Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SPRENGINGARNAR í Haga- skóla eftir áramótin leiddu alþjóð fyrir sjónir, að ekki væri allt sem skyldi í samskiptum nemenda og skóla. Vegna þess að fjölmiðlar og lögi'egla komust í málið varð úr því rokufrétt, en sannleikurinn er sá að miklu víðar í skólakerfínu er pottur brotinn, þótt það hafí ekki verið haft í hámælum. Agaleysið er orðið svo víðtækt að til vandræða horfír og þess varla langt að bíða, að það leiði til fullkomins öngþveit- is. Einungis lítill hluti nemenda, kannski innan við 10%, stendur beinlínis fyrir óspektum og aga- brotum, en þessi fámenni hópur er bæði ágengur og áhrifamikill. Með hótunum og öðrum yfirgangi hræðir hann aðra nemendur til undirgefni og þagmælsku, og oft er það svo að þessir svokölluðu töffarar, karlkyns og kvenkyns, sem sumir ganga með fjaðurhnífa og hnúajárn, njóta dulinnar aðdá- unar þeiiTa sem ekki hafast að. Því er stundum haldið fram að skólarnir eigi sjálfir að taka á þessum málum og leysa þau í kyrr- ■ þey. En hvernig má það verða ef þeir fá ekki stuðning hlutaðeigandi aðila? Réttur kennara sem er lam- inn eða svívirtur af nemanda er lít- ill sem enginn. Kennari sem vogar sér að skerast í leikinn og stilla til friðar þegar nemendur eiga í slagsmálum getur átt yfii' höfði sér líkamsárásarkæru! Þess eru mörg dæmi. Varhugaverðast við framvind- una sem orðið hefur á síðustu ár- um er að foreldrar hneigjast til að verja bömin, hvernig sem málsatvikum er háttað, og gerast þannig andstæðingar kennara sem þeir ættu að öllu eðlilegu að styðja í viðleitninni við að siða börnin. Mörg dæmi eru um að for- eldrar hafi tekið mál- stað barna, sem hafa úthúðað kennurum með orðbragði sem alls ekki er prenthæft. Það hafa þeir gert með þeim rökum að börnin hafi fullt leyfi til að hafa skömm á einstökum kennurum og segja þeim til syndanna með hverjum þeim orðum sem þeim þóknist að viðhafa! Þetta hlálega virðingarleysi sumra foreldra og nemenda fyrir kennurum er kannski illkynjaðasta æxlið í hér- lendu skólastaifi. Réttur barna og skyldur Nú er svo komið að enginn viti- borinn kennari leyfir sér að hrófla við nemendum af ótta við afleið- ingarnar. Eg fagna því að sett hafa verið barnaverndarlög og réttur barna tryggður, en auknum rétt- indum hlýtur að fylgja aukin ábyrgð. Börnin eru réttilega með- vituð um réttindi sín, en þau eru einkennilega ómeðvituð um skyld- ur sínar og ábyrgð. I reynd er það svo, að þeim mun betur sem nem- endum eru kynnt réttindi sín, því meira er að kennurum saumað. Vel má gera ráð fyr- ir að í röðum kennara séu til fautar eins og í öðrum stéttum, en getur það talist rétt- mætt að láta gervalla kennarastéttina líða fyrir einstaklinga sem kunna að hafa farið offari eða brotið af sér? Kreppan í skólamál- um lýsir sér meðal annars í því, að nú eru um 600 leiðbeinendur á undanþágu í landinu. I Reykjavík einni vantaði 60 kennara á liðnu hausti. Arlega útskrifast hátt á annað hundrað kennarar frá skólum sem veita kennararéttindi. Nær helmingur Agi Enginn viti borinn kennari, segir Sigurður Páll Sigurðsson, leyfír sér að hrófla við nem- endum af ótta við afleiðingarnar. þeirra skilar sér ekki í kennslu. Um helmingur þeirra, sem fara í kennslu, hverfur til annarra starfa innan tveggja ára, einkanlega karlmenn. í flestum tilvikum hætta kenn- arar störfum vegna áreitis, hótana