Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 19 Upplýsingamiðstöð SÞ um 2000-vandann Islendingur í stj órnarnefnd HAUKUR Ingibergs- son, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður íslensku 2000-nefndarinnar, hefur verið valinn fulltrúi smáþjóða í stjórnarnefnd Upp- Iýsingamiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna vegna 2000-vandans. Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn í Washington D.C. standa að skrifstof- unni. Henni er ætlað að miðla upplýsing- um um ráð við hinum svokallaða 2000-vanda, og jafnframt um stöðu þeirra mála í heiminum. Notendur þjónustunnar verða einkum ríkisstjórnir, stofnanir og fyrirtæki sem þurfa á ráðum að halda varðandi 2000-vandann í öllum löndum heims. Stýrinefndin er skipuð tólf fulltrúum frá löndum í öllum heimshornum og er Haukur eini fulltrúi smáþjóðar í henni. Nefndin mun stjórna upplýs- ingaskrifstofunni og starfi henn- ar, en Bandaríkjamenn leggja til framkvæmdastjóra. „Astæða fyrir stofnuninni er sú að menn hafa áhyggjur af því að undirbúningur sé skammt á veg kominn víða í heiminum,“ segir Haukur. „Menn vita til dæmis ekki mikið um hvað er að gerast í Afrfku sunnan Sahara, í arabaheiminum og ýmsum lönd- um Suðaustur-Asíu. Þarna fer fram mikil framleiðsla og vinnsla hráefna til að mynda ol- íu,“ segir Haukur. Upplýsingamiðstöðin mun einnig líta tif með starfi hinna ýmsu alþjóðastofnana sem vinna þvert á landainæri. Til að mynda í fjarskiptum, flugi, orku- og bankamálum. Aðspurður sagðist Haukur telja að betra hefði verið ef upplýs- ingamiðstöð Samein- uðu þjóðanna hefði verið komið á lagg- irnar fyrr en þessi mál hefðu verið í þró- un víða og væru að ná formfestu í þessari upplýsingamiðstöð. Haukur er eini full- trúi smáþjóða í sfjórn miðstöðvarinnar, en sérstaða þeirra felst oft í tiltölulega ein- földu efnahagslífí og fáum útflutningsvönitegundum. Þessar þjóðir eru þar af leiðandi afar háðar öði-um löndum um að- föng. Haukur taldi að sú stað- reynd að fulltrúi Islands var val- inn í stýrinefnd miðstöðvarinnar fæli í sér viðurkenningu Islend- ingum til handa, og að menn litu svo á að vel hefði verið staðið að málum varðandi 2000-vandann af hálfu opinberra aðila hérlendis. í haust sem leið spannst nokk- ur umræða um tölvukerfi sem reikna tímasetningar eitt ár fram í tímann, en þar koma til greina greiðslukorf akerfi, víxla- kerfi og tryggingakerfi svo dæmi sé tekið. Þar sem þau reikna ár fram í timann gat ver- ið að vandi vegna ártalsins 2000 kæmi upp um áramótin 1998-1999. Haukur sagði að nokkrir aðilar hérlendis hefðu orðið fyrir smátruflunum af þessum toga, en það hefði verið lítið að umfangi. Reiknistofa bankanna hefði hins vegar gengið í það verk á seinustu mánuðum ársins 1998 að gera breytingar, til að búa ákveðin kerfi undir síðustu áramót. Þar hefði því allt gengið snurðu- laust fyrir sig. Deila Landssímans og Tals Leítað sátta PÓST- og fjarskiptastofnun ætlar að halda fundi með fulltrúum Landssímans og Tals hf. til þess að kanna grundvöll fyrir frekari sátta- meðferð í deilu fyrirtækjanna, um hvort Landssímanum beri að inn- heimta gjöld fyi-h- millilandasím- stöð Tals. Gústav Arnar, forstöðumaður Póst- og ijarskiptastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að það kæmi í ljós eftir fundina hvort stofnunin hygðist leggja fram miðl- unartillögu í deilunni. Póst- og fjar- skiptastofnun hélt fund með full- tráum Landssímans og Tals á mið- vikudag þar sem þeir fengu að koma frekari sjónarmiðum fyrir- tækjanna á framfæri. Póst- og fjarskiptastofnun kvað upp þann bráðabirgðaúrskurð hinn 31. desember síðastliðinn að Landssímanum bæri að að tengja millilandasímstöð Tals við al- menna símkerfið. Einnig ákvað stofnunin að Landssímanum bæri að innheimta fyrir hringingar úr almenna símkerfinu í gengum millilandasímstöð Tals. Landssím- inn kærði úrskurð Póst- og fjar- skiptastofnunar til úrskurðar- nefndar fjarskipta- og póstmála, sem dæmdi Landssímanum í hag. Eftir úrskurð úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála var ljóst að Póst- og fjarskiptastofnun hefði ekki vald til þess að taka bráðabirgðaákvörðun og yrði að halda áfram venjulegri vinnslu málsins. America Online kaupir MovieFone Dulles, Virginíu. AMERICA Online, helzta netþjón- hinum ýmsu stöðum og tekið frá usta Bandaiákjanna, hefur keypt miða eða keypt. bíómiða- og kvikmyndalistaþjónust- MovieFone, sem eftirleiðis nefnist una MovieFone fyrir