Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 48
MS ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓN
HALLDÓRSSON
+ Jón Halldórsson
var fæddur í
Króktúni, Hvol-
hreppi 18. apríl
1934. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 31. janúar síð-
astliðinn. Foreldar
hans voru Halldór
Páll Jónsson, f. 14.
nóvember 1903, d.
23. desember 1965,
og Katrín Jónína
~ í Guðjónsdóttir, f. 10.
janúar 1900, d. 21.
maí 1954, en þau
bjuggu í Króktúni,
Hvolhreppi. Jón var þriðji í röð
fimm systkina, en þau eru: Osk-
ar, f. 1925, búsettur í Miðtúni,
maki Margrét Guðjónsdóttir;
Guðrún, f. 1931, búsett á Ægi-
síðu, maki Gunnar Þorgilsson;
Björgvin, f. 1942, búsettur í
Reykjavík, maki Hrönn Viggós-
dóttir. Yngst var Elísabet, f.
1943, d. 1972, maki Hafsteinn
Traustason. Jón kvæntist 27.
desember 1958 eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Margréti Óskars-
dóttur frá Varmadal, f. 15. sept-
ember 1936. Börn þeirra eru
Óskar Guðbjörn, f. 27. október
1958, maki Guðrún
Ágústsdóttir, börn
þeirra eru Margrét,
f. 1980, og Nína
Dóra, f. 1984.
Jónina Halldóra, f.
10. apríl 1969, maki
Pétur Birkisson.
Börn þeirra eru
Anna Ýr, f. 1990, og
Birkir, f. 1995.
Yngst er Rósa Sif, f.
2. júní 1977.
Jón fluttist ung-
ur á Selfoss og hóf
búskap þar 1957.
Hann starfaði þar
alla sína tíð við akstur, fyrst
hjá MBF og Kaupfélagi Árnes-
inga. Síðan rak hann í sam-
vinnu við félaga sinn, Snorra
Þorsteinsson, rúturnar milli
Selfoss og Reykjavíkur í átta
ár er þeir scldu fyrirtækið. Eft-
ir það var hann með eigin
vörubifreið, þar til hann veikt-
ist fyrir fimm árum. Síðustu
árin starfaði Jón á skrifstofu
Mjölnis og var það honum mikil
Iífsfylling.
títför Jóns fór fram frá Sel-
fosskirkju laugardaginn 6. febr-
úar í kyrrþey að ósk hins látna.
„Eitt sinn verða allir menn að
deyja“, segir í laginu „Söknuður"
og víst er það rétt, en þegar ástvin-
ur deyr erum við alltaf jafn óviðbú-
in, sorgin og söknuðurinn yfir-
þyrmandi. Eg vil þakka þér, elsku
tengdapabbi, samfylgdina í tæp 24
ár og fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig og mína fjölskyldu. Allar
yndislegu minningamar geymi ég í
’ njarta mínu. Ég bið þig, elskan, að
hafa ekki áhyggjur af Grétu þinni,
við skulum hugsa vel um hana.
Einnig bið ég algóðan guð að gefa
okkur öllum styrk á þessari sorg-
arstund. Hinsta kveðja til þín, elsk-
an, er bæn sem Guðrúnu ömmu
dreymdi:
Drottinn blessi mig og mína
morgun, kvöld og nótt og dag.
Drottinn vefji vængi sína
vöm um lífs- og sálarhag.
Drottinn yfir lög og láð
leggi sína líknamáð.
Drottinn allra veri vöm
varðveit faðir öll þín böm.
Ástarkveðja,
þín tengdadóttir
Guðrún.
Elsku Nonni minn!
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð til þín. Nú þegar þú ert
farinn, sit ég eftir með söknuð í
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
hjarta en hlýjar minningar sem ég
mun ávallt eiga um þig. Þú hefur
skipað svo stóran sess í lífi mínu,
allt frá því ég, tveggja mánaða
gömul, fluttist á neðri hæðina á
Tryggvagötunni með mömmu og
pabba, sem þá voru að hefja sinn
búskap. Margar og góðar eru
minningarnar, þó sérstaklega þeg-
ar ég fékk að fara með þér rúntinn
á Eyrarbakka og Stokkseyri á rút-
unni stóru, sat fremst og söng af
hjartans list „Gott er að vera
bóndakona“, mikið var gaman þá.
