Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 4^ MINNINGAR OLA BJORG BERGÞÓRSDÓTTIR + Óla Björg Berg- þórsdóttir Hers- ir fæddist á Norð- firði hinn 31. ágúst 1923. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 29. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Stefanía María Magnúsdóttir, f. 12. janúar 1891, d. 7. mars 1935 og Arni Bergþór Hávarðar- son, f. 24. júlí 1884, d. 28. ágúst 1971. Bræður Olu Bjarg- ar voru: Ari, f. 9.9. 1913, d. 26.1. 1986, Stefán Halldór, f. 30.11. 1914, d. 1.12 1952, Hávarður, f. 2.2. 1921, d. 7.4. 1997. Eftirlifandi af þeim systk- inum er Guðmundur, f. 25. 6. 1922. Fósturforeldrar Ólu Bjargar um tíma voru Björgvin Magnússon _og Viktoría Krist,- jánsdóttir. Arið 1945 giftist Óla Björg Emil Pálssyni frá Vest- mannaeyjum, f. 8. september 1923, d. 28. október 1983, en þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Hávarður, húsa- smíðameistari, maki Fríður Hlín Sæmundsdóttir, leikskólakennari. Börn þeirra: Linda Björk, Gunnar og Guðlaugur. 2) Þór- unn Kristín, fram- reiðslumeistari, maki Kristinn Ey- mundsson, fram- kvæmdastjóri. Þeirra börn: Björg, Emil Austmann og Heiðar Austmann. Hinn 13.Júní 1959 giftist Óla Björg eftirlifandi manni sínum Gunn- ari Hersir Valdimarssyni. Árið 1939 fluttist, Óla Björg með fósturforeldrum sínum til Akureyrar en siðan lá leið hennar til Vestmannaeyja. Eftir 1950 fluttist hún til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Óla Björg stundaði ýmsis störf en lengst af starfaði hún við síma- vörslu hjá bifreiðastöðinni Hreyfli. títför Ólu Bjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bogga frænka er dáin. Það er margt sem mann langar að segja en erfitt að koma orðum á blað og alltaf kemur þetta jafn mik- ið á óvart þrátt fyrir langvarandi veikindi. Bogga frænka var yngst og jafn- framt eina systir hans pabba og þó að þau byggju hvort á sínu lands- horninu; hann í Neskaupstað og hún í Reykjavík, var ávallt ágætt samband á milli þeiiTa. Og við, börnin hans Ara, reynd- um að koma í heimsókn til þín þeg- ar við vorum í borginni. Alltaf var jafn gott að líta inn á Rauðai-ár- stígnum og fá kaffi og spjalla. Þó að þú hafir lengst af verið heilsulítil vildir þú samt að við litum inn. Bjartsýnin og lífsgleðin sneri alltaf að okkur þótt við vissum að ekki voru allir dagar auðveldir í lífi þínu. Nú þegar Guð tekur á móti þér þá veit ég að lífsgleðin fær að njóta sín á ný. Við viljum með þessum lín- um kveðja þig, elsku Bogga frænka, með þökk fyrir liðnar stundir. Kolbeinn Arason, Bergþóra Aradóttir og Hrefna Aradóttir. Okkur langar að þakka Boggu frænku fyrir allt sem hún gerði fyr- ir okkur meðan við vorum við nám í Reykjavík. Fyrstu árin áttum við enga peninga og borðuðum lélegan mat, nema á sunnudögum, þá feng- um við fínan mat hjá Boggu. Bogga frænka var alltaf tilbúin að hlusta á allt sem okkur lá á hjarta. Bæði ást- arsorgir og önnur minna viðkvæm mál voru tekin fyrir. Hún kom með góð ráð og spáði stundum í bolla til að leysa vandamálin. En oft hló hún bara innilega yfir vitleysunni í okk- ur. Heimili hennar og Gunnars var alltaf opið fyrir okkur og vini okkar. Það voru alltaf til kaffi og kökur. Hún þurfti ekkert að gera þetta en henni virtist finnast gaman að halda sambandi við börn bræðra sinna, því við vorum mörg bræðra- börnin sem komum til hennar. Elsku Bogga, okkur langar að kveðja þig með þessari visu sem varð til eftir eina sunnudagsmáltíð- ina. Börnunum öllum býr hún skjól, sem bræður hennar eiga, Bogga á skilið herrans hól, og helstu