Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 32. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tugþúsundir manna og fulltrúar 75 ríkja vottuðu Jórdamukonungi hinstu virðingri „Friðurinn mun verða kenndur við Hussein“ Amnian. Reuters. Reuters ÞÚSUNDIR manna ruddust inn á strætið, sem líkfylgdin fór um, til að geta komist sem næst kistu Husseins. Varð lögreglan að ryðja götuna til að bílalestin gæti haldið áfram. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, fylgir Hussein til grafar. Honum á hægri hönd er Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna. HUSSEIN, konungur Jórdaníu, var borinn til grafar í gær í Amman, höfuðborg landsins, að viðstöddum nánustu ættingjum sínum, tugþús- undum landa sinna og þjóðhöfðingj- um víðs vegar að úr heimi. Með því vildu þeir votta virðingu sína mann- inum, sem mest allra vann að því að setja niður deilur og koma á friði í Miðausturlöndum. Kista Husseins var flutt á fall- byssuvagni frá hásætishöllinni og um Ammanborg að grafreit fjöl- skyldunnar. Abdullah, sonur Husseins, sem tók við konung- dæminu á sunnudag að föður sín- um látnum, drúpti höfði er her- menn lögðu föður hans til hinstu hvíldar en að því búnu flugu þrjár herþotur yfir, lúðrar voru þeyttir og flokkur bedúína skaut af rifflum sínum. Mikill missir Mikill mannfjöldi varðaði strætin, sem líkfylgdin fór um. Grétu margir og börðu í andlit sér harmi slegnir yfir missinum. Tókst nokkrum tug- um manna að rjúfa lögregluvörðinn og kasta sér yfh’ kistuna. Konungar, forsetar, forsætisráð- herrar og aðrir fulltrúar 75 ííkja voru við útförina og þrátt fyrir óvild og átök milli sumra þeirra samein- uðust allir í að votta Hussein virð- ingu. Frá Israel kom fjölmenn sendinefnd undir forystu Ezers Weizmans, forseta landsins, og Benjamins Netanyahus, forsætis- ráðherra, og fyrir sendinefnd erki- fjenda Israela í Sýrlandi fór Hafez al-Assad forseti. Irakar, Líbýu- menn og Súdanir, sem eiga í úti- stöðum við Bandaríkjamenn og voru andvígir friðarstefnu Huss- eins, sendu fulltrúa. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, var viðstaddur þótt læknar hefðu ráðið honum frá því og átti hann viðræður við ýmsa leiðtoga, þ. á m. Máli Clint- ons að ljúka Washington. Reuters. SÍÐASTA vika réttarhaldanna yfir Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, hófst í gær er saksóknarar fulltrúa- deildarinnar skoruðu á öldunga- deildai’þingmenn að víkja forsetan- um úr embætti. Stefnt er að því að ijúka málinu fyrir helgi en ljóst er, að ekki er meirihluti fyrir því að víkja Clinton frá. Vilja ýmsir þingmenn demókrata þess í stað víta hann harðlega en ekki er víst, að tillaga um það fáist tekin íýrir. ■ Blumenthal sakaður/26 Bill Clinton Bandaríkjaforseta, Jacques Chirac, forseta Frakk- lands, Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, og Abdullah konung. Þegar fundum þeirra Clintons bar saman hrópaði Jeltsín upp: „Bill Clinton" og faðmaði hann að sér. Vítti Weizman Nayef Hawatmeh, leiðtogi rót- tækra samtaka Palestínumanna, sem eru andvíg friðarsamningum við ísrael og hafa aðsetur í Sýr- landi, heilsaði í gær Weizman með handabandi og bað honum guðs blessunar fyrir að hafa unnið að friði í Miðausturlöndum. Tók Weizman því vel en Netanyahu illa og ísraelska útvarpið sagði, að Ari- el Sharon, utanríkisráðherra Isra- els, hefði ávítað Weizman fyrir. Erlendu fulltrúarnir kvöddu Hussein áður en líkfylgdin lagði af stað og þar á meðal Clinton og þrír fyrirrennarar hans á forsetastóli, þeir George Bush, Jimmy Carter og Gerald Ford. Verkin lifa „Þegar friðurinn ríkir loks í Mið- austurlöndum mun hann verða kenndur við Hussein," sagði Clint- on en Hussein var nánasti banda- maður hans í þessum heimshluta. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði, að aldrei yrði fundinn annar maður í hans stað en á verk- um hans mætti byggja betri fram- tíð. Abdullah, hinn nýi konungur Jórdaníu, hefur heitið því að fylgja friðarstefnu föður síns og hafa Bandaríkin og mörg önnur ríki heitið Jórdönum aukinni efnahags- aðstoð. Mun ekki af veita því að landið er fátækt og þarf á öllu sínu að halda til að geta varist nágrönn- unum, ísraelum, Sýrlendingum og írökum. Clinton sagði í gær, að hann treysti hinum nýja konungi RIKISSTJORN Gerhards Schröd- ers í Þýzkalandi hét því í gær að halda til streitu áformum sínum um breytingar á lögum um þýzkan ríkis- borgararétt þrátt fyrir ósigur í hér- aðsþingkosningum um helgina. Framkvæmd hinna metnaðarfullu stefnu miðju-vinstristjórnar jafnað- armanna og Græningja, sem Schröder hefur nú farið fyrir í rétt rúma 100 daga, virðist nú í lausu lofti eftir að stjómarflokkarnir töpuðu meirihluta í efri deild þjóðþingsins, fyllilega enda hefði hann fundið í honum sömu hógværðina og ein- kennt hefði föður hans. Stjórnvöld í Saudi-Arabíu hétu í gær að styðja og styrkja Abdullah Jórdaníukonung með öllum ráðum og í öllum arabaríkjunum við Persaflóa var lýst yfir þjóðarsorg vegna fráfalls Husseins. Er það til marks um, að fullar sættir hafi tekist eftir ágreininginn, sem upp Sambandsráðsins, með ósigrinum í kosningum til þings sambandslands- ins Hessen á sunnudaginn. Þegar talið var þar upp úr kjör- kössunum kom í ljós að kristilegir demókratar (CDU), sem nú eru í stjórnarandstöðu í Bonn og höfðu verið það í Hessen frá árinu 1991, höfðu fundið réttu málaefnaáherzl- urnar til að veiða sem flest atkvæði. Mest áhrif hafði trúlega áróðurinn gegn áformum Schröder-stjórnar- innar um að gera milljónum útlend- kom er Hussein vildi ekki snúast gegn Saddam Hussein Iraksfor- seta. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna kom saman til sérstaks fundar í gær þar sem Husseins var minnst en Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, var við útforina í Amman. ■ Hussein kvaddur/16 og 36 inga sem búsettir eru í Þýzkalandi kleift að fá þýzkt vegabréf án þess að afsala sér upprunaríkisfangi sínu. Oskar Lafontaine, formaður SPD, sagði að stjórnin myndi ekki bakka með áformin en viðurkenndi að hún neyddist til að leita málamiðlunar. I Hessen verður mynduð ný stjóm CDU og frjálsra demókrata (FDP) í apríl. ■ Úrslitin draga dilk/25 Fórnarlömbum átaka í Kosovo fjölgar enn Cook og Vedrine þrýsta á deilendur Pristina. Reuters. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, snýr í dag, þriðjudag, aftur til Rambouillet í Frakklandi þar sem stríðandi fylkingar í Kosovo funda nú í því augnamiði að semja um frið i héraðinu. Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, kom óvænt að viðræðunum í gær en markmið beggja er að setja enn frekari þrýsting á deilendur um að ná samkomulagi. Cook var ásamt Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, við- staddur upphaf viðræðnanna á laugardag og lagði talsmaður Cooks áherslu á að alltaf hefði verið ljóst að a.m.k. annar þeirra myndi snúa aftur til Rambouillet til að fylgjast með gangi mála. Það mætti ekki túlka nú sem vísbendingu um að viðræðurnar væru við það að fara út um þúfur. Samninganefndir Kosovo-Albana og Serba hafa enn ekki fundað augliti til auglitis heldur situr hvor í sínu lagi og rýnir í tillögur Vestur- veldanna um framtíð Kosovo. Hækkaði tala fórnarlamba átak- anna í Kosovo í gær á meðan deilendur voru að störfum því lík fimm manna, sem myrtir voru að- faranótt mánudags, fundust á fjór- um stöðum í suðurhluta Kosovo. Engum sögum fór af átökum milli i serbneskra öryggissveita og Frels- ishers Kosovo og var ekki vitað hvernig dauða mannanna bar að, eða hvers vegna þeir voru myrtir. ■ Hafa enn ekki/26 Schröder heldur umbóta- áformunum til streitu Bonn, Wiesbaden. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.