Heimili ykkar Grétu hefur verið
mér sem annað heimili alla tíð og
hef ég og fjölskylda mín notið þess.
Það var svo gaman að spjalla við
þig um lífið og tilveruna, yfir kaffi-
bolla í eldhúsinu, þú lást sko ekk-
ert á skoðunum þínum. Þú varst
mikill vinur vina þinna og vildir
alltaf allt fyrir þá gera.
Stelpunum okkar Gumma Þórs
varst þú alltaf einstaklega góður
og eiga þær eftir að sakna þín sárt.
Þú varst svo góður heimilisfaðir og
afi og lést þér svo mikið annt um
fjölskyldu þína. Aðdáunarvert var
að fylgjast með því hvað þú varst
yndislegur eiginmaður og því sökn-
uður Grétu þinnar sár.
Elsku Gréta mín, þú hefur staðið
sem klettur við hlið Nonna í veik-
indum hans og ég veit að missir
þinn er mikill. Við Gummi Þór, Ra-
kel og Gerður Osk biðjum góðan
guð að styrkja þig, Óskar, Jónu
Dóru, Rósu Sif og fjölskyldur
þein-a í ykkar miklu sorg.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins
degi, _
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Nonni, far þú í friði, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Þín
Guðbjörg.
Árla morguns þann 31. janúar sl.
bárust okkur þau sorgartíðindi að
Nonni væri látinn. Hann fór í að-
gerð fyrr í mánuðinum sem heppn-
aðist vel og gaf góðar vonir. Áð-
gerðinni hafði hann frestað um
tíma af þremur ástæðum. Þau
Gréta áttu 40 ára hjúskaparafmæli,
yngsta dóttir þeirra var að útskrif-
ast sem stúdent og jólahátíðin
framundan.
Nonni var mikill heimilisfaðir
og átti yndislega konu sem hann
unni heitt enda hjónabandið far-
sælt og gott. Það var einstaklega
notalegt að koma í heimsókn til
þeirra hjóna. Nonni og Gréta
lögðu mikið upp úr því að hafa allt
sem snyrtilegast í kringum sig
jafnt utandyra sem innan svo eftir
því var tekið.
Nonni var sérlega duglegur og
vandvirkur í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur og vildi hvers manns
vanda leysa er til hans leitaði. Þeg-
ar við vorum að byggja hjálpaði
Nonni okkur mikið með því að
keyra efni í húsgnmninn og var
það okkur ómetanleg hjálp. Sam-
band okkar bræðranna var alltaf
náið þó aldursmunur væri nokkur.
Alltaf bar Nonni sig vel í veik-
indum sínum og tók því sem hönd-
um bar með æðruleysi og yfirveg-
un. Hann bar fyllsta traust til
lækna og hjúkrunarfólks og var
þeim þakklátur fyrir allt sem fyrir
hann var gert.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri trega-tárin stríð.
Héðan skal halda,
heimili sitt kveður
heimilis prýðin í hinzta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Með þessum fáu orðum langar
okkur til að kveðja bróður minn,
mág og frænda og sendum elsku
Grétu, Óskari, Jónu Dóru, Rósu
Sif, Rúnu, Pétri, Margréti, Nínu
Dóru, Önnu Yr og Birki innilegar
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja ykkur í söknuði ykkar.
Björgvin, Hrönn, Katrín,
Jenný, Daníela og Elísabet.
í örfáum orðum viljum við syst-
urnar minnast vinar okkar Jóns
Halldórssonar eða Nonna eins og
við svo oft kölluðum hann.
