Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 35 MENNTUN Lífíð er ekki bara saltfískur... Hvernig á að fá kennara til starfa? Kenn- aranemar fá físk sendan frá Patreksfirði! Skólastjórinn svarar fyrirspurnum í dag og í hádeginu verða saltfiskframleiðendur með veislu í mötuneyti Kennaraháskólans. Ó að saltfiskur skipti okkur hér á Patreksfirði miklu máli, þá eru ýmsir aðrii- hlutir sem við teljum ekki síður mikilvæga. Undiiritaður skólastjóri Patreks- skóla vill því með sendingu þessari benda þér á þann valkost að koma til Patreksfjarðar og hasla þér völl við kennslu,“ byrjar bréf Guðbrands Stígs Ágústssonar, skólastjóra Pat- reksskóla, „við gerum okkur grein fyrir því að samkeppni er mikil um það hæfileikaríka fólk sem stundar nám í Kennaraháskólanum og því munum við reyna að gera okkar til að vera samkeppnisfær um það metnaðarfulla fólk sem þar er að finna.“ Bréf skólastjórans er ekki sent í tölvupósti eða hengt upp á vegg. Það er í öskju og í henni er að finna salt- fisk, eyðublað til að sækja um kennslu í Patreksskóla fyrir skóla- árið 1999-2000, uppskriftir að suð- rænum saltfiskréttum og vestfirsk saltfiskkveðja frá starfsfólki Pat- reksskóla. Einnig er uppskrift Öbbu, sem vinnur í sundlauginni á Patró, prentuð á öskjuna. Hún sendir svo kveðju og segir að saltfiskurinn sé afvatnaður, skafinn og skorinn í sundur. „Fiskurinn er látinn ofan í vatnið, þagar það sýður og soðinn í 10-20 mínútur við vægan hita. Fisk- urinn er færður upp á fat ásamt kartöflum og gulrófum. Með fiskin- um er gott að hafa hangikjöt eða hamsatólg. Einnig er gott að hafa rúgbrauð eða vestfírskar hveitikök- ur.“ Abba mælir sérstaklega með að væntanlegir kennarar noti vestfirð- ing eða hnoðmör með fiskinum. Abba er svo sögð hress, hlýleg kona sem mætir fólki, sem ætlar að taka smá sundsprett eða mýkja sig upp í gufunni, með bros á vör. „Svo mikið er víst að á meðan Abba er í af- greiðslunni verður enginn svikinn af því að fara í sund á Patreksfirði," stendur þar. HEILBRIGÐISSKÓLINN býð- ur námskeið fyrh' fólk em er að nálgast þann aldur að starfslok blasi við. Hvernig eiga menn að bregðast við? Hvaða rétt eiga þeir hjá Tryggingastofnun ríkis- ins og sveitarfélagi sínu? Hvaða sjúkdómar fylgj3 aldrinum og hvernig er reynandi að verjast þeim? Hvaða lyfja neytir roskið fólk og hvaða áhrif og aukaverk- anir hafa þau? Hvers konar mataræði er æskilegt að tileinka sér? Hvaða gildi hefur hreyfing? Hvernig er hugsanlegt að verja tómstundum? Námskeiðið er ætlað þeim sem eru orðnir sextugir eða eldri og mökum þeirra. Helztu þættir í námskeiðinu eru sem hér segir: 1. Upp úr sálarkirnunni Þarf aldrað fólk að hugsa eitt- hvað öðruvísi en þeir sem yngri eru? Hvaða geðræn vandamál hrjá aldraða öðrum fremur? Eru til einhverjar leiðir til þess að halda huganum við? Breytast lífs- gildin þegar aldur færist yfir fólk? Tómstundir og menntamál Hvaða félagsstarfsemi er sér- staklega ætluð rosknu fólki? Á roskið fólk ekki að læra meira? Hvað er lífsnautnin frjóa? 2. Heilbrigðisfræði roskinna og aldraðra Hvað hefur áhrif á heilbrigði? Hvert er hægt að leita sér aðstoð- ar? Hreyfing og þjálfun Hvaða'hreyfing er rosknu fólki nauðsynleg? Hvað ber að varast? Hvaða meiðslum verður roskið fólk helst fyrir? Leiðbeinandi verður sjúkraþjálfari. 