Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 44
'44 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Rétt fiskveiðistjórnun ÍRAFÁR hófst í kjölfar dóms Hæsta- réttar um rétt Valdi- mars Jóhannessonar til fískveiða. I raun ber að fagna að lýðræðið sé lifandi í landinu. Eftirlit framkvæmda- valds, löggjafarvalds og dómsvalds hvert með öðru er virkt. Framkvæmda- og lög- gjafarvaldið hafa brot- . ið og mistúlkað stjórn- arskrá landsins undan- farin mörg misseri og veitti ekki af að sparka aðeins í kerfíð. Hér skulu færð rök fyrir því að rétta lausnin á hinu mikla misrétti í útgerð sé að taka upp persónukvótakerfi, samkvæmt hugmyndum sem Pétur H. Blön- dal, alþingismaður, hefur best mót- að. Hann lagði þær fram sem til- lögu til þingsályktunar. Auðlind- inni skuli skipt bróðurlega milli allra landsmanna á mjög einfaldan hátt, með mikilli hagræðingu í fbr með sér. I fyrsta sinn í sögunni myndi al- ! menningur njóta arðs af sjávarauð- lindinni á réttlátan hátt, og það svo hressilega að á hverju ári fengi hver fjölskylda arð sem um mun- aði, svo mikil eru þessi verðmæti sem fara nú til örfárra aðila, svo- kallaðra sægreifa. Þessi verðmæti renna meðal annars til útlanda í stríðum straumum, til dæmis í miklum fjárfestingum erlendis sem stóru sjávarútvegsfyrirtækin ís- lensku hafa stundað undanfarið. Eitthvað verða þau að gera við -c gróðann. Þeir sem sökina eiga á núver- andi flækju kvótastefnunnar eru ríkisstjóm og Alþingi. Margir þingmenn taka þetta eðlilega til sín per- sónulega, sem sannar að þeir vita á sig sök- ina, en eru ekki verri menn en svo, að þeim er verulega bragðið. Þeir hafa leikið sér að því að deila út verð- mætum þjóðarinnar á silfurfati til örfárra út- valdra í yfírskyni hag- ræðingar og skorts á betri lausn. Hrikaleg vandamál og ringul- reið hafa skapast á nánast öllum sviðum fiskveiðistjómunar, vegna óljósra reglna um eignarhald. Það ber að taka fram að okkar ágætu stjórnmálamenn gerðu þetta flestir ekki í eigin hagsmuna- skyni, heldur af því að þeir era of trúgjarnir. Fulltrúar útgerðarinn- ar virðast hafa getað mótað hug stjómmálamanna með hótunum um efnahagslegar svaðilfarir fyrir landið ef einhverju yrði breytt. Hagsmunaaðilar útgerðarinnar hafa verið duglegir að spinna rök fyrir því að sægreifakerfíð sé eina rétta kerfíð. Stjórnmálamenn og reyndar þjóðin öll hefur kokgleypt þessi rök og hrærist í villukenningum úr smiðju útgerðarinnar. Til dæmis finnst Halldóri Ásgrímssyni utan- ríkisráðheira og mótanda núver- andi kvótastefnu að þeir einir, sem eiga bát, eigi rétt á eignarhaldi í fískinum. Hinir allir, fískverkafólk í landi, sjómenn, að ógleymdu öllu fólki öðra í landinu, eigi ekkert í fiskinum og ættu raunar ekki að skipta sér af þessu máli. Halldór telur að ef kerfinu sé breytt, fyllist sjórinn af smábátum. Útgerðar- Kvóti Tillagan gerir ráð fyrir því að árlega fái hver og einn sem búsettur ✓ er á Islandi, segir Kristján Ingvarsson, senda skriflega heimild fyrir einum hlut í auðlindinni. menn hafa vafaiaust fagnað í laumi að svona einfóld hræðslustefna hafí dugað á velviljandi ráðamenn í rúman áratug, sem sagt að allt færi í þrot ef eitthvað breyttist. En nú er öldin önnur. Hugmyndin um persónukvóta er gömul, en þar sem útgerðarmenn lögðust strax eindregið á móti henni, náði hún aldrei fram að ganga. Pétur Blöndal