Það er erfitt að horfast í augu
við þá staðreynd að hann Nonni
skuli vera dáinn. Það var alltaf svo
gott og gaman að spjalla við hann
og leita ráða því hann hafði fastar
og ákveðnar skoðanir á flestum
hlutum. Frá því að við munum eftir
okkur hefur Nonni verið þessi ynd-
islegi góði maður sem alltaf gaf sér
tíma til að leika við okkur þegar við
vorum litlar og spjalla við okkur
þegar við urðum eldri. Það var
alltaf tilhlökkunarefni að vita af
fjölskyldunni á Tryggvó á leiðinni í
sveitina. Þegar leið okkar lá í Fjöl-
brautaskólann á Selfossi var alltaf
gott að kíkja inn til Nonna og
Grétu þegar við höfðum tækifæri
til og þar var okkur oft boðinn há-
degismatur. Hann Nonni var sann-
ur höfðingi heim að sækja og þökk-
um við Guði fyrir allar þær góðu
samverustundir sem við áttum með
honum. Missir Grétu frænku okkar
er mikill því samrýndari hjónum
höfum við aldrei kynnst.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku Gréta, Rósa Sif, Jóna
Dóra, Óskar og fjölskyldur. Megi
Guð styrkja ykkur og hjálpa í
gegnum þessa miklu sorg. En
minningin um góðan mann lifir í
hjörtum okkar allra. Við biðjum
Guð að blessa hann og varðveita og
þökkum honum fyrir allt sem hann
var okkur í sínu lífi.
Kolbrún, Þórunn og Ósk
Sigþórsdætur.
BJARNI
GUÐBJÖRNSSON
+ Bjarni Guð-
björnsson fædd-
ist í Reykjavík 29.
nóvember 1912.
Hann Iést í Reykja-
vík 29. janúar síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Dómkirkjunni 8.
febrúar.
Bjami Guðbjörns-
son, vinur okkar og
velgjöi'ðarmaður, er
látinn. Við minnumst
hans af væntumþykju
og virðingu. Hann var faðir eins úr
okkar hópi, Gunnars Þórs, heimili
hans og Gunnþórunnar að Grenimel
49 var samastaður okkar og vamar-
þing í mörg ár - og mörg voru til-
efnin.
Flestir okkar kynntust Bjarna
um og eftir fermingu sonar hans.
Við fetuðum með Gunnari hina hálu
braut milli tektar og tvítugs, þegar
allt var reynt í fyrsta sinn, af einurð
og ákafa. Við þóttumst fullorðnir,
en Bjarni og Gunnþórunn vissu
auðvitað betur. Þess vegna tóku
þau misalvarlegum skakkafóllum
yfirleitt mildilega. Þau höfðu alltaf
trú á okkur, þau þekktu lífíð og
vissu því að brotsjór varir sjaldnast
lengi, og að flest fley ná landi fyiT
en síðar. Ekki er okkur ljóst hvort
öll litlu strákapörin sem framin
voru á heimili Bjarna og Gunnþór-
unnar, að þeim fjarverandi, upp-
götvuðust. Hugsanlega. Hugsan-
lega ekki. Hitt vitum við þó, að
flestar yfirsjónir voru fljótt fyrir-
gefnar, því aldrei bar á öðru en vel-
vild og elsku í okkar garð. Jafnvel
þegar Bjami tók á móti okkur
strákunum úr því sem okkur fannst
velheppnaðri Akureyrai'fór, og jós
skömmum yfir okkur, syni annarra
manna, vissum við auðvitað innst
inni að hlýhugur og væntumþykja
réði. Þannig var Bjarni tilbúinn að
leggja sitt lóð á vogarskálar upp-
eldis okkar hinna, ef
þörf reyndist á. Við
virtum hann fyrir það.
Og heimili Bjarna og
Gunnþórunnar hélt
áfram að standa okkur
opið. Þar héldum við
smíðaklúbba, fórum á
trúnó (svona eins langt
og strákum er það
mögulegt), hlustuðum
á Yes og King Crim-
son, og þáðum bjór og
vindla þegar við höfð-
um aldur til.
Þegar við svo loks
hófum aktífa þátttöku í
lífsbaráttunni, með menntaskólaár-
in að baki, var það oftar en ekki
Bjarni sem létti okkur róðurinn,
hvort sem var við nám, útgerð smá-
báta eða hljómsveitar, og gerði okk-
ur um leið að tryggum viðskiptavin-
um Útvegsbankans. Við lögðum
metnað okkar í að bregðast ekki
trausti Bjarna.