3. Hollt og gott mataræði Þarf að breyta mataræði þegar sest er í helgan stein? Hvað er æskilegt að roskið fólk borði öðru fremur? Hvað ber að varast? Tannhirða Er rosknu fólki hætt við tann- sjúkdómum? Hvemig er best að Skólastjórinn heldur svo áfram með bréfið sitt: „Við viljum biðja þig, kennaranemi góður, að velta þeim möguleika fyrir þér að koma til Patreksfjarðar að kenna og leyfa fyrirbyggja þá? Hvaða leiðir eru færar í tannhirðu? Hvernig á að meðhöndla gervitennur? 4. Sjúkdómar og varnir gegn þeim Fjallað er um helztu öldrunar- sjúkdóma, hvernig þeir lýsa sér og hvemig hugsanlegt er að verj- ast þeim. 5. Hvaða áhrif og aukaverkanir hafa lyf? Lyfjanotkun eykst með aldri, það sýna rannsóknir. Hér verður fjallað um þá lyfjaflokka, sem aldraðir neyta mest, hvaða áhrif þau geta haft og vikið að hugsan- legum aukaverkunum. 6. Hver er réttur minn? Fjallað er um Tryggingastofn- un ríkisins og hvernig hún kemur til móts við aldraða. Hvaða rétt eiga menn miðað við mismunandi forsendur? 7. Lífeyrismál Hvaða rétt eiga aldraðir til líf- eyris? Hvar er hægt að fá upplýs- ingar? Leitað verður til lífeyris- sjóðs þátttakenda hverju sinni. Hvaða þjónustu veitir sveitarfé- lagið? Hvaða rétt eiga rosknir hjá sveitarfélagi sínu? Leitað verður til viðeigandi sveitarfélags hverju sinni. Fulltrúi frá öldrunarþjón- ustu borgarinnar. 8. Fjármál og húsnæðismál Hvemig er skynsamlegt að verja fé sínu? Hvar er sparifénu bezt borgið? Hvað á fólk að gera ef það vill skipta um húsnæði? Hvað er þjónustubúð? Hvað kost- ar að búa á slíkum stað? Námskeiðið er kennt á níu ti! tíu dögum eða alis 48 kennslustundir sem dreifa má á lengri eða skemmri tíma. Miðað er við að í hverjum hópi séu að hámarki 25 og ekki færri en 20. Námskeiðið kost- ar 12.000 krónur. Allir þátttakend- ur fá í hendur möppu með margvís- legum gögnum, sem tengjast eftii fyrirlestranna. Kaffiveitingar eru innifaldar. okkur að njóta starfskrafta þinna. Við lofum að taka vel á móti öllum og gera dvölina eins ánægjulega og kostur er. Vonandi smakkast fiskurinn vel.“ Samstarf um þróun náms- ráðgjafa- menntunar SAMSTAJRF milli þriggja háskóla á Norðurlöndum um þróun námsráð- gjafamenntunar er nú í burðarliðn- um. Auk Háskóla íslands taka þátt Háskólinn í Umeá í Svíþjóð og Há- skólinn í Joensuu í Finnlandi. Þess- ir skólar hafa sótt um Nordplus styrk þar sem markmiðið er að efla námsráðgjafamenntun, t.d. á sviði upplýsingatækni og jafnstöðuráð- gjafar. Þá er það markmið sam- starfsins að þróa fjarkennsluaðferð- ir á þessu sviði, en þar hafa Finnar t.d. náð góðum árangri. Nú þegar er hafið samstarf í fjarkennslu, þar sem íslenskir og finnskir námsráð- gjafakennarar kenna milii landa með fjarfundabúnaði. Meðfylgjandi mynd er tekin þegar nemar í náms- ráðgjöf við Háskóla íslands hlýddu á fyrirlestur Raimo Vuorinen og Paivi-Katriina Korhonen um dag- bókargerð í starfsþjálfun. skólar/námskeið skjalastjórnun__________ ■ Skjalastjórnun 2, skjöl í gæðaumhverfi Námskeið haldið 15. og 16. febr. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 15.000. Námskeiðsgögn innifalin. Skráning hjá: Skipulag og skjöl ehf. í síma 564 4688, fax 564 4689. Það verður veisla af þessu tilefni í Kennaraháskóla íslands í dag. Guð- brandur Stígur Ágústsson verður í skólanum til að gefa frekari upplýs- ingar og svara fyrirspumum kenn- aranema. Og í hádeginu munu salt- fiskverkendur á Patreksfirði bjóða kennaranemum og starfsfólki KHÍ upp á saltfiskrétti í mötuneyti skól- ans. En veitingahús NINGS mun sjá um matseldina. Saltfiskverkend- ur hvetja reyndar alla til að koma og smakka á þessari gómsætu afurð Patreksfirðinga. Lífið er ekki bara saltfiskur.. .er nafnið á öskju Patreksskóla. Gistilektor í námsráðgjöf Dr. Jeffrey Kottler frá Texas Tech háskólanum í Bandaríkjun- um verður gistilektor í námsráð- gjöf við félagsvísindadeild Háskóla Islands næsta vetur. Dr. Kottler er mjög vel þekktur á sínu sviði, enda hefur hann skrifað yfir 30 bækur og mörg hundruð tímarits- greinar. Bækur hans fjalla m.a. um hlutverk ráðgjafans, hópa- stjórnun, vandamálalausnir, vinnu með erfiða ráðþega og um það hvernig ráðgjafar geta lært af þeim mistökum sem þeir gera í ráðgjöfinni. Þá er hann einnig þekktur sem kennari á sínu sviði og stendur framarlega í háskóla- samtökum þeirra sem standa að menntun námsráðgjafa í Banda- ríkjunum. Það er fengur að því fyrir nýja námsgrein í Háskóla íslands að fá Dr. Kottler sem mun kenna nám- skeiðin Náms- og starfsráðgjöf og Ráðgjöf og menningarlegur marg- breytileiki á vormisseri árið 2000. Fulbright-stofnunin styrkir dvöl Dr. Kottler á Islandi. Tilgangur þessarar fréttatil- kynningar er að vekja athygli á þessari heimsókn og hvetja þá sem hafa hugsað til þess að sækja um nám í námsráðgjöf að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara. Skilyrði inntöku er að hafa lokið einu af fjórum eftirtöldum prófum: B.Ed.-prófi, BA/BS-prófi og kenn- araréttindanámi, BA í sálfræði eða BA í uppeldis- og menntunarfræði. Umsóknarfrestur er til 1. apríl og hefur inntaka verið takmörkuð við 12 nemendur undanfarin ár. Nán- ari upplýsingar gefur skrifstofa fé- lagsvísindadeildar. UTSALA UTSALA aðeins í dag 70-80%) afsláttur Verðhrun Dæmi um verð Aður m Kaðlapeysa kr. 5.900 kr. 1.500 Velúrjakki kr. 5700 kr. 1.400 Seti jakkapcysa+pils kr. 7.700 kr. 1.500 Sett bolur + pils kr. 6.600 kr. 1.300 Velúr bolur kr. 1.600 kr. 400 Herraskyrta kr. 2.800 kr. 700 Litaðar gallakuxur kr. 4.600 kr. 900 Sítt pils kr. 2.600 kr. 900 Straufríar herrabuxur kr. 5.900 kr. 1.400 Slinky bolur kr. 3.500 kr. 900 Dömuskyrta kr. 4.500 kr. 900 Opid frá kl. 10 til 18 frioncfex Sfiidum í púslkröfu Síðumúla 13, súni 568 2870 Statens gartner- og blomsterdekoratórskole VEA Garðyrkju- og blómaskreytingaskóli ríkisins VEA býður upp á eftirfarandi nám skólaárið 1999/2000 A námsbrautinni náttúrunýting: VK1 og VK2 gróðurhús og garðyrkja með áherslu á plöntur og lækningajurtir A námsbrautinni hönnun Grunnnámskeið, VK1 og VK2 blómaskreytingar Allir umsækjendur eiga sama rétt á skólavist hjá VEA. Umsóknarfrestur er til 1. april 1999. Biðjið um kennsluáætlun og stundatöflu. o° *L°^> < o T fr'VEA * o > o Heimilisfang: 2390 Moelv, Norge Sími: 004762367499. Fax: 004762368089. Netfang: sg-vea@sgbd.hm.no Heimasíða: http://www.sgbd.hm.no Efri árin Undirbúningur og aðlögun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.