Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Óspilandi framúrstefna Það sannaðist á ævi Nikos Skalkottas að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Árni Matthíasson segir frá gríska tón- skáldinu sem fékk nánast ekkert 170 verka sinna flutt um ævina, en var kallað Mozart vorra tíma þegar það féll frá. ÞEGAR gríska tónskáldið Nikos Skalkottas lést skyndilega aðeins hálffímmtugt 1949 urðu margir til að mæra það. Virtir gagnrýnend- ur létu þau orð falla að þar hefði farið Mozart vorra tíma og að allt sem úr penna Skakottas hefði komið væri gulls ígildi. Skalkottas lét eftir sig á annað hundrað verka, sem fæst voru þó flutt með- an hann lifði og það er ekki fyrr en á síðustu árum að hljóðfæraleikar- ar eru teknir að glíma við verk sem löngum hafa verið talin óspilandi. Meðal þeirra fyrirtækja sem tekið hafa upp á að gefa út verk Skalkottas er sænska útgáf- an BIS, sem fékk Sinfóníuhljóm- sveit Islands til að leika inn á band nokkur verka Skalkottas, sem nú eru komin út á geislaplötu. Nikos Skalkottas fæddist í Khalkis á eynni Euboea, annarri stærstu eyju Grikklands, 1904. Móðurafi hans hans var ættaður frá eynni hrjóstrugu Tinbos, og þekkktur sem fiðluleikari í þjóð- legri grískri tónlist. Hann var sér- staklega virtur fyrir þróttmikinn og fagran fiðluhljóm og þótti jafn- ast við orgelið í höll erkibiskupsins á Euboea, sem var þá eina orgelið á Grikklandi. Föðurafi Skalkottas, sem var prentari, breytti nafni fjölskyld- unnar úr Skalkottos, en hann var af ítölsku bergi brotinn. Tónlistin var snar þáttur í lífi fjölskyldunnar og synir prentarans voru tónlistar- menn, Kostas lék á öll hljóðfæri en faðir Nikosar, Alekos, var lipur flautuleikari. Sjálfur var pilturinn bráðþroska í tónlistinni, því fimm ára gamall var hann farinn að leika á fiðlu sem hann smíðaði með föður sínum. Frá móður sinni fékk hann grískar þjóðsögur og hjarðsöngva, sem áttu síðar eftir að verða hon- um efniviður í tónsmíðar. Lokapróf með hæstu einkunn Skalkottas lærði fiðluleik af frænda sínum, hinum fjölhæfa Kostas, og sýndi svo mikla framfor að fjölskyldan fluttist til Aþenu til að koma honum í nám hjá fremstu kennurum þar í borg. Skalkottas Dagskráin þín er komin út 3.-16. febrúar / allri sinni mynd! tók lokapróf frá tónlistarskóla Aþenuborgar aðeins sextán ára með hæstu einkunn og þótti leika prófverkefni sitt, Fiðlukonsert Beethovens, svo vel að viðstaddir urðu frá sér numdir af hrifningu. Vann að auki til gullverðlauna og var hæstur yfir skólann. Arangurinn gerði að verkum að auðvelt var fyrir piltinn að afla sér styrks til náms í Vestur-Evrópu og 1921 hélt hann til Berlínar og lærði þar hjá Willy Hess við tónlist- arakademíuna þar í borg. Þar kynntist hann fiðluleikaranum Mathilde Temko sem hann kvænt- ist, en skildi við nokkrum árum síð- ar. Þau áttu saman eina stúlku, Artémis Lindal, tónlistarkonu sem settist að í Svíþjóð. Eftir tveggja ára nám og mikla framfór ákvað Skalkottas að leggja fiðluna á hilluna og helga sig tón- smíðum. Hann hafði þá þegar samið strengjakvartett og tríó og lærði í framhaldinu tónsmíðar hjá Kurt Weill 1924-25 og Philipp Jarnach 1925-27 en hóf síðan nám hjá Arnold Schoenberg og lærði hjá honum næstu fjögur árin. Schoenberg var þá nýlega sestur að í Berlín og mjög umdeildur sem tónskáld. Meðal nemenda Schoen- bergs á þessum tíma voru ýmsir sem urðu síðar merkileg tónskáld þó nafni þeiiTa hafi ekki verið hald- ið eins á loft og vert er; Walter og Rudi Goehr, Rankl, Roberto Ger- hard og Hans Eisler, svo dæmi séu tekin. Flúið undan nasistum Skalkottas átti velgengni að fagna sem tónskáld og naut fjár- stuðnings sem gerði honum kleift að stunda námið áhyggjulaus. Hann var þó farinn að efast um tólftónaaðferð Scoenbergs og lagði hana á hilluna í nokkur ár; árið 1931 hætti hann námi hjá Sehoen- berg og samdi nánast ekkert næstu fjögur árin. Þau verk sem hann þó samdi voru hefðbundin að mestu, þar á meðal hljómsveitar- verkið 36 grískir dansar, sem var lengstaf eina verkið sem til var upp tekið eftir Skalkottas. Hann fór í Nýjar plötur Sinfóníu- hljómsveit- in leikur Skalkottas GEISLAPLATA með leik