Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 57 FRÉTTIR Skatttekjur Mosfellsbæjar 894 milljónir Á FUNDI í síðustu viku afgreiddi bæjarstjóm Mosfellsbæjar fjárhags- áætlun sveitarfélagsins fyiir árið 1999. Gerir fjárhagsáætlun ráð fyrir að skatttekjur bæjarsjóðs verði rúm- lega 894 milljónir á áiinu og að rekstur málaflokka taki til sín 714 milljónir eða 79,8% af skattekjum. Stærsti einstaki málaflokkurinn eru fræðslumál en áætlað er að verja til þeirra 442 milljónum á ár- inu eða 49%_af skatttekjum. Til fé- lagsmála er áætlað að verja rúm- lega 66 milljónum og 64 milijónum til æskulýðs- og íþróttamála. Heild- arstyi-kir til félagasamtaka í bæjar- félaginu eru áætlaðar 34 milljónir á árinu 1999. Heildarframlag bæjarsjóðs Mos- fellsbæjar er áætlað rúmlega 184 milljónir og til ráðstöfunar eftir greiðslu lána er áætlað að verði 95 milljónir. Heildarfjárfestingar bæj- arsjóðs eru áætlaðar 380 milljónir á árinu 1999. Vega þar þyngst fram- kvæmdir við nýjan leikskóla á Vest- ursvæði en með byggingu hans verður náð því markmiði að útrýma biðlistum fyrir 2 ára börn og eldri. Einnig gerir framkvæmdaáætlun bæjarsjóðs ráð fyrir að hafin verði starfsemi grunnskóla á Vestursvæði bæjarins í bráðabirgðakennslustof- um ásamt því að lokið verði við hönnun á nýjum grunnskóla þar. Stefnt er að því að fyrsti áfangi hans verði tekinn í noktun árið 2001 og er áætlað að með tilkomu skól- ans náist að einsetja grunnskólann í Mosfellsbæ. Á árinu er áætlað að úthluta 30 lóðum á nýbygginga- svæði bæjarins í Höfðahverfi. Samfylkingin á Norðurlandi eystra Utankjörstað- arkosning hafin LAUGARDAGINN 13. febrúar fer fram prófkjör á vegum Samfylking- arinnar á Norðurlandi eystra. Allir sem náð hafa 18 ára aldri við kosn- ingar til Alþingis hinn 8. maí nk. geta tekið þátt í prófkjörinu. Utan- kjörstaðaratkvæðagreiðsla er hafin og hefur nú þegar á sjötta tug kjós- enda greitt atkvæði, segir í fréttatil- kynningu. Kosið er á 13 stöðum í kjördæm- inu en auk þess er hægt að greiða atkvæði utan kjörstaðar á skrif- stofutíma á skrifstofu Alþýðuílokks- ins við Hvei-fisgötu 8-10 í Reykja- vík, skrifstofu Samfylkingarinnar við Austurstræti 10 milli kl. 17:00 og 19:00, í versluninni Hegra á Sauðárkróki og í Bleiksárhlíð 53 á Eskifirði. Á kjördag verða kjörstaðir í Húsi aldraðra á Akureyri, Borgarhóls- skóla á Húsavík og við Hafnarbraut ^ á Dalvik opnir frá kl. 10:00 til 21:00. Kosningu lýkur í Grímsey á fimmtudag. Á Ólafsfirði verður kjör- staður í ÚÍÓ-húsinu opinn á kjördag frá kl. 11:00-18:00 en í Verkalýðs- húsinu í Hrísey, Grunnskólanum á Kópaskeri og félagsheimilunum á Raufarhöfn og Þórshöfn frá kl. 13:00-17:00. Kjörstaður verður op- inn á Hótei Reynihlíð í Mývatnssveit milli kl. 13:00 og 16:00. Ekki samið við Techno- promexport ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýs- mgafulltrúi Landsvirkjunar, sendi frá sér eftirfarandi í gær: .,Að gefnu tilefni vill Landsvirkj- un taka fram að aldrei hefur staðið til að semja við Technopromexport um kaup á vinnu eða efni vegna byggingar á Sultartangalínu nú í sumar. (Lína þessi verður 12,5 km löng og liggur milli Búrfellsstöðvar °g Sultartangastöðvar).