Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Dagbók Háskóla Islands DAGBÓK Háskóla íslands 7.-13. febrúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Dagbókin er uppfærð vikulega á heimasíðu Háskólans http://www.hi.is/HIHome.html Mánudagur 8. febrúar: Ragnar Sigurðsson, Raunvísinda- stofnun, heldur áfram fyrirlestri sín- um sem nefnist: „Green-föll og Lelong-tölur“ á málstofu í stærð- fræði. Málstofan fer fram í stofu 258 íVR-II og hefstkl. 15.25. Miðvikudagur 10. febrúar: Snjólfur Olafsson, viðskipta- og hagfræðideild HÍ, heldur fyrirlestur sem nefnist: „Samgöngulíkan fyrir Island“ á málstofu viðskipta- og hag- fræðideildar. Málstofan fer fram á kaffistofu 3. hæð í Odda og hefst kl. 16.15. Jónas H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri, mun fjalla um „Helstu vandamál í hagstjóm - yfirlit" á mál- stofu hagfræði- og sagnfræðiskorar. Málstofan fer fram í stofu 423 á 4. hæð í Arnagarði og hefst kl. 16.15. Háskólatónleikar í Norræna hús- inu kl. 12.30. Þá leika Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, og Miklós Dalmay, píanóleikari, Sónötu í E-dúr • BWV 1035 fyrir flautu og fylgirödd eftir Johann Sebastian Bach og Sónötu fyrir flautu og píanó Francis Poulenc. Verð aðgöngumiða er 400 kr. Ókeypis fyrir handhafa stúdenta- skírteina. Fimmtudagur 11. febrúar: Fundur um Alþjóðlegt starfsum- hverfí í námi og starfí verkfræðings- ins. Fundurinn er á vegum VFÍ, um- hverfís- og byggingarverkiræðiskor- ar HI og nemendafélags skorarinnar og hefst kl. 16.15 í fundarsal VFÍ á Engjateigi 9. Frummælendur: Þor- steinn Helgason prófessor, Svavar Jónatansson, framkvæmdastjóri Al- mennu verkfræðistofunnar, Páll Ólafsson, sérlegur ráðgjafi á LV, og Guðmundur V. Guðmundsson verk- fræðinemi. Fundarstjóri: Sigurður Erlingsson prófessor. Gunnar Gunnarsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, flytur erindi sem hann nefnir: „Vélindabólga af völd- um herpes simplex veiru hjá heil- brigðum“ á málstofu læknadeildar. Málstofan fer fram í sal Krabba- meinsfélags íslands, Skógarhlíð 8, efstu hæð og hefst kl. 16 með kaffi- veitingum. Ástríður Pálsdóttir líf- fræðingur að Keldum flytur fyrir- lestur sem hún nefnir: „Sameinda- erfðafræði riðu“ á fræðslufundi Til- raunastöðvar HI í meinafræði að Keldum. Fræðslufundurinn er hald- inn á bókasafni Keldna og hefst kl. 12.30. Sigþrúður Gunnarsdóttir rithöf- undur flytur fyrirlestur sem hún nefnir: ,Að skrifa eins og hinar. Ferðasögur Önnu frá Moldnúpi, sjálfsævisögur kvenna og kvenlegur ritháttur“ á Rabbi Rannsóknastofu í kvennafræðum. Rabbið fer fram í Odda, stofu 201 og stendur frá 12-13. Föstudagur 12. febrúar: Félag Háskólamenntaðra ferða- málafræðinga (FHF) og Reykjavík- ur Akademían RA) boða til málþings 12. febrúar nk., undir yfirskriftinni: „Islenskur menningararfur - auðlind í ferðaþjónustu". Málþingið verður haldið í nýjum tónlistar- og ráð- stefnusal í Strandbergi, safnaðar- heimili Hafnarfjarðarkirkju, við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst kl. 9 með skráningu þátttakenda. Áætl- að er að því ljúki kl. 17. Ingvar Arnason, dósent efna- fræðiskor, raunvísindadeild, flytur erindi sem hann nefnir: „Niðurstöð- ur NMR rannsókna á alkylafleiðum l,3,5-trisilacyclohexans“ á málstofu efnafræðiskorar. Málstofan fer fram í stofu 158 í VR-II, Hjarðarhaga 4-6 og hefst kl. 12.20. Laugardagur 13. febrúar: Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing sem ber yfirskrift- ina: ,Af vettvangi vísindasögunnar". Flutt verða fjögur erindi: Leó Krist- Dagskráin þín er komin út 3.