og ofbeldis nemenda, en ekki vegna launakjara þótt þau séu bágborin, enda hefðu þeir líklega ekki farið í kennslustörf vegna launanna. Kannski er ein meginorsök vandans í skólum landsins sú, að hér er skólaskylda en ekki fræðsluskylda. Almennar skóla- reglur mæla svo fyrir að vísa megi nemanda úr skóla fyrir alvarleg brot. En verði ekki fundin önnur úrræði ber skólanum að taka aftur við brotlegum nemanda að viku liðinni. Foreldravandamál Það getur ekki verið ætlun fræðsluyfirvalda, að fámennur hópur ólátabelgja og ofbeldis- seggja hafi heimild til að raska öllu skólastarfi og skemma fyrir þeim stóra meirihluta nemenda sem raunverulega leggur sig fram. Það þarf ekki nema eitt eða tvö ærsla- skrípi í hverjum bekk til að trufla kennslu til þein'a muna að dýr- mætur tími og kraftar kennarans fara að mestu í að hafa hemil á þeim. Agaleysi í skólum og sívaxandi yfirgangur nemenda verða ekki rakin til lélegi'ar stjórnar uppeld- isstofnana eða versnandi innrætis barna og unglinga, heldur þeirra þjóðfélagshátta sem fullvaxta ís- lendingar hafa innleitt á síðustu áratugum og leggja kapp á að við- halda. Hér er um að ræða alvai'- legt foreldravandamál, sem for- ráðamenn barna eiga bæði beina og óbeina sök á. Óbeina sökin er í því fólgin að foreldrar hafa möglunarlítið látið bjóða sér samfélagshætti sem eru fjandsamlegir jafnt hjúskap, fjöl- skyldulífi sem barnauppeldi. Bein sök foreldra er í því fólgin, að þeir hafa margir reynt að bæta börnum upp skort á ástríki og umönnun með því að láta allt eftir þeim. Einu gildir hvort komið er í afmæli eða fermingarveislu, hvai*vetna blasir við sama hófleysið í gjöfum og veislukosti. Og það sem kannski er dapurlegast: börnin gleðjast ekki yfir sívaxandi rausn, heldur verða einungis leiðari og áttavillt- ari, þau sem ekki ruglast gersam- lega í ríminu. Agi er nauðsynlegt uppeldisatriði Þótt refsing fylgi oft agabrotum er hún ekki endilega af hinu illa. Grunnskólar landsins hafa þeirri skyldu að gegna að gera börnin okkar sem hæfust til að takast á við lífið að skólagöngu lokinni og bera ábyrgð á sjálfum sér. Ef nemandi biýtur reglur skólans og er ekki látinn horfast í augu við af- leiðingarnar, þá er verið að ala upp í honum virðingarleysi gagnvart reglum samfélagsins. Öllum er okkur gert að hlíta þeim lögum og reglum sem eru grundvöllur sið- menntaðra samskipta, og brjótum við þær er okkur refsað í einni eða annarri mynd. Það er útbreiddur misskilning- ur, að eftirlátssemi sé börnum holl meðan þau eru að vaxa úr grasi. Því er þveröfugt farið. Fátt er börnum nauðsynlegra í uppvextin- um en agi og aðhald. Sjálfsöryggi þeirra veltur að verulegu leyti á því, að þau hafi ákveðinn og vel skilgreindan ramma utan um lif sitt jafnt og leik. Höfundur er kennari. Skólastarf í kröggum Sigurður Páll Sigurðsson Gróðurhúsa- áhrif vantar ÞANNIG gætu hljóðað óskir og bænir heimsendisspámanna þessa dagana, þeir hafa verið að spá hörmungum gróður- húsaáhrifa (af manna- , völdum) í meira en áratug. Það bólar ekk- ert á þessum gróður- húsaáhrifum, þau áttu að koma af völdum brennslu á kolum, olíu og jarðgasi. Spámenn hafa neyðst til að aft- urkalla hrakspárnar hvert einasta ár, jafn- óðum og hinar raun- verulegu mælingar hafa komið fram. Mælingar víðs- vegar á jörðinni sýna ekki óvenju- lega hækkun á hitastigi, hitamæl- ingar með mismunandi aðferðum á