Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 31 Ljóð takast á loft ^Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÓREY Sigþórsdóttir, Hulda, býður Hinriki Ólafssyni, Tómasi, ljóð til lestrar í háloftum. LEIKLIST Kaffileikhúsið og Fljúgandi fiskar HÓTEL HEKLA Höfundar: Anton Helgi Jónsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Ljóðskáld: Anton Helgi Jónsson, Birgir Svan Símonarson, Bragi Ólafsson, Didda, Elísabet Jökulsdóttir, Geirlaugur Magnússon, Kristín Ómarsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Sjón, Sigfús Daðason, Steinunn Sigurðardóttir og Tómas Guðmundsson. Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. Leikmynd og búning- ar: Áslaug Leifsdóttir. Ljósahönnun: Ævar Gunnarsson. Hljóð: Páll Sveinn Guðmundsson. Leikarar: Hinrik Ólafsson og Þórey Sigþórsdóttir. Sunnudagur 7. febrúar. LJÓÐ og leikrit geta tengst á marga vegu. Ljóðræna er ríkjandi í mörgum leikverkum og hluti sumra þeirra á stundum ljóð sem skrifuð eru inn í textann til að túlka tilfinningar persónanna. Gott dæmi um hið síðarnefnda er Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Amadóttur. I leikriti um ævi ljóðskálds er tilvalið að velja úr ljóðum hans þau sem höfundi finnst opinbera hans innri mann. Svo eru beinir ljóðaleikir og svo verk sem nota bundið mál í ákveðnum tilgangi. I Hótel Heklu gegna ljóðin svip- uðu hlutverki og aríur í óperum - á ákveðnu augnabliki stöðvast at- burðarásin og persónurnar flytja ljóð af munni fram, ljóð sem virð- ast á óræðan hátt túlka tilfinning- ar þeirra. Efnistökin eru að því leyti nýstárleg að valin eru ljóð eftir ýmsa höfunda sem þykja eiga við aðstæður hverju sinni. Það skringilegasta og skemmti- legasta við verkið er einmitt þessi aðferð höfundanna. Með því að velja sjálfstæð ljóð sem hafa birst áður og eru eftir ólíka höfunda er stungið inn í verund leiktextans sjálfstæðum heimsmyndum sem snúast eins og tungl kringum reikistjörnu; hluti af verkinu en samt sjálfstæðar einingar sem BÆKLR Þjúðlegur fróðleikur ÁRNESINGUR V Útg.: Sögufélag Árnesinga 1998, 271 bls. ÁRNESINGUR er rit Sögufé- lagsins og kemur út annað hvert ár að jafnaði. Þau fjögur hefti, sem komin voru út á undan þessu, voru efnismikil og vönduð og aufúsu- gestur þeim sem þetta ritar. Ekki er þetta hefti, hið fimmta í röðinni, hinum fyrri lakari, föðurbetrung- ur má það fremur kallast. Enginn er skráður ritstjóri eða ritnefnd þessarar ritraðar. Virðist stjórn Sögufélagsins hafa allan veg og vanda af því, og þá eðlilegast að líta á formanninn, Björn Pálsson, sem ritstjóra, enda ritar hann að- fararorð. Rit þetta skiptist í tólf mislanga efnisþætti og eru höfundar þeirra einum færri. Þá er í bókarlok nafnaskrá fyrir Árnesing I-V og loks er gerð grein fyrir höfundum ásamt mynd af þeim og er það góð- ur siður. Tveir höfundanna eru nú látnir, Gunnar Markússon og Ólaf- ur Briem. Fyrsta ritgerðin (Hruni. Um lúta eigin forsendum. Þó að ljóðin eigi að nokkru leyti við aðstæð- urnar í verkinu er án undantekn- inga einnig farið út í aðra sálma. Á yfirborðinu er söguþráðurinn ein- faldur en á hann er brugðið ótal lykkjum sem gera hann athyglis- verðari. Ljóð em gjarnan flutt á upphaf- inn máta og í verkinu er gert stólpagrín af hefðbundnum ljóða- flutningi er Hulda er látin fara með upphaf Hótel Jarðar eftir Tómas Guðmundsson; ekki er grínið bitlausara þegar söngurinn tekur við. Þarna eru skilin skörp milli hins hefðbundna og upphafna og þeirrar aðferðar að flytja ljóðin við hversdagslegar aðstæður, sem sjónvarpsáhorfendur hafa fengið nasasjón af undanfarið. En það er samt enn töluverður munur á þessum nýja flutnings- máta og annarri textaframsögn leikaranna. Það fer ekki á milli mála þegar leikararnir setja sig í