hefur nú út- fært þessa hugmynd svo vel að hún gæti orðið grannur að nýju kerfí óbreytt. Tillaga Péturs gerir ráð fyrir því að árlega fái hver og einn sem bú- settur er á íslandi senda skriflega heimild fyrir einum hlut í auðlind- inni. Heimildin sé gefin út fýrir veiðum í eitt ár í senn, þrjú ár fram í tímann. Dreifmg á heimildum þrjú ár fram í tímann er til að skapa stöðugleika í kerfmu. Þessi heimild frá yfírvöldum kæmi til landsmanna til dæmis um leið og skattskýrslan. Fyrir marga yrði því koma skattskýrslunnar besti dagur ársins. Hver og einn myndi ákveða hvort hann seldi þessa heimild strax eða biði í allt að þrjú ár, þvi að heimildin gæti hækkað í Kristján Ingvarsson verði á þeim tíma. Vafalaust myndu flestir selja sína heimild strax en ekki allir. I þessu felst að- hald og stöðuleiki fyi-ir kerfið og markaðsverð myndi fljótlega kom- astá heimildirnar. Útgerðin mun vafalaust mót- mæla þessu kerfi harkalega. Sam- kvæmt núgildandi lögum og rétt- lætiskennd manna væri réttast að hirða allan kvótann af núverandi sægreifum á einu bretti, svipað og kommúnistar gerðu á Kúbu 1969 þegar þeir þjóðnýttu allar eignir þar. En allir vita hvaða afleiðingar það hafði. Allir vitrir menn sjá að það myndi leiða til hörmunga að kollvarpa núverandi kerfí, ekki bara fyrir útgerðina, heldur okkur öll, ekki síst ríkið sjálft sem er meira og minna í ábyrgð fyrir lán- um útgerðarinnar. Þess vegna ger- ir Pétur ráð fyrir 20 ára tíma, þar sem 5% af kvótanum færðist til al- mennings á hverju ári. Þannig gæf- ist útgerðinni nægur tími til að að- lagast nýju kerfi. Þeir sem keypt hafa kvóta dýram dómum af sæ- greifunum fengju tíma til að af- skrifa kvótaeignina á löngum tíma. Það era margir aðrir kostir við persónukvótakerfið. Meðal annars er tryggt að auðlindin verði alltaf í eigu landsmanna. Núverandi kei’fi stefnir í svipað ástand og annarra auðlindaríkra ríkja, t.d. Kúvæt og Nígeríu, þar sem landsmenn horfa uppá erlend olíufyrirtæki arðræna land sitt. Persónukvótakerfið hefur ekkert sameiginlegt með auðlindaskatti eða ríkisreknum uppboðsmarkaði á kvóta. Slíkar hugmyndir era afar slæmar, þar sem þær auka á ríkis- rekstur í atvinnulífinu, en það er margsannað böl og mikið gert um þessar mundir til að minnka hlut ríkisins í atvinnulífinu. Ríkið hefur nóg annað á sinni könnu. Auðlinda- skattur verður hvort sem er óþarfí í persónukvótakerfinu, þar sem ríkið fær sinn hlut gegnum al- menna skatta. Þannig er ljóst að Mikið úrval af fallegum rúmfatnaái Skólavördustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Yfir 1.400 notendur KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Gagnagrunnsupplýsingar einstaklinga til sölu í VIÐTALI Jóns Guðna Kristjánssonar, fréttamanns á frétta- stofu RÚV, í hádegis- fréttum 28. janúar sl. við Sigurð Guðmunds- son landlækni kom fram að starfsmenn hans muni á næstu dögum póstleggja nýj- an upplýsingabækling um gagnagrunnslögin til allra landsmanna. í viðtalinu kom einnig fram að með upplýs- ingunum yrðu send eyðublöð til einstak- linga, þar sem þeim er gefínn kostur á að velja, hvort þeir óski eftir að upp- lýsingar um þá eða heilsufar þeirra verði vistaðar í þessum nýja mið- læga gagnagranni til frambúðar eða ekki. Með tilkomu þessa óvænta möguleika og frelsi fólks til að velja eða hafna að einhverju leyti umdeildri lagasetningu