Enn hefur ekki verið vikið einu
■ orði að því sem gerði samband okk-
ar við Bjarna náið og sérstakt. En
það var einlægur og fölskvalaus
stuðningur okkar og Bjarna við
Knattspyrnufélagið Val. I blíðu og
stríðu. Bjarni ók okkur á völlinn, og
heim aftur, hvert á land sem var, ef
Valur átti í hlut. Á vellinum var
hann einn okkar, félagi og vinur.
Það var unun að analýsera fót-
menntir aftan í gula Monte Carón-
um og rauðu Nóvunni.
Bjami var heiðarlegur og rétt-
sýnn maður, strangur og mildur í
senn, en umfram allt hlýr og góð-
viljaður. Blessuð sé minning hans.
Við vottum Gunnþórunni, Gunn-
ari Þór, Birni, Gunnþónmni yngri
og fjölskyldum þeiiTa okkar dýpstu
samúð.
Gunnlaugur O. Johnson, Hilmar
Oddsson, Hallgrímur H. Helga-
son, Hróðmar I. Sigurbjörnsson,
Jóhann Haukur Sigurðsson,
Karl Roth, Sigurður Magnússon,
Sturla Sigurjónsson.
EVA
ÞORFINNSDÓTTIR
+ Eva Þorfinns-
dóttir fæddist
að Bitru í Hraun-
gerðishreppi 12.
maí 1922. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 26. janúar síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Selfosskirkju 6.
febrúar.
Glöð með glöðum varstu,
göfg og trygg á braut
þreyttra byrði barstu,
blið í hverri þraut.
Oft var örðugt sporið,
aldrei dimmt í sál,
samavarmavorið,
viðkvæm lund og mál.
(M. Markússon.)
Með fráfalli tengdamóður minnar
og góðrar vinkonu er söknuður og
tregi efst í huga mér. Ég veit hún
kærði sig ekki um upptalningu á
mannkostum sínum og reyni ég að
virða þá ósk hennar. En ég get ekki
á mér setið að skrifa um hana örfá
kveðjuorð og þakka um leið fyrir
kynni okkar og samfylgd. Þegar ég
kom í fjölskylduna tók hún mér vel
og við vissum áður hvor af annarri,
þar sem ég var gamall nemandi
hennar. Dálítið kveið ég fyrir íyrstu
heimsókninni, því frá skólaárunum
hafði hún strax hlotið virðingu í
huga mér vegna þess að fas hennar
og framkoma bauð ekki upp á ann-
að. Við urðum fljótt vinkonur og
þótt samverustundirnar hefðu mátt
vera fleiri þá voru þær þrátt fyrir
allt okkur nægar. Hún öðlaðist fljótt
trúnað minn og margt bar ég upp
við Evu sem ég þorði ekki að tjá mig
um við aðra. Hún bjó
yfir víðtækri reynslu úr
sínu lífshlaupi og sýndi
samkennd, var góður
hlustandi og gaf mér
styrk sem hefur verið
mér ómetanlegur. Ekki
vorum við þó alltaf
sammála um alla hluti
og sagði hún mér sínar
skoðanir á ýmsu í mínu
fari og framgöngu, en
alltaf á gamansaman
hátt og með stríðnis-
glampa í augum svo
ekki var hægt annað en
að hlæja með og frá-
leitt að verða sár eða reið. Seinni ár-
in var hún lagin við að fela vanlíðan
sína og veikindi því vorkunnsemi
eða að einhver færi að hafa áhyggj-
ur af henni kærði hún sig alls ekki
um. I samtölum okkar kom oft í ljós
hve hún saknaði eiginmanns síns og
hvað þau höfðu verið gæfusöm að
hafa kynnst stóru ástinni í lífinu sem
ekki öllum hlotnast. Ömmubörnum
sínum var hún alltaf góð og lagði sig
fram við að fylgjast með þroska
þeirra og framförum. Öllum fjöl-
skyldumeðlimum bið ég um styrk til
handa frá almættinu og öruggt er að
öll getum við huggað okkur við góð-
ar minningar.
Hvíl, þín braut er búin.
Burt með hryggú og tár!
Launað traust og trúin,
talið sérhvert ár.
Fögrum vinafundi
friðarsunna ský;
hlý að hinsta blundi
helgast minning þín.
(M. Markússon.)
Ingunn Stefánsdóttir.