Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 -H- MORGUNBLAÐIÐ ptagmil'Iftfrife STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HUSSEIN m "EÐ Hussein Jórdaníukonungi er fallinn frá einhver Lvirtasti og áhrifamesti leiðtogi Mið-Austurlanda. Hussein tók við völdum árið 1952, einungis átján ára gamall, og stjórnaði landi sínu í gegnum mörg erfiðleikaskeið. Þótt hann hafi líkt og aðrir gert mistök á ferli sínum eru það ekki þau er standa upp úr heldur sigrarnir sem hann vann. Þrátt fyrir að Jórdanía sé enn fátækt ríki hefur Hussein tekist að viðhalda stöðugleika, pólitískum ekki síður en efna- hagslegum. Ein síðasta ákvörðun hans var að skipa Abdullah, elsta son sinn, ríkisarfa og tók hann við því hlut- verki af Hassan, bróður konungsins. Eflaust hefur það átt þátt í ákvörðun konungsins að eiginkona Abdullahs er af palestínskum ættum en 70% íbúa Jórdaníu eru Palestínu- menn, sem eflaust mun stuðla að aukinni sátt um konunginn og konungdæmið meðal þjóðarinnar. Hussein stjórnaði ekki með hörku, líkt og margir nágrannar hans, heldur umburð- arlyndi, varkárni og visku. Sú sorg er jórdanska þjóðin sýnir við fráfall hans er greinilega einlæg. Saga Husseins er samofin sögu Mið-Austurlanda á síðari hluta þessarar aldar, sögu átaka gyðinga og araba og loks friðarumleitunum og friðsælli sambúð. Jórdanía átti aðild að hernaði arabaríkja gegn ísraelum í sexdagastríðinu árið 1967 og missti stóran hluta landsins, austurhluta Jerúsalem og Vesturbakkann, í hendur ísraela. Deilur þessar ógnuðu einnig tilvist jórdanska konungdæmisins og þurfti Hussein að bæla niður uppreisn Palestínumanna árið 1970 með hörku. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur honum hins vegar tekist að sætta hinn palestínska meirihluta þjóðarinn- ar. Að sama skapi hefur tekist að koma samskiptum Jórdana og Israela í eðlilegt horf. Hussein hefur oft vitnað til afa síns, Abdullah konungs, í því sambandi, sem snemma áttaði sig á óumflýjanleika þess og mikilvægi að lifa í friðsamlegri sambúð við gyðinga. Þegar Sýrlendingar og Egyptar réðust að nýju inn í ísrael á Yom Kippur árið 1973 hélt Jórdaníu- konungur sig til hlés þrátt fyrir að það kostaði hann gagn- rýni nágrannaríkjanna og tímabundinn áhrifamissi í araba- heiminum. Hussein tók ekki heldur beina afstöðu í Persaflóastríðinu árið 1991 þótt hann hafi verið gagnrýndur fyrir að sýna málstað Saddams Husseins samúð. Líklega átti konungur ekki annarra kosta völ. Rétt eins og árið 1967 krafðist pólitískur raunveruleiki þess að fámennt eyðimerk- urríki tæki tillit til aðstæðna. í sexdagastríðinu var það hinn palestínski meirihluti þjóðarinnar er neyddi konung til að- gerða, árið 1991 voru það sterk efnahagsleg tengsl sem komu í veg fyrir að Jórdanía tæki afstöðu til nágrannans í austri. Stærstu sigra sína vann Hussein á þessum áratug, en hann átti ríkan þátt í því að samkomulag náðist um frið milli Palestínumanna og ísraela. Hann stuðlaði með virkum hætti að því að Madrid-viðræðurnar árið 1991 urðu að veruleika ekki síst með því að sannfæra Yasser Arafat og aðra leiðtoga Palestínumanna um nauðsyn þess að eiga beinar viðræður við ísraelsstjórn. Árið 1992 greindist Hussein fyrst með krabbamein og hef- ur hann sjálfur sagt að það hafi vakið hann til umhugsunar um framtíðina og mikilvægi friðar. í kjölfar Óslóarsamkomu- lags ísraela og Palestínumanna hófust formlegar friðarvið- ræður milli Jórdana og ísraela sem lyktaði með friðarsam- komulagi er undirritað var í Bandaríkjunum í október 1994. Síðan sýndi Hussein margsinnis með beinum og persónuleg- um hætti hversu mikilvæg bætt tengsl Israela og araba voru honum. ísraelum er minnisstætt er Hussein stóð tárvotur við leiði Yitzhaks Rabins og ávarpaði hann sem „bróður". Og er jórdanskur hermaður hóf skothríð á ísraelskar skólastúlk- ur á ferðalagi við landamærin hélt konungurinn sjálfur til ísrael til að hughreysta aðstandendur þeirra stúlkna er létu lífið og votta þeim samúð jórdönsku þjóðarinnar. Átti það mikinn þátt í að atvikið kynti ekki undir deilum ríkjanna að nýju. Loks gegndi konungurinn mikilvægu hlutverki í þeim erfiðu viðræðum er fram fóru milli ríkisstjórnar ísraels og forystu Palestínumanna í Wye Mills í Bandaríkjunum á síð- asta ári. Hussein tók sér hlé frá krabbameinsmeðferð sinni til að ávarpa deiluaðila og hvetja þá til að ná samkomulagi. Hussein hafði ekki sigur í síðustu orrustu sinni, baráttunni við krabbamein. Elsti