guðaveigar, ógnarmikil skuld mín er, en mjög væri það gaman, að vita hvað þeim bræðrum ber að borga ef lagt er saman. Stefanía María Aradóftir og Steina Aradóttir. Hún amma mín hefur nú kvatt, hún kvaddi þennan heim í faðmi eiginmanns síns á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. janúar. Það er með blendnum tilfinningum sem ég sest niður og rita nokkur fátækleg minn- ingarorð um hana ömmu. Það berj- ast í mér mikil sorg og söknuður en líka gleði yfir því að þessi kona sem hafði lifað ótrúlega mai-gt og átt mjög erfiða síðastliðna mánuði og ár, fengi nú loksins hvíld og ró. I huga mínum er ég sannfærð um að hún er nú umvafin ástvinum sem hafa beðið eftir að fá að taka á móti henni hinum megin. Fyrir mér var amma ekki aðeins amma mín, held- ur einnig trúnaðarvinur minn. Við gátum setið að spjalli um allt milli heima og geima og alltaf hafði hún tíma og áhuga á því sem ég bar í brjósti. Ég bjó um tíma í mikilli ná- lægð við hana og þá áttum við okkar bestu stundir. Þegar kom svo að því að ég fór að koma með barnabörnin til hennar, ljómaði hún bókstaflega af stolti og ekkert var of gott handa börnunum. Þau sem eru svo ung muna helst eftir því að alltaf var til ís í frystinum handa þeim. Amma var mikil handavinnukona og oft hef ég rekið upp stór augu yf- ir afrakstrinum, hún saumaði myndir, heklaði gardínur svo eitt- hvað sé nefnt og bjó til innisokka úr ull sem við í minni fjölskyldu getum ekki verið án. Hún gerði oft grín að mér þegar hún sá að ég gat ekki einu sinni gert skammlaust við saumsprettur. Við áttum þó margt sameiginlegt, á meðan hún hafði heilsu til var hún mikil ferðakona. 011 sumur voru þau hjónin á ferða- lagi um landið og þá helst í tjaldi, við barnabörnin fengum oft að fara með. Það eru ótal minningar sem streyma fram nú þegar amma hefur kvatt þennan heim og þakka ég fyr- ir þær stundir sem við áttum. Ég sakna hennar ótrúlega mikið og veit ekki hvort ég kem nokkurn tíma til með að hætta að sakna hennar en veit að við komum til með að sjá hvor aðra aftur og þá er ég viss um að hún hefur tekið frá sér- stakt pláss fyrir mig nálægt sér. Minning hennar lifir áfram, minn- ing um sterkan persónuleika sem umvafði mig væntumþykju og ást. Ég bið þess að Gunnar afi fái styrk í sorg sinni, missir hans er mikill. Björg. Ég minnist sérstaklega þess tíma er ég átti í erfiðleikum. Ég var heimilislaus, búin að brjóta allar brýr að baki mér og þótti lífið frekar vonlaust. Þá átti ég Boggu að til að hlýja mér og fá svolitla birtu í lifið og tilveruna. Þetta voru þær stundir sem gáfu mér kjark til að takast á við lífið á nýjan leik, byrja frá grunni og byggja mig upp þannig að ég gæti orðið góður þjóðfélagsþegn. Þetta voru erfið spor til að byrja með en Bogga studdi mig og leið- beindi mér þegar mér fannst eins og ég væri að fara út af sporinu. Hún hafði trú á mér, og það var mér meira virði en nokkuð annað á þess- um tíma þar sem ég þurfti mikla hvatningu og þá hvatningu sem ég þurfti fékk ég hjá Boggu frænku. Ég man þann tíma þegar ég var að kynnast konu minni. Þá kenndi hún okkur að tala saman þannig að við gætum leyst okkar vandamál og þau vandamál sem koma upp í h'fi fólks. Mikill vinskapur varð með konu minni og Boggu upp frá því. Við áttum margar ógleymanlegar stundir saman og minnist ég sumar- bústaðaferða, veiðitúra og útiveru auk allra heimsóknanna þar sem við áttum dýrmætar stundir saman. Bogga var rausnarleg heim að sækja, hún var ákveðin og hafði ákveðnar reglur á sínu heimili. Sem dæmi mátti aldrei lesa blöð eða horfa á sjónvarp