Sinfóníuhljómsveitar íslands á verkum Nikos Skalkottas er komin út hjá BIS. Þóra Ein- ai'sdóttir, sópransöngkona, syngur tvö lög á plötunni. A plötunni er tíu laga svíta; tónlist við leikrit eftir Chri- stos Evelpidis og syngur Þóra tvö laganna. Þá er konsert fyrir bassa og hljómsveit, þar sem Vassilis Papavassiliou leikur á bassann og svo þrír grískir dansar Skalkottas. Stjórnandi hljómsveitarinn- ar er Nikos Christodoulou. stuttar heimsóknir til Grikklands, og stýrði þar meðal annars frum- flutningi á tónverki eftir sig. Þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi var búið með listrænt frelsi, heil kynslóð tónskálda var þurrkuð út á næstu árum eða flúði til annarra landa, en Skalkottas hrökklaðist heim til Grikklands og skildi eftir í Berlín öll handrit sín, um 70 verk, en sá lítið eftir þeim. Að spurður löngu síðar sagðist hann svo sem getað rissað þau upp fyrir þá sem vildu, en í þeim væri ekki eftir miklu að slægjast. Um líkt leyti hafði slitnað upp úr hjónabandi hans og hann var í kreppu sem tónskáld, var óánægð- ur með tólftónaaðferð Schoenbergs og leitaði nýrra leiða til að semja. Við komuna til Aþenu lagðist hann í kör, farinn á sál og líkama, en fað- I samfé- lagi pró- fasta HEIMILDAR- MYND itöv LITLI BRÓÐIR í NORÐRI Leikstjórn, klipping, kvikmyndatöku- stjórn Páll Steingrímsson. Handrit Páll og Rúrí. Tónskáld Áskell Más- son, o.fl. Hljóð Hjörtur Howser. Heimildarmynd. 45 mín. Kvik hf., 1998. íslensk, gerð með stuðningi Menningarsjóðs útvarpsstööva. HEITI nýjustu heimildarmynd- ar Páls Steingrímssonar um vængjaða vini okkar, Litli bróðir í norðri, er þýðing latnesks fræði- heitis umfjöllunarefnisins, lundans. Vonandi bíða hans aldrei sömu ör- lög og „stóra bróður“, geirfuglsins, sem við útrýmdum á síðustu öld. Enn bendir fátt til að við endurtök- um þann ljóta leik; lundinn, eða „prófasturinn", eins og hann er gjarnan kallaður, er algengasti fugl landsins, stofninn telur á áttundu milljón. Og við höfum nóg að éta. Hið geistlega viðurnefni sitt dregur þessi fallegi og skemmtilegi fugl af yfirleitt friðsömu lunderni og höfðinglegri, þó hjólbeinóttri reisn, þar sem svipmikið nefið er punkturinn yfir iið. Páll gefur okk- ur innsýn í heillandi lífshlaupið, sem er allt hið merkilegasta. Lundasamfélagið, siðir þess og venjur, hreint ótrúlega margbrotið. Fylgst er með fuglinum frá því hann „tekur land“ í apríl uns pysj- an heldur síðsumars á sinn fyrsta fund við úthafið og lífsbaráttuna. Lundinn Ljósmynd/Páll Steingrímsson Sérkennin tíunduð af kostgæfni svo úr verður heillandi heimild þar sem tvinnast saman fegurð, fróð- leikur og skemmtun. Líkt og í öðr- um varplöndum er eignarrétturinn í hávegum hafður hvað snertir heimili og maka. Við sjáum hvemig þessi rósemdarfugl breytist í illvíg- an áflogagikk ef einhver vogar sér að abbast upp á kvinnu hans eða holu. Sem er merkilegt fyrirbrigði, skjólgóð og traust híbýli sem standast atlögur flestra annarra en manns og minks. Fleira í hegðun lundans ber vott um óvenjulegar gáfur. Hann heldur umhverfi sínu hreinu og snyrtilegu (þó mismun- andi eftir einstaklingum), ber stóra hnullunga í nebbanum, kastar að- skotahlutum gjarnan fyrir björg. Við sjáum að nefið er ekki aðeins upp á punt heldur háþróað veiði- og flutningatæki. Flestir sem hafa alist upp við sjávarsíðuna hafa furðað sig á hæfni fuglsins við síla- flutninga, nú upplýsist galdurinn. Gapið, geispinn, hneigingarnar, allt eru þetta veigamikil tákn í hegðun- aiTnunstrinu. Þegar líður á sumar heldur mað- urinn af stað með háf sinn, Litli bróðir ínorðri er einnig mæt heim- ild um fuglaveiði og eggjatöku. Að endingu sjáum við svo jákvæða þáttinn í samskiptum manns og lunda, pysjubjörgunaraðgerðir krakkanna í Eyjum. Stórkostlegur þáttur í uppeldi og mótun ungviðis- ins gagnvart umhverfi sínu. Páll á að baki nokkrar ómetan- legai’ heimildarmyndir um dýralíf landsins og óskandi að hann haldi áfram á sömu braut. Það væri t.d. ekki ónýtt að fá mynd frá þessum listamanni, dýravini og náttúru- unnanda frá matarkistunum sögu- frægu, fuglabjörgunum hrikalegu á Hornströndum. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.