Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 46
- '*46 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR „KAFFISTOFURNAR" verða stöðugt veglegri. Kristinn Már Þorkelsson telur ekki eftir sér vinnustundirnar við innréttingamar í kaffistofunni. Hefur hann smíðað vandaðan skenk úr rekaviði og klætt hann með selskinni að framan, flott skal það vera. BOXIN eni vinsælust um þessar mundir en þó eru skiptar skoðanir um hversu mikið eigi að loka framhlið þeirra. Meðfylgjandi mynd er tekin í húsi þar sem hluti framhliðar er opinn en eigendur hyggjast að fenginni reynslu selja grindur á lömum beggja vegna rennihurðanna svo loka megi framhliðinni alveg. Stórstígar framfarir í gerð hesthúsa Básar og jötur á hverfanda hveli Mikil framþróun hefur átt sér stað í gerð hesthúsa á Islandi undanfarna tvo áratugi. Stöðugt virðist meira lagt í aðbúnað hrossa og manna í hesthúsunum og verulega hef- ur verið sveigt frá hinu hefðbundna. Valdi- mar Kristinsson brá sér í nokkur hús og kynnti sér helstu breytingarnar. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HEYNET að erlendri fyrirmynd koma í stað hefðbundinna jatna en þau skila betri nýtingu á heyinu auk þess sem hrossin eru lengur að éta. Fóðurbæti er þá hægt að gefa í lausum plaststömpum en einnig er hægt að skrúfa þá fasta. SÚ VAR tíðin að hönnun hesthúsa þótti því betri sem hver fermetri eða jafnvel rúmmetri var betur nýttur. Undantekning frá þessu voru hesthús Fáks sem þóttu með því besta á sjöunda ártugnum. Tveggja hesta safnstíur með jötum og breiðum fóðurgangi eftir miðju húsi og innangengt í stórar hlöður. Básar voru lengi vel allsráðandi í inn- réttingum þótt stíur hafi alltaf verið innan um og ekkert hesthús var án jatna. En það var nýtnin eða ölln heldur þrengslin sem voru áberandi Sá þessum tíma. Algengt byggingar- efni var kassafjalir og oftar en ekki voru hesthús byggð að hluta úr köss- um utan af Moskovitch-bflum. Það sem í dag þykir sjálfsagt og eðlilegt var á þessum tíma munaður og flott- heit. Brynningartæki voru til dæmis í fáum húsum og gúmmímottur undir hrossin sjaldséð fvrirbæri. Allt bygg- ingarefnið var mjög fjölbi’eytt og dró mjög dám af því hvernig hver og einn gat reddað sér fyrir lítið eða ekkert. A níunda ái’atugnum voru innrétt- ingar orðnar með mjög hefðbundnum hætti. Yfirleitt úr járni eða blikki. j*. Milligerði hvort sem um var að ræða bása eða stíur úr tveggja tomma gal- vaniseruðum rörum. Jötur úr blikki og allt hvað öðru líkt sama hver framleiðandinn var. A þessum áratug sóttu stíurnar verulega á og mikið var um vélgengar safnstíur þar sem undirlaginu var haldið þurru með því að bera mikið af spæni á það. ? Mikil framþróun átti sér stað á þessum árum. Samfara aukinni vel- megun og hinu að stöðugt bættust fleiri hátekju- eða efnamenn í raðir hestamanna var farið að leggja meira í hesthúsin. Kaffistofumar stækkuðu og sömuleiðis íýmið fyrir hrossin. Þá þótti það orðið sjálfsagt að hafa eitthvert rými í hverju hest- húsi til að kemba, leggja á eða járna. Áður lögðu menn á utandyra, járn- uðu í stíum eða jafnvel básum og hefðu menn kaffi með sér voru því gerð skil í hlöðunni eða í bílnum. Upp úr 1990 byggði Agnar Nor- land frá Hindisvík nýtt og glæsilegt hesthús í Mosfellsbæ. í húsinu eru fjórar stíuraðir og tveir breiðir fóð- urgangur en engar jötur og hrossun- um er gefið á