Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Saksóknarar sýna kafla úr vitnisburði Lewinsky og tveggja annarra vitna Blumentlial sakaður um að hafa framið meinsæri Washington. Reuters, The Daily Telegraph. SAKSÓKNARAR fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sýndu valda kafla úr vitnisburði Monicu Lewinsky og tveggja annarra vitna í réttarhöld- unum í máli Bills Clintons forseta í beinni sjónvarpsútsendingu á laug- ardag. Bandaríkjamenn fengu þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá og heyra Lewinsky tala um samband sitt við forsetann. Lewinsky virtist róleg og sjálfsör- ugg í vitnisburði sínum, sem var tek- inn upp á myndband fyrir viku þegar hún var yfirheyrð fyrir luktum dyr- um. Saksóknaramir sýndu þing- mönnum öldungadeildarinnar stutta kafla úr vitnisburðinum sem þeir sögðu afhjúpa „umfangsmikinn spill- ingarvef ‘ Clintons. „Öldungadeildin þarf aðeins að kveða upp einn dóm varðandi Mon- ieu Lewinsky. Trúið þið henni?“ sagði einn saksóknaranna, James Rogan, repúblikani frá Kalifomíu. „Ef vitnisburður hennar er sannur, þá er Clinton sekur um þau lögbrot sem koma fram í ákærunni.“ Lögfræðingar Clintons sögðu hins vegar að saksóknaramir hefðu tekið kaflana úr samhengi til að gefa ranga mynd af vitnisburði Lewinsky. „Saksóknararnir hafa klippt búta hér og þar á mjög snjallan hátt til að segja sögu sína, þótt afleiðingin sé sú að sagan sem þeir segja er ekki frá- sögn Lewinsky," sagði verjandi Clintons, Nicole Seligman. Sýningin ekki talin breyta afstöðu þingmannanna Þingmenn öldungadeildarinnar höfðu áður séð vitnisburðinn í heild og margir þeirra sögðust efast um að sýningin á laugardag yrði til þess að þingmönnum snerist hugur áður en deildin greiðir atkvæði um hvort for- setinn hafi framið meinsæri og lagt stein í götu réttvísinnar til að leyna sambandi sínu við Lewinsky. Nokkrir repúblikanar sögðust vera ánægðii- með sýningu sak- sóknaranna á vitnisburðinum þar sem þeir lögðu megináherslu á ásök- unina um að forsetinn hefði lagt stein í götu réttvísinnar sem er nú talin líklegri til að verða samþykkt en meinsærisákæran. „Ég tel að það sem ég heyrði [á laugardag] sé mjög skaðlegt íyrir forsetann,“ sagði öldungadeildar- þingmaðurinn Larry Craig, repú- blikani frá Idaho. Demókratar sögðust hins vegar ekki hafa heyrt neitt sem breytti af- stöðu þein-a í málinu. „Ég hygg að þingmenn séu almennt þeirrar skoð- unar að ekkert nýtt hafi komið fram,“ sagði öldungadeildarþing- maðurinn Patrick Leahy. 67 af 100 þingmönnum öldunga- Kaflar úr vitnisburði vitna í máli Bills Clintons voru sýndir í sjónvarpi í fyrsta sinn á laugardag. Sidney Blumenthal, ráð- gjafi forsetans, hefur verið sakaður um að hafa framið meinsæri í vitnisburði sínum. Reuters MONICA Lewinsky svarar spurningum saksóknara Bandaríkjaþings. Reuters SIDNEY Blumenthal, ráðgjafi Clintons, hefur verið sakaður um meinsæri í vitnisburði sínum. Reuters VERNON Jordan, lögfræðingur og vinur Clintons, var einnig yf- irheyrður fyrir luktum dyrum. deildarinnar þurfa að samþykkja ákæruna á hendur forsetanum til að hann verði sviptur embættinu. Talið er nánast öruggt að forsetinn haldi velli í lokaatkvæðagreiðslunni um ákæruna en demókratar leggja nú drög að ályktun þar sem forsetinn er víttur fyrir framgöngu sína í mál- inu. Gert er ráð fyrir því að hún verði borin undir atkvæði eftir að réttarhaldinu lýkur. Demókratar vonast til þess að báðir flokkarnir samþykki ályktun- ina en nokkrir repúblikanar sögðu á sunnudag að hún væri ekki í sam- ræmi við stjórnarskrána og kváðust staðráðnir í að fella hana. Þeir sögðu að ályktunin væri ekki næg refsing fyrir meint lögbrot forset- ans og að markmiðið með henni væri að beina athygli kjósenda frá gagnrýni á demókrata fyrir að láta forsetann komast upp með að fremja