Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Bygginganefnd um tívolítjald í miðbænum Staðsetn- ing til at- hugunar KNÚTUR Karlsson formaður bygg- inganefndar Akureyrarbæjar sagði að innan tíðar yrði tekin afstaða til umsóknar Stefáns Gunnlaugssonar veitingamanns á Akureyri sem í haust óskaði eftir umsögn nefndar- innar um hvort hann fengi leyfi til að setja upp um 220 fermetra stórt tjald við göngugötuna í Hafnar- stræti. Knútur sagði að ákveðið hefði ver- ið að fara yfir skipulag sölumála í göngugötunni og kanna hvort þörf væri á að setja nýjar reglur þar um. Eftir að farið hefði verið í saumana á því máli mætti búast við að erindi Stefáns yrði tekið fyrir. „Hans um- sókn er liður í þessum sölumálum á miðbæjai’svæðinu en þau eru til skoðunar," sagði Knútur. Hann sagði flesta ef ekki alla sam- mála því að efla mætti lífið í miðbæn- um, en það er ætlun Stefáns með því að setja upp umrætt tjald sem hug- myndin er að verði nokkurs konar tívolí. Sagði Knútur að mörgum þætti tjaldið fullstórt á þessu svæði, þar sem áður var verslunin Lyngdal. „Við þurfum að fara yfir þetta mál með Stefáni og sjá hvort önnur stað- setning gæti hentað betur,“ sagði Knútur. -------------- Vörður 70 ára VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðis- manna á Akureyri, verður 70 ára á morgun, miðvikudaginn 10. febrúar. Af því tilefni verður afmælisfundur haldinn í félagsheimili Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri, i Kaupangi við Mýrarveg annað kvöld kl. 20.30. Til fundarins er meðal annars boðið fyrrverandi formönnum Varðar. Félagar minnast tímamótanna með margvíslegum hætti þessa viku, en m.a. verður fundur með Halldóri Blöndal samgönguráðherra á fimmtudagskvöld, 11. febrúar, kl. 20.30 í Kaupangi. Á laugardag kl. 16 verður fundur með yfirskriftinni „Is- land tækifæranna". Afmælishóf verður haldið næsta laugardag kl. 21, en þar mun Tómas Ingi Olrich al- þingismaður ávarpa gesti. Morgunblaðið/Kristján FRIÐRIK Þórðarson stendur við hlið Finns Magnússonar í Blóðbank- anum á FSA. Þeir voru að gefa blóð í 50. skipti frá því formleg skrán- ing liófst og fengu barmmerki og foriáta penna að gjöf og marsi- pantertu með kaffinu. Traustir blóðgjafar á FSA fengu viðurkenningu Erum gæðablóð með gæðablóð FRIÐRIK Þórðarson og Finnur Magnússon fengu fyrir helgi viður- kenningar frá Blóðbankanum á FSA en þeir voru þá að gefa blóð í 50. skipti frá því að formleg skrán- ing hófst fyrir um 25 árum. Aðeins einn blóðgjafi, Arnór Þorgeirsson, hafði náð þessum árangri hjá Blóð- banka FSA áður en það gerði hann sl. sumar. Friðrik sagðist gefa blóð nokkuð reglulega en það hafi einnig komið fyrir að hann hafi verið kallaður út að næturlagi til að gefa blóð. „Mér líður alveg ágætlega eftir blóðgjöf og á meðan ég tel mig geta gert gagn og er aflögufær held ég þessu áfram. Það er líka einstaklega gaman að koma og hitta þetta yndislega fólk sem vinnur hér í Blóðbankanum," sagði Friðrik. Finnur og Friðrik voru líka nokkuð sammála um að þeir félag- ar væru báðir gæðablóð og með gæðablóð í æðum. Þeir gerðu ráð fyrir að heimsækja Blóðbankann talsvert fram á næstu öld. Starfs- fólk Blóðbankans sagðist hins veg- ar Ifta á þessa traustu blóðgjafa sem hetjur. Konum alltaf að fjölga Á síðasta ári voru 950 blóðgjafar á FSA, 800 karlar og 150 konur. Á FSA fengust þær upplýsingar, að blóðgjöf hafí verið ákveðin hefð hjá körlum en konum væri þó alltaf að ljölga, þótt þær geti ekki gefið eins mikið og karlarnir. Árið 1997 voru blóðgjafir á FSA 1240, eða 600 lítr- ar og það hefði kostað spítalann rúmar 3,8 milljónir króna ef kaupa hefði þurft það magn. Opið hús hjá Háskólanum á Akureyri Góð aðsókn MJÖG góð aðsókn var á opið hús í Háskólanum á Akureyri um helgina, en vel yfir eitt þúsund manns þáðu boð háskólans og kynntu sér þá margvíslegu starfsemi sem þar fer fram. „Þetta tókst mjög vel og við náð- um vel til okkar markhóps sem eru framhaldsskólanemendur, en þeir fjölmenntu hingað og fengu upplýs- ingar um námsframboð við háskól- ann,“ sagði Sólveig Hrafnsdóttir endurmenntunarstjóri Háskólans á Akureyri. Allar deildir háskólans, heilbrigð- is-, kennara-, rekstrar- og sjávarút- vegsdeild kynntu námsframboð sitt auk þess sem samstarfsstofnanir há- skólans kynntu starfsemi sína, bóka- safnið var opið og gátu gestir fengið tilsögn í notkun Netsins. Starfsfólk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri og alþjóðastarfs háskólans