stellingar og ljóðin takast á loft. Við flutning verksins er annars töluverður munur hafður á fram- sagnarstíl eftir því hvort lýst er formföstum samskiptum flugliða og farþega, herbergisþjóna og hótelgesta eða þegar hitnar í kol- unum og persónurnar sleppa fram af sér beislinu. Þessi víði fram- sagnarskali - allt frá ským og hægu tungutaki ljóðanna til hraðmælts rifrildis á götumáli - kemur á vissan hátt í veg fyrir að textinn verði heildstæður. Þegar verkið var flutt á sænsku í Nor- ræna húsinu fyrir rúmu einu og hálfu ári var textaframburðurinn hægari og stílhreinni. Kannski var það vegna þess að leikaramir studdust við handrit og fluttu textann á erlendri tungu, en heild- aráhrifin voru magnaðri. Ný hljóðmynd setti mark sitt á sýninguna en hljóðið var í upphafi aðeins of hátt stillt. Sýningin var kunnáttusamlega lýst en lítil loft- hæð og óvenju viðáttumikið leik- rými kröfðust of mikils af tak- mörkuðum ljósabúnaði. Sviðs- myndin er einföld og blátt áfram mikilvægi staðarins fyrir sam- göngur, völd og kirkjulegt starf á þjóðveldisöld), er rituð af Helga Þorlákssyni sagnfræðingi og er hún sýnu lengst (63 bls.). Höfund- ur veltir því fyrir sér hvers vegna Haukdælinn Þoi-valdur Gissurar- son hafi flutt sig frá ættaróðalinu Haukadal og sett bú í Hmna undir lok tólftu aldar. Hrani var þó mun minni undir bú. Tilgáta hans er á þá leið að Hmni hafi legið mun betur við samgöngum og því lík- legri til að verða héraðsmiðstöð en Haukadalur. Þetta var höfuðatriði fyrir þann sem vUdi ná völdum í héraði og halda þeim á róstusöm- um tímum. Meginefni ritgerðar- innar er síðan að kanna hverjar voru helstu samgönguleiðir um Hruna. Er það mikil rannsókn og ítarleg og hefur höfundur bersýni- lega lagt í hana mikla vinnu, heim- ildakönnun, skoðanir á staðháttum og notið fræðslu heimamanna. Rannsókn hans er hliðstæð þeirri, er hann áður hafði gert um Odda- verja og Oddastað og birtist í sér- stakri bók. Seinni hluti ritgerðar- innar fjallar svo um sögu Hrana og kemur þar sitthvað athyglisvert í ljós. Önnur ritgerð er eftir Gunnar Markússon og segir þar frá Hjalla í en búningar Huldu og gervi bera vott um einstakan stíl og hug- myndaflug. Frammistaða Þóreyj- ar Sigþórsdóttur er líka einstök í gjöfulu hlutverki flugfreyjunnar útsmognu enda leika höfundarnir sér að þeim ótal möguleikum sem persónan gefur. Hinrik Ólafsson skóp einarðlega hinn snakilla Tómas og sýnir nokkur tilþrif í Ölfusi, jörðinni, kirkjustaðnum og prestsetrinu. Skúli Helgason ritar greinina Kirkjusmiðurinn norðlenski Bjami Jónsson. Bjarni þessi var fæddur í Austur-Húnavatnssýslu árið 1810, af eyfirskum ættum, en dvaldist öll manndómsár sín, sem þó urðu ekki mörg, syðra lengst af f Árnessýslu. Hann andaðist árið 1856. Bjami þessi þótti listasmiður og em hér myndir af nokkmm smíðisgripum hans. Þekktastur var hann þó sem kirkjusmiður. „Á einum áratug frá 1845-1855 smíðaði hann að meira og minna leyti átta kirkjur í Ámes- og Rangárvallasýslum“, auk ann- arra húsa. Búrfellskirku í Gríms- nesi smíðaði hann 1845. „Hún stendur enn í dag lítið breytt og er elsta kirkjan í Árnessýslu". Þá era hér tvær greinar um séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi, sálmaskáldið alkunna. Sú fyrri er ræða sem Steinþór Gestsson flutti á samkomu f Stóra-Núpskirkju sem efnt var til 21. júní 1988, til minn- ingar um séra Valdimar Briem, vígslubiskup og sálmaskáld. Það er einkar hugnæm og góð frásögn. Hin greinin er löng og vönduð rit- gerð eftir sonarson skáldsins, Ólaf Briem menntaskólakennara. Hún nefnist Ljóðagerð Valdimars gamanleik. Sýningin ber hand- bragði Hlínar Agnarsdóttur fag- urt vitni hvað leiklausnir, hraða og snerpu varðar. Aftur á móti hefur ekki tekist nógu vel að endurvekja þann