um 388 milljón- AOL MovieFone, nær til 17.000 kvik- ir dollara. myndasala í Bandaríkjunum og rúm- Hjá MovieFone getur fólk fengið lega 70% kvikmyndaáhorfenda. Um upplýsingar í síma eða á Netinu um 891.0Ó0 dollai’a tap varð á MovieFone hvaða kvikmyndir er verið að sýna á á fyrstu þremur ársfjórðungum 1998. Forsvarsmenn Norsk Hydro um nýtt álver á Austurlandi Aætlanir um 120.000 tonna álver standa FORSVARSMENN Norsk Hydro halda fast í áform sín um bygg- ingu álvers á Austfjörðum, þrátt fyrir lækkandi hrávöruverð á heimsmörkuðum. Þá vísa þeir á bug allri umræðu þess efnis að fyrirtækið hyggist eingöngu not- færa sér áætlanir um hugsanlega byggingu álvers hér á landi til þess að styrkja samningsstöðu sína annars staðar. Jostein Flo, aðstoðarforstjóri ál- og boxítdeildar Norsk Hydro, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Morgunblaðið en sagði að vissu- lega væri sú lækkun sem orðið hef- ur á álverði undanfarið óhagstæð fyrir fyrirtækið. Það hefði þó engin áhrif á þau áform að reisa hér 120 þúsund tonna verksmiðju eins og stefnt er að. Aðspurður um þann orðróm að Norsk Hydro ætli að notfæra sér viðræður við íslendinga um bygg- ingu slíkrar verksmiðju til að stvrkja samningsstöðu sína á öðr- um vígstöðvum s.s. á eyjunni Trini- dad, segir Jostein Flo vera algjör- lega úr lausu lofti gripið og ekki eiga sér neina stoð í raunveruleik- anum. Hann segir Norsk Hydro auk þess engan veginn í stakk búið til að geta samhæft verkefni í ólíkum löndum á þann veg að hægt sé að beita þeim til að þvinga niður verð með þeim hætti sem gefið er í skyn. Hann kveðst jafnframt full- viss um að yfirvöld á Trinidad hafi aldrei heyrt um þær framkvæmdir sem Norsk Hydro hefur hug á að ráðast í á Islandi. Engra stefnubreytinga að vænta Þórður Friðjónsson, ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, segir engan vafa leika á að eins og sakir standa þá eigi Norsk Hydro í tíma- bundnum erfiðleikum, sérstaklega vegna verðþróunar á hráefnavöru- markaði. Hann telur þó fráleitt að álykta að félagið muni af þeim sök- um ýta frá sér áformum sem stefnt er að að skili framleiðslu eftir nokkur ár. Hann segist nýlega hafa rætt við Eivind Reiten, forstjóra áldeildar hjá Norsk Hydro, sem hafi fullviss- að sig um að engra stefnubreytinga sé að vænta af þeirra hálfu í tengsl- um við byggingu álvers á Austur- landi. „Hvað okkar hlið varðar, þá verður áfram unnið samkvæmt þeirri áætlun sem fyrir liggur og hafa engar ákvarðanir verið teknar um breytingar í þeim efnum. Eins og sakir standa þá verður því áfram unnið að málinu með óbreyttum hætti. Við munum skoða málið áfram á næstu vikum og mánuðum og vonumst til að hafa gleggri hugmyndir um fram- hald verkefnisins um mitt þetta ár. Fram að þeim tíma geta báðir aðil- ar gert það upp við sig hversu raunhæfur grundvöllur er til áframhaldandi vinnslu málsins,“ segir Þórður. -------------- Nýr fram- kvæmdastjóri Hugfangs • VIÐAR Ágústsson, BSc eðlis- fræðingur, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Hugfangs. Viðar var framkvæmda- stjóri 29. Olympíu- leikanna í eðlis- fræði og öryggis- þjónustunnar Vara. Hann var áður eðlisfræði- kennari við Menntaskólann á ísafirði, Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og Kenn- araháskólann. Viðar er kvæntur Ólöfu Kristinsdóttur, kerfisfræð- ingi, og á þrjú börn. VIÐSKIPTAÞING Grand Hótel 10. febrúar 1999 ALÞJOÐAVÆÐING ATVINNULÍFSINS DAGSKRA: 13:00 Skráning á Grand Hótel Reykjavík VIÐSKIPTAÞING 13:30 Ræða formanns Verslunarráðs íslands Kolbeinn Kristinsson, formadur VÍ 14:00 Alþjóðavæðing atvinnulifsins Davíð Oddsson, forsœtisrdðherra 14:30 Fyrirspurnir og umræður 14:45 Kaffihlé 15:15 Fyrirtæki mitt og alþjóöavæöing atvinnulífsins Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands hf. Róbert Guðfinnsson, stj.form. Þormóös ramma - Sœbergs hf. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO hf. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf. Skúli Mogensen, framkvæmdastjóri Oz hf. 16:45 Fyrirspumir og umræður MOTTAKA 17:15 Móttaka í boði Verslunarráðs íslands Þinggjald er kr. 7.500 fyrir félagsmenn en kr. 9.500 fyrir aðra. Ef fyrirtæki, stofnun eða samtök senda fleiri en tvo þátttakendur fær þriðji þátttakandi 50°/o afslátt. Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir kl. 16:00, 9. febrúar nk. í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ISLANDS *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.