sonur hans, Abdullah, hefur tekið við völdum í Jórdaníu. Hans bíða erfið verkefni, jafnt innanlands sem í samskiptum við nágrannaþjóðir. Vonandi mun hann nálgast þau af sömu yfirvegun og raunsæi og faðir hans. Abdullah prins krýndur konungui KISTA Husseins Jórdaníukonungs borin til grafar í Amman í gær. Heimsbyggðin kve Hussein Jórdaníuko Ræðismaður Islands í Jórdaníu afhenti Noor drottningu samúðarbréf forseta Islands HELSTU þjóðarleiðtogar heims voru viðstaddir útfbr Husseins Jórdaníukonungs í höfuðborginni Amman í gær. Þar fóru fremstir Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sem ferð- aðist til Jórdaníu þrátt fyrir slæma heilsu. Mikill öryggisviðbúnaður var í Amman vegna útfararinnar en tug- þúsundir harmi sleginna Jórdana flykktust út á götur borgarinnar til þess að fylgja konungi sínum til graf- ar. Fyrir líkfylgdinni fór Abdullah krónprins, sem sór embættiseið í jórdanska þinginu nokkrum klukku- stundum eftir fráfall föður síns á sunnudag. Fulltrúi íslenskra stjórn- valda við útförina var Stefanía Rein- hardsdóttir Khalifeh, ræðismaður ís- lands í Jórdaníu. Hún afhenti Noor drottningu samúðarbréf frá forseta íslands að lokinni athöfninni í gær. Hussein Jórdaníukonungur lést á sunnudagsmorgun á sjúkrahúsi í Amman tveimur dögum eftir að hann sneri heim frá Bandaríkjunum þ.s. hann hafði leitað sér lækninga vegna krabbameins. Hussein var 63 ára gamall og var banamein hans eitlakrabbamein. Abdullah prins og ríkisarfi tilkynnti um andlát föður síns í beinni útsendingu í sjónvarpi tæpri klukkustund eftir andlát kon- ungsins. Hann sagði við það tilefni að faðir sinn hefði verið faðir allrar þjóð- arinnar. Hussein ríkti í 47 ár í Jórdaníu, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi í Miðausturlöndum. Út- varps- og sjónvarpsstöðvar í Jórdaníu rufu hefðbundna dagskrá stuttu áður en tilkynnt var um andlát konungsins og lesið var upp úr Kóraninum. Abdullah heitir að feta í fótspor föður síns í sjónvarpsávarpinu til þjóðarinnar strengdi Abdullah þess heit að feta í fótspor föður síns við stjórn landsins, en Hussein konungur braut blað í sögu Jórdaníu þegar hann samdi frið við ísrael árið 1994. Tvær vikur eru liðnar síðan Hussein konungur útnefndi Abdullah prins ríkisarfa. Hann tók formlega við af föður sínum við athöfn í jórdanska þinginu síðdegis á sunnudag, þ.s. þingmenn neðri og efri deildar þess voru viðstaddir. Abdullah lét það verða sitt fyrsta embættisverk að út- nefna Hamza, 18 ára gamlan hálf- bróður sinn, krónprins, en í jórdönsku útvarpi var greint frá því að það hefði Abdullah gert í samræmi við óskir fóður síns. Hussein mærður af leiðtogum heims Fulltrúar um 50 ríkja, þar af rúm- lega 30 þjóðhöfðingjar, voru viðstadd- ir útför konungsins sem naut mikillar virðingar í samfélagi þjóðanna en ekki hafa fleiri þjóðhöfðingjar komið saman frá því að Yitshak Rábin var borinn til grafar í ísrael árið 1995. Fornir fjendur Iögðu deilumál til hlið- ar í Amman í gær. Það vakti athygli að Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, mætti til útfararinnar en grunnt hef- ur verið á því góða á milli Jórdaníu og Sýrlands frá því að friðarsamningur- inn við ísrael var undirritaður. Full- trúar stjórna íraks, Líbýu og Súdans voru einnig viðstaddir útförina. „Hussein konungur var hjartfólg- inn heimsbyggðinni allri. Hann snerti líf svo margra," sagði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, við komu sína til Amman. Jacques Chirac, for- seti Frakklands, Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Juan Carlos, konungur Spánar, vottuðu allir Hussein virðingu sína við komuna til Jórdaníu. „Hussein konungur var hugrakkur og framsýnn maður," sagði Chirac Frakklandsforseti. „Hann kunni að skilja kjarnann frá hisminu og fylgja því eftir sem mestu máli skiptir - friði meðal manna. I nafni Frakklands drúpi ég höfði í virðingu við minningu hans." Fjórir Bandaríkja- forsetar viðstaddir Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton forsetafrú flugu hvort í sínu lagi til Jórdaníu í gær- morgun. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, og þrír fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, þeir Gerald Ford, Jimmy Carter og George Bush, voru í föruneyti Banda- ABDULLAH leggur hönd á Kóraninn Jórdaníu á sunnudag, nokkrum tímum < FJÓRIR Bandaríkjaforsetar við kistu I George Bush, Jimmy Carter, Gei ,1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.