og forræði stjórnvalda virðist ný leið til andmæla hafa opnast. Ætla má að fyrir þann hluta íslensku þjóðar- innar, sem ekki hefur fundist sjálf- sagt að hinum arðvænlegri fyrir- tækjum í eigu ríkisins, ásamt auð- lindum hafsins, hálendisins eða öðram fýsilegum kostum, sé á báða bóga úthlutað einkavinum eða fá- mennum hópum hagsmunaaðila, hafí nú loks runnið upp tækifæri til að snúa vöm í sókn. Við höfum nýlega orðið vitni að þeim merkilega viðburði, þegar þriðjungur þjóðarinnar skráði sig formlega fyrir hlutafé í útboði Bún- aðarbankans á dögunum. Þetta létu menn sig hafa, þótt fyrirfram væri vitað að gróðavonin væri tak- mörkuð, eða nokkur þúsund krónur á mann þegar upp var staðið. Nú ber hins vegar svo vel í veiði fyrir fólk, að sérhverjum einstak- lingi er gert kleift að segja já eða nei við því hvort heilsufarslegar upplýsingar viðkom- andi séu með um- deildri lagasetningu gerðar að söluvarningi fyrir eitt einstakt fyrir- tæki. Það er því tillaga mín að menn, á sama hátt og með samskot- inu í Búnaðarbanka- bréfin, sameinist með atkvæði sínu um sjálfsögð ítök sín í gagnagrannsævintýrinu mikla. Þetta gæti gerst með því að fólk byndist samtökum um að hafna sjálfvirkri þátttöku í gagnagranns- kerfinu, nema gegn umsaminni greiðslu, eða annarri staðfestingu eignarréttar almennings fyrir nýt- ingu einkaleyfishafans á upplýsing- unum. Með þessari einfóldu aðgerð væri með skýram hætti hægt að sýna stjórnvöldum í landinu sam- takamáttinn og afl einstaklinga þegar peningar era annars vegar. Þetta væri hægt að gera með því að bjóða fyrirtækinu ótakmarkaðan aðgang að þessum upplýsingum í einum pakka, fyrir x þúsund millj- ónir, eða hugsanlega að atkvæðin sjálf mundu gilda sem hlutafjárinn- legg upp á ákveðinn hundraðshluta í IE. Þessi tiltekni stofn hlutafjár, útgefinn á nöfn einstaklinga, mundi þá væntanlega í fyllingu tímans lúta lögmálum hins íslenska hluta- bréfamarkaðar, háð afkomu og vexti fyrirtækisins. Verðmæti Almenningur í landinu treystir því ekki leng- ur, segir Sigurður R. Þórðarson, þegar hon- um er sagt að hann eigi fískinn í sjónum og að hann geti kannski átt von á ókeypis læknis- þjónustu í framtíðinni. Segja má að það hefðu ekki verið amaleg býti fyrir þjóðina, ef sam- bærileg aðferð hefði verið notuð, þegar lagður var gi-unnur að nú- verandi fiskveiðistjórnarkerfi í upphafi níunda áratugarins. Eða er líklegt að nokkurn mann hafi gran- að þegar kvótakerfínu var komið á að almenningur í landinu væri við þá stjórnvaldsaðgerð þegjandi og hljóðalaust að horfa upp á svipt- ingu sína á tilkalli til verðmæta, sem á verðlagi dagsins í dag era talin nema 300 milljörðum króna? Upphæð sem svarar rúmri einni milljón íslenskra króna á hvert mannsbarn í landinu. Ef svo hefði verið er líklegt að menn hefðu á þeim tíma tekið tillögu af þessu tagi opnum örmum. Ef verðmætin í heilsufarsupplýs- ingum landans era svona rosalega mikilla peninga virði, eins og af hef- ur verið látið, hlýtur það að teljast eðliieg krafa, að strax í upphafi verði gengið frá því með formlegum hætti, hver sé hinn raunveralegi eig- Sigurður R. Þórðarson eina raunhæfa leiðin er persónu- kvótakerfið með frjáslum markaði til að miðla bréfunum. Hundrað manna hafa sótt um kvóta hjá sjávarútvegsráðuneytinu undanfarið. Það er ekki hægt fyrir ráðuneytið að bregðast við öðruvísi en neitandi, sama hvað margir fara í mál. Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, fer fram á 20 tonna kvóta. Það er um- hugsunarefni að undir persónu- kvótakerfinu er hlutur hvers og eins um eitt tonn og fengi Jón Ár- mann 19 tonn á einfaldan hátt á al- mennum kvótamarkaði með því að borga réttmætum eigendum fyrir. Að sækja um kvóta í dag er að sverja sig í ætt við sægreifana. Við eram öll á sama báti hvað varðar þetta mál. Það er auðvitað engin lausn að bæta við nokkram hund- raðum sægreifa við þá sem þegar era til staðar. Á fyrsta ári í per- sónukvótakerfinu myndu allir þessir aðilar geta stundað sjóinn. Það er óréttlátt hjá Jóni Ár- manni að halda að þeir, sem stund- að hafa sjó, hafi meiri rétt til kvóta en við landkrabbar. Þessi afstaða, sem er algeng meðal sjómanna, hefur einmitt hindrað framgang persónukvótans. Eg hef stundað verkfræðistörf lengi en geri ekki tilkall til meiri orkueignar í landinu en aðrir landsmenn þrátt fyrir þekkingu á því sviði. Orkan og arð- ur af henni, góðir Iandsmenn, er næst á dagskrá, eftir að persónu- kvótinn er kominn í gegn. Eg skora á landsmenn að skoða hugmyndir Péturs, t.d. þingskjal 299, sem var 254. mál á 122. lög- gjafarþingi, 1997-1998. Þar er kerf- ið vandlega útskýrt. Þegar persónukyótakerfið kemst á hérlendis munu Islendingar geta státað sig af bestu tekjum í heimi, virkasta lýðræðinu, öfundsverðu stjórnkerfi fiskveiða og enn meiri hamingju en áður. Höfundur er verkfræðingur. andi þessara verðmæta. Til friðþæg- ingar almennings, fyrir að afhenda þessar upplýsingar „gratís" í einum pakka, hefur m.a. heyrst að Islend- ingar geti átt von á ókeypis læknis- þjónustu í framtíðinni. Hér era á ferðinni rök sem kannski duga fólki blinduðu af gegndarlausri góðæris- ofbirtu, sem af örlæti oddvita stjóm- aifíokkanna hefur óspart verið not- uð til að ylja þeim sem minna hafa og minna mega sín meðal hins sauð- svarta almúga. Þetta era hins vegar leppar, sem era lítils virði þegai- harðnar á dalnum. Eða er mönnum kannski ætlað að taka yfirlýsingar á borð við þessa sem brandara í ætt við þá sem Landssamband íslenski'a útvegsmanna hefur skemmt þjóð- inni með í haust? Mönnum era ef- laust í fersku minni hinar vinsam- legu sægreifaauglýsingar, þar sem því var meðal annars haldið fram í breiðsíðuauglýsingum, að fjórar ónafngreindar, hvítklæddar konur ættu allan kvótann og fiskinn í sjón- um. Almenningur í landinu treysth' því ekki lengur þegar honum er sagt að hann eigi fiskinn í sjónum og að hann geti kannski átt von á ókeypis læknisþjónustu í framtíðinni. I ljósi reynslunnar vita menn að slíkar yf- irlýsingar era léttvægar þegai' á reynir. Að svo mæltu skorar undir- ritaður á almenning að bindast sem fyrst samtökum um þessa auðlind sem era heilsufarsupplýsingar um okkur sjálf, sjálfur þorskurinn, sfld- in og loðnan í líkama okkar og blóði. Að þessi nýfundna auðlind fólksins í landinu verði ekki afhent á silfurfati frjálshyggjunnar, nema tryggt sé að arðurinn af nýtingu hennar verði í höndum sjálfra okkar, en ekki ein- hverra sjálfskipaðra heilsufars- greifa. Þeir sem hafa áhuga á að virkja kraft samtakamáttarins í þessu máli era vinsamlegast beðnir að hafa samband við undirritaðan á veffangi: sjoland@islandia.is eða á faxi 568-0362. Höfundur er matvælafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.