Morgunblaðið - 07.02.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 07.02.1999, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 FÓLK í FRÉTTUM Kurt Cobain Ice-T Brad Pitt Leonardo DiCaprio Tom Hanks Ljósmyndarinn Mark Seliger Morgunblaðið/Golli MARK Seliger nýkominn til landsins á Hótel Borg í gærmorgun. ; áþreifanlegri. Það segir manni margt ef maður skoðar góða mynd í þaula; maður finnur alltaf nýja merkingu. Kvikmyndir og mynd- bönd eldast ekki eins vel.“ Þú talaðir áðan um ímyndir. Lít- ur þú á sjálfan þig sem ímynda- smið? „Það eru mjög sterk bönd á milli mín og tíma- ritsins og ég hef mjög ákveðinn stíl í ljósmyndun sem kemur vel út fyrir tímaritið og mig líka. Tíma- ritið snýst um að vera ungur og að temja sér visst skeyt- ingarleysi, að vera óþekkur. Mér fínnst það skemmtilegt. Hvað getur verið betra en að vera alltaf ótuktarormurinn í kennslustofunni?" Þú vinnur mikið með fræga fólkinu. Er það jafn skelfilegt og sagan segir? „Nei,“ svarar hann ákveðið. „Það er mjög ánægjulegt vegna þess að maður fær tæki- færi til að prófa sig áfram með stórleikurum sem eru vanir að bregða á leik fyrir framan myndavélina." Mér skilst að þú sért í hljóm- sveit. „Eg er í kántrýhljómsveit,“ segir hann og brosir. „Hún var stofnuð á þessu ári og ég hef haft mjög gaman af samstarfinu. Þetta er góð leið til leiða hugann að einhverju öðru en ljósmyndun og þetta er nýtt tjáningarform sem veitir mér innblástur á öllum sviðum." Að hverju ertu að vinna um þessar mundir? „Eg er að vinna að mynd með mannamyndum sem byggð er á tíu árum hjá Rolling Stone. Bókin kemur út í september og er gefin út af Bullfinch," svarar hann og fær sér kaffisopa; harðsoðið egg og brauðsneið er á leiðinni. Það er laugardagsmorgunn og kominn tími til að fá sér eitthvað í gogginn. tími til að koma einhverju á fram- færi.“ Ljósmyndun er bara sekúndu- brot. „En það góða við ljósmyndun er að maður getur skoðað þær aftur og aftur. Einhverra hluta vegna eru þær Ótuktarormurinn í kennslustofunni Mark Seliger, helsti ljósmyndari tónlistartímaritsins Rolling Stone, hefur fengist við ýmislegt um dagana og ræðir við gesti í Gerðarsafni síðdegis í dag. Pétur Blöndal talaði við hann um ljós- myndun og fræga fólkið. ÞAÐ eru ekki margir á ferli um sjöleytið á laugardagsmorgni. Götumar em auðar og eins gott því lítið sést út um frostrósirnar á framrúðunni og athyglisgáfan er ekki upp á marga fiska. Lögreglan stöðvar bílinn bara rétt til að athuga hvort bílstjórinn sé ekki vakandi. Svo er að leggja við Hótel Borg, safna saman minnispunktunum í höfðinu og leggja í hann. Bandaríski ljósmyndarinn Mark Seliger er á fótum enda nýkominn frá New York. Hann er hérlendis >til að halda fyrirlestur á sýningu Ljósmyndarafélagsins og Blaða- Ijósmyndarafélagsins í Gerðarsafni síðdegis í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Seliger verður á vegi blaðamanns. Vegir þeirra lágu saman í óeiginlegri merkingu í Helfararsafninu í Washington þar sem blaðamaður keypti bókina When They Came to Take My Father með viðtölum og áhrifa- miklum myndum úr smiðju Seli- gers af eftirlifendum úr útrýming- arbúðum nasista. En þetta er í fyrsta skipti sem blaðamaður hittir Seliger í eigin persónu og honum leikur foiwitni á að vita af hverju hann er á Islandi. „Friðrik [Örn Hjaltested ljós- myndari] bauð mér að koma hing- að og halda fyrirlestur. Og líka að sjá fullt af hreindýrum." Hann brosir út í annað. „Er það ekki það sem þið hafið fyrir stafni hér á Is- landi?