jörðu niðri, í gervihnöttum og loft- belgjum hafa ekki gefið neina ' óyggjandi niðurstöðu um að það sé -/elinet Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473. að hitna á jörðinni. Veðurstofa Islands hefur ekki ennþá mælt eins há meðal- hitastig og í síðari heimsstyrjöld fyrir miðja öldina. Er of mikið af kolsýringi? Gróðurhúsakenn- ingin svokallaða er sprottin af því að kol- sýringsmagnið í loft- inu hefur aukist síð- ustu eina og hálfa öld- ina, aðallega eftir miðja þessa öld. Sum- ir vísindamenn hafa viljað kenna um brennslu manna á jarðefnum þótt margar aðrar nátt- úrulegar skýringar séu. Kolsýring- urinn af mannavöldum mælist illa í þeim tröllslega kolsýringsflaum sem jörðin sjálf andar út, hann er örfáir hundraðshlutar af þeim flaum. Með sveiflum í hitaflæði frá sólu og fleiri þáttum er þessi kol- sýringsöndun jarðar mismikil. Kolsýringur frá mönnum verður fremur auvirðilegur í samanburði og erfitt að greina sérstök um- hverfísáhrif af honum á hnattvísu. En spurningin er: Er þetta aukna kolsýringsmagn til skaða, má kolsýringsmagnið vaxa enda- laust? Svarið við þessu gætu menn haldið að væri hernaðarlegt leynd- armál umhveifisöfgahreyfinganna, svo er þó ekki; svarið er einfalt: Það er ekki nein hætta á að kolsýr- ingsmagnið vaxi endalaust af manna völdum: Gróður jarðar tek- ur nefnilega upp þeim mun meiri kolsýring og vex þeim mun hraðar þeim mun meir sem er af kolsýr- ingi í loftinu. Kolsýringurinn í loft- inu hættir að aukast þegar vöxtur gróðursins hefur aukist um það Friðrik Daníelsson sem þarf til að taka við aukafram- leiðslu (jarðar eða manna)! Saga jarðar gefur til kynna að gróður jarðar geti nýtt sér miklu meira af kolsýringi en jörðin (og mennirnir) gefa frá sér í dag, og framleitt meira af næringu úr hon- um. Kolsýringur er grunnfæða lífsins. Þegar gróskan var sem mest á jörðinni á fyrri skeiðum var miklu meira af honum í loftinu en nú er. Það er að grænka Menn eru eðlilega famir að spyrja sig: Af hverju eru einhverjir ofskipulagssinnar að reyna að fá Hrakspár Kolsýringur, segir Friðrik Daníelsson, er grunnfæða lífsins. ísland og fleiri lönd til að skrifa undir „loftslagssamninga" og tak- mörkun á losun kolsýrings þegar ekki finnast neikvæð áhrif, hvorki hitnun af völdum gróðurhúsaáhrifa né einhver skaðleg áhrif? Þvert á móti eru farin að koma fram önnur og jákvæð áhrif af hækkun kolsýr- ings í andrúmsloftinu síðustu ára- tugina; meiri gróðurvöxtur. Jurta- lífið blómstrar og dýralífið þar með. Árhringir trjáa eru stærri en þeir hafa verið í langan tíma. Skóg- rækt er orðin áhugaverð og korn- rækt er aftur hafin á Islandi eins og á landnámsöld. Nú er hægt að rækta hrjóstrugri svæði, hægt að framleiða meira og fá meiri upp- skeru. Það er meiri afrakstur af líf- ríkinu. Þeir eru til sem óska þess að kolsýringsstyrkurinn í and- rúmsloftinu aukist og verði svipað- ur og hann var þegar gróandinn var sem mestur á jörðinni. Heimsvaldabákn? Hræðsluáróðurinn um „lofts- lagsbreytingarnar" af manna völd- um hefur svo rækilega náð fótfestu og villt bestu mönnum sýn, að jafn- vel góðir og gegnir íslenskir merk- ismenn tjá sig um að Islendingar eigi að taka þátt í lénskipulags- eða haftakerfi til að minnka „gi'óður- húsaáhrifin"; halda að það sé sálu- hjálparatriði fyi-ir þjóðina og orðstír hennar. Þvert á móti. Gömlu heimsveldin eru að reyna að búa til