gólf fóðurgangsins. Húsið þótti nýstárlegt og voru mörg hesthús innréttuð á þennan hátt næstu árin á eftir. Kosturinn við þessa innréttingu er sá helstur að mjög fljótlegt og þægilegt er að gefa hrossunum heyið. Gallarnir eru hins vegar þeir að erfitt er að mismuna hrossum í fóðurmagni og hrossin geta teygt sig langt inn á fóðurgang- inn og áreitt hross sem verið er að meðhöndla á fóðurganginum. Þá hef- ur aðeins borið á því að hross hafi stokkið út úr stíunum og fest sig í raufunum sem þau éta í gegnum. Síðustu árin hafa svokölluð box verið vinsælust en þau eru að er- lendri fyrirmynd en líklega hefur stóðhestastöðin verið fyi’sta hest- húsið hér á landi sem innréttað er með boxum. Þau hafa verið útfærð á ýmsan máta eftir smekk hvers og eins. Boxin eru timburklædd að neð- an í ríflega eins metra hæð en að of- an eru galvaniseraðir járnrimlar, ýmist rör eða prófflar. Milligerðin eru yfirleitt um það bil tveir metrar á hæð en framhlið boxanna með ýmsu móti. Allt frá því að vera lokuð upp í tveggja metra hæð með timbri að neðan en rimlum að ofan. Sumir hafa steypt neðri hlutann á fram- hliðunum en verið með timbur og rimla klædda rennihurðum. Renni- hurðir eru algengastar en einnig eru hurðir hafðar á lömum og opnast þær þá að sjálfsögðu út á fóðurgang- inn. Með þessum innréttingamáta er ýmist mokað daglega eða um vél- gengar safnstíur að ræða. Boxin vinsælust í dag Boxin eru ýmist með eða án jatna og þá gefið í gólfið eða í net eins og færist mjög í vöxt. Jötur hafa verið settar í horn boxanna og þá væntan- lega úr blikki. Sitt sýnist hverjum um að gefa hey í gólfið, þeir sem það hafa reynt kunna því vel meðan hrossin sóða ekki heyinu undir sig og út um alla stíuna. Ef gefið er á gólfið þarf heyið að vera mjög vel verkað og lystugt, að öðrum kosti er hætt við að hrossin róti því undir sig. Einnig virðist það breytilegt hversu mikið hrossin róta í heyi. Einstaka hross rótar því út um allt þótt það sé eitt í stíunni og heyið gott. Að gefa hey í net er heldur tafsamara eins og gefur að skilja en engin frágangssök í minni húsum. Kosturinn við netið er sá að heyið nýtist vel og hrossin eru lengur að innbyrða það. Einn aðalkostur boxanna er sá að séu þau vel úr garði gerð er slysa- hætta hverfandi, sérstaklega ef þau eru vel lokuð á alla kanta. Mörgum fmnst hins vegar afieitt að hafa hrossin aflokuð í búri eða fangelsi eins og sumir orða það. Flestum ber þó saman um að sjálfsagt sé að hafa milligerðin góð svo ekkert áreiti sé á milli stía. Það eitt að hækka milli- gerði það mikið að ekki sé möguleiki á áflogum eykur verulega rólegheit- in í hesthúsum. Með því að loka framhliðum alveg með grindum er alveg girt fyi’ir ófrið milli stía. Eins hests stíur það sem koma skal Annað sem telst til framfai’a í hönnun hesthúsa er að eins hests sti- um fer mjög fjölgandi. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja oft getur verið vandasamt að raða hrossum saman í tveggja hesta stíur svo full- kominn friður ríki. Fram að þessu hafa eins hests stíur verið kallaðar stóðhestastíur en í ríkari mæli hafa menn fjölgað slíkum stíum án þess að vera með stóðhesta í þeim. Hafa þá uppáhaldshestar eða dýrir keppnis- hestar gjarnan verið hafðir í þeim. Vafalaust dreymir margan hesta- manninn um hesthús eingöngu með eins hests stíum en gera má ráð fyrir að í framtíðinni verði mörg