-16. febrúar / allri sinni mynú! jánsson jarðeðlisfræðingur: „Silfur- bergið frá Helgustöðum: merkilegt framlag Islands til þróunar raunvís- inda.“ Helgi Björnsson jöklafræð- ingur: „Jöklarit Sveins Pálssonar: efnistök, frumleiki og ending." Ein- ar H. Guðmundsson stjarneðlisfræð- ingur: „Stjarnmælingar Rasmusar Lievogs 1779-1805.“ Hilmar Garð- arsson sagnfræðingur, og Trausti Jónsson veðurfræðingur: „Veður- mælingai- á Islandi á 18. og 19. öld.“ Fundarstjóri verður ÞórJakobsson veðurfræðingur. Málþingið verður haldið í fyrirlestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu og stendur frá 13.30-16.30. Námskeið á vegum Endurmennt- unarstofnunar vikuna 8.-13. febr- úar: Samskipti á kvennavinnustað. Kennari: Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. Tími: 8. feb. kl. 9-16. Árangursrík liðsheild. Kennari: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfr. og ráðgjafi. Tími: 8. og 9. feb. kl. 16-20. Vefsmíðar I - Hönnun og not- endaviðmót. Kennari: Gunnar Grímsson viðmótshönnuður, gunn- ar@this.is - http: //this.is/webdesign Tími: 8., 10. og 12. feb. kl. 9-12 og 15., 17. og 18. feb. kl. 9-12. Skráning hjúkrunar - Nýtt tölvu- kerfi fyrir skráningu hjúkrunar. Umsjón: Ásta Thoroddsen lektor við HÍ. Tími: 8. feb. kl. 9-16 og 9. feb. kl. 8-12. 3. List í kirkjum. Umsjón: Dr. Gunnar Kristjánsson guðfræðingur. Kennarar: Auk Gunnars, Pétur H. Ármannsson arkitekt, Gunnar J. Árnason listheimspekingur og Smári Ólason kirkjutónlistarmaður. Tími: Mán. 8. feb. - 29. mars kl. 20.15-22.15 (8x). 164. Skipulagsreglugerð. Kennari: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skipu- lagsst. Tími: 8. feb. kl. 9-12. 165. Brunavamir I byggingum - Lög, reglugerðir og leiðbeiningar Kennarar: Guðmundur Gunnarsson yfirverkfr. og Gunnar H. Kristjáns- son deildarverkfr. hjá Brunamála- stofnun ríkisins. Tími: 8. feb. kl. 13-16. 9. Mexíkó á tuttugustu öld - Frá byltingu til óvissrar framtíðar. Kennari: Ellen Gunnarsdóttir sagn- fræðingur. Gestafyrirlesari verður Edward Farmer, doktor í mexíkóskri sagnfræði, en hann hefur starfað sem fréttamaður í Mexíkó- borg. Tími: Þri. 9. feb. - 2. mars kl. 20.15-22. (4x). 12. Að læra að njóta góðrar tón- listar - Óperumeistarinn Mozart. Kennari: Ingólfur Guðbrandsson tónlistarmaður. Tími: 10., 17. og 24. feb., 10., 17. og 24. mars og 7. og 14. aprfl kl. 20-22. Sýningar Þjóðarbókhlaða. Sýning á rann- sóknartækjum og áhöldum í læknis- fræði frá ýmsum tímum á þessari öld. Sögusýning haldin í tilefni af 40 ára afmæli Rannsóknardeildar Landspítalans (Department of Clin- ical Biochemistry, University Hospi- tal of Iceland) og að 100 ár eru liðin frá því að Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi var reistur. (The Leper Hospital at Laugarnes, Reykjavík). Sýningin stendur frá 10. október og fram í mars. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Frá 1. september til 14. maí er handrita- sýning opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga íd. 14-16. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýn- ingartíma sé það gert með dags fyr- irvara. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eft- irtöldum orðabönkum og gagnasöfn- um á vegum Háskóla Islands og stofnana hans. Islensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sér- greinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn Islands - Háskóla- bókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html öagnasafn Orðabókar Háskólans: http://www.lexis.hi.is Rannsóknagagnasafn Islands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróun- arstarfs: http://www.ris.is Kínverjar hafa löngum verið þekktir fyrir langlífi og heilbrigðan lifnaðarhátt. I gegnum árþúsundir hafa þeir þróað mjög fullkomnar og þægilegar aðferðir til eflingar líkama og heilsu. í kínverska drekanum færðu að reyna ýmis afbrigði af þessum kínversku heilsumeðferðum sem hjálpa þér gegn ýmsum streitukvillum, s.s. vöðvabólgu, bakveiki, gigf, ofnæmi, ristilvandamálum, þvagleko, almennum sfirðleika og fleiru, jafnvel gegn reykingum og annarri fíkn. Nýttu þér aldogamla reynslu kínverja í aðferðum fil betra heilbrigðis, fáðu bót þinna meino með kínverska drekanum. fífmsh heilsulind Ármúlo 1 7a • Sími 553 8282 Öperunám- skeið Moz- arts í Há- skólanum UNDANFARIN ár hefur Endur- menntunarstofnun Háskóla ís- lands efnt til námskeiða fyrir al- menning um sögu, form og stíl- gerðir tónlistar, þar sem ákveðið tímabil eða tónskáld hefur verið kynnt í tali og tónum. Síðustu tvö árin hefur kennslan farið fram í hátíðasal Háskólans, eftir að hann fékk fullkomin hljómtæki að gjöf, og hafa þau verið fjölsótt. Nýtt námskeið hefst næstkom- andi miðvikudagskvöld, 10. febr- úar, og er leiðbeinandinn Ingólfur Guðbrandsson, tónlistarmaður og forstjóri, sem kynna mun hlust- endum ævi og afrek Wolfgang Amadeus Mozarts, einkum fræg- ustu óperur hans, sem teljast til mestu perlna tónlistar allra tíma. Rakin verður saga óperanna og efnisþráður og tóndæmi flutt með frægum söngvurum, en margir þættir og sönglög úr óperum Moz- arts eru í augum tónlistarunnenda jafnt sem söngvara talinn toppur óperulistarinnar enn í dag. Á námskeiðinu verður m.a. fjall- að um Brúðkaup Fígarós, Don Giovanni og Töfraflautuna og leiknir kaflar úr þeim. Námskeiðið er haldið næstu átta miðvikudags- kvöld í hátíðasalnum kl. 20-22. Þetta er sjöunda námskeið Ingólfs Guðbrandssonar hjá Endur- menntunarstofnun. Tónlistarferð í framhaldi af námskeiðinu efnir Heimsklúbbur Ingólfs & Príma til tónlistarferðar í júní til Salzburg, Vínar og Prag á slóðir Mozarts, þar sem hann samdi ódauðlega tónlist sína. Á þeim tíma stendur Vorhátíðin yfir í Vín, og eru marg- fr spennandi tónlistarviðburðir í boði, t.d. Brúðkaup Fígarós í Rík- isóperunni, Vínarsinfónían, Celine Dion syngur í Prater, Mozarttón- leikar í Hofburg keisarahöllinni o.fl. í Prag verður búið á Hotel Don Giovanni, en hótelið er kennt við hina frægu óperu, sem Mozart samdi þar og fnimflutti. Allar frekari upplýsingar um námskeiðið fást hjá Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands. --------------------- Fjölbrauta- skóli Vest- urlands í Snæfellsbæ Heilissandi. Morgiinblaðið. í SNÆFELLSBÆ er starfrækt útibú frá Fjölbrautaskóla Vestur- lands sem upphaflega starfaði ein- göngu á Akranesi. Þetta gefur nemendum kost á að dvelja í heimabyggð sinni eilítið lengur ef þeir vilja nýta sér þetta nám. í vet- ur munu 20-30 nemendur stunda nám við skólann. Snæfellsbær hefur haft frum- kvæði að því að leggja skólanum til húsnæði og var hús Kiwanismanna tekið á leigu og gert úr garði til námsins eftir því sem kostur var á. í húsinu er ágætlega búin skóla- stofa, ásamt lestraraðstöðu fyrir nemendur. Kennarar úr Snæfells- bæ annast kennsluna en jafnframt geta nemendur hagnýtt sér Netið og aflað gagna og upplýsinga beint frá höfuðstöðvunum, Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Heppnist rekstur þessara útibúa sparar það nemendum og fjöl- skyldum þeirra bæði fé og fyrir- höfn a.m.k. sem nemur einu ári og lækkar námskostnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.