kynntu einnig þá starfsemi sem fram fer á þeirra vegum. Hljómsveitirnar 200.000 naglbítar og Bang Gang léku fyrir gesti í sundlauginni á Sólborg og þá var hæfileikakeppni nokkurra fram- haldsskólanema á Norður- og Aust- urlandi liður í kynningunni. Morgunblaðið/Kristján Samstarfssamningur Kaupfélags Eyfirðinga og íþróttafélagsins Þors Atkvæðagreiðsla um sameiningu stéttarfélaganna Einingar og Iðju Formennirnir bjartsýnir ATKVÆÐAGREIÐSLA um sameiningu Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju, félags verksmiðjufólks Akureyri í eitt starfsgreinaskipt félag, fer fram meðal félagsmanna í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag. Verði sameining samþykkt verða félagar í sameiginlegu félagi hátt í sex þúsund talsins. Bæði Eining og Iðja starfa á Eyja- fjarðarsvæðinu og rekur Eining einnig skrifstofur í Dalvíkurbyggð og í Ölafsfirði en Iðja aðeins á Ákur- eyri í samvinnu við Einingu. Til að sameiningin nái fram að ganga þurfa 2/3 þeirra sem greiða atkvæði hjá Einingu að samþykkja sameiningu en hjá Iðju þurfa 3/4 allra félags- manna að samþykkja sameiningu. Þeir Þorsteinn Árnórsson formað- ur Iðju og Björn Snæbjörnsson for- maður Einingar voru bjartsýnir á að sameiningin yrði samþykkt og að því fylgdi mikil hagræðing. Þorsteinn sagði þó sérstaklega mikilvægt að kosningaþátttaka innan Iðju yrði góð, þar sem 3/4 allra félagsmanna yrðu að samþykkja sameininguna. Á kjörskrá hjá Iðju eru rúmlega 700 manns en tæplega 4.200 hjá Einingu. Félagsmenn vel upplýstir Félögin hafa staðið fyrir kynningu á kostum sameiningar að undan- fórnu og þeir Þorsteinn og Björn voru sammála um að tónninn í fé- lagsmönnum væri jákvæður. Björn sagði að félagsmenn ættu því að vera vel upplýstir og því væri mikilvægt að þeir taki þátt í atkvæðagreiðsl- unni. „Þetta er spennandi og verður stór stund ef af sameiningu verður,“ sagði Björn. Eldri Iðjufélagar fengu atkvæða- seðla senda heim og sagði Þorsteinn að þeir seðlar hafi skilað sér mjög vel til baka. „Við munum svo fara með atkvæðagreiðsluna inn á alla vinnustaði þar sem okkar fólk er að störfum, auk þess sem hægt er að kjósa á öllum þéttbýlisstöðunum á félagssvæðunum," sagði Þorsteinn. Kjörstaðir eru á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Hrísey og Grenivík. Á Akureyri eru kosið frá kl. 10-22 báða dagana og á öðrum stöðum frá kl. 10- 20. Stefnt er að því að talning hefjist strax kl. 22 annað kvöld og að úrslit- in liggi fyrir um miðnætti. Betri árangur, meiri stuðningur SAMNINGUR um samstarf milli íþróttafélagsins Þórs og Kaupfé- lags Eyfirðinga hefur verið und- irritaður. Samningurinn er til eins árs og felur í sér ákveðið samstarf þar sem öflugt félags- og íþróttastarf Þórs mun nýtast KEA við margvísleg kynningar- mál gegn ákveðnu mánaðarlegu framlagi fyrirtækisins. Gengið hefur verið frá sambærilegum samningi milli KA og KEA. Með þessum samningum er Ieitað nýrra leiða í samskiptum íþróttafélaga og fyrirtækja, en samskipti hafa lítið breyst und- anfarna áratugi á þeim vett- vangi, íþróttafélög hafa leitað til fyrirtækja eftir styrkjum gegn auglýsingum. Samningurinn milli KEA og fþróttafélaganna er skref í átt að því að breyta ríkj- andi hugsunarhætti hvað þetta varðar og finna samskiptaform sem nýtist báðum betur. Persónulegri samskipti Helsta nýbreytnin við samn- inginn er að gert er ráð fyrir auknum persónulegum samskipt- um milli íþróttafólks og við- skiptavina KEA. Gert er ráð fyr- ir að KEA geti í auknum mæli notið góðs af góðum árangri íþróttafólks við sölu og markaðs- setningu á framleiðsluvörum sín- um. Einnig er í samningnum ákvæði um árangurstengingu, þannig að góður árangur hinna ýmsu flokka skilar sér í auknum stuðningi frá KEA og á það bæði við um meistaraflokka og yngri flokka. Morgunblaðið/Kristján ÞÓRARINN E. Sveinsson aðstoðarkaupfélagsstjóri og Svala Stefáns- dóttir, formaður Þórs, handsala samstarfssamninginn. Ragnheiður Björk Guðmunds- dóttir, markaðs- og kynningar- stjóri KEA, er ánægð með samn- ingana, en hún segir KEA hafa átt gott og árangursríkt samstarf við íþróttafélögin um áratuga skeið og undirstriki þessir samn- ingar vilja beggja til að halda áfram á þeirri braut. Fram til þessa hafi einstakar deildir leitað til fyrirtækisins um styrk í tengslum við starfsemi sína og uppákomur en nú sé gerður einn heildarsamningur sem auðveldi deildum Þórs að skipuleggja starf sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.