valdabákn til þess að stjórna iðnaðaruppbyggingu í heiminum, ef eitthvað er ber Is- lendingum skylda til þess að standa með þjóðum sem eru að reyna að byggja upp sinn iðnað, frekar en að stuðla að alþjóðlegiá lénsskipulagningu á forsendum gömlu iðnaðarríkjanna (þau sjálf eru flest í þeirri stöðu að kolsýr- ingslosandi fyi-irtæki em að flytja þaðan hvort sem er vegna náma sem eru gengnar til þurrðar eða óhagkvæmni). Það hafa ekki komið fram sönnur á að kolsýringslosunin geti spillt náttúrunni jafnvel þó að öllu jarðefnaeldsneyti yrði brennt upp á mun skemmri tíma en nú er útlit fyrir. Nýafturhald Hvaðan kemur svo þessi hræðsluáróður sem „gróðurhúsa- kenningin" er orðin? Svarið vii'ðist vera að ný afturhaldsstefna sé að skjóta rótum: Sá hópur manna sem er á móti tækniþróun og iðnvæð- ingu er talsvert stór og á sér orðið málsvara víða, ekki síst meðal vissra stjórnmálamanna sem gera út á atkvæði þeirra. Skiptir þá engu máli frekar en íyrri daginn hvort stefnumálin séu falskenning- ar eða ekki. Greinilega hafa viss fé- lagasamtök Hka talsverð áhrif, þau virðast rekin með nokkurs konar aflátssölu til góðgjarnra einstak- linga víða um heim sem telja sig vera að stuðla að umhverfisvernd. „Gróðurhúsamálið“ allt, með þess- um óþörfu og jafnvel hættulegu „loftslagssamningum" sem viss ríki eru að reyna að þröngva upp á aðra, er nokkuð vandræðalegt fyrir suma íslendinga: Við höfum jú á stefnuskránni að vinna að minnk- andi kolsýringslosun á hnattvísu. Síðan kemur í ljós að allur málatil- búningurinn um hnattræn „gróður- húsaáhrif1 og eyðileggingu lofts- lagsins á jörðinni af mannavöldum vora falsspádómar! Áróður öfgatrúboða Það er orðið bæði afdrifaríkt, en líka lærdómsríkt fyrir Islendinga, að berjast við öfgamenn sem kenna sig við umhverfisvernd og þann múgsefjunaráróður sem þeir hafa komið af stað, með stuðningi fjöl- miðla og vissra stjórnmálamanna, áróðursherferðum sem byggðar eni á röngum forsendum og fals- spám. Þessir öfgamenn, oft studdir af kenningaglöðum vísindamönn- um sem vantar auglýsingu og meira fé í rannsóknir sínar, reyna að koma í veg fyrir atvinnuþróun og nýtingu auðlinda og eðlilega sókn manna til lífsbjargar. Hval- veiðibannið þekkja allir, menn hér hafa ekki haft kjark í sér til að hnekkja því vegna hræðslu fisk- sölumanna við hefndaraðgerðir umhverfisöfgahreyfinganna. „Loftslagssamningarnir“ sem verið er að reyna að troða upp á þjóðir heims nú eru af svipuðum toga og byggja á sömu andþróunarlegu hugmyndafræði, nýafturhaldi. Heilindin sjást meðal annars af því að verið er að reyna að fá Islend- inga til að hefta uppbyggingu létt- málmaiðnaðar á þeim forsendum að hann framleiði kolsýring, jafn- vel þótt að heildaráhrifin séu elds- neytissparnaður og lækkun kolsýr- ingslosunar (vegna léttari orku- sparandi farartækja úr málmun- um). Rangar aðferðir á röngum forsendum Það er hægt að fresta öllum „loftslagssamningum" um óákveð- inn tíma. Uthlutun „losunarkvóta" er ekki einungis hreinn óþarfi held- ur röng aðferð á röngum forsend- um. Alvöru vísindamenn þurfa að rannsaka lofthjúpinn og grnnn- fæðu jarðarbúa (kolsýring) mun betur áður en illa upplýstir stjórn- málamenn og öfgatrúboðar, sem kenna sig ranglega við umhveifis- vernd, stöðva framrás mannfólks um allan heim til betra lífs. Höfundur er efnaverkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.