þegar gesti bar í garð. Bogga átti við erfið veikindi að stríða alla tíð. Hún kvartaði aldrei yfir veikindum sínum og fyrir það bar maður mikla virðingu fyrir henni. Maður átti erfitt með að skilja hvemig hún gat alltaf verið svona jákvæð út í lífið og tilveruna þó svo hún hafi átt við svo mikil veikindi að stríða. Bogga sagði oft skemmtilegar sögur og voru draum- ar hennar skemmtilegir. Oft hélt ég að hún væri berdreymin vegna þess að oft rættust atburðir sem hún hafði verið að segja mér frá stuttu áður. Bogga var heilsteypt kona, heiðarleg, orkumikil og góð kona. Það er mikill söknuður að Bogga sé fallin frá. Við vottum Gunnari inni- lega samúð og biðjum Guð að styrkja hann í þessum mikla sökn- uði. Við biðjum Guð að geyma þessa fallegu konu. Ólafur og Laufey. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug, vináttu og styrk viö andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, tengdasonar og afa, JÓNS HALLDÓRSSONAR, Tryggvagötu 28, Selfossi, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 31. janúar. Hann var jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 6. febrúar í kyrrþey að ósk hins látna. Margrét Óskarsdóttir, Óskar G. Jónsson, Guðrún Ágústsdóttir, Jónína Halldóra Jónsdóttir, Pétur Birkisson, Rósa Sif Jónsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Margrét, Nína Dóra, Anna ír og Birkir. t Eiginmaður minn, ARI GUÐJÓN JÓHANNESSON, Jökulgrunni 2, lést föstudaginn 5. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Ingunn Björnsdóttir. + SIGHVATUR ÁSBJARNARSON frá Guðmundarstöðum, andaðist á dvalarheimili aldraðra, Vopnafirði, miðvikudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Hofskirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00. Vandamenn. + Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VALGARÐUR KRISTJÁNSSON fyrrv. borgardómari, Stekkjarbergi 6, lést föstudaginn 5. febrúar. Björg ívarsdóttir, Sigrún Valgarðsdóttir, Maggi Guðjón Ingólfsson, Arnaldur Valgarðsson, fvar Valgarðsson, Valgarður Valgarðsson, Kristján F. Valgarðsson, Arndís Jónasdóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Hildur Harðardóttir, Sigríður F. Snorradóttir, Berglind H. Hallgrímsdóttir, Gunnar Vagn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, RAGNHEIÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, Borgarbraut 65a, Borgarnesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 31. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Jónsson, Ómar Einarsson, Geirdís Geirsdóttir, Svava Einarsdóttir, Helga Dögg Harðardóttir, Berglind Ágústsdóttir, Viktor Ómarsson, Tinna Ómarssdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SIGURÐSSON, dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, áður til heimilis í Birkihlíð, verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju miðvikudaginn 10. febrúar kl. 14.00. Helga Bjarnadóttir, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Jóhannes Ellertsson, Þorsteinn Bjarnason, Ósk Bragadóttir, Guðný Bjarnadóttir, Sigurður Ástráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Systir okkar og fósturmóðir, ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Bjarnarstöðum, Bárðardal, andaðist á Sjúkrahúsi Þingeyinga föstudaginn 5. febrúar. Útförin fer fram frá Lundarbrekkukirkju laugar- daginn 13. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður í heimagrafreit. María Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Hulda Guðný Ásmundsdóttir, Guðmundur Þór Ásmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.