Morgunblaðið - 07.02.1999, Side 57

Morgunblaðið - 07.02.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Myndbönd STÁLNAGLINN Bruce Willis í Mercury Rising. Endurskin (Afterglow) ★★★ Fáguð mynd um öngstræti ástar- sambanda prýdd merMngarhlöðnum og margi-æðum samtölum. Julie Christie og Nick Nolte eru hreinasta afbragð. Söngdísirnar (Heroines) ★★1/z KraftmiMl tónlist- armynd sem fjallar á dramatískan hátt um frægð, vináttu og mannkosti. Skemmtileg tilbreyt- ing, einkum fyrir yngri kynslóðina. Þveröfugt við kynlíf (The Opposite of Sex) ★★★ Áhugaverð og vel leiMn mynd sem byggir á vönduðu handriti, þar sem sjálfsvísandi frásagnarhætti er beitt á einkar hugmyndaríkan máta. í garði góðs og ills (Midnight in the Garden of Good and Evil) ★★% Um margt framúrskarandi kvik- mynd sem miðlar töfrum Suðurríkj- anna. Líður fyrir gríðarlegt umfang skáldsögunnar sem hún er byggð á. Á niðurleið (Down Time) ★★'/> Bresk hasarmynd að bandarískri fyr- irmynd þar sem ferskt sjónarhom á Hollywoodlummur nýtur sín vel. Dreymi þig með fiskum (Pream with the Fishes) ★★★*/2 Ovenjuleg og heillandi mynd stórra spurninga. Skemmtileg þrátt fyrir alvarlegt viðfangsefni, skrifuð og leiMn af innsæi og væntumþykju. Washingtontorg (Washington Square) ★★★ Ovenju góð kvikmyndaútgáfa skáld- sögu Henry James í höndum ein- vala liðs fagmanna undir stjórn úr- vals leikstjóra. Hækkandi hiti (Mercury Rising) ★★V2 Bruce Willis er fínn sem enn einn sterM, þögli harðjaxlinn. Margir góðir sprettir, en myndin líður nokkuð fyrir Misjukennda tilfinn- ingasemi. Rautt svæði (Red Corner) ★★1/z Vel unnin fagmannleg spennumynd sem líður nokkuð fyrir messutóninn sem beinist gegn óamerísku réttar- kerfi kommanna í Kína. Lethal Weapon 4 ★★★ Fjórða myndin um Riggs og Mur- taugh minnir helst á sígilda vestra. Húmor og persónutöfrar aðalleikar- anna bægja klisjunum frá og er út- koman hin skemmtilegasta. Sex dagar og sjö nætur ★★'/2 Agæt skemmtun en ristir hvergi djúpt. Stjömumar era sætar og sjarmerandi og nokkuð gaman að fylgjast með útreiknanlegri sögu. Með boltann í blóðinu (He Got Game) ★★★ Spike Lee er að vanda pólitískur og ófeiminn við að taka á viðkvæmum málefnum svartra í Bandaríkjunum. Alvarleg og heiðarleg kvikmynd, ein sú besta frá Lee. Rennihurðir (Sliding Doors) ★★*/! Framan af hin ágætasta skemmtun, en fer svo versnandi. Sagan hefði getað verið þéttari og skemmtilegri, en er nokkuð yfir meðallagi. Postulinn (The Apostle:) ★★★'/2 Postulinn er kvikmyndaperla sem fjallar um trú og trúarsamfélög af athygli og virðingu. Leikur Robert Duvall er upplifun út af fyrir sig. Madeline ★★1/2 Vel gerð og ágætlega leiMn fjöl- skyldumynd um prakkarastelpuna Madeline sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Guðmundur Ásgeirsson, Heiða Jóhannsdóttir og Ottó Geir Borg. SKOSKI rokkarinn.rámi Rod Stewart byrjar tónleikaför sína í Bandarfkjunum í næstu viku. Hann er nú í óðaönn að undirbúa reisuna og hann hefur notað Netið til að til- kynna það að nú sé sá gamli kominn í gír, eftir nýlegan skilnað við eiginkonuna Rachel Hunt. Söngvarinn sem er 54 ára gamall og var þekkt- ur af miklu djammi áður en liann festi ráð sitt fyr- ir níu árum lýsti því yfir á vefsíðu sinni að nú væri hann tilbúinn til að halda áfram með líf sitt. „Tón- leikaferðin byijar í Nas- hville 12. febrúar ... og ég hlakka t.il að hitta að- dáendur mína og láta léttúðina ráða för alls staðar þar sem ég kem.“ Þetta er annar tónn en heyrst hefur frá Rod lengi því í sínu átta ára hjónabandi hafði hann iðulega lýst því yfir í fjölmiðl- um að eiginkonan Rachel hefði tamið lians „villta" eðli. Þegar sögur af skilnaði þeirra bár- ust út sagði Rod að allar líkur væri á að þau næðu sam- an á ný. En nýj- ustu yfírlýsingar kappans á Net- inu virðast ekki benda til þess. gleðigírinn SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 57 Skattaþjónustan ehf. - framtalsaðstoð Nýtið ykkur áratuga reynslu undirritaðs í skattamálum. Einstak- lingar greiða eitt gjald og fá skattalega ráðgjöf allt árið í kaup- bæti. Gott er að eiga hauk í horni á þessum óvissutímum enda- lausra tilboða um fjárfestingar og gylliboð. Mistök geta orðið mönnum dýr. Undirritaður mun reyna að koma í veg fyrir að þér hlekkist á í okkar flókna fjármálaumhverfi. Tímapantanir og frestsbeiðnir í síma 568 2828. Bergur Guðnason hdl.- Skattaþjónustan ehf. Suðurlandsbraut 52, Reykjavík (bláu húsin). MYi Fyrir E ftir SD-græðismyrsl hefur borið gífurlegan árangur við meðferð á exemi, ofnæmi, þurrki o.fl. Fæst í helstu stórmörkuðum, Heilsuhúsinu og betri apótekum. Upplýsingar í síma 552 0790. 2SIÍ4 KHINGtm** BMsaSlik lÍíliLLLfel I ni'linu PrábaT mm.tusitsk ftanMtunyiul (ö UTkstjota Shv/rfcss in Sotítlíe SvlAtDliitOS I U Iil?!lt(IKIKt.WrK * . WllÖWfM. íilMHIMií MHiKH\ ttH tf Mlf M\U t'lh'MJIJÍIMt ll.tt'!‘,!!IHfiN' jtáfCIUTWll MBtMIR iKHiÍMI'.tK til'tmtil'ItXItlV .KIUHKIIMMtkS IlWlWb ,' ... HMIMlMtijt i OtKUI’IIKíA lllll lilRk 1. MV MWi SítRtn'HHOV• ItHIVIII! gr.fPCiKX : l-U'ia-N Stll U‘H IKASStl . tORt FI’IIIIOV \i'H\H’HKUN S>.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.