meinsæri og leggja stein í götu réttvísinnar. Öldungadeildin, sem gegnir hlut- verki kviðdóms í réttarhaldinu, á að hefja lokaumræðuna um ákæruna í dag og greiða fyrst atkvæði um hvort umræðan eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Gert er ráð fyrir því að atkvæði verði greidd um ákæruna á fimmtudag eða föstudag. Blumenthal sóttur til saka? Atkvæðamiklir þingmenn úr röð- um repúblikana og demókrata hafa hvatt til þess að dómsmálaráðu- neytið hefji rannsókn á því hvort eitt vitnanna, Sidney Blumenthal, ráðgjafi Clintons, hefði framið meinsæri í vitnisburði sínum. Afrit af vitnisburði Blumenthals og Vernons Jordans, lögfræðings Clintons, voru gerð opinber á föstu- dag og þar kom ekkert nýtt fram í málinu. Blumenthal áréttaði þar að Clinton hefði logið að sér, sagt að hann hefði hafnað Lewinsky eftir að hún hefði „setið um sig“, og hótað að ljúga því að þau væru elskendur ef hann féllist ekki á kynferðislegt samband við hana. Blumenthal kvaðst aðeins hafa sagt konu sinni frá ummælum Clintons. „Ég leit á þetta sem trún- aðarsamtal og minntist ekki á það við starfsfélaga mína eða vini. Ég sagði engum öðrum frá þessu.“ Þegar saksóknaramir heyrðu þetta höfðu þeir samband við Bret- ann Christopher Hitchens, blaða- mann tímaritsins Vunity Fair, sem hefur sakað Blumenthal um að hafa framið meinsæri með þvf að neita því að hafa sagt öðrum frá samtal- inu við Clinton. Hitchens undirrit- aði eiðsvarna yfirlýsingu þar sem hann kveðst hafa heyrt Blumenthal segja frá samtalinu í hádegisverðar- boði 19. mars á liðnu ári. „Blument- hal hélt því fram að Monica Lewin- sky hefði setið um forsetann og hann hefði verið „fórnarlamb“ ágengrar og ístöðulausrar konu, sem gerði kynferðislegar kröfur til hans ... Ég veit að hann sagði öðr- um blaðamönnum sömu sögu.“ Öldungadeildai’þingmenn í báðum flokkunum sögðu að-rannsaka bæri ásökun blaðamannsins. „Dómsmála- ráðuneytið þarf að taka þetta mál fyrir,“ sagði demókratinn Joseph Lieberman. „Meinsæri er alvarlegt afbrot," sagði repúblikaninn Phil Gramm og fleiri þingmenn hvöttu til þess að málið yrði rannsakað. Repúblikaninn Larry Craig sagði að Blumenthal kynni að verða sótt- ur til saka fyrir meinsæri og verði hann sakfelldur kann hann að verða dæmdur í allt að fimm ára fangelsi. Blumenthal sagði að ekkert væri hæft í ásökun blaðamannsins. „Þótt ég muni ekki eftir hádegisverðinum með [Hitchens], sem hafði þá verið vinur minn í 15 ár,' er fáránlegt að láta sér detta í hug að ég hafi sagt þessum ofstopafulla óvini Clintons frá þessu.“ Rambouillet. Reuters. Sendinefndir stríðandi fylkinga í Kosovo funda í Frakklandi Hafa enn ekki ræðst beint við SENDINEFNDIR Serba og Kosovo-Albana komu til Rambouil- let á laugardag og á sunnudag hófu þær störf í frönsku sveitasetrí frá fjórtándu öld. Hafa þær ekki enn viljað hittast augliti til auglitis en unnu í gær að því, annan daginn í röð, á sinni hverri hæð sveitaseturs- ins að rýna i tillögur Yesturveldin höfðu undirbúið sem grundvöll sam- komulags. Megininntak þeirra er að Kosovo fái sjálfstjórn en verði áfram hluti af Júgóslavíu. Hafa sendinefndirnar ekki held- ur, að sögn kunnugra, rætt við þrjá sáttasemjara Tengslahópsins svo- kallaða, Bandaríkjamanninn Chris Hill, Rússann Borís Mayorsky og fulltrúa Evrópusambandsins (ÉSB) Wolfgang Petritsch. Loka nefndar- menn sig heldur af og ræða tillög- umar til hlítar sín á milli. „Þetta er ekki eins og í skóla,“ sagði ónefndur stjórnarerindreki. „Það munu engar bjöllur hringja og segja sendinefnd- unum að mæta í tíma.“ A því leikur hins vegar enginn vafi að Vesturveldin íylgjast grannt með gangi mála í Rambouillet enda voru viðræðumar þvingaðar fram af Tengslahópnum, samstarfshópi Vesturveldanna og Rússlands í mál- efnum gömlu Júgóslavíu. Eiga deilendur yfir höfði sér hemaðarí- hlutun Atlantshafsbandalagsins (NATO), nái þeir ekki samkomulagi innan tveggja vikna. Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, lagði í gær áherslu á að deilendur ættu erfitt verkefni fyrir höndum og lýsti jafn- vel efasemdum um að þeim myndi takast ætlunarverk sitt. Sendinefnd Kosovo-Albana sagð- ist hafa farið fram á tafarlaust vopnahlé í Kosovo á sunnudag en gaf til kynna að þeim óskum hefði verið hafnað. I orði kveðnu ríkir vopnahlé í Kosovo, en í október síðastliðnum tókst Richard Holbrooke, sendi- manni Bandaríkjanna, að ná fram samningum þar að lútandi. Raunin er hins vegar sú að á undanförnum vikum hafa blóðug átök blossað upp að nýju. Voru þrettán Kosovo-Al- banar bornir til grafar á sunnudag, m.a. þrír sem fómst í sprengjutil- ræði í Pristina, höfuðborg Kosovo, á laugardagskvöld og níu menn sem serbneskar öryggissveitir skutu til bana í þorpinu Rogovo fyrir tíu dög- um. Fordæmdu sendinefndir bæði Serba og Kosovo-Albana sprengju- tilræðið á laugardag og brúuðu þannig bilið sín á milli, sem þó er áfram afar stórt, að sögn kunnugra. Hefur enginn lýst ódæðinu á hendur sér en margir óttast að öfgamenn, sem andsnúnir era mála- miðlunum í Kosovo-deilunni, reyni með slíkum tilræðum að skaða við- ræður um frið í héraðinu. Náist samningar hafa Vestur- veldin lýst sig reiðubúin til að senda allt að þrjátíu þúsund hermenn á vegum NATO til Kosovo til að standa vörð um frið í héraðinu. L|||Í!2Si Páfagarð- ur lýkur morðrann- sókn RANNSÓKN á dularfullu máli undirliðþjálfa í lífvarða- sveit páfa, sem sakaður var um að myrða yfirmann sinn og eiginkonu hans áður en hann svipti sjálfan sig lífi, er lokið, að því er segir í yfirlýsingu sem Páfagarður sendi frá sér í gær. Þar segir að ekkert bendi til þess að aðrir en undirlið- þjálfinn, Cedrie Tornay, hafi átt sök á morðinu. Atburður- inn átti sér stað í maí sl. þegar liðþjálfinn skaut Alois Éster- mann, nýskipaðan yfirforingja í lífvarðasveitinni, og konu hans í því sem Páfagarður kallaði „stundarbrjálæði". Astæðan var sögð vera sú að framhjá honum hafði verið gengið við orðuveitingu. Mauguette Baudat, móðir undirliðþjálfans, hefur hins vegar sakað Páfagarð um að reyna að hylja sannleikann í málinu og í viðtali við ítalska dagblaðið II Messaggero telur hún son sinn saklausan af morðunum. Sagði hún rann- sóknina vera „fulla af mót- sögnum og lygum“. Hún og lögfræðingar hennar hefðu skjöl undir höndum sem sann- að gætu sakleysi Tornays. Landráð í þágu Iraka? ÞÝSKUR verkfræðingur hef- ur verið ákærður fyrir landráð en talið er að hann hafi látið írökum í té ítarlegar upplýs- ingar um framleþðslu úrans fyrir kjarnavopn. I ákærunni kemur fram að maðurinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi á árinu 1989 selt Irökum teikningar af sérstökum bún- aði ætluðum til verksins. Teikningarnar eru taldar hafa getað veitt Irökum tæknilegar forsendur fyrir smíði fullkom- innar verksmiðju til vinnslu á úrani. Ekki er vitað hvort íraskir vísindamenn hafa smíðað búnaðinn. Réttað yfír ráðherrum RÉTTARHÖLD hefjast í París í dag yfir Laurent Fabi- us, forseta franska þingsins og forsætisráðherra á áranum 1984-1986, og tveimur samráð- herram hans frá þessu tíma- bili, Edmond Herve og Georg- ina Dufois, sem fóru með heil- brigðis- og félagsmál. Þau sæta manndrápsákæru vegna hneykslis, sem snerist um eyðnimengað blóð á frönskum ríkissjúkrahúsum. Sakbom- ingar bera af sér alla sök. Hjón vilja ein- ræktað barn UNG bresk hjón sem undan- farin átta ár hafa árangurs- laust reynt að eignast barn segjast vera tilbúin að reyna einræktun. Engar frjóvgunar- aðferðir hafa dugað og segjast þau Peter og Ildiko Blackburn halda að klónun geti verið besti möguleikinn í stöðunni. Bresk lög banna einræktun manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.