hús að stærstum hluta þannig innréttuð. Básarnir eru á hröðu undanhaldi og heyrir það orðið til algerrar unda- tekningar að ný hús séu með básum. Kemur þar einkum tvennt til, hross eru almennt orðin mun meðfærilegri í dag en þau voru auk þess sem straumhvörf hafa orðið í kunnáttu manna í að meðhöndla erfið hross. Þá munu eins hests stíur leysa básana af hólmi ef menn eru með veik eða slösuð hross sem þurfa ró og næði. Framfarir hafa einnig orðið í undir- lagi sem hrossin standa á. Það heyrir nánast sögunni til að hross séu látin standa á berum steini. Annaðhvort era hross höfð á blöndu af spónum og taði eins og áður er getið eða þá gúmmímottum. Dekkjabanar voru mjög vinsælir í eina tíð en eru nú sem óðast að hverfa. Þá hafa drenmott- urnar sem hleypa bleytu í gegnum sig náð nokkrum vinsældum. Eins og fram kom í hestaþætti Morgunblaðsins nýlega er verið að leggja lokahönd á reglugerð um aðbúnað hrossa. Vert er að minna á ákvæðið um rými fyrir hross í hest- húsum. Þar segir að lágmarks flatar- málsrými íyrir hvert fullorðið hross í stíum sé 3 fermetrar. Hollt er hverj- um sem ekki man málin á stíunum í húsi sínu að taka nú fram málbandið og mæla. Þótt stórstígai’ framfarir hafi orðið í gerð hesthúsa og aðbúnaði hrossanna um leið má fullyrða að víða sé pottur brotinn. Dæmi eru til þess að hesthúsum sem voru ætluð í skipu- lagi fjrir fjögur hross hafí verið breytt í tíu hesta hús og einnig má víða sjá þrjú hross í stíu þar sem rými er við hæfi íyrir tvö hross. Fróðlegt verður að sjá hvort hestamenn endur- skoða ekki fjöldann í húsum sínum í Ijósi reglnanna og þá verðm’ ekki síð- ur fróðlegt að fylgjast með hvernig reglunum verður fylgt eftir. Loftslag og kaffistofur Að síðustu er að nefna loftræst- ingu hesthúsa sem víða hefur verið slæm en þar hafa margir hestamenn gert bragarbót á. I áðurnefndri reglugerð eru einnig getið um hámörk ýmissa efna í andrúmslofti hesthúsa. Er þar minnst á amm- oníak, koltvísýring og brennisteins- vetni. Fróðlegt væri fyrir hestamenn að láta mæla þessi efni þegar loftið er hvað verst í húsum þeirra og sjá hvorum megin hryggjar þeir eru í þessum efnum. Ekki verðm- skilið við gerð hest- húsa án þess að minnast á athvarf hestamanna í hesthúsunum. Líklega hefm’ mest breyting orðið þai’ á. Víða má sjá „kaffistofur" þar sem mikið hefur verið lagt í svo að vel fari um mannskapinn. I sumum hesthúsum er nánast um þokkalegar einstak- lingsíbúðir að ræða. Dæmi er um að aðstaða fólksins hafi verið helmingur af grunnfleti hesthúss og síðan verið innréttaðai’ tvær hæðir. Þar var öll aðstaða hin besta, sturta og búnings- herbergi og lengi vel voru áform um að hafa saunabað þar. En algengast er að um sé að ræða hóflega stór her- bergi með borði og bekkjum eða stól- um, lítill ísskápur er í mörgum kaffi- stofum og svo er vaskm’ sjálfsagður. Salemi eru óvíða en fer þó mjög fjölg- andi. Hestamennskan er tímafrekt áhugamál og því ekki óeðlilegt að þeir sem eyða að heita má flestum eða öll- um helgum frá desember og fram í júni vilji hafa notalegt afdrep fyrir sjálfa sig og gesti. Ekki er óalgengt að menn séu tilbúnir að hneykslast þegar mikið er í lagt og telja þetta bruðl og flottræfilshátt. En vissulega er notalegt að hafa huggulegt í kring- um sig og þar ákveður hver fyrir sig eftir efnum og ástæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.