ferskleika og kæmleysislega öryggi sem einkenndi forsýningu verksins. Sveinn Haraldsson Briem. Þrjár stuttar greinar koma hér á eftir, er segja frá fjár- mennsku á harðindavori (Jón Karlsson), smalamennsku, rúningi og útbúnaði fjallmanns fyrir 1940 (Kristrún Matthíasdóttir). Enn er hér ein sagnfræðileg rit- gerð eftir Sigurð Pétursson dósent. Hún ber heitið Brynjólfur biskup og fólkið frá Bræðratungu. Er það hin fróðlegasta ritgerð. Stutt grein eftir Ásdísi Egilsdóttur dósent nefnist Jarteinir Þorláks helga Þórhallssonar. Upphaf Skálholts er skemmtileg hugleiðing og tilgátur Gunnars Karlssonai' prófessors. Loks er svo ritgerðin Branna- Brynki. Saga af sunnlenskum vatnsleitarmanni. Páll Lýðsson, sagnfræðingur og bóndi í Litlu- Sandvík, rekur þar æviferil þessa merkilega manns, sem átti hrakn- ingasama og erfiða ævi, en var gæddur þeim fágæta hæfileika að geta fundið neysluvatn í jörðu niðri, þó að öðram yrði það ofraun. Brást varla að óhætt var að gera brunn þar sem hann sagði til. Eins og sjá má af framangreindu er þetta rit einkar efnismikið og hið fróðlegasta. Það er jafnframt hið prýðilegasta að öllum búnaði. Sigurjón Björnsson Tvær sónötur á háskólatón- leikum HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu á morgun, mið- vikudag, kl. 12.30. Þá lejka Hall- fiíður Ólafsdótt- ir flautuleikari og Miklós Dal- may píanóleikari Sónötu í E-dúr BWV 1035 fyrir flautu og fylgi- rödd eftir Jo- hann Sebastian Bach og Sónötu fyrir flautu og píanó eftir Francis Pou- lenc. Hallfríður Ólafsdóttir hef- ur starfað við flautuleik í Reykjavík frá árinu 1992, er hún kom heim frá námi erlend- is. Hún hefur starfað með ýmsum hópum, þ.á m. Camerarct- ica, haldið einleikstónleika og leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Hallfríður er fastráðin flautu- og piccolóleikari við Sinfón- íuhljómsveit Islands. Miklós Dalmay er Ungverji en hefur búið hér á landi frá haustinu 1994. Hann hlaut TónVakaverð- laun Ríkisútvarpsins árið 1996. Miklós hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Islands og bæði haldið einleikstónleika og leikið kammertónlist. Verð aðgöngumiða er 400 kr. Ókeypis er fyrir handhafa stúd- entaskírteina. ■ --------------- Fyrirlestur um Marcel Proust PÉTUR Gunnarsson heldur fyrir- lestur um Marcel Proust í salar- kynnum Alliance Frangaise, Aust- urstræti 3, mið- vikudaginn 10. febrúai- kl. 20.30. Verk Marcel Proust, í Leit að glötuðum tíma, er stórvirki í heimsbókmennt- unum. I desem- ber sl. kom bók- in út í íslenskri þýðingu Péturs Gunnarssonar. Pétur mun tala á frönsku og ís- lensku. ------*-♦-♦---- Sárabætur Bainbridg*e BRESKI rithöfundurinn Beryl Ba- inbridge var á fimmtudag útnefnd sem höfundur ársins af bókaútgef- endum, bóksölum og gagni’ýnend- um. Fær Bainbridge verðlaunin fyrir skáldsögu sína Master Ge- orgie en þau voru afhent við hátíð- lega athöfn á Hilton-hótelinu í London. Þykir þessi heiður nokkur sárabót fyrir Bainbridge sem varð af Booker-verðlaununum, sem af- hent voru í fyrrahaust, en þar hafði hún einnig þótt afar sigurstrangleg. „Ég er himinlifandi fyrir hennar hönd,“ sagði Robin Baird-Smith, útgefandi Bainbridge. „Þrátt fyrir að hún hafi oft orðið fyrir sáram vonbrigðum vegna Booker-verð- launanna er hún einfaldlega frábær atvinnumaður í þessu fagi, og hefur ávallt haldið sínu striki.“ Það var hins vegar ljóðabók Teds Hughes heitins, Birthday Letters, sem var valin besta bók síðasta árs og jafnframt hlaut írska skáldkon- an Maeve Binchy sérstök verðlaun fyrir ævistörf sín á sviði ritlistar- innar. -------------- Fróðleikur úr Arnesþingi Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari. Miklós Dalmay píanóleikari. Marcel Proust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.