“ Morgunblaðið/E.L. Bílvelta á Biskupstungnabraut JEPPABIFREIÐ valt út af Bisk- upstungnabraut fyrir ofan bæ- inn Heiði í Árnessýslu um klukkan 15.30 á laugardag. Vegfarandi flutti ökumann á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi með minniháttar meiðsl. Far- þega í bifreiðinni sakaði ekki, en jeppinn er talsvert skemmd- ur. Grunnskólinn veiti öllum nemendum þjónustu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá kennur- um Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði: „Grunnskólinn á að leitast við að veita öllum nemendum þjónustu sem er í samræmi við eðli og þarfir þeirra. Þá er átt við þjónustu við alla nemendur. Slíka þjónustu er ekki hægt að veita í 28 nemenda bekk með tveimur frávikum. Allir kennarar hljóta að taka undir orð Maggýjar Hrannar Hermannsdótt- ur og hennar málarekstur við fræðsluyfirvöld í Reykjavík. Með þessum orðum viljum við styðja við rök Maggýjar og vonum við að fræðsluyfirvöld og almenn- ingur sýni henni skilning." Ráðstefna um umhverfís- vernd RÁÐSTEFNA um umhverfismál á Húsavík verður haldinn laugardag- inn 13. febrúar nk. og byrjar kl. 13, en lýkur um kl. 16.30. Ráðstefnan var áður fyrirhuguð 16. janúar sl. en frestaðist sökum veðurs. Fjallað verður m.a. um: Nýtingu lands, skipulagsmál, áhrif gróðurs á loftslag, orkumál og umhverfisvit- und almennings. Að því loknu verða almennar umræður. „Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. að vekja áhuga Húsvíkinga og Þing- eyinga á umhverfismálum og fá fram mismunandi sjónarmið á sviði umhverfismála. Síðastliðið ár hefur verið starf- andi nefnd sem vinnur að stefnu- mótun í umhverfismálum hjá Húsa- víkurkaupstað. Markmið hennar er umhverfisvænt og sjálfbært samfé- lag á komandi öld. Nefndin telur mikilvægt að fá sem flesta í lið með sér til að huga að umhverfismálum, reyna að virkja bæjarbúa til sam- vinnu á sviði umhverfismála, því er þýðingarmikið að sem flestir mæti. Ráðstefnugestum verður síðan boðið að skoða Hvalasafn Húsavík- ur undir leiðsögn Ásbjörns Þ. Björgvinssonar framkvæmdastjóra segir í fréttatilkynningu frá nefnd um stefnumótun í umhverfismálum hjá Húsavíkurkaupstað. Mynda- ^ sýning FI MYNDAKVÖLD Ferðafélagsins verður miðvikudagskvöldið 10. febrúar í F.I. salnum að Mörkinni 6. Fyrir hlé verða sýndar myndir og sagt frá gönguferðum í Austurríki sem hópur Ferðafélagsins fór í en þau dvöldu í bænum Bludenz og fóru ferðir þaðan. Umsjón hefur Eysteinn Sigurðsson. Eftir hlé sýn- ir Gerður Jensdóttir myndaseríu af gönguleiðinni um Hornstrand- ir/Austurstrandir eða allri strönd- inni frá Hornvfk til Ingólfsfjarðar. Allir velkomnir. Kaffiveitingar í hléi. Verð 500 kr., kaffi og meðlæti innifalið. Samband ungra jafnaðarmanna Vilja flokk um Samfylk- ing’una MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sambandi ungra jafnaðarmanna: „Ungir jafnaðarmenn fagna yfir- lýsingu stjórnar Verðandi, samtaka ungs Alþýðubandalagsfólks, um að sameina beri þá flokka sem standi að samfylkingu jafnaðarmanna. Ungir jafnaðarmenn telja það óhjá- kvæmilegt að þessir flokkar verði allir runnir saman í einn í lok þess kjörtímabils sem brátt mun hefjast. Ungir jafnaðai-menn lýsa einnig yfir vilja sínum til að hefja undirbúning að sameiningu ungliðahreyfinga þessara flokka." Úr dagbók lögreglunnar Gott ástand í miðborginni Helgina 5. til 8. febrúar 1999 GOTT ástand var í miðborginni aðfaranótt laugardags, fátt fólk, ölvun ekki mikil og áber- andi fáir unglingar þar á ferli. Höfð voru afskipti af fjórum ungmennum í bifreið vegna kannabisneyslu. Kona datt við stjórnarráðið og hlaut opið beinbrot. Tveir aðrir voru flutt- ir á slysadeild með minniháttar