta er æðsta menntun sem hægt er að ná. Því miður er allt búið hjá mér, ekki hægt að læra meira á píanó og það er ekki skemmtileg tilfmning." Hann segir að efth- að hann hafi flutt til íslands hafi hann loksins fengið tíma til að æfa sig og þess vegna hafi hann ákveðið að taka þetta próf þremur árum eftir að hann flutti hingað. „Ég valdi þegar ég var fjórtán ára hvað ég ætlaði að gera í lífinu og ég held því bara áfram. Ég er búinn að gera tónlistarlífið sérstakt með því einu að búa á íslandi. Hér hef ég meiri tíma til að æfa mig og meiri laun fyrir mína vinnu þannig að nú hef ég meiri tíma fyrir sjálfan mig. Ég spila á nokkrum tónleikum á ári, kenni í „Master Class“ í Póllandi og nýlega gaf tríóið mitt út geisladisk." Hann segir að „Master Class“ námskeiðð sé nokkurs konar skóli eða námskeið fyi’ir starfandi tónlistarfólk eða tónlistarfólk sem er langt komið í námi. „Þetta eru mestmegnis nemendur frá Þýskalandi og Póllandi,“ segir Jacek, „en alltaf eru margir nemendur annars staðar úr heiminum, meira að segja voru þarna tveir Islendingar eitt árið, það var mjög skemmtilegt að geta talað við þá íslensku." Jacek er einnig hluti af Trio Cracovia sem samanstendur af félögum úr Ki-akow-akademíunni. Hinir eru Julian Trczynski, sellóleikari sem býr og kennir í Bandaríkjunum og Krzysztof Smietana, fiðluleikari sem býr og kennir í London. „Við spilum saman í þessu tríói,“ segir Jacek. „Skrýtið að segja frá því að við spilum saman, einn í BandaiTkjunum, einn í Englandi og ég hér á Islandi. En þetta gengur mjög vel. Við komum örugglega til með að_ spila hér á landi einhvem tímann. Árið 2000 verða Reykjavík og Krakow og sjö aðrar borgh’ menningarborgir Evrópu. Þá væri gaman að við myndum spila hér og fara svo með tríóið til Póllands eða til Bandaríkjanna. Við eram búnir að ferðast dálítið um Bandaríkin og karlakórsins sem ég stjóma og söng níu eða tíu lög. Það var frábær tilfinning að spila með henni.“ Hann segist fá mikið út úr því að stjóma karlakómum. Hann geri miklai’ kröfur til kórsins og segir að kórfélagar séu að sama skapi famir að gera miklar ki’öfur til sjálfra sín. „Við eram famir að taka verk á borð við Pílagrímakórinn eftir Wagner sem er mikil framfór miðað við fyrir fjórum árum þegar ég tók við kómum.“ Síminn hringir og Ewa svarar. Hún skiptir strax yfir á pólsku og talar örlitla stund. Hún gefur Jacek bendingu um að koma í símann og þegar hún sest niður aftur segir hún að Krzysztof úr tríóinu sé í símanum því þeir séu að undirbúa tónleika í London í mars. Þegar Jacek kemur inn aftur eftir dágóða stund segir hann að það sé búið að ákveða að tónleikarnir verði í kringum 5. mars. Hann spyr Ewu hvort hún vilji ekki eitthvað að drekka en hún afþakkar og segist þurfa að setja bensín á bílinn á eftir. „Við geram það bara á morgun, þú getur hvort eð er ekki gert það ein,“ segir Jacek og fer að hlæja. Ewa fer líka að hlæja og skilur augljóslega hvað hann á við. Jacek heldur áfram: „Veistu hvað hún gerði í fyrra? Setti dísel á bílinn.“ Þau hlæja bæði. „Það var ótrúlegt,“ heldur Jacek áfram hlæjandi. „Byssan passar ekki einu sinni í opið á bensíntanknum. Ewa er bara svo metnaðarfull að hún gafst ekki upp fyrr en hún var búin að dæla 26 lítrum á bílinn!" „Ég er svo metnaðai’full,“ bætir Ewa við og brosfr, „að ég sannaði þar með fyrir honum að þetta væri hægt.“ I þessum orðum töluðum þótti tírni vera til kominn að brjóta í blað að sinni. Jacek og Ewa kvöddu brosandi eins og þeirra er háttur og sögðu að lokum að þrátt fyrir óumflýjanlega tungumálaerfiðleika liði þeim núorðið á Islandi eins og heima hjá sér og þökkuðu það hinum fjölmörgu góðu vinum sem þau hefðu eignast í Borgarnesi. Höfundur er nem/ / hugnýtri fjölmiðlun við Háskólu Islnnds. Sundbolur Ðikinitoppur Bikinibuxur . Bikinípils ...» OPIÐ Satínnáttföt .........<^5.699 Náttfataskfrta Siffonsloppiir.fewv........ 4.5lg; SiffortfjjreurV...3l.3.él|j| Silkisfdppurt.........10.89# Silkil^P!:...£..^C.....5.6Í1 Silkitoppur ...f.......3.89Í Silkiboxers ..........2.999 Silkibuxur (síðar) .........7.499 KNSCKBR3 LANGUR LAU. KL. 10.00-17.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.