“ Ætlarðu á snjóbretti? „Mig langaði til þess,“ segir hann ákafur. „En ég verð bara hérna í nokkra daga. Hvernig er á snjóbrettum hérlendis?" Við erum með brekkur og snjó. „Mér finnst best að fara á snjó- ' bretti þegar það snjóar. Það er ekki jafn skemmtilegt ef snjórinn er ekki nýfallinn." En þú ætlar að halda fyrirlestur á morgun [sunnudag]. „Eg les ekki yfir neinum. En ég ætla að halda sýningu á broti af þeim myndum sem ég hef unnið að -viindanfarin tíu ár og ræða um myndirnar. Þá á ég við kringum- stæðumar sem ég kom mér í, hug- myndirnar sem ég fékk; ég ætla að ræða við áheyrendur og segja þeim sögur af ljósmyndun." Hvenær ákvaðst þú aðgerast..." „Ljósmyndari?“ svarar Seliger. „Ætli ég hafi ekki verið sextán eða sautján ára. Þá var ég farinn að framkalla mínar myndir sjálfur. Eg hafði verið að spreyta mig sem listamaður en fann mig ekki alveg í því hlutverki. Ljósmyndun var fyr- ir mér bæði skjótari og áhugaverð- ari og þess vegna fór svo að ég lagði hana fyrir mig.“ Hvað tók við eftir það? „Eg fór í háskóla þar sem ég lagði stund á hefðbundið bóklegt nám og ljósmyndun. Ég ólst upp í Texas, sneri þangað aftur eftir námið og bjó í Houston í nokkur ár. Eftir það flutti ég aftur til New York, vann sem aðstoðarmaður nokkurra þekktra ljósmyndara og gerðist síðan sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Ég vann fyrir ýmis tímarit en svo fór að lokum að ég var ráðinn til að taka einvörðungu myndir fyrir Rolling Stone, US og Mens Journal." Skyndilega rekur Seliger augun í bókina um eftirlifendur helfarar- innar og lifnar allur við. „Það var stórkostleg upplifun að vinna að þessu verkefni," segir hann. „Eina vandamálið var að við luk- um við bókina á svo skömmum tíma. Við fengum aðeins sex mánuði vegna þess að útgefand- anum lá á að koma bókinni út. Það reyndi á þolrifin að vinna svo hratt en að sama skapi er góð æfing að geta unnið á þess- um afköstum. Ég var í fullri vinnu meðan á tökunum stóð við að mynda fyrir tímaritin og gerði þetta í frístundum. Það var viðburðaríkt að vinna að bókinni og hafði mikla þýðingu fyrir mig bæði sem ljósmyndara og mann- eskju. Manni ber skylda til að leggja þessum málstað lið. Það er gaman að taka mynd- ir af frægu fólki en þetta eru sög- uraar sem maður vill deila með næstu kynslóð. Þegar ég var 17 ára fór ég til Póllands og skoðaði Auschwitz. Ég er gyðingur og það hafði djúpstæð áhrif á mig. Þess vegna hafði mig alltaf langað til að vinna efni um helfórina." Þú hefur ekki aðeins unnið við ljósmyndun heldur líka gert tón- listarmyndbönd og auglýsingar. „Ég leikstýri með félaga mínum og við höfum gaman af því. Það er mjög fullnægjandi að vinna með ímyndir; manni leiðist það aldrei.“ Fylgir ljósmyndun sömu lögmál- um og kvikmyndagerð? „Svipuðum," svarar Seliger og hallar undir flatt. „Sem Ijósmynd- ari hef ég meiri stjóm á því sem ég er að fást við. En sem kvikmynda- gerðarmaður á ég í samstarfi við fjölda manns sem lætur mig koma vel út, hvort sem það er kvik- myndatökumenn eða klipparar. En þrjár mínútur er mjög stuttur Drew Barryi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.