áverka. Svipaða sögu má segja úr miðborginni aðfaranótt sunnudags þótt nokkuð hafi verið af fólki í miðborginni eftir að veitingahúsum var lokað. Einu ungmenni undir aldri var ekið heim, enginn var handtek- inn en þrír fóru á slysadeild eftir átök og óhapp. Slys og líkamstjón Maður var að hoppa af lyftu á sendiferðabifreið í Breiðuvík á fóstudag. Maðurinn kom svo illa niður að hann öklabrotnaði og var fluttur með sjúkrabif- reið á slysadeild. Maður féll á skíðum á skíðasvæðinu í Skála- felli á laugardag og rotaðist. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um slagsmál í Lækjargötu. Þau voru afstaðin er lögreglan kom en einn maður var fluttur á slysadeild með slæmt kjálka- brot. Málið er í rannsókn. Umferðin Sautján manns voru teknir granaðir um ölvun við akstur um helgina og 33 vegna of hraðs aksturs. Anægjulegt var að lög- reglumenn urðu aðeins varir við fjóra ökumenn sem ekki höfðu öryggisbeltin spennt. Bifreið var ekið á staur við aðrein frá Reykjanesbraut að Miklubraut á fóstudag. Ökumaður var fluttur á slysadeild vegna eymsla í hálsi. Ekið var á 16 ára stúlku á Háa- leitisbraut síðdegis á föstudag. Ökumaður bifreiðarinnar flutti stúlkuna heim til sín en skildi ekki eftir upplýsingar um sig. Stúlkan fór síðan á slysadeild vegna minni háttar meiðsla. Sjálfsagt er fyrir ökumenn, enda skylt samkvæmt lögum, að gefa upp nafn og heimilisfang í svona tilvikum, jafnvel þótt þeir haldi að engin meiðsli hafi orðið, enda geta meiðsli komið í ljós síðar. Þegar börn eiga hlut að máli er einnig rétt að hafa samband við foreldra. Innbrot og þjófnaðir Farið var inn um ólæstar dyr í fyrirtæki í Mosfellsbæ á föstu- dag og stolið tékkum, skipti- mynt og fleiru. Brotist var inn í bifreið við Blönduhlíð á fóstu- dag. Stolið var hljómtækjum og geisladiskum. Tilkynnt var um innbrot í hús við Þverholt síð- degis á laugardag. Þar var stolið ýmsum varningi. Ýmislegt Nokkurt magn af gerviskart- gripum fannst utan við skólalóð Arbæjarskóla á föstudag. Skil- vísir fyrirmyndarnemendur úr skólanum komu gripunum til lögreglu. Lögreglan gerði húsleit í íbúð í Fossvogshverfi aðfara- nótt laugardags og fundust þar yfir 100 g af hassi. Hópur af ungu fólki var á staðnum og var það flutt á lögreglustöð og hús- ráðendur síðan vistaðir í fanga- geymslu vegna rannsóknar málsins. Lögreglan hafði níu sinnum um helgina afskipti af fólki sem hafði einhver fíkniefni undir höndum, yfirleitt lítilræði í hvert sinn. Morgunblaðið/Bernhard HOPUR stýrimanna ásamt leiðbeinendum. Stýrimenn á reykköfunarnámskeiði REYKKÖFUNARNÁMSKEIÐ Slysavamaskóla sjómanna lýkur með því að farið er í gáma Bmnamálastofnunar ríkisins þar sem æfð er reykköfun við alvöru eld, hita og reyk. Þar fá nemendur einnig að sjá hvernig yfirtendmn verður, það er hvernig reykurinn brennur og breiðir út eldinn og hvemig ber að beita vatnsúða á réttan hátt. Mikill hiti verður í gámunum, allt að 800 gráður efst í reyklaginu, svo það er mikilvægt að þeir sem fara í gáminn fari að öllu á réttan hátt. Það er mikilvægt að verðandi björgunaraðilar, hvort sem um er að ræða slökkviliðsmenn, stýrimenn eða aðra, kunni vel til verka og hafi fengið að takast á við raunvemleikann til að geta brugðist við á raunastundu. Það sem af er þessu ári hafa tæplega 50 manns farið í svokallaðan yfirtendrunargám Bmnamálastofnunar ríkisins. A f f I f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.